Þjóðviljinn - 09.01.1968, Page 3

Þjóðviljinn - 09.01.1968, Page 3
Þriðjudagur 9. janúar 1968 — ÞJÓÐVILJIN'N — SlÐA J Aukmsr loftárásir svarii vii tilboii um samninguviiræiur Greinilegt að Bandaríkjastjórn ætlar í þetta sinn sem ævinlega áður að virða að vettugi slík tilboð ii // WASHINGTON 8/1 — Eina svar Bandaríkjastjórnar við því tilboði sem stjóm Norður-Vietnams hefur gert henni um að hafnar verði samningaviðræður þegar loftárásunum hefur verið hætt skilyrðislaust er enn sem komið er að magna þær árásir um allan helming. Fréttaritari AFP í Hanoi hef- ur eftir heimildarmönnum þar að hinar hörðu loftárásir Banda- ríkjamanna strax eftir að Trinh utanríkisráðherra hafðj gert þeim tilboðið um samningavið- ræður hafi verið vanhugsaðar. Svo harðar árásir hljóti að tor-: velda mönnum trúna áaðBanda- ríkjamenn séu einlægir þegar þeir tala um frið og af því leiði að Norður-Vietnamar verði enn staðráðnari í að berjast heldur til þrautar en leita samninga. Samtímis er lögð áherzla á það. segir fréttamaður AFP. að hinar hertu loftárásir muni ekki gera Norður-Vietnama samningsþýð- ari. Ekki verði hvikað frá þeirri stefnu að loftárásum og öllum öðrum hernaðaraðgerðum gegn Norður-Vietnam verði að linna, áður en viðræður geti hafizt. Yf- irlýsing Trinhs utanríkisráðherra hafi verið birt til þess að eyða öllum efasemdum Bndaríkja- stjómar um hvað gerast myndi ef loftárásunum yrði hætt. Dræmar undirtektir Fréttaritari Reuters í Washing- ton segir að þar hafi tilboð Norð- ur-Vietnams um viðræður fengið mjög dræmar undirtektir. Willi- am P. Bundy, aðstoðarutanrikis- ráðherra, hafi ekki beinlínis vís- að tilboðinu á bug, en hann hafi látið í Ijós miklar efasemdir um að nokkuð væri á því að byggja. Fram að þessu, t.d. á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna, hefur það verið viðkvæðið hjá VS leggur höfuðáherzlu á uð Dunir furi ár Nuto 1969 KHÖFN 8/1 — Vinstrisósíalistar birtu kosningastefnuskrá sína á ftrndi með blaðatmönnum í Kaup- mannahöfn í dag. I stefnuskránni segir m.a. að fllokkurinn muni leggja höfuðáherzlu á að Danir segi sig úr Atlanzhafsbandalag- inu 1969. Tekið er fram að ekki sé hægt að gera greinarmun á stefnunni í innanlands- og utan- ríkismálum, segir í skeyti frá Ritzaus Bureau. Einn helzti leiðtogi hins nýia flokks, Erik Sigsgaard, sagði að það eitt' að flokkurinn myndi vinna að því að Danir segðusig úr NATO nægði til þess að hann hvorki gæti né vildi taka þátt í stjórnarsamstarfi að kosn- ingum loknum. Þingkosningarnar í Dahmörku fara fram 23. janúar. Flokkurinn 'krefst þess annars éð stefnt verði í átt til algerrar afvopnunar í Danmörku, oghætt verði við tilraunir til að komast í Éfnahagsbandatlag Evrópu, en í þess stað reynt að auka við- skiptin við Norðurlönd og tekin upp viðskipti við þjóðir Austur- Evrópu og þróunarlöndin. Danir ættu að auka aðstoð sina við fátæku þjóðirnar, en forðast ætti að veita þeim ríkjum aðstoðsem búa við afturhaldsstjórnir, eins og t.d. Thaiíand. Flokkurinn mun vinna að þvi að koma á sósíalisma i Dan- mörku, þar sem enginn maður arðræni annan og bent er á ýmsar ráðstafanir sem miðað gætu í bá átt, að þjóðbankinn verði „þjóðnýttur", þ.e. ^tekið verði fyrir að hann geti farið sinu fram. Þá beri að þjóðnýta tryggingarfélög, auka hlut hins opinbera í sparnaðinum, eftirlit með útlánum bankanna, og rík- ið fái rétt til að hlutast til um Hjartavernd Fnamhald af 1. síðu. draga af þeim ábyggllegar álykt- anir. Stjórn Hjartaverndar vonast til þess að aðrar