Þjóðviljinn - 18.01.1968, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.01.1968, Blaðsíða 8
gy — ÞJJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 18. jandsr 1968 l 7/7 sölu eða leigu er húseignin Grettisgata 2, þar sem heildr verzlun Ásbjamar Ólafssonar er til húsa. Húsið er 3 hæðir og ris, ca. 210 ferm. hver hseð. Mjög hentugt fyrir hverskonar félagsstarf- semi eða atvinnurekstur. Hagkvæmt verð. — Lítil útborgun og góðir greiðsluskilmálar. Ef um leigu er að ræða getur það leigst allt eða hver hæð fyrir sig. Upplýsingar gefnar hjá Ásbjörn Ólafsson hf. Grettisgötu 2 — Sími 24440. Tilkynning um utsvör í Hafnarfirði j Útsvarsgjaldendum ber að greiða upp í útsvör 1968 fjárhæð jafn háa helmingi þess útsvars, sem þein^ bar að greiða árið 1967 með 5 jöfnum greiðslum, er falla í gjalddaga 1. febrúar, 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Er skorað á alla útsvarsgjaldendur að inna fyrir- framgreiðslur sínar af hendi á réttum gjalddögum samkvæmt framansögðu. Atvinnurekendum hvar sem er á landinu ber að senda bæjarskrifstofunni nöfn þerra útsvarsgjald- enda í Hafnarfirði, sem þeir hafa í þjónustu sinni að viðlagðri eigin ábyrgð á útsvarsgreiðslum. Hafnarfirði, 10. jan. 1968. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. ÚTBOÐ Tilboð óskast í gatnagerð og lagnir í Ártúnshöfða, iðnaðarhverfi, 2. hluta. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorrf gegn 3.000,00 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 6. febrúar n.k. kl. 11.00., INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR YONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 (gníineiiíal SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, gieð okkar íull- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó ög hálku. Nú er allra veðra von. — Bfðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTflL' hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á, GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. Fimmtudagur 18. janúar. 1300 Á frivaktinni. Eydís Eyþórsdóttir stjómar óskalagaþætti sjómanna. 14.40 Viö, sem heima sitjum. Svava Jakobsdóttir talar um daglegt líf hjá Aztekum. 15.00 Miðdegisútvarp. Philharmoníu Promenade hljómsveitin leikur valsa eft- ir Wþldteufel. Ian og Syl- via syngja og leika lög í þjóð- lagastíl. Peter Kreuder og fé- lagar hans leika syrpu af gömlum lögum. 16.00 Veðurfregnir. Síðdegis- tónleikar. Maria Markan syngur ,,Nótt“ eftir Áma Thorsteinson. Eileen Crox- ford og . David Parkhmise leika Sónötu í g-moll fyrir selló og píanó op. 19 eftir Rakhmaninoff. 16.40 Frámburðarkennsla í frönsku og spænsku. 17.00 Fréttir. Á hvítum reitum og svörf- um. Ingvar Ásmundsson flytor skákþátt. 17.40 Tónlistartími bamanna. F.gill Friðleifsson sér um tímann. 18.00 Tónleikar. 19.30 Endurtekið leikrit: „Konungscfnin“ eftir Henrik Ibsen, — fyrri hluti, áður flutf'Ur á annan dag jóla. Þýðandi: Þorsteinn Gíslason. Eeikstjóri: Gísli Halldórsson. Xjeikendur: Rúrik Haraldsson, Hildur Kalman, Róbert Arn- finnsson, Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir, Helga Bachmann, Guðrún Ásmúndsdóttir, Þor- steinn Ö- Stephensen, Guð- mundur Erlendsson, Pétur Einarsson, Klémenz Jónsson, Erlingur Svavarsson, Jón Hjartdhson, Baldvin Hall- dórsson, Jón Aðils, Sigurður Skúlason, Sigurður HalTmars- son, Jón Júlíussón t>g Helgi Skúlason. 