Þjóðviljinn - 18.01.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.01.1968, Blaðsíða 3
Flmmtudagur 18. janúar 1968 — ÞJÓÐVILJINN — PARÍS 17/1 — Sendifulltrúi Norður-Vietnams í París, Mai Van Bo ítrekaði í dag; í samtali við fréttamann AFP tilboð n-vietniimsku ríkisstjórnarinnar, sem Trinh utanríkisráðherra setti fram í ræðu rétt fyrir áramót, að hún væri reiðubúin að hefja samningaviðræður við Bandaríkjamenn um Vietnam eftir að loftárásum og öðrum hernaðaraðgerðum gegn N-Vietnam væri hætt. — Myndin hér að ofan er úr bandaríska vikuritinu Newsweek. T.h. er Trinh utanríkisráðherra, en teiknimynd- in heitir: Orðsendingar til N-Vietnam. Á sprengjunum stendur: „Fyrri skilaboð yðar eru óljós“, „Við viljum endilega vita hvort þér viljið semja“, og að lokum „Yðar einlægur“. Enn lifandi fólk í rústun- um á Sikiley PALERMO 17/1 — Skelfingu- lostinni móður með sex mánaða gamalt bam sitt var í dag bjarg- að úr rústum heimilis síns, þar sem hún hefur verið grafin síðan jarðskjálftinn varð í þorp- inu Gibellina á Vestur-Sikiley á mánudag. Björgunarmennirnir hafa feng- ið nýja von að enn séu einhverj- ir lifandi í rústunum. Óttazt er að um 500 manns hafi farizt og lögreglan skýrir frá því að 155 lík hafi fundizt. 1 dag urðu aftur nokkrar jarð- hræringar á Sikiley og þó þær yllu engu tjóni varð fólk ofsa- hrætt. Herlög sett í Guatemala Bandarískir ber- ráðgjafar myrtir GUATEMALA CITY 17/1 — í dag voru herlög sett í lýð- veldínu Guatemala í Mið-Ameríku eftir að fimm manns hafa fallið fyrir skæruliðum þ.á.m. yfirmaður bandarísku „herráðgjafanna“ í Guatemala. Mendez forseti hélt stjórnar- fúnd í gærkvöldi og skrifaði þá undir tilskipun um að herlög skuli gilda í landinu næstu 30 daga. Skýrt var frá þessari 'tilskipun í útvarpi og sjónvarpi og eru öll stjómarskrárréttindi numin úr gilfli . pg stjórnmálastarfsemi, bönnuð- Þá eru húsranúsóknir leyfilegar án lögregluheimildar og hægt er að handtaka fólk sem grúnað er um neðanjarðarstárf- semi án dómsúrskurðar. Þá er tekin upp ritskoðun á dagblöð og póst og bannað er að koma og fara úr landi og opin- berir fundir eru bannaðir. Mótmæli stúdenta og verkalýðs íJapan TOKIO 17/1 — Rúmlega hundrað manns meiddust í blóð- ugum bardaga vinstrisinnaðra stúdenta og lögreglu í hafn- arborginni Sasebo í Japan. Bardaginn hofst eftir kröfu- göngu sem var farin gegn fyrirhugaðri heimsókn banda- ríska kjamorkuknúna flugmóðurskipsins Enterprise. Yfirmaður. bandarískra ,.her- ráðgjafa" John Wember sem er 47 ára gamall, og annar banda- rískur yfirmaður voru drepnir í gær er skotið var á þá úr j bifreið sem ók hjá bifreiðinni j sem þeir sátu í á leið heim. Útvarpið í Guatemala skýrir! frá því að lögreglan hafi fundið bifreiðina, sem skbtið var úr, en j ekki skæruliðana. Samtökin F. A. R. (Hin vopn- j uðu byltingarsamtök kommún- i ista) hafa sent yfirlýsingu til : blaða, þar sem þau lýsa vígun- i um á hendur sér. Framhald á 9. síðu. Pavel Litvinov rek- inn úr stöðu sinni MOSKVU 17/1 — Dr. Pavel Litvinov sem í fyrri viku kallaði réttarhöldin yfir fjórmenningunum í Moskvu blett á heiðri Sovétríkjanna, skýrði blaðamönnum frá því í kvöld að honum hefði verið sagt upp stöðu sinni sem dósent við vísindastofnun í Moskvu. Litvinov sagði að hann ætlaði að skjóta uppsögninni fyrir dóm- stólana. Hann er dósent í eðl- % isfræði við Efnafræðistofnun í Moskvu. Hann sagði að uppsögnin væri rökstudd með því að hann hefði brotið vinnuaga, en bætti því við að yfirvöld stofnunarinnar hefðu greinilega ákveðið að segja honum upp, vegna þess að