Þjóðviljinn - 09.01.1968, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.01.1968, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 9. janúar 1988. Minningarorð Jón Magnússm, fréttastjórí Vinarminni Að rifja upp minningar um Jón Magnússon er að rifja upp þau ár, sem margir telja eftirá björtustu ár ævinnar, mennta- skólaárin og „stúdentsárin æskuglöð“. Frá því er við tók- um gagnfræðapróf vorið 1925 og þar til Jón lauk háskóla- prófi í Stokkhólmi 1937 átti ég meira saman við hann að sælda en nokkum annan mann. Við lásum iðulega saman lexí-. urnar í menntaskólanum á Akureyri og alltaf saman und- ir próf. og i Sviþjóð bjuggum við í fimm vetur undir sama þaki. þar af fjóra í sama her- berginu. Það er mér minnisstætt frá menntaskólaárunum, hversu bráðnæmur Jón var og þó eink- um, hvað hann var fljótur að átta sig á aðalatriðum efnis og fá almenna yfirsýn. Fimmta bekk las hann að mestu heima hjá sér á Sveinsstöðum í Húna- vatnssýslu. en sum fögin lét hann sér nægja að lesa aðeins í upplestrarfríinu og nægði það honum til hárra einkunna í þeim. Mér þykir líklegt. að ef stærðfræðideild hefði í þann tíma verið við Menntaskólann á Akureyri, hefði Jón valið hena, því hann var að upplagi mesti stærðfræðingurinn í okk- ar bekk. En utan hugðist hann fara að loknu stúdentsprófi og skildust leiðir okkar einn vet- ur er hann fór til Stokkhcflms til náms í sænskri tungu og bókmenntum en ég til Hafnar til náms í jarðfræði. En hann lokkaði mig til Svíþjóðar þeg- ar á næsta ári. Raunar var sú dvöl áætluð aðeins sex vikur. en varð nær 15 ár, og þótt ekk- ert, hefði Jón annað fyrir mig gert en lokka mig til Svíþjóð- ar. stæði ég i mikilli þakkar- skuld við hann. Fram til þess tíma er Jón hóf háskólanám í Svíþjóð höfðu íslenzkir stúdentar lítt sótt í sænska háskóla. Einn og annar hafði stundað þar háskólanám um skeið og man ég í svipinn eftir Ásgeiri Ásgeirssyni, Guð- laugi Rósinkranz, Bjarna Sig- urðs. er ílentist sem arkitekt í Svíþjóð. og séra Garðari Þor- steinssyni. En Jón Magnús- son og Sigurþyjm Einarsson, eru, að því er ég bezt veit, fyrstu íslendingamir, er luku kandídatsprófi í Svíþjóð, og mörkuðu þar með braut, sem margir hafa síðan fetað. Þeg- ar haustið 1934 voru íslenzku stúdentamir í Stokkhólmi orðn- ir það margir, að hinn 18. nóv. 1934 er stofnað Félag íslenzkra stúdenta í Stokkhólmi, opið ö^lum íslendingum í Stokkhólmi og Uppsölum, en svo um hnút- ana búið. að stúdentar réðu málum félagsins. Er þetta félag enn við lýði.eftir aldarþriðjung. Jón var sjálfkjörinn fyrsti for- maður þess. Það var mikið lán þeim, er komu til Stokkhólms næstu ár- in á eftir Jóni, að hann hafði þegar sinn fyrsta vetur þar kynnzt fjölmörgum Svíum og bundið vinfengi við ýmsa sænska ágætismenn, svo sem aðalkennara sinn, prófessor Elias Wesséri. Gunnar Leij- ström, síðar dósent. Hjalmar Alving, hinn ágæta þýðanda íslendingasagna, Sven B. F. Jansson. (,,Janne“), nú þjóð- minjavörð Svía, og marga fleiri. Nutum við. sem á eftir kom- um, góðs af, og Jón átti drýgsta þáttinn i því, að islenzkir Stokkhólmsstúdentar voru frá upphafi í tiltölulega náinni snertingu við Svía og sænska menningu og einangruðu sig ekki eins og löndum hættir til að gera erlendis. Á síðari ipámsárum sírium vann Jón mikið starf sem arin- ar aðalhöfundur íslenzk- sænsku orðabókarinnar, sem er að miklu leyti samin áður en hann fór heim, þótt ekki kæmi hún út fyrr en 1943. Jón