heilbrigðisstofn- anir landsins geti notið góðs af þessu brautryðjendastarfi og að i náinni framtíð verði hægt að nýta betur þær starfsaðferðir sem nú er verið að reyna. Þá hyggst Hjartavemd færa starfsemi sína út á .landsbyggö- ina á næstu árum og takist það má búast við að bætt verði að einhverju leyti úr skorti álækn- isþjónustu i dreifbýlinu. fulltrúum Bandarikjastjórnar, þegar lagt var að henni að hætta loftárásunum til að greiða fyr- ir samningaviðræðum, að engin trygging væri fyrir því að ú^ þeim viðræðum yrði; stjórn Norður-Vietnams hefði ekki svo Bandaríkjastjóm væri kunnugt um gefið neina yfirlýsingu um að hún skuldbyndi sig til við- raeðna að loftárásunum loknum. I Washington er talið, segir í skeyti frá Reuter, að Rusk ut- anríkisráðherra sé fremstur i flokki þelrra sem virða vilja til- boð Hanoistjórnarinnar að vett- ugi. Hins vegar sé það vitað að margir lægra settir embættis- menn í Washington séu því fylgj- andi að tilboðinu verði tekið. Fréttaritari AFP í Peking, Je- an Vincgnt. telur engan vafa á því að tilboð Trinhs utanríkis- ráðherra hafi mælzt illa fyrir í Kína Þess hefur hvergi verið getið í Kína. en því meira hef- ur verið birt af fyrri ummælum Ho Chi Minh forseta til fordæm- ingar heimsvaldastefnu Banda- ríkjanna. Sama máli gegnir um slík skrif Síhanúks prins, leið- toga Kambodju, en þess er heldur ekki getið í kínverskum blöðum að hann hefur fallizt á að ræða við sendimann Johnsons forseta. Surveyor 7 í tunglferð PASADENA 8/1 — í gær var skotið frá Kennedyhöfða sjöunda og síðasta tunglfarinu af gerð- inni Surveyor, og er ætlunin að það lendi hægri lendingu á tungl- inu aðfaranótt miðvikudagsins. Braut tunglfarsins hefur verið leiðrétt tvívegis og standa nú allar vonir til að tilraunin heppn- ist, en Surveyor á að lenda á suðurhveli tunglsins í námunda við gíginn Tych. RÓM 8/1 — Fulltrúi Páfagarðs hefur átt viðræður við fulltrúa stjórnar Norður-Vietnams um eina af friðarhvötum Páls páfa, segir málgagn Páfastóls, segir málgagn Páfastóls ..Osservatore Rornano". TELAVIV 8/1 — Orustuþotur, skriðdrekar og stórskotalið ísra- elsmanna lögðu í dag til atlögu við hersveitir Jórdana á bökk- um Jórdansfljóts. ísraelsmenn segja að átökin hafi hafizt með skothríð Jórdana á þorp vestan- megin fljótsins. Stórskotalið beggja skiptust á skotum yfir fljótið og á einum stað varð bar- dagi milli skriðdreka beggja. Snörp áhluup ÞFF á 3 borgir / Vietnam Áhlaupin gefa til kynna að þjóðfrelsisherinn hafi tekið frumkvæðið af Bandaríkjamönnum SAIGON 8/1 — Her Þjóðfrelsisfylkingarinnar í Suður- Vietnam gerði um helgina áhlaup á þrjár höfuðborgir fylkja eða héraða. Þessi áhlaup eru talin enn ein vísbending um að frumkvæðið í stríðinu sé nú í höndum þjóðfrelsishersins en ekki Bandaríkjamanna. Bændaríkiamenn erlendis á móti PARIS 8/1 — í gær komusaman á fund í París um fimmtíu full- trúar ýmissa samtaka Banda- ríkjamanna í Evrópu og stofn- uðu þeir nefnd sem samræma á baráttu þeirra gegn stríðinu í Vietnam. Nefndin sem kallast „American Opposition Abroad" — amerísk andstaða erlendis — mun efna til mótmælaaðgerða gegn Vietnamstríðinu í öllum helztu borgum Evrópu dagana 22. febrúar og 2. apríl. Annað áhlaupið vargertígær- morgun. Þá tóku þjóðfrelsisher- menn fylkishöfuðborgina Khiem Cuong. rúma 30 km fyrir norð- vestan Saigon. á sitt vald og héldu bænum í hálfa þriðju klukkustund. Áhlaupið var gert að lokinni harðri skothríð úr sprengjuvörpum. Mörg hús voru lögð í rúst og þrír bandarískir hermenn eru í Saigon sagðir hafa orðið sprengjuregninu að bráð. Khiem Cuong er höfuðborgin í Hau Nghia-fylki. Yfirmaður Saigonhersins í fylkinu sagði að 26 hermenn sínir hefðu ' fallið, og „gizkað væri á“ að manntjón ÞFF hefði verið jafnmikið. Síðar í gær var gert snarpt á- Erik Sigsgaard I fjárfestingu allra meiriháttar iðn- fyrirtækja og peningastofnana. 