hann Feikiaðsókn að Kopnalogninu Koppalogn Jónasar Árnason- ar, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi á jólunum, hefur hlotið gríðarmiklár vinsældir og er eftirspurn eftir miðum svo mikil, að venjulega selst upp á sýningamar sama dag og sala hefst. Leikfélag Reykjavíkur er að sýna annað íslenzkt verk um þessar mundir, það er bama- leikritið Snjókarlinn okkar eftir Odd Björnsson og er það einnig sýnt fyrir fullu húsi á laugar- dagum og sunnudögum. Þriðja i&lenzkn leikritið Sumarið ’37 eft- ir Jökul Jakobsson er í æfingu og verður frumsýnt í febrúar. hefur birt ýmis skjöl á vestur- löndum um réttarhöldin í sept- ember í fyrra gegn hinu unga skáldi Bukovskí. Litvinov skýrði frá þvi að hann hefði ekki fengið skeyti, sem hann vissi að honum hafði verið sent frá London, þar sem stuðningi var heitið við mótmæli hans gegn réttarhöldunum. Þetta skeyti var sent frá Lond- on hinn 14. janúar og meðal annarra sem skrifuðu undir það eru Stravinskí, brezka lárviðar- skáldið Cecil Day-Lewis og Bert- rand Russell. Litvinov kvaðst ætla að rann- saka málið ef skeytið, sem sent var frá London 14. janúar yrði ekki komið í hans hendur á morgun. Hann sagði að yfirvöld í stofn- uninni hefðu sagt honum að uppsögnin væri dagsett hinn 3. janúar þ.e.a.s. áður en réttar- höldin gegn fjórmenningunum hófust, en eftir að Bukovskí- málið komst á loft á vestur- löndum. Litvinov hefur ekki fengið neitt svar frá yfirvöldum í Sov- étríkjunum við mótmælum sín- um gegn réttarhöldunum gegn fjórmenningunum á dögunum. Japönsk yfirvöld óttast nú að ekki verði hægt að tryggja ör- yggi áhafnarinnar í heimsókn- inni. Um 800 stúdentar með hvíta hjálma á höfði og vopnaðir löng- um stöfum reyndu að fara í mótmælagöngu þvert yfir brúna, sem tengir bandarísku herstöð- ina Sasebo við meginlandið. Á- ætlað var að Enterprise skyldi leggjast að í herstöðinni í heim- sókninni. Sérþjálfaðar sveitir japanskrar lögreglu komu á vettvang og tókst að dreifa stúdentunum með kylfum, táragasi og vatns- þrýstibyssum. Lögreglan segir að 68 stúd- entar, 52 lögregluþjónar, 5 blaða- menn og tiu áhorfendur hafi slasazt. 20 manns þurfti að leggja inn á sjúkrahús. 27 stúdentar voru handteknir í götubardaga, bar sem bæði lögreglan og stúdentar notuðu kylfur, spörkuðu og þeyttu hver öðrum út í höfnina. Fyrr um daginn hafði lögregl- an handtekið þrjá stúdenta í út- hverfi Sasebo. Læknar á sjúkrahúsinu i Sas- ebo skýra frá því að þeir hafi meðhöndlað um 70o manns sem veiktust af táragasinu, þ.á.m. tvö hundruð áhorfendur og blaðamenn. Stúdentarnir sem stóðu fyrir mótmælunum eru félagar í Sampa Rengo, en það eru stúd- entasamtök, sem stóðu fyrir miklum bardaga við lögregluna á flugvellinum í Tokio í fyrra- haust, þegar þeir mótmæltu fyr- irhugaðri ferð Sato forsætisráð- herra til Washington og Saigon. Samkvæmt japönskum fréttum hefur sendiherra Bandarikjanna í Tokio, Alexis Johnson skýrt Sato forsætisráðherrg frý. því að Bandaríkin ætli að grípa til sérstakra ráðstafana til að tryggja öryggi áhafnarinnar á Enterprise, þegar hún fær land- gönguleyfi. Fréttamenn í Tokio telja að bandarísk yfirvöld muni ekki veita nein landgönguleyfi, fyrr en kröfugöngum er lokið. í kvöld fóru um 8000 stúdent- ar og verkamenn í kröfugöngu að bandaríska seridiráðinu og bústað forsætisráðherra Tokio til að mótmæla komu Enterprise og stríðinu í Vietnam. Verkalýðssamtökin í Sasebo hafa ákveðið að fara í kröfu- göngu á morgun. Kona fyrir bíl f gær varð 66 ára gömul kona fyrir bíl á móts við Miklubraut 20. Konan var flutt á