Þjóðviljinn - 09.01.1968, Blaðsíða 12
t
upplýsinga. og auglýsinga
að sjálfsögðu.
var þar þriðja barnið statt
mánuðina.
W<MM:
Jénatan Hall-
varösson kjörinn
fors. Hæsfaréttar
Jónatan Hallvarðsson, hæsta-
réttardómari, hefur verið kjör-
inn forseti Hæstaréttar frá 1.
janúar 1968 að telja til ársloka
1969. Einar Arnalds, hæstarétt-
ardómari, var kjörinn varafor-
seti til sama tíma.
(Frá skrifstofu Hæstaréttar).
Gefinn út
í 25 þús.
eintökum
Kynningarritið „Velkom-
in til íslands“, sem út er
gefið á þrem tungumálum,
dönsku, ensku og þýzku,
er nú komið út í sjöunda
sinn, og er upplagið að
þessu sinni 25 þúsund ein-
. tök, sem Flugfélag fslands
annast dreifingu á víða um
heim, meðal farþega sinna,
umboðsmanna og ferða-
skrifstofa. Útgefandi er
eins og áður danskt .fyrir-
tæki, Anders Nyborg A.S.,
og ritið er prentað í Dan-
mörku.
Að vanda er ritið mjög
fallega úr garði gert. Á for-
síðu er litmynd af Gull-
fossi. en í ritinu eru fjöl-
margar litmyndir. margar
mikið augnayndi, m. a.
myndir frá Reykjavík, ýms-
um öðrum stærstu kaup-
stöðum landsins. landslags-
myndir og myndir úr at-
vinnu- og þjóðlífi. auk lit-
mynda af nýlegum íslenzk-
um frímerkjum. Þá eru
margar litmyndir frá Fær-
eyjum og Grænlandi. og
•að sjálfsögðu fjölmargar
sv'arthvítar myndir úr ýms-
um áttum
Ýmsar fróðlegar upplýs-
ingar er að sjálfsögðu að
finna í ritinu. upplýsingar.
sem koma útlendum ferða-
mönnum að góðu gggni.
Fremst eru birt ávarps-
orð Arnar O. Johnson, for-
stjóra Flugfélags íslands.
Þór Guðjónsson veiðimála-
stjórj skrifar um lax- og
silungsveiði á fslandi. Finn-
ur Guðmundsson fugla-
fræðingur um fuglalíf, Mats
Wibe Lund utn Bessastaði.
Geir Hallgrímsson ritar á-
varpsorð um Reykjavík,
Þorvarður Alfonsson skrif-
ar um iðnað á íslandi og
Björn Þorsteinsson skrifar
grein um Færeyjar. Þetta
eru helztu efnisþættir rits-
ins, auk hinna fjölmörgu
Fyrsta keppni í ísknattleik ú Melavelli
Þriöjudagur 9. janúar 1968 — 33. árgangur — 6. tölublað.
Rit Gunnars Thor.
Fjölmæli komið út
Keppt var í ísknattleik (hokkí) í fyrsta skipti hér í Reykjavík sl. laugardag. Lið frá Akureyri
keppti þá á Melavellinum við lið Skautafélags Reykjavíkur. Sigruðu Akureyringar með talsverðum
yfirburðum. Bezti maður vallarins var Skúli Ágústsson, hinn kunni knattspyrnumaður að norðan.
Sést hann hér á myndinni skora eitt af mörkunum á laugardaginn. — Ljósm. Þjóðv. A. K.
Tvær fjölskyldur misstu þar allt innbú sitt
íbúðarhúsið aö Suöurlands-
braut 66 eyðileggst í eldi
■ Sl. laugardagskvöld um kl. 22,40 kom upp eldur í íbúð-
arhúsinu Suðurlandsbraut 66 sem er timburhús, ein hæð
og ris. Húsið eyðilagðist að kalla í eldinum, stendur aðeins
uppi grindin, en allir íbúarnir björguðust út heilir á húfi.
