Þjóðviljinn - 09.01.1968, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.01.1968, Blaðsíða 10
10 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjadagur 9. janúar 1968. setti svörta töskuna á það, og dró sig í Mé. McKell tók upp úr töskunni, meðal annars smá- epegil á fæti, og setti innihaldið á borðið. — Herra McKell, sagði Bob ÓBrien eins og hann væri að panta samloku með osti, — gerið svo vel að breyta yður í Stone lækni. Og Ashton McKell, svo sem hundraðfaldur miljónamæring- ur og ráðgjafi förseta með meiru, hófst handa við dulbún- ing sinn í ásýnd dómarans, kvið- dómsins, saksóknarans, verjanda, réttarþjóna, fréttamanna og á- heyrenda. Þegar auðjöfurinn var orðinn að Storne lækni,' sneri hann sér frá speglinum og' leit á lögfræð- ing sinn. Fyrst varð djúp þögn sem síðan var rofin af klið. Dómarinn barði í borðið og aft- ur varð þögn. ÓBrien: — Og þannig lituð þér út þegar þér voruð Stone læknir? — Já, að undanskildum ljós- brúnu fötumim og göngustafn- um. , — Ég held að við getum gert Okkur það' í hugarlund. Gott og vel, herra McKell. Yðar náð, nú myndi ég vilja gera'hlé á fram- burði herra McKells meðan ég kalla til tvö vitni. Ef rétturinn og saksóknarinn h&fa ekkert við það að athuga. önnur ráðstefna, McKell var sagt að víkja úr stúkunni og 0‘ Brien sagði: — Sækið John Les- líe- Leslie var nauðrakaður og í TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 th \ Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og 6nyrtistols Steinu og Dódó Laagav. 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðsiu- og snyrtistoía Garðsenda 21. SIMI 33-968 ELLERY QUEEN: fjórða hliðin á sömu fötunum og hann hafði verið í þegar hann fagnaði Elísabetu drottningu og Filippusi af gangstéttinni. Hann vann eið- inn og skýrði frá því að hann væri dyravörður i Park Avenne 610 1/2 og hefði verið það síðan húsinu var breytt í íbúðarhús fyrir nokkrar fjölskyldur. Hann hefði því þekkt herra Ashton McKell í rúman aldarfjórðung. — Sjáið þér herra McKell hér í salnum? Leslie leit í kringum sig. Hann var ringlaður á svipinn. — Nei, herra minn, það geri ég ekki. — Jæja, en þekkið þér Stone lækni? spurði 0‘Bsien. — Stone lækni? Eigið þér við lækninn sem kom oft til ungfrú Grey? Það held ég. — Sjáið þér Stone lækni hér í réttarsalnum? Leslie horfði i kringum sig. — Já. herra minn. — Gerið svo vel að benda á hann ....... þökk fyrir, herra Leslie. Meira er þáð ekki. De Angelus saksóknari: — Herra Leslie, munið þér eftir kvöldinu þegar ungfrú Leslle var myrt? — Já, herra minn. — Korri þessi maður sem þér segið að sé Stone læknir í áður- nefnda byggingu við Park Aven- ue það kvöld? — Já, herra minn. — Klukkan hvað var það? — Það var síðla kvölds. Um tíuleytið. — Getið þér ekki ákveðið tímann nánar? — Nei, herra minn, ég hafði enga ástæðu til þess. — Urðuð þér varir við ,að hann færi aftur úr byggingunni? — Já, herra minn, skömmu seinna. Eftir nokfcrar mínútur. Ég veitti því ekki mikla athygli. — Hálftíma seinna? —i Það getar verið. — Þér sögðuð nokkrar mín- útur. — Ég veit það einfaldlega ekki herra minn. — Meira er það ekki. 0‘Brien endurspurði ekki. — Ég boða Ramon Alvarez. John gamli fór út með yggli- brún yfir þéssum