Slysa- varðstofuna en meiðsli hennar voru ekki talin mjög alvarleg. Bretar ræða sparn- aðarrúðstafanirnar LONDON 17/1 — Brezki fjár- málaráðherrann boðaði í dag skattahækkun á þingi í því skyni að draga úr almennri neyzlu og stevpma þannig stigu við þvi að kostir gengisfellingarinnar verði að engu. Hann hóf umræður á þingi sem standa eiga í tvo daga um sparnaðarráðstafanir stjórnar- innar en samkvæmt þeim verða allar brezkar herstöðvar utan Evrópu lagðar niður og rikisút- gjöld eru skorin niður um sam- tals 138.4 miljarða kr. á þrem árum. Jenkins skýrði frá því að hinn 19. marz munj fjárlagafrumvarp- ið lagt fram, en það er mörg- um vikum fyrr en vanalega. Það mun hækka um 3.75 prósent á næsta fjárhagsári, en á síðan að- eins að hækka um 1 prósent 1969 til 1970. Fjármálaráðherrann lagði á- herzlu á það að horfumar fyrir árið 1970 yrð'u mjög dökkar, ef Bretlandi tækizt ekki að ná verulega hagstæðum viðskipta- jöfnuði árið 1969. Bæði íhaldsmenn og vinstri- menn í Verkamannaflokknum gagnrýna ráðstafanir stjórnar- innar harðlega. — íhaldsmenn halda því fram að ríkisstjórnin hafi skorið útgjöld til hermála niður miklu meir en nauðsyn hefði krafið og hefði hún brot- ;ð skuldbindingar sínar á al- þínðavettvangi. Vinstri menn eru hins vegar mjög mótfallnir þeirri skerð- ingu á heilbrigðisþjónustu sem boðuð er. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Eftir margra vikna undir- búning og löng funda- höld — fimm ráduneytisfundi á tíu dögu-m sem samtals stóðu í rúmlega 30 klukkustundir — boðaði Wilson, forsætisráð- herra Breta, þingi og þjóð í fyrradag enn nýjar ráðstafan- ir sem eiga að leysa þann vanda sem stjórn hans hefur nú glímt við á fjórða ár með næsta hæpnum árangri. Það er athyglisvert og Ijóst dæmi um hve gersamlega stjórn Wil- sons hefur mistekizt að ráða fram úr þeim erfiðleikum sem að henni hafa steðjað og hún erfði að nokkru eftir þrettán ára óstjórn íhaldsfflokksins að flest þau „bjargráð" sem nú eru boðuð ganga ekki aðeins algerlega í berhögg við yfir- lýsta stefnu Verkamanna- flokksins og kosningaloforð um félagslegar umbætur, held- ur eru þau einnig í algerðri F-lll, 250 milj. punda sóað Wilson boðar bjargráð mótsögn við athafnir hennar og ákvarðanir sem teknar voru fyrir örfáum mánuðum. Ekki er liðið nema hálft ár síðan á- kvörðun var tekin um það að brezka herliðið í Singabore ^g Malaslu færi þaðan ekki fyrr en um miðjan næsta áratug og ekki fyrr en Bretar hefðu komið sér upp flota sf langfleygum og hlljóðhverfum sprengjuþotum af gerðinni F- 111 sem jafnan gæti verið til taks með örstuttum fyrirvara að skerast í leikinn í Suður- Asíu ef þess gerðist þörf. Nú hálfu ári síðar gerist hvort tveggja, brottflutningi brezka herliðsins verður flýtt um fjögur ár og hætt -er við þotukaupin frá Bandarfkjun- um sem voru, þegar þau voru ákveðin fyrir tæpum tveimur árum, talin aP.gert frumskil- yrði fyrir því að Bretar gætu haldið uppi landvörnum hvort sem væri i Evrópu eða Asiu. Sagan af þessum þotukaup- um er dæmigerð um það fimbulfamb sem einkennt hef- ur ráðsmennsku Wilsons á brezka auðvaldsbúinu. Þegar hann tók við stjörn höfðu Bretar unnið nokkur ár að smíði þotu af sömu tegund og hin bandaríska F-lll. Kostnað- ur við smiði þessarar þotu, TSR-2, var kominn upp í 125 ■ miljónir punda, þegar ákveð- ið var í apríl 1965 að hætta við hana — í spamaðarskyni. En eftir tíokkra mánuði var látið undan kröfum herfor- ingjanna sem heimtuðu að fá F-lll í staðinn og áamið um kaup á 50 slíkúm þotum. Nú hafa þær verið afoantaðar, sn Bretar eru skuPdbundnir að greiða áfallinn kostnað, sem talinn. er munu nema a.m.k. öðrum 125 miljónum punda. 