má með réttfci kallast brautryðj- '>ndi á sviði íslenzlc-sænskr'’ íhenníngartengsla. Við gömlu Stokkhólmsfélagar Jóns eigum aðeins bjartar minningar um hann. Jón sam- einaði á einstakan hátt bjarta lund og raunsæi, geðprýði og skapfestu. Hann var löngum glaðvær án hávaða og hafði þá traustu þekkingu, sem veitir öryggi og þarf ekki að auglýsa sig. Allir, sem honum kynnt- ust, eru á einu máli um það. hversu notalcgt var að vera i návist hans: Maðurinn var aU- Handa frumstæðum þjóðum Sá atburður sem vakið hef- ur einna mesta athygli hvar- vetna um heim að undan- fömu eru neyðarráðstafanir Bandaríkjamanna í efnahags- málum, en með þeim er við- urkennt að gengi dollarans sé orðið mjög valt- HefurBanda- ríkjastjórn gripið til þess að taka upp haftastefnu á ýms- um sviöum, m.a. á nú að hverfa frá þeirri kenningu að fjármagnsflutningar séu eitt ágætasta einkenni hins „frjálsa heims“ — á að tak- marka bandaríska fjárfest- ingu erlendis til mikilla muna og banna hana í sum- um löndum heims. Ýmsar aðrar ráðstafanir eru fyrir- hugaðar, og svo langt er gengið að ætlunin er að tak- marka ferðafrelsi Banda- ríkjamanna verulega, þeim er ætlað að sætta sig við einskonar átthagaifjötra. Á- stæðan fyrir þessum neyðar- ráðstöfunum er styríöldin f VSetnam sem kostar nú Bandaríkin hátt í 100 miljón- ir dollara dag hvem og hef- ur leitt til verðbólgulþró- uriar innanlands, mikils halla á ríkisreikningum og mesta greiðsluhalla í sögu Barida- ríkjanna. Eftir að þessar staðreyndir voru kunnar var mjög furðu- legt að hlýða á frásögn sem fréttamaður ríkisútvarpsins í Bandarikjunum flutti í út- varp á föstudagskvöld um efnahagsástandið í hinu vest- urheimska stórveldi trm þessi áramót. Fréttamaðurinn virt- ist ekki hafa minnstu hug- mynd um þá atburði sem voru að gerast, meginatriðin í málflutningi hans voru stað- hæfingar um það að efna- hagsástandið í Bandaríkjun- um hefði aldrei verið betra en nú. Hann lagði mikla á- herzlu á það að öll efnahags- ur svo dæmalaust huggulegur, hið ytra sem innra. Það, sem maður veitti fyrst eftirtekt í útliti hans, voru fögur augu undir dökkum augnahárum, óvenju löngum og þéttum, og munnsvipur, sem einkenndist af dálítið glettnu og stundum eilítið spotzku, óræðu brosi, sem við félagar hans nefndum okkar á milli Mónu-Lísubrosið hans Jóns. Fyrstu árin að háskólanámi loknu starfaði Jón hjá Mennta- málaráði, en fréttastjóri Ríkis- útvarpsins varð hann 1941 og mun Pálmi Hannesson hafa ráðið nokkru þar um. Starf hans sem fréttastjóra get ég að- eins dæmt um sem fréttahlust- andi, en ég hygg að það verði vart ofmetið hvert lán það var. að slíkur maður skyldi veljast í þessa þýðingarmiklu stöðu á viðsjárverðum tímum og gegna því nær allan fyrsta áratug hins íslenzka lýðveldis. Frétta- flutningur Útvarpsins hefur all- an þennan t.íma borið mjög af öðrum fréttaflutningi hérlend- is og þá framför í fréttaflutn- ingi dagblaðanna, sem viður- kennt skal að orðið hefur á síð- ustu árum, má vafalaust þakka að verulegu leyti því aðhaldi. sem fréttaflutningur Útvarps- ■'"« veitti. Fyrir því hefi ég orð þeirra, sem gerst vita, að Jón hafi verið virtur og dáður af starfsfólki sínu og samstarfs- fólki í Ríkisútvarpinu. Á íslandinu góða eru þeir, því tniður, ærið margir, og einnig úr hópi menntamanna, sem verða að leggja á sig mik- il aukastörf til þess að. fram- fleyta fjölskyldu sinni og koma- bömum sírium til menrita. Jón