Þjóðviljinn - 09.01.1968, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.01.1968, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 9. janúar 1968 — 33. árgangur — 6. tölublað. Eldur í íbúðarkúsi ú Patreksfírði Aðfainótt laugardags kom upp eldur í íbúð að Aðal- stræti 23 á Patreksfirði. Þetta er steinhús með timburlofti, 2 hæðir og ris. Kviknaði i timburþili út frá miðstöðvar- ofni og urðu töluverðar skemmdir, einkum af reyk, og var allt kolsvart, jafnvel upp í rishæð. Eldri hjón á miðhæðinni vöknuðu af tilviljun um kl. 4 um nóttina og urðu eldsins vör. Vakti konan strax konu, sem bjó á neðstu hæð óg björguðust allir ómeiddir. Slökkviliðsstjórinn á Pat- reksfirði, Bergsteinn Snæ- björnsson, sagði í viðtali við Þjóðviljann i gær, að á skrá hjá slökkviliðinu bar væru30 manns og mættu þeir allvel. Var eldurinn slökktur á um það bil klukkustund. Alþýðubandal'ag- ið í Kópavogi: Tilkynning um árshátíð Árshátíð Alþýðubanda- lagsins í Kópavogi verð- ur haldin laugardaginn 20. jan. n.k. í Félagsheimili Kópavogs. Borðhald. Góð skemmtiatriði. Dans. Nán- ar auglýst síðar. Miðar að hátíðinni verða til sölu hjá Eyjólfi Ágústs- syni, Borgarholtsbraut 57, sími 40853. — Stjórnin. I gær varð vinnuslys í grjót- námu í Hamranesi hjá Hoehtief. Þar féll maður ofan af bílpalli. Sagði lögreglan í Hafnarfirði að hann hefði meiðst á höfði og verið fluttur á Slysavarðstofuna. Slitnað hefur upp úr samn- ingumum kjör bútasjómanna - segir Jón Sígurðsson, form. Siómannasambands fslands □ Það hefur slitnað upp úr samningum um kjör bátasjómanna. Hefur enginn samningafundur ver- ið boðaður á næstunni, sagði Jón Sigurðsson, for- maður Sjómannasambands íslands í viðtali við Þjóðviljann í gærdag. Samningafundur var haldinn s.l. laugardag í bækistöðvum LítJ í Hafnarhvoli og stóð þessi fundur frá klukkan 14 til 18 um daginn. Þarna komu saman að- ainefndir frá hálfu sjómannafé- laga og útgerðarmanna ogþreif- uðu menn fyrir sér um samn- ingsgrundvöll. Hins vegar fékkst engin niðurstaða á neinu og myndi ég telja bilið milli samn- ingsaðila mikið eins og stendur, sagði Jón. Er óhætt að fullyrða, og sízt oí sterkt til orða tekið, — að slitnað hafi upp úr samningum í bili, sagði Jón ennfremur. Ef ekki þýðir að halda fleiri samningafundi — á hvaða stig færist baráttan þá hjá sjómönn- um? spurðum við Jón. Þessu get ég ekki svarað á þessu stigi málsins, en óhætt ar Efnamælirinn sem vinniur á við 6—8 rannsóknarstúlkur. — (Ejósnu Þjóðv. AJK..). Rannsóknarstöð Hjartaverndar formlega tekin í notkun: Fjáröf iunarnef nd H jartaverndar saf n- aði 6 milj. — Gefendur 62 að tölu að .fullyrða um samstöðu sjó- manna til ýmissa hugsanlegra aðgerða, sagði Jón að lokum. Ötsvör á Akur- eyri áætluð um 68,8 milj. kr. Frumvarp til fjárhagsáætlunar Akureyrarkaupstaðar fyrir ár- ið 1968 verður til umræðu í bæj- arstjórninni þar nyrðra i dag. Niðurstöðutölur áætlunarinnar eru 113,4 milj. kr. Helztu tekju- liðir eru útsvör, sem áætluð eru 68,8 miljónir, aðstöðugjöld 