Þjóðviljinn - 18.01.1968, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.01.1968, Blaðsíða 7
 F3m!wbtK^a^^M• M. Janráar 1968 — WÖÐVIIjíIWNI — (J Vaxandi húsnæðisskortur í heiminum mikið vandamál □ Ástandið í húsnæöismálum í heiminum versnar stöðugt, enda þótt mörg lönd gefi þessu vandamáli æ meiri gaum og þrátt fyrir að aðstoð Sameinuðu þjóð- anna á þessu sviði fer vaxandi, sagði framkvæmdastjóri samtakanna í skýrslu sinni til húsnæðis-, bygginga- og áætlunamefndar Sameinuðu þjóðanna, en hún kom saman til fundar í Genf dagana 16.-27. október sl. í vanþróuðu löndunum er ástandið orðið ískyggilegt, og stórborgirnar hafa mjög brýna þörf fyrir hjálp. Nefndin fjallaði m.a. um um- fang vandamálsins, alþjóðlega hjálp til íbúðabygginga og börf- ina ,á meiri upplýsingum um húsnæðisekluna og um ]iær að- gerðir sem börf er á: □ Áður en bróunaráratugurinn (1960—70) hófst, höfðu Sam- einuðu bíóðirnar sett van- bróuðu löndunum bað mark að reisa 10 fbúðir á hverja 1000 ibúa. Síðustu rannsókn- ir sýna að framleiðslan hef- ur numið að jafnaði tveimur fbúðum á 1000 íbúa. í mörg- um borgum verða miiTi 25 og 50 prósent íbúanna að búa og láta böm sín alast upp i fátækrahverfum. ... Fréttir í stuttu máli frá SÞ Flestar íbúðir byggðar í Svíþjóð 1 Á árinu 1966 voru. að með- altáli byggðar 7,9 íbúðir á hverja búsund Xbúa, segir i nýútkomnu ársriti um bygg- í ingarskýrslur frá Efnaihags- | nefnd Sameinuðu bjóðanna ! fyrir Evrópu. Svíar byggja | flestar íbúöir í hlutfalli við | fbúafjöldann eða 12,4 á hverja i búsund íbúa, næst kemur V- ; Þýzkaland með 10,1, bar næst I Niðurlönd með 9,8 og bá Sov- ! étríkin með 9,7. Önnur Norð- | urlönd voru um eða yfir i meðallagið í Evrópu: Dan- ; mörk 8,3; Finnland 7,9; fs- j land 8,6; Noregur 7,7. Melri járnsteinn cn ■ talið var ■ I Um miðjan síðasta ' áratug ■ var bað mat hóps sérfræð- : inga a vegum Sameinuðu | þjóðanna, að samanlagðar ■ birgðir heimsins af járnsteini : næmu 85 miHjörðum tonna. Á | síðasta ári endurskoðaði annar : hópur sérfræðinga þe.ssa út- • reikninga og komst að þeirri ■ niðurstöðu, að birgðirnar i næmu a.m.k. 250 miljöröum : tonna eða væru með öðrum : orðum þrefalt meiri en gert ■ hafði verið ráð fyrir. Auk þess ; álítur hópurinn, sem saman- [ stendur af tólf jarðfræðingum I og verkfræðingm frá 9 lönd- : um, að enn geti fundizt álíka ; mikið magn, sem menn hafi [ ekki uppgötvað. Útrejkning- j arnir eru byggðir á sVæðis- > bundnum könnunum. [ Borgir með vaxtarverki ’l Búizt er við að íbúatalan í ■ horgum heimsins muni tvö- ; faldast á tímabilinu 1960- ; 1980, og að sjálfsögðu gerir | þetta geysilegar kröfur til í matvælaöflunar, íbúðabygg- ; inga, heilbrigðiseftirlits og • skólamála, segir í skýrsllu sem | mannfjölgunarnefnd SÞ hefur : nýlega fjallað um. Ibúar borgá • (með 20.000 fbúa og þar yfir) ; þrefölduðust á árunum 1920- ; 1960, úr 266 miljónum í 760 ; miljónir. Aukningin á nasstu | tveimur áratugum er talin ■ munu nema 600-750 miljönum ; Aukningin er sérstaklega ör : borgum með yfir hálfa miljón : íbúa. «■•■•••■■■■■■■■■••■■■■»■■■»■■■»■■■■■■■■■■’ □ Til að ráða bót á húsnæðis- eklunni, útrýma silæmu hús- næði og fullnægja þörfinni sem skapast. af fólksfjölgun þyrftu vanþróuðu löndin i Afriku, Asiu og Rómönsku Ameriku