250 miljónum punda hefur bvi verið sóað til einskis. Það er lærdómsríkt dæmi um þau viðhorf sem móta stefnu og athafnir stjómar Wilsons að þessi fiilga sem þannig hefur verið kastað á glæ er a.m.k. fimm sinnum hærri en sá sparnaður sem nú á að hafast unp úr þvi að skattleggja lyf- seðla og taka fulla greiðsiu fyrir mjólkursopann sem skódabörn hafa fengið ókeyp- is hingað til. Skylt er að viðurkenna að Wilson hefur ekki verið bað að öllu leyti sjálfrátí; hvaða ráðstafanir stjórn hans 'gerði. Enginn vafi er á þvi að skerðingin á almánnatrygging- unum og aðrar ráðstafanir sem hefzt bitna á lítilmagnan- um era gerðar samkvæmt beinum eða óbeinum fyrir- mælum framkvasmdastjóra heimsauðvaldsins, seðlabanka- stjóra helztu auðvaldsríkjanm. sem við gengisfellinguna í nóvember hlupu enn einu sinni undir bagga með Eng- landsbanka. Það var vitað að beir myndu vilja fá eitthvað fyrir snúð sinn, og þeim hef- ur ekki dugað minna en að stjóm Verkamannaflokksins afneitaði grandvallaratriðum þess „velferðarþjóðfélags“ sem hann hefur talið sér helzt til ágætis að hafa komið á fót. Þeir hafa vitað að þegar svo væri komið myndi eftirleikur- inn auðveldari, því að það er ljóst að ekki verður látið sitja við þá kjaraskerðingu sem nú hefur Ýerið boðuð. — Brezk- ir launþegar munu verða að sætta sig við lækkun á raunverulegum tekjum ef hagnaðurinn af gengislækkun- inni í nóvember á ekki að gufa upp, var haft eftir „sér- fræðingum“ í Brussel í gær og sú Bækkun sem varð á gengi sterlingspundsins eftir boð- skap Wijsons sýndi að „dverg- unum í Zúrich" þykir ekki nóg að gert. Jenkins fjármála- ráðherra hefur líka boðað ■miklar skattahækkanir til að dfaga úr kaupgetunni , þegar fjárlagafrumvarpið verður lagt fram í marz. Þessi stórféllda kjaraskerðing á að koma í kjölfar mesta atvinnuleysis sem orðið hefur í Bretlandi siðan í kreppunni miklu. Það er nokkur vísbending um hve langt brezkir sósíaldemókrat- ar eru leiddir að allir helztu leiðtogar þeirra skuli láta sér iynda slika afskræmingu á yf- • irlýstri stefnu, slík svik við öll þau sjónarmið sem hana mótuðu. Það er þó ekki nema rúmur hálfur annar áratugur síðan Aneurin Bevan sagði af sér ráðherraembætti til að mótmæla því að gjald yrði lagt á gleraugu og gervitenn- ur og fékk þá samfylgd yngsta ráðherrans í stjóminni. Sá hét Harold Wilson. Sagt er að þeir ráðherrar sem helzt þóttu líklegir til að segja af sér í mótmæla- skyni við svikin (eins og t.d. Jennie Lee, ekkja Bevans) hafi sætt sig við þau vegna þess að Wilson hefur loksins orðið við þeirri kröfu sem vinstri- menn bára fýrstir fram að breytt yrði um stefnu í land- vamamálum. Ósköp era þeir þá lítilþægir, því að nú mun vandfundið það atriði sem meiri einhúgur ríkir um með- al brezkra stjórnmálamanna úr öllum flokkum en það að heimsveldishlutverki Breta sé lokið. Það var einn af hægri- mönnum Verkamannafloksins, Ohristopher Maýhew, sem sagði af sér embætti flota- málaráð'herra fyrir tveim ár- um af því að þá var enn ætl- unin að halda í herstöðvarn- ar austan Suez. Og allt frá því Macmillan reyndi fyrst að komast í EBE, háfa leiðtogar Ihaldsflokksins verið helztu talsmenn þeirrar skoðunar að Bretar ættu að hasla sér völl í Evrópu, en láta heimsvettdið lönd og leið. Það ge+ur varla talizt þakkgrvert að Wilson hefur loks skilizt að nú er önnur öld en var ‘begar Kipl- ing orti um „byrði hvfta mannsins." — ás. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.