16,7 miljónir, fasteignagjöld 12 milj- ónir og framlag úr Jöfnunarsjóði 6,7 milj. kr. FiskverBii væntan- legt á miðvikudag ■ Fundir eru nú haldnir daglega í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins, en engin niðurstaða hefur fengizt ennþá, sagði Sveinn Finnsson, framkvæmdastjóri í viðtali við Þjóðviljann í gærdag. ★ Samkvæmt Iögum um fiskverð er gert ráð fyrir að það sé tilbúið um áramót og ákvarðar Verðlagsráð sjávarútvegsins fiskverðið á hverjum tíma. Þegar sýnt þótti, að slíkt mætti ekki verða uúna um áramótin var þessi frestur framlengdur til 7. janúar með ráðherraleyfi. • ! " k Nú er sjöundi janúar liðinn og fiskverðið hefur ekki séð dagsins ljós ennþá og fyrir helgi var þessi frestur ennþá framlengdur til 10. janúar eða til næsta miðvikudags. ir Nú er búizt við fundum dag og nótt í Verðlagsráðinu og með slíkum maraþonfundar- höldum eru taldar líkur til þess að fiskverðið komi á morgun, miðvikudag, að Iok- um. ■ Á laugardaginn var formlega opnuð hin nýja rannsókn- arstöð Hjartavemdar að Lágmúla 9 að viðstöddum heil- brigðismálaráðherra. borgarstjóra og íjölmörgum öðrum. B Fjáröflunarnefnd Hjartavemdar safnaði 6 miljónum króna sem gerði kleift að keyptar voru tvær hæðir að Lág- múla 9 og er önnur hæðin búin tækjum. Voru gefendur 62 talsins, bankar og ýmis fyrirtæki önnur. Við vígslu rannsóknarstöðvar- innar fluttu þeir Pétur Bene- díktsson alþingismaður og for- maður fjáröflunarnefndar, Jó- hann Hafstein heilbrigðismála- ráðherra og Sigurður Samúelsson formaðun Hjartaverndar, ávörp. í ræðu Sigurðar kom m.a. fram eftirfarandi: I fjáröflunar- nefnd Hjartaverndar hafa starfað þessir menn: Baldvin Einarsson, forstjóri, Eggert heitinn Kristj- ánsson, forstjóri, Helgi heitinn Þorsteinsson, forstjóri, Kri.stján Jóhann Kristjánsson, forstjóri, Loftur Bjarnason, forstjóri, Pét- ur Benediktsson, bankastjóri og Sigurliði Kristjánsson, forstjóri. Fyrst eftir stofnun samtak- anna og þar til þau höfðu kom- ið sér upp fastri skrifstofu hvíldi dagleg stjóm og rekstur áherð- um þeirra Eggerts heitins Kristj- ánssonar, Sigurliða Kristjánsson- ar og Péturs Benediktssonar. Fjáröflunarnefnd leitaði sem fyrr. segir til ýmissa aðfla og gáfu 62 aðilar 6 miljónir t.il rannsókharstöðvarinnar. Jóhann Hafstein, heilbrigðlsmáiaráðl\prra benti á þá leið að samtökin sneru sér til heilbrigðisnefnda Alþingis og hlaut beiðni Hjarta- vemdar um hluta af tappagjaldi af öli og gosdi-ykkjum einróma samiþykki heilbrigðisnefnda Al- þingis og alþingismanna alllra. Byrjað var að rannsaka ínýju stöðinni í síðustu viku nóvem- bermánaðar, en áður höfðu stúd- entar, alþingismenn o.fl. „prufu- keyrt“ stöðina eins og ÓlafurÓl- afsson, læknir komst að orði í viðtali við Þjóðviljann. Rannsóknarstöðin er nú full- búin og hefur verið kappkostað að búa hana hinum beztu tækj- um sem völ er á. Við stöðina starfa tveir sér- fræðingar í læknisfræði og líf- efnafræðingur auk sérhæfðs starfsliðs, Auk þess nýtur stöðin ráðlegginga fjölmargra