undarlegheit- um, bg Ramon tók við af hon- um- Hann bar það, að hann hefði verið í þjónustu Ashtons Mc- Kells sem bílstjóri undanfarin fimm ár; að síðan um vorið — í april minnti hann — hafði hann samkvæmt ósk vinnuveit- ánda síns, ekið honum í Bent- leybílnum um fjögurleytið á hverjum miðvikudegi að aðal- dyrum Metropolitan Krikket- klúbbsins. Síðan hefði hann, Ramon, skjlið bílinn eftir í bíla- geymslunni bakvið klúbbinn. — Hvað gérðuð þér þá? — Ég fékk fyrirmæli um að hitta herra McKell við klúbbinn seinna um kvöldið með Bent- leybílinn. I — Sagði herra McKell yður nokkum tíma hvert hann fór þessi miðvikudagskvöld? — Nei, herra minn. — Og þetta gekk svona til á hverjum miðvikudegi síðan í aprfl? — Með örfáum undantekning- um, þegar herra McKell var í Suðurameríku eða Evrópu í við- skiptaerindum. 0‘ Brien sneri sér við. — Herra McKell, gerið svo vel að standa upp. Þökk fyrir. Herra Alvarez, sáuð þér herra McKell nokkurn tíma þannig útbúinn? — Nei, herra minn. — Þér eruð vissir um það? — Já, alveg viss. — Lék yður aldrei forvitni á að vita hvar herra McKell var á miðvifcudagskvöldum? hélt O* Brien áfram. — Án þess að þér væruð til að áka honum? Ramon yppti öxlum. — Ég er bílstjóri, herra minn. Ég geri það sem mér er sagt. — Og þér sáuð hann aldrei í dulargervinu.......? — Yðar náð, sagði saksóknar- inn. — Herra 0‘Brien er að þrá- spyrja sitt eigið vitni. 0‘Brien baðaði út höndunum, De Angelus gerði slíkt hið sama bg síðan var Ramon sleppt. 23 — Ég kalla Ashton McKell aft- ur í vitnastúkuna. Þegar Ash- ton kom aftur og hafði verið áminntur um, að hann væri enn eiðsvarinn, ságði O'Brien: — Herra McKell, ég ætla að spyrja yður óþægilegrar spumingar. Hver var tilgangur yðar með því að dulbúast á hverjum miðviku- degi sem Stone læknir sem ekki var til — og ganga svo langt að leynja jafnvel dulargervinu fyrir bílstjóranum yðar? — Ég vildi ekki að fjölskylda mín né neinn annar vissi um heimsóknir mínar til ungfrú Grey. Það fór kliöur um réttar- salinn. — Að þessu leyti, bætti McKell við bitur í bragði, — virðist mér hafa mistekizt með hvelli. Þetta var óheppileg athuga- semd. Einhver í réttarsalnum fór að filma og að minnsta kosti einn fréttamaður fór út til að hringja í blaðið sitt „sérfræði- legt álit“, mismælið hefði ef til vill verið sálrænt viðbragð, sem sannaði sekt hins ákærða- En 0‘Brien yggldi sig lítillega; hann kærði sig ekki um óþarfa upplýsingar í vitnastúkunni, sízt frá skjólstæðingum sínum. Sak- sóknarinn létti af honum áhyggj- unum, því að hann hafði ekki áttað sig á orðaleiknum og var argur yfir því að hinn ákærði skyldi sitja á aðskiljanlegum stöðum í réttarsalnum, útbíaður eins og á leiksýningu. Hann hafði orð á þessu og dró ekki — Hinn ákærði verður í dular- gervinu smástand enn, yðar náð, sagði 0‘Brien, — og til þess eins að annað vitni geti borið hver hann er. Suarez dómari gaf til kynna samþykki sitt og 0‘Brien hélt áfram: — Ég bið yður að segja okkur frá þvi enn, herra Mc- Kell, þegar þér komuð í fbúð ungfrú Grey að kvöldi hins 14. semtember og hvað gerðist eftir það. Hann hlýddi á frásögn Ashtons til enda. — Og þér munið ekki nafnið á bamum? Né hvar hann var? — Nei, það geri ég ekki. — Vitnið