Magnússon var enskukennari í bréfaskóla SÍS frá stofnun haps, og sjundiikspnari. í ensku í Menntaskólanum í allmörg ár, virtur af nemendum ogvin- sæll í kennarastofunni. í lands- prófsnefnd var hann frá stofn- un hennar og er til þess tek- ið. hversu farsæll hann var í því starfi. Þar naut sín rétt- sýni hans og það, hversu laus hann var við alla smámuna- semi. Bækur þýddi hann nokkr- ar og samdi bók um Svíþjóð. Ýmsir embættismenn freist- ast eðlilega til þess að létta nokkuð á ofvinnu með því að þróun hefði 1 orðið jákvæð á ■ árinu 1967, enda miðaði nú j greitt í átt að „þjóðfélagi | hinu mikla“ sem Johnson for- : seti hefði boðáð. Sérstaklega • tíundaði fréttamaðurinn það j sem mikil fagnaðartíðindi að 5 reynslan hefði sannað að j Bandarí'kin hefðu vel efni á j þvi að sinna í senn þjöðfé- j lagsumbótum heima fyrir og S styrjöldinni í Víetnam. ■ Bandaríkin hafa sem kunn- • ugt er mikilli áróðursvél á ■ að skipa, og er áróðrinum j hagað eftir þekkingarsti.gi • væntanlegra viötakenda. Þær j rósrauðu Paradísarlýsingar 5 sem fréttamaður ríkisútvarps- : ins flutti um efnahagsástand- j ið í Bandaríkjunum mundu j að sjálfsögðu ekiki taldar j frambærilegar í þjóðfélögum : þar sem almenn stjómmála- • þekking stendur á ssemilega j háu stigi'; þær em ætlaðar j frumstæðum þjóðum þar sem j sjálfstæð dómgreind er ekki j til trafala. En þótt svo illa j tækist til að fréttamaður rík- j isútvarpsins láti, mata sig á j þyílíkum áróðri ætti ekki að j vera nauðsynlegt að demba j honum yfir hlustendur hér; j ríkisútvarpið verður að gæta : virðingar sinnar, jafnvel þótt j fréttamaður þess í Bandaríkj- j unum eigi hlut að máli. — Austri. vinna aukastör-íin að meira eða minna leyti á kostnað aðal- starfs þess, er fylgir stöðu þeirra, en skyldurækni Jóns og heiðarleiki voru meiri en svo, að slíkt hvarflaði að honum. Ekki er efi á því, að síðari ár- in vann hann miklu meira en biluð heilsa hans þoldi, en hvers á heiðarlegur maður úr- kostar? Þeir er málum ráða í okkar landi hafa ærin tilefni til að ígrunda það í alvöru, hversu margir drepa sig nú orðið á ofvinnu, hverjir það eru, og hvers vegna þeir gera það. Að skilja við vin er að deyja að nokkru, en lítið gjald er það fyrir þá gæfu, að hafa átt vináttu jafn góðs drengs og þess, sem nú er genginn. Trúföstum lífsförunauti hans Ragnheiði Möller, og fjölskyldu hans allri votta ég mína inni- legustu samúð. Sigurður Þórarinsson. Jón Magnússon var á leið í vinnuna eftir hádegíð 2. þessa mánaðar þegar kallið kom. og okkur á Skúlagötu 4 bárust tíðindin skömmu síðar. Hann hafði þá nokkrum klukkustuipd- um áður fengið mér hádegis- lesturinn með spaugsyrði á vör- um eins og hans var vandi, — gott ef hann spurði ekki hvort herra fréttaþul tækist að kókl- ast í gegnum þetta. Þá vorum við flest fvrir löngu búin að gleyma að Jón Magnússon þjáð- ist af banvænum sjúkdómi sc-m slær menn niður fyrirvaralaust, enda heyrðu menn hann aldrei minnast. á það mein, — hann gekk um glaður og reifur eins og ekkert væri, en hlýddi að sjálfsögðu öllum fyrirmæ’um lækjnavísindanna samkvæmt sinni meðfæddu reglusemi og þroskuðu, skyldurækni. Jón Magnússon tók við fréttastofunni á fertugsaldri, kominn heim hámenntaður frá Svíþjóð og ég komst í vinnu hjá honum nokkrum árum eft- ir stúdentspróf, og hafði ekkl orðið sendibréfsfær í millitið- inni. í vistinni hjá Jóni lag- aðist þetta smámsaman, því hjá honum lærðu allir ósjálf- rátt