Þjóðviljinn - 09.01.1968, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.01.1968, Blaðsíða 5
1 I Þilðjudagur 9. janúar 1968 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA g Handknattleikur: FH og Spojnia skildu jöfn, 17 -17, í skemmtilegum leik á sunnudaginn □ Það leyndi sér ekki, að leikmenn Spojnia áttu, meira til en þeir sýndu móti Fram á laugardaginn, er þeir léku við FH á sunnudaginn var. Allur leikurinn var fjörlega léikinn, jafn og skemmtilegur, og ekki mátti á milli sjá. Gestirnir höfðu þó oftast ,yfirtökin í mörkum, eitt eða tvö. Það var þvj' oft skemmtileg „spenna“ í hús- inu, og fengu gestimir oft klapp fyrir góð tilþrif, og sér- staklaga heppnaðist þeim ein leikbrella sem þéir fram- kvæmdu skemmtilega, en svo settu FH-ingar undir þann „leka“. Þegar á fyrstu mínútu leiks- ins skorar Birgir fyrirliði FH fyrsta markið, mjög laglega gert og var það skemmtilegt fyrir Birgi að byrja þannig 300. leik sinn, eftir að hafa verið sæmdur lárviðarsvéig og fylgdi með fagur bikar frá F.H.. fyrir leikbyrjun. Þegar á ann- ari mínútu jafna Pólverjar og taka forustu litlu 5íða,r. Áður en fjórar mínútur eru liðnar jafna FH-ingar og var það Ámi sem skorar eftir mjög góða sendingu frá Geir inná línu. Spojnia tekur aftur for,- ustu og kemst í 4:2, þegar sjö minútur eru liðnar. Það er all- mikill hraði í leiknum og mik- ill baráttuvilji af beggja hálfu, og oft skemmtileg tilþrif. Mínútu síðar er dæmt víta- kast á Pólverjana og skorar Geir. Spbjnia-menn bæta tveim mörkum við, en þeir bræður örn og Geir bæta enn tveim mörkum við, og-FH jafnar eft- ir vítakast . frá Páli, 6:6, á 20- mínútu. Litlu síðar er Pólverja visað af leikvelli, en FH-menn virðast ekki geta notað sér liðsmuninn, en gestimir jafna á 24. mínútu og komast enn tvö mörk yfir, 8:6. Foringinn Birgir tekur þá til sinna ráða, og skorar tvö mörk í röð og 9:8 og örstutt til leiksloka, en það fór þó þannig að Pólverj- ar tryggðu sér forustuna fyrir leikhlé með tveggja marka mun 10:8. Fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik er sótt og varizt af miklu kappi og mátti vart á miUi sjá, en ekki tekst að skora. Á 4. mínútu er dæmt vítakast á gestina, og skorar Páll örugglega. Enn bæta Pól- verjar 2 mörkum við, en Páll heggur í það forskot með góðu marki á 8. mínútu. Litlu síðar setja Pólverjar , inná mjög snjallan leikmann, Sylvester að nafni, sem þeir notuðu ekki mikið í hvorugum leiknupi, en hann er landsliðsmaður og er vafalaust „leynivopn“ liðsins, og skoraði hann fljótlega er hann kom inná, 13:10. Þrjú mörk yfir og liðnar 11 mínút- ur af, síðari hálfleik svt> að líkurnar fyrir sigri FH verða minni og minni og aðeins einu sinni, í byrjun leiks, höfðu þeir yfir í leiknum. Litlu síðar tekst Erni að bæta einu marki við, en Pólverjar svara með því að skora tvö mörk, 15:11. Birgir skorar 12. mark FH og litlu síðar er Auðunni vísað af leikvelli, svo aðv þetta virðist næsta vonlítið að fá jafnað eða sigrað. Eftir miðjan hálfleikinn taka FH-menn góðan sprett, og skora fjögur mörk í röð. Auð- unn, Páll, Geir og svo Páll aftur úr víti. Kristófer hafði verið lengst af í markinu til þessa og staðið sig með ágæt- um, en þá um miðjan hálfleik- inn kemur ungur maður í markið, Birgir Finnbogason, og varði í þetta sinn ennþá betur en Kristófer, og stappaði það stáli í FH-menn og komust þeir í 16:16. Fagnaðarlæti hinna 2000 áhorfenda eru ákafleg. Hinn snjalli markmaður Pól- verjanna — Andryzej — var lítið