Þjóðviljinn - 09.01.1968, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.01.1968, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 9. janúar 1968. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: ívar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 120,00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7,00. Að velja og hafna r J Reykjavíkurbréfi sínu í fyrradag heldur Bjami Benediktsson forsætisráðherra enn áfram að fimbulfamba um menn sem hann telur harma það að einangrun íslands hafi verið rofin, öfl sem haldi að ekki sé unnt að tryggja íslenzka menningu nema landið sé í sem minnstri snertingu við um- heiminn. Þau öfl sem ráðherrann hefur á þennan hátt vérið að deila við árum saman eru að sjálf- sögðu ekki til, ef til vill að undanskildum fáeinum sérvitringum sem ekki hafa nein áhrif. Því aðeins heldur þessi þjóð velli að hún geti starfrækt sam- félag sitt sem nútímaþjóðfélag og tekið þátt í þeirri þróun sem er ævinlega að gerast umhverf- is okkur. j£n við verðum að taka: þátt í þessari þróun af fyr- irhyggju og framsýni, gera okkur grein fyrir vandamálunum og leysa þau, í stað þess að láta berast imeð straumnum. Þess eru fjölmörg dæmi að smáþjóðir, sem misst hafa þá vernd sem ein- angrunin veitti áður, hafa á skömmum tíma runn- ið inn í stærri heildir, glatað menningu sinni og sjálfsstjórn. Slíkt gerist til að mynda ef smáþjóð- ir hafa ekki dug til þess að taka af eigin rammleik upp ýmsar áhrifaríkar nýjungar í menningu og tækni heldur eftirláta þau verkefni öðrum. Sú varð um skeið raunin hér á landi, þegar hernáms- liðið var látið háfa einokun á hinu áhrifamikla fjökniðlunartæki, sjónvarpinu, og þúsundir heim- ila höfðu breytzt í bandarískar menningarnýlend- ur. Þeirri ógæfu var hrundið, en ekki fyrir til- verknað Bjarna Benediktssonar. 'rl sama hátt verðum við að gera okkur grein fyr- ir því að ekkert ríki heldur sjálfstæði sínu til frambúðar nema það starfræki sjálft alla megin- þætti atvinnumála sinna og efnahagsmála. Á því sviði hefur undirstaða íslenzks fullveldis nú verið þrengd til mikilla muna með því að eftirláta er- lendum aðilum að koma hér upp fyrirtækjum sem munu gnæfa yfir atvinnurekstur landsmanna sjálfra. Sú ráðabreytni er rökstudd með því að flestar grannþjóðir okkar heimila nokkurn erlend- an atvinnurekstur í löndum sínum, án þess að tekið sé tillit til þess að þar er um að ræða þjóð- ir sem eru tífalt eða hundraðfalt stærri en við. Hitt er staðreynd að í víðri veröld fyrirfinnst ekki nokkur sjálfstæð þjóð sem heimilað hefur jafn umfangsmikla erlenda fjárfestingu og leyfð hef- ur verið hér á landi; hliðstæður verða aðeins fundnar í nýlendum og hálfnýlendum. Á þessu sviði bíður íslendinga vafalaust langvinn og erf- ið barátta, miklu örlagaríkari átök en þau sem tengd eru dátasjónvarpinu. Jjátttaka í þróun umheimsins verður að vera fólg- in í því að velja og hafna í stað þess að láta ber- ast með straumnum. Mælikvarðinn verður ævin- lega að vera sá ásetningur okkar að tryggja full- valda þjóðríki á íslandi með því að hafa sjálfir stjórn á öllum meginþáttum í efnahagslífi okkar og menningu. — m. iHandknattleikur: Fram átti slakan leik gegn pólska liðinu Spojnia og tapaði mel □ Pólsku meistaramir í handknattleik — Spojnía — léku fyxsta leik sinn hér á landi á laugardaginn var, og voru íslandsmeistarar Fram mótherjamir að þessu sinni. Allur fyrri hálfleikur var heldur dauflega leikinn, og hafa Framarar ekki átt svo lélegan hálfleik á móti erlendu liði í fjölda ára. Gestirnir sýndu ekki neitt sér- stakt, en það dugði þó til þess að þeir gátu leikið sér að Fram allan fyrri hálfleikinn. Um miðjan