er yðar. Þráspumingar De Angelusar voru langvinnar, smámunasamar, leikrænar og tilgangslausar. Hann gat ekki haggað frásögn hins ákærða, þótt hann reyndi að koma inn efasemdum þar sem hægt var. Eiginlega stimplaði hann McKell sem hórkarl, heim- ilisdjöful, gerspilltan auðkýfing, svikara við lýðræðið og umfram allt morðingja. Þetta var listi- lega gert og Dane og Júdý engdust í sætum sínum, en það vottaði ekki fyrir iðrun eða reiði — né blygðun á sjeinrunnu andliti McKells eldri; og Róbert O'Brien hlustaði aðeins með drengjalegt höfuðið eilitið á skakk, jafnvel með vott af á- nægju í svipnum. Þegar saksóknarinn hafði feng- ið útrás og settist niður, sagði O'Brien kæruleysislega: — Kall- ið Matthew Thomas Cleary í vitnastúkuna. Þrekvaxinn maður með hrokk- ið, grátt hár, vann eiðinn. Hann var með brotið nef og kringlótt blá augu sem virtust segja: Við höfum séð allt og ekkert skiptir máli. Raddhreimur hans var hressilegur og röddin nbtalega hás. Hann var Matthew Thomas Cleary, hluthafi og stöku sinn- um barþjónn í Kerry bar og matstofu f 59. götu rétt undan Fyrstu Avenue. Hann hafði aldrei komizt í kast við lögin, hamingjunni sé lof fyrir það. — Jæja, herra Cleary, sagði O'Brien rólega og gekk yfir til „Stones læknis“ og kom við öxl hans. — Hafið þér nokkum tíma séð þennan mann fyrr? — Já, herra minn. 1 bamum mínum eitt kvöldið. 0‘Brien gekk aftur að vitna- stúkunni, — Þér eruð viss um það, herra Cleary? Yður skjátl- ast ekki? — Örugglega ekki. Lögregluþjónn fylgdi kven- manni í sæti aftas í réttarsaln- um- Andlit hennar var gráfölt undir blæjunni. Það var Lutetia, sem loks hafði komið út úr virfci sínu. — Herra • Cleary, þér hljótið að sjá þúsundir andlita yfir bar- borðið yðar. Hvers vegna munið þér eftir andlitinu á þessum manni? — Það liggur þannig í því, skal ég segja yður. Hann var með þetta skegg. Það var nú það fyrsta. Það er ekki nerna einn af þúsundi með skegg af þeim sem koma inn á Kerry barinn. Og þess vegna tók ég eftir honum. Og f öðru lagi: á hillunni bakvið barinn er ég með stóra krukku með miða á: „Böm Lorettos". Það er þetta ■munaðarleysingjahæli á Staten Island. Ég set í hana smáaurana Anvill - gallabuxur Amerísk úrvalsvara. — Fæst aðeins hjá okkur. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. BRANDf§ A-1 sósa: Með kföti, með fiski9 meö hverju sem er SKOTTA — Væri þér sama þótt þú talaðir í svo sem fimm mínútur um fótboflta, ég er orðin svo þreytt á þessu bílatali... Hafnarfjörður Þjóðviljaim vantar umboðsmann í Hafn- arfirði nú þegar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjórinn í síma 17500. ÞJÓÐVILJINN BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÓNUSTAN Auðbrekku 53. Kópavopi — Sími 40145. Lótið stilla bílinn Önnumst hjóla-, ijósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur. — Örugg þjónusta. BlLASKOÐUN OG STELLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðir • Rennun: bromsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 - Sími 30135. BifreiBaeigendur Þvoið, bónið og sprautið bílana ykkar sjálfir. Við sköpum aðstöðuna. Þvoum og bónum ef óskað er Meðalbraut 18, Kópavogi. Sími 4-19-24

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.