1 stefnuskrá segir að þeir örð- ugleikar sem Danir eiga nú að glíma við í efnahagsmálum séu vottur þess að „hagkerfi auð- magnsins sé enn sem fyrr drottn- andi í þjóðfðlagi okkar og fari eftir sínum eigin lögmálum hver svo sem hafi stjórnartaumana I •höndum“. Síðasti frestur til að skila framboðslistum og meðmælend- um með þeim er annað kvöld, þriðjudag, kl. 22. Útlit er fyrir að tíu flokkar bjóði fram í öll- um kjördæmum, auk þýzka fiokksins í Slésvik. Vinstrisósíal- istar hafa þegar skilað nöfnum 29.000 meðmælenda, eða nærri því tvöfalt flleiri en með þurfti. Nýr hjurtuþegi í Kuliforníu ■ líf huns er tu/ið í hættu PALO ALTO, Kaliforníu 8/1 — Um helgina græddu skurðlækn- ar við Stanford-háskóla *í Kali- forníu hjarta úr nýlátinni 43 ára gamalli konu í 54 ára gamlan stálverkamann, Mike Kasperak að nafni, og gekk sú aðgerð að vonum. Fyrst eftir hana var líðan sjúklingsins talin góð eft- ir aðstæðum, en í kvöld bárust þær fréttir að honum blæddi inn og var líf hans talið í hættu. Blóðrennslið reyndist vera úr maga og þörmum. Læknar vildu ekkert segja um ástæðuna, en á það er bent að storknunarhæfi- leiki blóðs hans sé mjög lítill, aðeins einn fimmtugasti af því sem eðlilegt er. Aðkomuhjartað sem fengið var úr konu sem lézt úr heilablæð- ingu er aðeins einn þriðji að stærð á við hjartað sem úr Kasperak var tekið. Aðrar fréttir eru af hinum hj artaþeganum, Blaiberg, í Höfðaborg. Líðan hans var í dag sögð með ágætum og er bú- izt við að hann geti farið heim til sín eftir tvær vikur ef hon- um batnar jafn hratt og hingað til. hlaup á Phu Loc, sem einnig er fylkishöfuðborg, skammt fyrir norðan Danáng og rúma 100 km íyrir sunnan markalínuna við 17. breiddarbaug. Bandaríkja- menn viðurkenna að setulið þeirra hafi orðið fyrir allmiklu manntjóni, einnig Saigonherinn. Phu Loc er rammlega víggirt, en hermenn ÞFF brutust gegnum víggirðingarnar og inn í borgina miðja. Var barizt í borginni hálfa sjöundu klukkustund, en þá héldu hermenn ÞFF á brott. Á laugardag var gert svipað áhlaup á bæinn Tan Uyen, tæpa 40 km fyrir norðan Saigon, og héldu hermenn ÞFF honum í fimm klukkutíma. Rétturhöld hufin í Moskvu gegn ungum menntumönnum MOSKVU — 8/1 — I dag hóf- ust í Moskvu réttarhöld í mál- um fjögurra ungra menntamanna sem sakaðir eru um andsovézk- an áróður og um að hafa haft samvinnu við samtök rússneskra útllaga i Vestur-Þýzkalandi. Sak- bomingamir, þrír karlar oc ein kona, eiga á hættu að verða dæmd í alltað sjö ára fangelsi. Réttarhöldin fara fram fyrir opnum dyrum að nafninu til, segir fréttamaður NTB, en að- eins útvaldir fá aðgang að dóm- salnum. Þrjú hinna ákærðu eru sögð hafa játað á sig sákirnar að nokkru eða öllu leyti, Vera Lasjkova, 27 ára, Júrí Galanskof, 27 ára, Alexei, Dobrovolski 29. Þau em ákærð fyrir að hafa gef- ið út leynitímarit, sem þau nefndu „Fönix 1966“, en fjórði sakborningurinn, Alexander Ginz- burg, 30 ára, er sakaður um að hafa sent úr landi skýrslu um réttarhöldin yfir þeim Júlí Daní- el og Andrei Sinjavskí. Þá em þau öll ákærð fyrir að hafa staðið fyrir útifundi til stuðn- ings þeim Sinjavskí og Daníel. Þau hafa setið í varðhaldi í tæpt ár. Járnbrautarslys wrð í Bretlandi