Slökkviliðið skýrði Þjóðviljan-
um svo frá í gær að mikill eldur
hefði verið kominn í húsið er
það kom á, staðinn og logaði þá
út um glugga á hæðinni, bæði
á austurgafli og norðurhlið. Einn-
ig var eldurinn kominn upp í
risið.
fundi stjérnK-
!í
KAlRÓ 8/1 — Fundi stjórnar-
leiðtoga arabaríkjanna sem átti
að hefjast í Rabat, höfuðborg
Marokkó, 17. janúar, hefur ver-
ið frestað. Bæði Sýrland og
Saudi-Arabía hafa reynzt ófús
til að taka bátt í fundinum. í
Kaíró er talið að fundurinn verði
aVItí Viplrlinn fvrQtn fióríi fiímm
Fljótlega tókst að slökkva
megin eldinn en hins vegar hafði
komizt eldur á milli þilja í ein-
angrun, tréspæni og sements-
poka. og hljóp eldurinn svo að
segja um allt húsið og reyndist
mjög erfitt að komast fyrir hann.
Var slökkvistarfinu ekki lokið
fyrr en klukkan tæplega 2 um
nóttina. Er húsið mjög mikið
brunnið og stendur lítið annað
uppi en grindin.
Eggert Bjarnason rannsóknar-
lögreglumaður sagði Þjóðviljan-
um að ekki væri vitað með vissu
um eldsupptök en líklegast þætti
að kviknað hefði í út frá kert-
um á hæðinni. Þar bjuggu tvær
mæðgur, Rósa Guðmundsdóttir
og 16 ára dóttir hennar, og voru
þær báðar staddar uppi í ris-
í'búðinni þegar eldurinn kom
upp. f risinu bjó Viðar Sigurðs-
son ásamt konu sinni og tveim
ungum börnum. Voru þau öll
heima er kviknaði í og einnig
heimsókn. Bjargaðist allt fólkið
út heilu á húfi. Lítið sem ekk-
ert bjargaðist hins vegar af inn-
búi beggja fjölskyldnanna.
Eigandi hússins heitir Jón
Kristjánsson og er hann staddur
erlendis. Munu hafa staðið yfir
samningar um það að Reykja-
víkurborg keypti af honum hús-
ið en formlega hefur a.m.k. ekki
verið frá því gengið.
Komið er út á vegum Bóka-
útgáfu Menningarsjóðs ritið Fjöl-
mæli eftir Gunnar Thoroddsen,
sendiherra fslands í Kaup-
mannahöfn. Lagadeild Háskóla
fslands hefur sem kunnugt er
teltið rit þetta gilt til doktors-
prófs, og er fyrirhugað, að dokt-
orsvörn fari fram laugardaginn
24. febrúar n.k.
ingar fjölmæli. Með hliðsjón . af.
því hefur riti þessu verið valið
heitið: Fjölmæli,“
í fyrsta kafla ritsins er rakin
saga íslenzkra lagaákvæða um
meiðyrði, en í öðrum kafianum,
sem er lengsti þáttur ritsins, er
fjaliað rækilega um gildandi rétt-
arreglur á þessu sviði, greint frá
frasðikenningum, raktir dómar
og niðurstööur höfundar rök-
studdar. f þriðja kafla ritsins er
svo birt yfirlit um gildandi rétt
um ærumeiðingar í nokkrum
löndum Vestur-Evrópu.
Ritið Fjölmæli er 471 blað-
síða að stærð, prentað í Prent-
smiðjunni Odda.
Eldur kom upp í
gemlu timbnrbúsi
í Hafnarfirði
I fyrrinótt kom upp eldur í
Lækjargötu 22 í Hafnarfirði. Þar
eru þrjú sambyggð timiburhús,
ein hæð og ris, og búa þarþrjár
fjölskyldur.
Fólkið í eiriú húsárina tók eft-
ir eldi í lofti um kl. 3 í fyrri-
nótt og gerði slökkviliðinu við-
vart. Tók um klukkutíma að
sSökkva eldinn. Á einu herbergi
urðu talsverðar skemmdir en að
öðru leyti skemmdust innan-
stokksmunir lítið.
Ekki er vitað hver eldsupptök
voru en taiið er að kviknað hafi
í út frá rafmagni.