síðari hálfieik tóku Framarar sæmilegan endasprett, og tókst að breyta stöðunni úr 9:18 í 16:20, eins og lokastaðan varð. Leikurinn hafði varla staðið í eina mínútu begar fyrsta markið var skorað, og var það Ingólfur, sem það skoraði fyr- ir Fram, og eftir tvær mínút- ur stóðu leikar 2:0 fyrir Fram, og var Ingólfur þar einnig að verki. Þótti nú séð að Fram mundi ekki verða í neinum vandræðum með þessa gesti Haukanna. En margt fer öðru- vísi en ætlað er, og eftir fimm mínútur höfðu Pólverjarnir jafnað 2:2, og á 7. mínútu taka þeir svo forustuna. Fram til þessa höfðu verið heldur lítil tilþrif verið sýnd, leikurinnvar hægur og vantaði allan hraða, og tilbreytni í leikSðferðir. Pól- verjamir halda áfram aöskora og eftir 10 mín. standa leikar 4:2, en litlu síðar skorarGylfi Jóhannsson gott mark eftir uppstökk við punktalínu. Um miðjan hálfleikinn standa leikar 7:3 fyrir Spojnia, ogenn heldur deyfðin áfram að rfkja f lciknum, og þó sérstaklega i liði Fram, sem annað hvort átti sérlega slæman dag eða bá þeir vora of kærulausir um gang leiksins. Á 18. mínútu bætif Gunnlaugur einu marlii við, og á næstu 5 mínútum skora Pólverjarnir 4 mörk, en Fram ekkert, og standa leikar 10:4. I lok hálfleiksins taka Fram- arar svolítinn endasprett, og skora nú 3 mörk í röð, og skorar Guðjón tvö þeirra, ann- að úr vítakasti. Og Sigurður Einarsson það þriðja af línu. Rétt fyrir leikslok bæta svo gestirnir einu.: við og endaði hálffleikurinn 12:7 fyrir Spojn,- Framarar vöknuðu of seint Strax á fyrstu mín. síðari hálfleiks fá Framarar vítakast, og er það Guðjón sem það tek- ur, en bregzt bogalistin, mark- maður ver auðveldan bolta. Þetta var vissulega sálrænt á- fall fyrir Fram, en Guðjón er greinilega ákveðinn f því að bæta fyrir og skorar á 3. mín. leiksins 8:12, en Pólverjar bæta við rétt á eftir 8:13, og enn skorar Guðjón 9:13. Ennþá vant- ar kraftinn og leikgleðina f - — ---------------------------—<£ SKIPAU fGtltf) ItlhlSINS M/S HERÐUBREIÐ fer austur um land í hringferð 15. þ.m. Vörumóttaka á mifi- vikudag og fimmtudag til Homa- fjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvík- ur, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðs- fjarðar, Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar, Norðfjarðar, Mjóafjarð- ar, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar, Kópaskers, Ólafs- fjarðar, Blönduóss, Hólmavíkur, Norðurfjarðar, Ingólfsfjarðar og Bolungavíkur. M/S ESJA fer vestur um land í hringferð 18. þ.m. Vörumóttaka daglega til 16. þ.m. til Vestfjarðahafna, Siglufjarðar, Akureyrar, Húsa- víkur og Raufarhafnar. Framliðið og hraðann, og það sjást engin merki þess að þeir ætli að taka fram þann leik, sem. vitað er að þeir eiga. Þetta notfæra gestimir sér mjög lag- lega, án þess að sýna verulega góðan handknattleik. Eftir að Pólverjarnir höfðu skorað 2 mörk í viðbót var Gunnlaugi Hjálmarssyni vísað af leikvelli, og mátti liðið ekki við því, það var þó hann sem reyndi að eggja liðið til athafna, endafór það svo að á meðan hann var úti skoruðu gestirnir 3 mörk og stóðu leikar þá 18:9, og var hálfleikurinn þá um það bil hálfnaður. Þá loks er það sem Fram- arar vakna og skilja að nú er ekki um annað að gera en duga eða drepast. Það óhapp henti og Frámliðið að Ingólfur varð rétt um þetta leyti að yfírgefa völlinn vegna smá- meiösla. En þegar Framarar voru loks búnir að1 átta sig, skipti það ekki svo miklu tnáli þó svo góður maður sem Ing- ólfur er væri fyrir utan. Þeir tóku að skora og skoruðu 6 mörk í röð. Guðjón byrjaðimeð þvi að skora úr víti, siðar Gylfi Jóhannsson, Gunnlaugur, Gyflfi Jóhannsson aftur, og þá Guð- jón. Enn er