LONDON 8/1 — Elllefu manns létu lífiá en tugir manna slos- uðust þegar hraðlestin frá Manchester til London rakst á laugardag á stóra vömbifreið sem var að fara yfir teinana nálægt Stafford með 125 lesta rafspenni í eftirdragi. Átta vagn- ar hraðlestarinnar fóm út af teinunum við áreksturinn og þykir mildi að ekki skyldu ftexri bíða bana. 500 manns vora í hraðlestinni. ASAHLÁKA var í gærkvöld á Suður- og Suðvesturlandi . og varð bleyta mikil á vegum ag götum Reykjavíkur. á kínverskt kuupfur / bænum Cam Phu íN- Vietnum HONGKONG 8/1 — Utanríkis- ráðuneyti Kína bar fram í gær- kvöld mjög harðorð mótmæli gegn því að bandarískar flugvél- ar vörpuðu sprengjum á kín- verskt kaupfar í höfninni í Cam Pha í Norður-Vietnam 3. þ.m. 1 tilkynningu sem fréttastofan „Nýja Kína“ bfrtir segir að margir skipverjanna hafi særzt og miklar skemmdir hafi orðið á skipinu. Sovézka kaupfarið sem varð fyrir skemmdum í loftárás á Haiphong á fimmtudaginn ersvo illa leikið að draga verður það alla leið til Vladivostok til að láta gera við það. Maslof, fyrsti stýrimaður á sovézka skipinu segir að sveit bandarískra flugvéla hafi flogið yfir höfnina, en þrjár flugvél- anna í sveitinni hafi skilið við hana og allar reynt að hæfa skipið með sprengjum sínum. Engin sprengja féll á skipið sjálft, en þær sprungu svo ná- lægt því að miklar skemmdir urðu á því. Bandaríkjastjórn hefur svarað hinum harðorðu mótmælum sem henni bárust frá sovétstjóminni vegna árásarinnar, en í svarinu segist hún ekki hafa getað geng- ið úr skugga um hvort skemmd- rr urðu á sovézka skipinu. Ivar Nörgaard, efnahagsmálaráðherra Dana: Víitæk samvinna Noriurlanda komi í stai EBE-aukaaiildar KAUPMANNAHÖFN 8/1 —• Danska stjórnin telur mjög hæpið fyrir Dani að gerast aukaaðili að Efnahagsbandalagi Evrópu og vill í þess stað að kannaðar séu líkur á víðtækri efnahagssiamvinnu Norðurlanda, sagði efnahags- og mark- aðsmálaráðherra Danmerkur. Ivar Nörgaard, í ræðu í dag. Það getur ekki talizt æskileg leið að Danir einir sæki um fulla aðild að Efnahagsbandalaginu, sagði Nörgaard, sem samtímis færði tvö njeginrök fyrir þeirri skóðun dönsku stjórnarinnar að hæpið væri fyrir Dani að sækja um aukaaðild að bandalaginu. í fyrsta lagi væri hugtakið „aukaaðild" mjög óljóst og myndu samningar .um hana verða mjög erfiðir. Það sæist bezt af reynslu Austurríkismanna. I öðru lagi væri það mjög vafasamt hvort hægt væri að gæta hagsmuna dansks landbún- aðar með fyrirkomulagi aukaað- ildar. Sum EBE-löndin myndu líka tæplega una þvi að þurfa að keppa við danskan landbún- að. Danir myndu hins vegar engu fá ráðið um ákvarðanir bandalagsins í landbúnaðarmál- um, ef þeir væru aðeins aukaað- ili. Nörgaard taldi heldur engavon til þess að lausnin-á vandamál- um dansks landbúnaðar fengist í fríverzlunarbandalagi ríkjanna við Norður-Atlanzhaf, þ.e. Efta- ríkjanna að viðbættum Banda- ríkjunum og Kanada. Það bæri því að kanna líkur á víðtækri samvinnu Norður- landa innan vébanda Efta. Sem dæmi um slíka samvinnu nefnai Nörgaard samstarf um megin- stefnuna í efnahagsmálum, um viðskiptastefnuna, landbúnaðar — og sjóvarútvegsmál, um fjárfest- ingu hins opinbera og aðstoðina við þróunarlöndin. Slík náin samvinna Norður- landa myndi ekki aðeins tengja þau traustari böndum, heldur auka óhrifavald þeirra allra í viðskipta- og markaðsmálum. Samtímis myndi það auðvelda Norðurlöndum þátttöku í sam- starfi Evrópuríkja, sagði Nör- gaard. Ivar Nörgaard •* v

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.