án þess að hann væri yf- irleitt að kenna neitt, líka að ljúka störfum sinum af sam- vizkusemi og’ eftir beztu getu, án þess hann væri neitt að stjórna þeim. Hann var nefni- lega svoleiðis maður. Og öll hans fínu háskólapróf segja lítið um menntun hans og menningu — hún var af þeirri tegund sem skólavist ræður ef til vill minnstu um, og spurn- ingin: Hvað segir Jón Magn- ússon um það? gilti um flest svið mannlifsins, því dóm- greindin var óskeikul, — þeir sem þá og þá stundina voru á öðru máli eins og gengur, sáu oftast seinna að þeir höfðu haft rangt fyrir sér. Ekki man ég þó að hann hafi flíkað skoð- unum sínum í tónlistarmálum, og var þó músíkalskur líka, og heyrðist stundum raula fyrir munnj sér smálög á skrifstofu sinni, — oft voru það sænskar vísur. Hann átti það líka til að hrista höfuðið yfir sænsku- framburði annarra íslenzkra sÖngvara, og einu sinni hafði hann raunar í hótunum við mig þegar ég ætlaði að geras.t gluntasöngvari og lét hann heyra nokkur stykki til frekara öryggis. Stundum sást líka bregða fyrir einkennilegu brosi þegar hann las eða heyrði hæpin tilbrigði kollega sinna í frétta- flutningi, og engum leiddist meira en honum þegar frétta- stofunni varð það á að láta frá séi- fara staðlausa stafi á vondri íslenzku, því málsmekk- ur hans var óbrigðull. Á fréttastofunni hjá Jóni Magnússyni var ég með annam fótinn í rúma tvo áratugi, og engum vinnustað hef ég kynnzt þar sem ríkti betri andi, — og sem betur fer eru menn og ,/konur á slíkum stað ekki allt- af að hamra á vélar eða æpa í simann, — inn af fréttastof- unni er lítil kaffi-salon, þar sem hitan er tekin á réttum • tíma. og stundum skyndihitur þess í milli, — og þar er iðu- lega pípað hratt um heima og geima, — þar hefur mörgum þótt gaman að eiga orðastað við Jón Magnússon og hans fólk, og ekki var þar fréttastjórinn dragbítur á konversasjónina. Fínna kaffifélag' hefur aldrei verið til. Það er hætt við að eitthvað dragi nú úr virðingu þess, en andi Jóns Magnússon- ar á þó áreiðanlega eftir að ríkja þar um skeið, og sælla áhrifa hans vonandi að gæta í fréttaflutningi útvarp'sins á komandi árum. Að svo mæltu þakka ég honum ailt og sendi konu hans* börnum og frænd- fólki samúðarkveðjur. JMA. • Það er ólýsanleg eftirsjá að Jóni Magnússyni. Hann var cinstakur maður ,og ógleyman- iegur þeim, sem honumkynnt- ust. Við sem áttum því lániað íágna að starfa með honum óg njóta, leiðsagnar hans og vin- r.ttu, munum lengi búa að því. ílann hafði fágæta hæfiBeika t.y. að veita leiðsögn og fræðslu af eftiríakanlegu raunsæi. Hann var einstakur í frásögn og við- ræðum; eins og ósjálfrátt hlaut maður að hrífast með og verða snortinn af anda hans og lífs- skoðun. Hann tók virkan þátt í áhugamálum okkar; var hlýr og hjálpsamur og lagði það lil máld, er bezt hann vissi. Hann var dæmalaust skemmtilegur maður,» gæddur mikilli kímni- gáfu og hafði lifandi áhuga é ölilu því, sem fram fór um- hverfis hann. Við ábyrgðarmik- iö starf sitt á fréttastofu rík- isútvarpsins gegndi hann hlut- verki hins grandvara ogskyldu- rækna embættismanns. Hann hafði miklar- mætur á bók- menntum og listum og var eink- ar annt um veg íslenzkrar menningar og tungu; en áþessu hafði hann ekki aðeins mætur heldur og þekkingu. 