með í síðari hálfleik, en þegar komið var út í þessa sókn FH-inga fór hann í mark- ið. Enn komast Pólverjar yfir eða í 17:16 og um 5 mínútur til leiksloka. Á , 27. mínútu skorar Geir og jafnar 17:17. Spurningin er aðeins sú hvor- um tekst að skora sigurmarkið, en það er hart varizt, og menn svolítið gætnir í sókninni, að missa ekki knöttinn. Rétt fyrir leikslok fær FH tækifærið að sigra, þegar dæmt er vítakast á Pólverja. Skaut Geir Hallsteinsson á markið en hinn örfljóti markmaður ver skotið, og þannig lauk þessum jafna og skemmtilega leik, með jafntejli, 17:17.' Páll Eiríksson er kominn f skotstöðu — og skorar. Pólski markvörðurinn fær ekki varið; FHH jafnar rétt fyrir leikslok 17:17. I Spojnia mun betri en daginn áðuT. Pólska liðið sýndi nú mun betri leik en fyrri daginn móti Fram, bæði liðið í heild og eins hver einstakur maður. Þó er það fyrst bg fremst markmað- ur liðsins sem bj.argaði því frá tapi. Hraði þess var mun meiri og sigurvilji liðsins meiri, það var eins og þessi harða mót- staða verkaði þægilega og ör\’- andi á leik þeirra. Grip þeirra eru góð og hraði mikill og þeir eru mun fljótari að stáð- setja sig eftir tapað áhlaup mótherjanna, og sáu Hafnfirð- ingar ekki við . þeim, nema hvað Kristófer var oft kominn skemmtilega fram til að grípa inn /í þessar sóknaraðgerðir1 gestanna. Liðið er mjög jafnt, hvergi veila í því; allir liðsmenn greinilega vel þjálfaðir. Beztu skyttur þeirra í þess- um íeik voru: L. Andrezsej með 4 mörk, Stefán Stanislav og Silvester með þrjú hver. FH átti góðan leik. FH-ingar sýndu enn einu sinni að þeir eru í toppi hand- knattleiksins hér, þegar þeim tekst upp, og það má segja að þeim hafi tekizt að ná langt í þessum leik. Þó vantaði menn í liðið sem oftast eru þar, en eru nú ekki heilir, eins Og Jón Gestur, Kristján Stefáns- son, og svo Einar sem ekki var með. Þó hefur maður það á tilfinningunni að þeir valdi ekki eins hinum hröðu áhlaup- um, sem þeir áttu til stundum hér áður, og má vera- að stærra hús eigi þar sök, en með tilliti til mótherjanna í dag, eru þeir mun fljótari að átta sig á þessum snöggu á- hlaupum og nota sér það. — Leikni FH-inganna er. ekkert slakari en gestanna, en maður hefur það einnig á tilfinning- unni að þeir séu ekki í eins góðri þjálfun og mótherjarnir voru í dag. Vömin var á köfl- um opin og fengu Pólverjarnir af þeim sökum heldur ódýr mörk, en þama er leki sem þetta annars ágæta FH-lið þarf að þétta. Beztu menn FH-liðsins voru Geir, Birgir, öm og Páll- Báðir markmennirnir voru og ágætir. eins og fyrr segir. .................. Birgir Björnsson heiðraður, lék 300. ieik sinn á sunnud. Áður en leikur FH og Spojma 1 hófst fór fram snotur og skemmtileg athöfn. Þegarleik- menn höfðu raðað sér upp, kom lítil stúlka- með fagran lár- viðarkrans í fanginu inná sal- argólfið. Var hún klædd bún- ingi PH, og í fylgd með henni var formaður FH, og hafði hann með sér bikar, kjörgrip mikinn. Gengu þau beint til fyrirliða FH-liðsins og setti unga stúlkan kransinn um herðar Birgis, og Einar Mathie- sen, fonmaður FH, afhenti hon- um bikarinn. Áhorfendur fögn- uðu ákaflega, og ætlaði lófa- takinu aldrei að linna. Þegar gestimir frá Póllandi urðu þessa varir gengu þeir hver eftir dhnan og þrýstu hönd Birgis og óskuðu honum t.il hamingju.. Eftir leikinn kvaddi mennta- málaráðherra Gylfi Þ. Gíslason sér hljóðs og ávarpaði Birgi með nokkrum orðum, og bað að því loknu óihorfendur að hylla Birgi með ferföldu húrra-. hrópi, sem