að fá 268.000.000 nýjar fbúðir á áratugnum 1965—1975. □ Á fyrra helmingi yfirstand- andi áratugs fimmfaldaðist hjálp Sameinuðu þjóðanna á vettvangi húsnæðismála í vanþróuðu löndunum. Lönd sem nutu hjálpar á árinu 1966 vora kringum 60 tals- ins. Hin' alþjóðiega hjálp er þó mjög litil í samjöfnuði ^ við bæði hina samanllögðu þörf og við mikilvægi í- búðabygginga í einstökum löndum. □ Meöal ráðstafana sem áæti- að er að gera til að efla stuðninginn við íbúðabygg- ingar er að gera árið 1970 að „aBþjóðlegu húnæðismála- éri“ og að efna til alþjóða- náðstefnu um húsnæðismál með þötttoku ríkisstjórna. Alvarlegt ástand 1 yfirlilinu yfir hið alþjóð- Qega ástand í húsnæöismálum, sem framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna hefur látið gera, segir að ástandið í flest- um iöndum Asíu sé mjög ai- variegt. 1 indversku borginui Kalkútta deila 30 prósent borg- arbúa einu herbergi með tveim- ur öðrum fjölskyldum og ’7 prósent þeirro eiga alls ekkert heimiii. 1 allri Afríku er húsnæði á þéttbýlum svæðum offyllt og þar skortir einföldustu þægindi. A mörgum stöðum eru ibúða- hverfi borganna þröng, hrörileg og gömul hús og skúrar úr blikki, tunnum og fjölum sem safnað hefur verið á leifahaug- um og uppskipunarstöðum. i Rómönsku Amerfku er fólksfjölgunin ákaflega ör og straumurinn til borganna strið- ur, sem m.a. kemur fnam í geysibáum byggingarkostnaöi og gífurlegum erfiðleikum í sambandi við heilbrigðisráðstaf- anir og annað þess háttar. Tai- ið er að 25 prósent af fbúum Argentínu búi við ófullnægj- andi húsnæði. f Bólivíu eru 60 prósent af húsnæðinu ófbúð- arhæft. i á síðustu 3—i árum, en er eftir sem áður mjög óveruleg í sam- anburði við þarfirnar. ’Á árinu 1966 lögðu Samein- uðu þjóðimar fram um 2,5 miljónir dollara af hjálpinni, en einungis 0,5 miljónir árið 1960. Verullegur hluti aukning- arinnar gengur til lángdrægra áætlana í stórum stfl. Hingað til hafa 11 slíkar áætlanir ver- ið sa.mþykktar og nemur kostn- aður við þær rúmlega 30 milj- ónum dollara’. Þessar ' áætlanir eru kostaðar í sameiningu af hiutaðeigandi löndum og þróun- aráætlun Sameinuðu þjóðanna (UN'DP), og nemur hllutur Sam- einuðu þjóðanna 11 miljónum dollara. Meiri upplýsingar í skýrslu framkvæmdastjór- ans segir, að mikilvæg skil- yrði fyrir verulegri þróun á þessu sviði séu almennari vitn- eskja um vandamálið og auk- inn stuðningur við viðleitnina. Framhald á 9.(síðu. Vantar byggingariftnað I Þróun innlendrar framlleiðslu á byggingarvörum hefur ekki haldið í við aukna eftirspurn, segir í annarri skýrsiu til bygg- ingárnefndarinnar. Svipaða sögu er að segja um menntun og þjálfun húsameistara, bygging- arverkfræðinga og faglærðra manna. Þó Afríka sé auðug af skógum eru t.d. aðeins í þrem- ur löndum álfunnar verksmiðj- ur sem framleiða krossvið, og þær hTTÖkkva ekki tfl, þar sem bæði verður afi flytja inn tré og krossvið. Alþjóftahjálp Samanlögð a-lþjóðah'iélpi við byggingaframkvaemdir í van- þróuðu Höndunum nemur senni- iega 300—400 miljónum dollara árlega, samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna, og eru pá meðtalin lán, gjafir, ’ fjárfesting- artryggingar og tæknfhjálp. Hjálpin hefur aukizt eitthvað 3 Þannig er umhorfs á götunum I fátækrahverfum margra stórborga. Eyjan Nárú