1 skoðun- um hans ríkti víðsýni og við- móti og starfi fágaður stíll. Það er ómetanleg gæfa að hafa fengið að kynnast slíkum manni sem Jóni Magnússyni. Við söknum hans og minnumst i þakklæti. Jón Oddsson. Jón Magnússon, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, átti sæti í landsprófsnefnd miðskóla frá stofnun nefndarinnar 1946 og allt til andláts síns fyrir ald- ur fram 2. janúar s.l. Þessar fátæklegu línur eru ritaðar til að þakka Jóni sam- starfið. Þakka honum lipurð hans og sveigj anleika, hnyttnar tillögur og glöggar athuga- 'semdir, og ekki hvað sízt hina launskörpu kímnigáfu, sem svo oft yljaði okkur samstarfs- mönnum hans um hjartgræt- urnar. Það vakti mikla athygli mína, í stuttri, allt of stuttri sam- vinnu, hve Jón var afskaplega fljótur að átta sig á breyttum viðhorfum og nýjum hugmynd- um, svo og hve aðdáanlega fljótur hann var að vinna, að skila vandasömum verkum gaumgæfilega unnum. Af fjöl- mörgum mönnum, sem ég hef átt samvinnu við, tel ég afar fáa hafa búið yfir jafnsérstök- um verkhæfileikum sem Jón Magnússon. Skarðið eftir hann látinn mun vandfyllt, hvar sem verka hans hefur notið. Fyrir hönd samstarfsmanna Jóns Magnússonar í landsprófs- nefnd votta ég eftirlifandj ást- vinum hans djúpa samúð. Andri ísaksson. Jón Magnússon var fæddur „1. janúar 1910 á Sveinsstöð- um í Þingi, Austur-Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans voru þau Magnús Jónsson bóndi þar og Jónsína Jónsdóttir kona hans. Stúdent varð Jón frá Mennta- skólanum á Akureyri vorið 1931, en síðan lagði hann stund á nám í norrænum málum, ensku og bókmenntasögu við háskólann í Stokkhólmi og þar lauk hann fil. kand. prófi árið 1937. Hann var að loknu há- skólanámi starfsmaður Mennta- málaráðs í Reykjavík frá árinu 1938 til 1041, er hann var ráð- inn fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Því starfi gegndi hann til dauðadags. Auk starfs síns við frétta- stofu útvarpsins fékkst Jón Magnússon löngum mikið við kennslu. Hann var stundakenn- ari í ensku við Menntaskólann í Reykjavík lengst af á árun- um 1938-1955 og enskukennari , Bréfaskóla SÍS og ASÍ var hann frá stofnun. f landsprófs- nefnd miðskéfe var Jón frá stofnun hennar 1946 og próf- dómari við BA-próf fí saéhskú við Háskóla íslands um ára- bil. Jón Magnússon lét til sín taka í félagsmálum, ekki hvað sízt í samtökum íslenzkra blaðamanna. Hann átti sæti í stjórn Blaðamannafél. íslands í allmörg ár, var fyrst kos- inn í félagsstjórn 1942 og síðan öðru hverju. Á námsárum sín- um í Svíþjóð var hann um skeið formaður Félags ís- lenzkra stúdenta í Stokkhólmi. Þá átti hann og sæti í stjóm íslenzk-sænska félagsins. Jón Magnússon var höfund- ur íslenzk-sænskrar orðabókar, ásamt Gunnari Leijström. Kom bókin fyrst út í Stokkhólmi 1943, 2. útgáfa 1955. Þá tók hann saman bókina Svíþjóð, sem Bókaútgáfa Menningar- sjóðs gaf út í bókaflokknum Lönd og lýðir 1950. Nokkrar bækur þýddi hann, m.a. Böðul- inn. eftir Pár Lagerkvist (á- samt Sigurði. Þórarinssyni), Sálkönnunina eftir Alf Ahlberg og Gunnar Gunnarsson eftir Stellan Arvidson. Kunnastur verður Jón Magnússon samt fyrir það margvísléga efni er hann lagði útvarpinu til, ekki aðeins i almennum fréttatím- um, heldur og undir öðrum dagskrárliðum, m.a. nú -síðustu misserin í þáttunum Víðsjá. Árið 1938 kvæntist Jón Magnússon Ragnheiði Möller, sem lifir mann sinn, ásamt þrem sonum þeirra hjóna. Frá HúsmæBrakennara- skóla Islands Háuhlíð 9 6 vikna dagnámskeið hefst mánudaginn 15. jan. Innritun í síma skólans 16145. Skólastjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.