dæmt vítakast á Pólverja og ætlar Guðjón að lyfta knettinum yfir markmann sem stóð framarlega, en hann er snöggur og nær honum áð- ur en hann er kominn inn 1 markið. Guðjón bætir svo svo- lítið fyrir þetta með þvi að ! skora 15. mark Fram, en þá í voru 4-5 mínútur eftir af leikn- j um. Tveim Pólverjum hafði j verið vísað af leikvelli en Fram tókst ekki að notfæra sér það að vera einum fleiri og skoruðu ekki á meðan. Pólverjar skora nú 2 mörk í röð, en Gylfi Hjálmarsson skorar síðasta mark leiksinsúr vítakasti, og þannig laukþess- um íeik með 20:16 \fyrirSpojn- ia. Voru Pólverjar vel aðþeim sigri komnir, þeir höfðu algjöra yfirhönd í 45 mínútur leiksins. Gestimir Iéku snotran hand- knattleik. Þetta pólska handknattleiks- lið lék snotran handknattleik. Liðið féll nokkuð vel sáman, og var nokkuð sterkt í vörn, og kunni vel á því lagið að not- færa sér veilurnar í liði Fram. Það virtist ekki ráða yfirnein- um sérstökum athyglisverðum leikfléttum, þótt aðeinsbrygði fyrir skemmtilegum leikbrögð- um. Beztu menn Pólverjanna voru Andrzej, Z. Aleksander, B. Janusz, L. Andrezej og markmaðurinn Andryezei, sem varði oft skemmtilega. Fram Iék langt undir getu. Það var aðeins síðustu 15 mínúturnar sem Fram lék nokk- urnveginn eins og vænta má að þeir geti gert, en allan hinn tímann voru þeir miður sín. Kom þar til lítilB hraði, óná- kvæmni í sendingum, lftill sig- urvilji, sem nálgaðist kæruleysi. Að vísu má segja að þeirvoru oft óheppnir með skot sfn, áttu t.d. mörg stangarskot. I liðið vantaði Sigurberg, og hefur það munað nokkru, en loka- Ungu handknattleiksunnendurnir í hópi áhorfenda fögnuðu áJkaf- lega, þegar íslcnzku leikmcnnirnir skoruðu mörkin. Mynd: A. K. spretturinn sem þeir tókukem- ur þó upp um þá að þeir, Ingólfslausir gátu þó jafnað noktouð hlut sinn, þegar þeir vöknuðu loks af „blundinum“, að getan var fyrir hendi, ef hún hefði verið framkölluð. Skást slluppu Guðión, þráttfyr- ír 2 misþeppnuð vítaköst, Gunn- laugur, og enda Guðmundur markmaður í síðari hálfleik, eftir að hann áttaði sig, og varði þá oft veh Dómari var Björn Kristjáns- son og hafði ekki alveg ffullu tré við verkefnið, en slapp þó þolanlega, enda rólegur leikur og stórátakalaus. — Frímann. ■ ■ ■' " ---------------------- Alliance Francaise Frönskunámskeiðin hefjast bróðlega. — Kennt í mörgum flokkum. Innritun og upplýsingar í Bókaverzlun Snæbjam- ar Jónssonar Sz Co., Hafnarstræti 9, símar 119 36 og 1 31 33. Væntanlegir nemendur komi til viðtals í háskól- ann (3. kennslustofu á 2. hæð) föstudaginn 12. janúar kl. 6,15. Alliance Francaise. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavík og ýmissa lög- manna verða neðangreindar bifreiðar og vélknúin öku- tæki seld á nauðungaruppboði, til lúkningar lögtaks- og fjárnámskröfum, mánudaginn 15. janúar n.k. kl. 10 ár- degis að Síðumúla 20 (Vöku h.f.). Greiðsla fari fram við hamarshögg. R 22, R 123, R 1609, R 3557, R 4047, R 4162, R 4180. R 4919, R 5370, R 5371, R 6345, R 6619, R 6688, R 6918. R 7090, R 7424. R 7620, R 9007, R 10200, R 10362.. R 10823, R 10924, R 11281, R 11393, R 11554, R 11605. R 11860, R 13243, R 13279, R 13410, R 13468. R 14523. R 14933, R 15278, R 15524, R 15575, R 15610, R 15736, R 16951, R 16383, R 16490, R 17026, R 17089, R 17315, R 17928, R 17955, R 18174, R 18278, R 18395, R 19016. R 19318, R 19363, R 19428, R 19451, R 19643, R 19914. R 20044, R 20295, R 20372, R 20380. R 20425, R 20409. R 20521, R 20602, R 20728, R 22125, R 22136,, G 2789, G 2869, L 944, Volkswagen Pick-up bifreið, árg. 1963. jarðýta Intemational D.T. 9, árg. 1957. Borgfarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.