sannarlega var gert. Þetta var sannarlega verðug viðurkenning ,sem Birgir hlaut þarna, ekki aðeins fyrir það að hann var að byrja sinn 300. leik, hann átti það ekki síður skilið fyrir störf sín utan leiks- ins, sem fomstumaður, þjálfari, og alltaf sama eldsálin um handknattleiksmál. HafTjfirðing- ar hafa átt marga góðá hand- knattleiksmenn, en ég held að það sé ekki of sagt og ekki hallað á neinn þótt sagt sé að í engum þeirra hefur sam- einazt gins ágætur leikmaður á leikvelli, og velviljaður og á- hugasamur forustumaður í handknattleiksmálum FH. Mér er heldur ekki grunlaust um, að Birgir hafi verið ' innsti kjarninn , sem myndaðist í Hafnarfirði á sínum tíma þeg- ar þróttmiklir piltar tóku handknattleikinn þar uppá sína arma* uppúr 1950, og tókst síð- ar að ná svo langt sem raun ber vitni, og alþjóð veit, og voru þá margir þeirra sem vissu hvað þeir vildu. Þessir viljasterku og áhuga- sömu menn úr Hafnarfirði, eiga ef til vill meiri þátt í því, á- samt þjálfana sínum Hallsteini hvað handknattleikur á Islandi er kominn langt á alþjóðamæli- kvarða, en flest annað, þótt margir hafi veí unnið að mál- um handknattleiksins. Þess er rétt að minnast ein- mitt nú þegar Birgi Björns- syni er veitt verðug viðurkenn- ing fyrir sitt mikla og góða starf fyrir handknattleikinn og er þó saga hans langt frá því öll sögð, því i dag erjar hann af sínum alkunna áhuga stór verkefni, bæði innanfélags og utan. Til hamingju Birgir, og þökk fyrir marga skemmtun í leik, og öll störfin utan vallar. Frimann. Birgir Björnsson, fyrirliði FH, inn. — (Ljósm. með lárviðarsveiginn og bikar- Þjóðv. A. K.). .................................. Dórnari var Karl Jóhannsson og dæmdi vel og af röggsemi, eins og hans er vandi. Þessir gestir Knattspyrnufé- lagsins Hauka í Hafnarfirði fara nú norður á Akureyri og leika þar við gestgjafana, svo og lið frá Akureyri, og er þetta í fyrsta sinn sem erlendur handknattleiksflokkur keppir á Akureyri. Það var ætlun Hauka ,gð fá þriðja leikinn hér í Reykjavík til þess að reyna að tryggja fjárhagsafkomu heimsóknarinnar t>g virðist sem það hafi ekki verið að ófyrir- synju, aðsókn var ekki það mikil að leikjunum. En sam- herjar þeirra í Reykjavík, þ.e. Handknattleiksráð Reykjavfkur lagðist á móti þessari mála- leitan þeirra, eins og þeim var frekast unnt. og munu hafa beygt stjóm Iþróttabandalags Reykjavikur til að fallast á sitt mál, sem þó mun hafa verið málinu velviljuð. Munu HKRR-menn hafa borið fyrir sig að flýta þyrfti Islandsmót- inu, að þessi leikur myndl spilla fyrir aðsókn að heimsókn félags í Reykjavík í marz, sem þó mun ekki með vissu vitað hvort af verður. Þetta geta varla kallazt sterk rök fyrir neitun þessari, og ekki verður það kallaður góður skilningur eða gott samstarf við samherj- ana i næsta byggðarlagi. Virð- ist hér vera um að ræða mjög mikla þröngsýni og skort á velvilja í garð náungans, sem er að vinna að sörrfu málefn- um. Það má segja að stjóm Iþróttabandalags Reykjavíkur sé nokkur vorkunn að fara ekki í beint berhögg við skoð- anir eins af undirsetum sínum, en handknattleiknum er vor- kunn að hafa ekki víðsýnni og samvinnuþýðari menn í for- ustu í stærsta og öflugsta hér- aðssambandinu í landinu. Frímann. ÖNNUMST ALLfl HJÓLBflROflNÖNIiSTU, FLJÓTT OG VEL, MEÐ NÝTIZKU T/EKJUM W" NÆG BÍLASTÆÐI OPID ALLA DAGA FRÁ kl. 7.30-24.00 KJ0LBARÐAVIÐ6ERD KÓPAVOGS v Kársnesbraut 1 Sími 40093 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.