er langminnsta sjálfstæða ríki í heiminum Á árunum 1920—30 fækkaði Nárú-búum ört vegna inílú- enzufaraldurs. Japanir fluttu þá burt þúsundum saman í seinni hcimsstyrjöld, en þeir sem lifftu hörmungamar af sneru heim aftur. Reynt hcfur verift aft fá l>á til aft sam- einast öðru ríki eða flytja til annarrar eyju, þar sem þeirra cigið eyland er sundurgrafið vcgna fosfatsvinnslu. En ekkert fær hnikaft Nárúbúum, sem eru 3000 talsinis og búa á kóral- eynni Nárú í KYrrahafi, en hún cr 21 ferkílómetri að stærð. Þeir halda hópinn og ætla aft vera um kyrrt þar sem for- feður þcirra hafa hafzt vift öld- um saman. Þann 31. janúar hlýtur Nárú sjálfstæði og verft- ur þá langminnsta ríki hcims, en samt meðal þeirra ríkustu. Nárú liggur fyrir vestan G:l- bert-eyjar rétt við miðbaug. Eyjan komst fyrst í samband við umheiminn árið 1798. Hundrað árum síðar varð hún þýzkt yfirráðasvæði. 1 fyrri heimsstyrjöld hernámu Ástrai- íumenn eyna og var hún þá fyrst gerð að umboðs*væði, en árið 1947 varð hún gæzluvernd- arsvæði Sameinuðu þjóðanna. Ástralía hefur haft á hendi stjórn eyjarinnar, einnig fyrir hönd Nýja-Sjálands og Bret- iands. Samkvæmt siðustu upp- lýsingum búa á Nárú samtals 6048 manns. Þar af er 2921 hreinræktaður Nárú-búi. 1532 íbúar annarra eyjá Kyrraihafs, 1167 Kínverjar og 428 Evrópu- menn. Nárú-búar hafa krafizt þess, að Qöndin sem annazt hafa gæzluverndina samþykktu að þeir hlytu sjálfstæði 31. janúar 1968, en það er afmælisnjggur heimkomu þeirra sem fluttir voru burt frá eynni í seinni heimsstyrjöld. Sameinuðu þjóðirnar hafa fellt úr gildi gæzluvemdina frá þeim degi að telja. Jafnframt hefur Allsherjarþingið hvatt öll aðildarríki sín til að virða sjálf- stæði Nárú. Engar varnir Fulltrúi Nárú-búa Hatnmer de Roburt* hershöfðingi, sem er forseti núvérandi rfkisráðs, 'ét þess getið hjá Sameinuðu þjóð- unum, að ekki væri ætlunin að leggja neina sérstaka á- herzlu á varnir. Vilji stórþjóð- irnar vinna Nárú tjón er haria fátt sem eyjaskeggjar geta gert til að koma í veg fyrir það. sagði hann. Nárú er meðal auðugustu rikja heims. Þjóðartekjur nema rúmum 1800 dollurum á hvert mannsbarn árlega. Þannig er ríkið áttunda auðugasta land veraldar, auðugra en löndin sem fóru þar með gæzluvemd og auðugra en Norðurlönd, að Svíþjóð frátalinni. Velmegun- inni er tilltölulega jafnt skipt meðal eyjarskeggja, og þar fyr- irfinnst ekki eymd. Skólaganga er lögboðin og ókeypis fyrir alla. Orsök velmeguninpar er fos- fat. Fundizt hefur mikið magn af efnismiklu fosfati á eýnni, en það er eftirsótt til áburðar. Vinnsluna annast fyrirtæki sem er í eigu þeirra þriggja landa sem höfðu á hendi gæzluvernd- ina og nefnist „British Phosp- hate Commission." Helzt I 25 ár Nú hafa verið gerðir samning- ar um að fosfat-fyrirtækið skuli verða eign Nárú-búa sjálfra. Reiknað er með að fosfat-lögin sem eftir eru endist í 25 ár með sama vinnslumagni og nú, 2 miljónum tonna árlega. Haldist hlutfaTlið milli verðlags á fos- fati og framleiðslukostnaðar ó- breytt og spari Nárú-búar fram- vegis jafnmikið af tekjunumog þeir gera nú, er gert ráð fyrir að spamaðurinn muni nema 400 Framhald á 8. síðu. YFIRL ÝSING UM AFNÁM SÉRMEÐFERÐAR Á K0NUM ÞJóftlegar jafnt og alþjóft- legar framfarir krefjast þess ekki síður en efling