sérfræð- inga á ýmsum sviðum. Þessir sérfræðingar og ráðgjafar Hjarta- verndar hafa unnið um 5 mán- aða skeið við skipulagningu á öiilum rannsóknum stöðvarinnar til úrvinnslu í rafreikni, áðuren rannsóknir og læknisskoðun á þátttakendum hófust. Á þennan hátt verður að lokinni rannsókn hægt að fá útskrift af sjúkra- sögu og öllum rannsóknum. Hver þáttakandi í rannsókninni þarf að svara 300 spurningum og segja kunnugir að það sé um tveggja tiima verk. Þegar við þetta bætist læknisrannsókn, all- ar blóð- og þvagrannsóknir eru hinir einstöku þættir órðnir um 700. Er hér um að ræða úmfangs- miMa gagnasöfnun sem vart væri hugsaleg án notkunar nýj- ustu tækni. Stundum hefur því verið haldið fram að 30—^40% ar vinnutíma lækna fari í skrif- finnsku og má búast við gífur- legri breytingu þar á með til- komu nýrrar tækni sem- hagnýtt verður í rannsóknarstöðinni; en margt í því sambandi er algjör nýjung á sviði læknisfræði hór á landi. Rannsóknarstöðin hefur nú starfað um tveggja og hálfs mánaðar skeið og rannsakaðir hafa verið um 500 manns. Fyrsta hói rannsóknin telur um 3000 karla á aldrinum 34—60 ára. Gera má ráð fyrir að innan fárra rnánaða liggi fyrir svo ítarlegar niðurstöður að hægt verði að Framhald á 3. síðu. ti I r au n a I andsl ið- inu á morgun f gærkvöld fékkst loks leyfi Handknattleiksráðs Reykjavíkur fyrir því að pólska handknatt- Ieiksliðið Spojnia leiki þriðja leik sinn hér í Reykjavík. Mæta Pólverjamrr úrvalsliði HSÍ í Laugardalshöllinni annað kvöld, miðvikudag. í Þjóðviljanum á morgun verður nánar skýrt frá leiknum og liði HSÍ. í gærkvöld lék Spojnia fyrri leik sinn á Akureyri gegn gest- gjöfum sínum Haukum. Pólverj- amir sigruðu með 25 mörkum gegn 21. f leikhléi var staðan 14:7 Spojnia í vil, en síðari hálf- leikinn unnu Hafnfirðingarnir. Troðfullt hús áhorfenda var að þessum fyrsta leik erlends hand- knattleiksliðs á Akureyri. f kvöld leika Pólverjarnir síð- ari leik sinn á Akureyri, geen úrvalsliði fþróttabandalags Ak- ureyrar. Vinnings numerin r f ■ a ★ Vinningsnúmerin í Happ- drætti ■ Þjóðviljans 1967 verða birt hér í blaðinu á fimmtudaginn og þurfa full skil því að hafa borizt fyrir þann tíma. ■k Þessa tvo daga sem eftir eru verður tekið á móti, skilum á afgreiðslu Þjóð- viljans á Skólavörðustíg 19, sími 17500, til kl. 6 og á skrifstofunni í Tjarnar- götu 20, sími 17512, til kl. 7. ★ Þeir sem búsettir eru úti á landi óg enn eiga eftir að gera skil eru vinsam- lega beðnir að snúa sér til næsta umboðsmanns eða póstleggja skilin til skrif- stofu happdrættisins. Tjarnargötu 20. í síðasta lagi á morgun. miðviku- dag. Alþýðubandalagið í Képavogi Félagsfundur verður haldinn í Alþýðubandalaginu í Kópavogi n.k. fimmtudagskvöld, 11. janúar, í Félagsheimili Kópavogs, niðri, og hefst kl. 8,30. FUND AREFNI: 1. Félagsstarfið. Framsögumaður Björn Kristjánsson. 2. Skýrt frá miðstjórnarfundi AlþýðubandaJagsins. Finnur Torfi Hjörleifsson. 3. Önnur mál. Stjórnin. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.