Gunnar Thoroddsen
Ritið fjallar um æru manna
og vernd hennar, ærumeiðingar
og viðurlög við þeim. f inngangs-’
orðum gerir höfundur svofellda
grein fj'rir heiti ritsins:
Orðið æra fyrirfinnst ekki f
fornum lögum. Um hugtakið
æru voru orðin sæmd, sómi,
virði.ng. Hið allmenna heiti Grá-
gásar á ærumeiðingum varfull-
réttisorð.
Jámsíða og Jónsbók notaeink-
um orðin fjölmæli og fullréttis-
orð. Fjölmæli táknar, að mælt
sé mikið, mælt um of, svo að
meiðandi sé. Fjölmæli og fjöl-
mælismaður eru algeng orð í
dómum frá þvi tímabili.
Eftir lögdeiðslu Dönsku laga
1838 og einkum hegningarlag-
anna frá 1869 komast í notkun
orðin æra og ærumeiðingar, svo
og meiðyrði, aðdróttanir og móðg-
anir. Er það orðaval einnigstað-
fest með almennum hegningar-
lögum frá 1940.
í rösklega eitt hundrað árhafa
árasir á æru manna veriðnefnd-
ar ærumeiðingar. Um þriggja
alda skeið. á þjóðveldistímanum,
var hið almenna heiti fullréttis-
orð. En í nærfettlt sex aldir
Jónsbókartfmans hétu ærumeið-
Ófært á bifreiðum
til Víkur í Mýrdai
Um helgina snjóaði mik-
ið í Mýrdal og reyndust
vegir ekki færir þaðan vest-
ur allt til hádegis í gær-
dag. Siðan hafa vegir ver-
ið færir hingað til Reykja-
víkur, en þá er átt við
jeppa og vöruibíla.
Þæfingur var á Mýrdals-
sandi í gærdag og var ekki
búizt við að vegir þar yrðu
færir fyrr en í dag. Þar
byrjaði líka að rigna upp
úr hádeginu í gærdag.
Þá var snjómokstur á
vegum Vegagerðarinnar á
vegum í Eyjafirði i gær-
dag — til dæmis á Dalvík-
urleið og á vegum í Svarf-
aðardal vegna mjólkurflutn-
inga — ennfremur á veg-
oim á Svalbarðsströnd um
Dalsmynni til Húsavíkur.
f dag ætlar Vegagerðin
að veita aðstoð á fjallveg-
um á Snæfellsnesi til
Grundarfjarðar um Kerl-
ingarskarð. Ennfremur um
Bröttubrekku til Reykhóla-
sveitar. Þá á leiðinni Ak-
ureyri til Reykjavíkur og
frá þeirri leið til Hólma-
víkur.
Næsta fimmtudag verður
veitt aðstoð á vegum frá
Skagafirði til Siglufjarðar.
Þegar Vegagerðin segir fært
um hina og þessa vegi, —
þá er aðeins átt við jeppa
og vörubíla og er ástæða
til þess að árétta það.
DREIFING
Þjóðviljann vantar
blaðbera í eftirtal-
in hverfi:
Hverfisgötu neðri,
Hverfisgötu efri,
Múlahverfi,
Miklubraut,
Vogra I.,
Óðinsgötu,
Laufásveg,
Háskólahverfi,
Tjamargötu,
Rauðalæk.
Höfðahverfi,
ÞJÓÐVILJINN
Sími 17-500.
Vilhjálmur Þ. Gíslason
Nýr formaðar
í gær barst Þjóðviljanum eftir-
farandi fréttatilkynning frá
Menntamálaráði:
„Nýkjörið Menntamálaráð hélt
fyrsta fund sinn 5. janúar 1968.
Formaður ráðsins var kjörinn
Vilhjálmur Þ. Gíslason, varafor-
maður ' Helgi Sæmundsson og
ritari Kristján Benediktsson.
Aðrir i ráðinu eru Baldvin
Tryggvason og Magnús Torfi
Ólafsson.
Framkvæmdastjóri Mennta-
málaráðs er Gils Guðmundsson".
Við þessa fréttatilkynningu
ráðsins má bæta því, að Vil-
hjálmur Þ. Gíslason er nú kjör-
inn formaður Menntamálaráðs í
fyrsta inn, en hann hefur átt
sæti í því frá 1943. Formaður
ráðsins mörg undanfarin ár hef-
verið H«elgi Sæmundsson.
t