friðarins, aft á öllum sviðum mannlífs- ins láti sem flestir til sín taka, bæði karlar og konur, segir í Yfirlýsingu um afnám sérm^ðferðar á konum, scm nýlega var samþykkt af Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. í yfirlýsingunni er kveðið svo aft orði að sér- meðferft á konum sé fulikom- lega óréttlát og bein móðgun við manngildi þcirra. Er þess krafizt, að aðildarríkin felli úr gildi lagalcga, efnahags- lega, félagslega og mcnningar- Iega sérmeðferð kvenna. Yfirlýsingin var samin af nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um stöðu kvenna, að undirlagi Allsherjarþings- ins 1963. 1 uimræðunum létu margir fullltrúar í ljós þá skoðun, að Sámeihuðu þjóð- irnar ættu loka að standa að sáttmála um sama efni, sem aðildarríkin yrðu að staðfesta og væri bindandi fyrir þau. Um það kom þó ekki fram nein formleg tillaga. Hin nýja yfirlýsing er sem sé ekki bindandi, heldur er hún á sama hátt og Mann- réttindayfirlýsingin takmark eða mælikvarði. 1 yfiriýsing- unni era ríki, frjáls samtök og einstáklingar hvött til að stuðla að því, að grundvallar- atriði hennar nái fnam að ganga í dagHegu lífi. Laga- fyrirmæli, siðvenjur, úrskurð- ir og fraimkvæmdir, sem halla á rétt kvenna, verða að falla úr gildi, segir í yfirlýsing- unni, og í staðinn ber að vemda með lögum jafnræði og jafnrétti karla og kvenna. Hafa ber áhrif á almennings- álitið, og í þjóðfélaginu á al- merynt að leitast við að upp- ræta fordóma og afnema sið- venjur, sem byggjast á hug- myndinni um síðri hæfileika kvenna en karla. Vantar atkvæðisrétt. ian grein yfirlýsingarinnar fjalllar um rétt kvenna til að neyta atkvæðisréttar með sömu skilmálum og karlar, vera kjörgengar, gegna opin- berum störfum og æðstu emb- ættum. Greinin er í stórum dráttu.m samhijóða sáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 1952 um pólitísk réttindi kvenna. Þessi sáttmáli hefur nú verið staðfestur af 55 löndum, þeirra á meðal öllum Norðurlöndun- um. Síðasta skýrsla Samein- uðu þjóðanna sýnir, að á ár- inu 1966 höfðu konur 'jafnrétti við karia að því er snerti at- kvæðisrétt í 114 löndum, en i 8 löndum höfðu þær ekki at- kvæðisrétt. 1 yfirfýsingunni eru mörg ákvæði, sem eiga rætur að rekja til fyrri sáttmála. Þann- ig segir t.d„ afi konur eigi að hafa sama rétt og karlar til að hljóta, hreyta eða halda ríkisborgararétti. — Hjúskapur við útlendinga á ekki að hafa sjálfkrafa áhrif á borgara- réttindi konunnar, hvort sem um er áð ræða að hún verði ríkisfangslaus eða neyðist til að taka upp ríkisfang eigin- mannsins. ‘ Árið 1957 sam- þykktu Sameinuðu þjóðirnar sáttmála um ríkisfang giftra kvenna, sem nú hefur verið staðfestur af 36 löndum. Af Norðurlöndunum hafa Dan- mörk, Noregur og Sviþjóð staðfest hann. Einn kafli yfirlýsingarinn- ar f jallar um konur og einka- málarétt og segir bar m.a. að konur skulli hafa sama rétt og karlar til að eignast, stjórna, eiga, afhenda og erfa eignir, einnig eignir sem þeim áskotnast í hjónabandi. Hjóna- bönd bama og trúlofanir stúlkna áður en þær eru komnar á kynþroskaskeið á að banna og lögfesta lág- mafks giftingaraldur. Skrán- ing hjónabands á að vera lögskyld. Vændi og önnur verzlun með konur á að hverfa. (Frá SÞ) i *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.