21.30 Útvarpssagan: „Maður og kona‘‘ eftir Jón Thoroddsen. Brynjólfur Jóhannesson leik- ari les (13). 22.15 Minningabrot. Axel Thor.steinsson rithöfund- ur talar um Einar H. Kvaran og les úr ljóðum hans. 22.40 Frá samkeppni í fiðlu- leik haldinni í Varsjá á liðnu ári til minningar um pólska Ijpnskáldið Wieniawski. 23.25 Fréttir í stuttu máli. • Höfðingleg gjöf til Heimilissjóðs • Heimilissjóði taugaveiklaðra bama hefur borizt höfðingleg gjöf. 1 byrjun bessa árs af- henti frú Jóhanna Jóhannes- dóttir gjaldkera sjóðsins 15 þúsund krónur, en síðastliðið ár gaf hún sjóðnum einnig sömu upþhæð. Stjóm Heimilis- sjóðs þakkar þessar stórmann- legu gjafir. öllu fé sem Heimilissjóði berst verður varið til bygging- ar lækninga- og hjúkrunar- heimilis fyrir taugaveikluð böm, en framkvæmdir við bygginguna hefjast á þessu ári. Séra Ingólfur Ástmarsson biskupisritari er gjaldkeri Heimilissjóðs. • Landshapp- drætti ÍSÍ • Dregið hefur verið hjá Borg- arfógetanum i Reykjavík í Landshappdrætti 1. S. í. — Upp komu eftirfarandi núm- er: 1. Jeepster jeppi 46479 2. Johnson vélsleði 41533 3. Johnson vélsleði 19059 4- fciátur m/utanborðsvél 6314 5. Þvottavél Hoover 31127 6. Þvottavél Hoover7814 7. Þvottavél Hoover 13898 8. Kæliskápur 53725 9. Kæliskápur 8993 10. Saumavéí Husqvarna 4145 11. Saumavél Husqvama 27269 12. Saumavél Pfaff 28898 13. Saumavél Pfaff 20805 14. Saumavél Pfaff 30934 15. Saumavél Pfaff 10769 • Bréf frá Siglu- firði um presta- fréttir Moggans • Þj<)ðviljanum hefur borizt eftirfarandi bréf frá Siglufirði: — Siglufirði, 8- janúar 1968. Fyrir skemmstu birti Mbl. mjög villandi frétt frá frétta- ritara sínum á SigSufirði, Stein- grífni Kristinssyni, varðandi undrrskriftasöfnun til áskorun- ar á íslenzkan prest í Vestur- heimi um að sækja hér um prestsembætti. Var gefið í skyn að hér væri um mjög al- mennan áhuga og þátttöku að ræða og bersýnilega í beim tilgangi, að freista þe>ss að tryggja fyrirfram, að aðrir sæktu ekki um embættið, og taka þannig kosningáréttinn og valfrelsið af bæjarbúum sjálf- um. Undirskriftasöfnun þessi mæltist síður en svo vel fyrir, enda flestir þannig gerðir nð vilja vita úm hvað er að velja, áður en valið er, og aðeins lít- ill minnihluti kjósenda hér léði nafn sitt á áskopunarskjal- ið og að sögn ýmsir undir lög- aldri kjósenda. Það væri þvi iila farið, ef þessi furðulegi fréttaflutningur yrði til þess, að koma í veg fyrir umsóknir ungra og efnilegra presta, sem áhuga kunna að hafa á þessu á margan hátt eftirsóknarverða brauði. Þessar Hnur, sem ég vona að þér ljáið rúm nú þegar í blaði yðar, hafa þann tvíþætta til- gang, að mótmæla endurtekn- um „prestsfréttum" frá Siglu- firði í Morgunblaðinu, sem eru því vægast sagt. til lítils sóma, og hvetja unga presta t>g prestsefni, sem áhuga hafa á embæti þessu, að hika hvergi í umsóknúm. Siglfirðingar kunna því áreiðanlega betur að verja sínum atkvæðum sjálfir, að athuguðu máli, en láta lítinn hóip sjálfkjörinna manna ráðstafa sér eins og ómerking- um f þessu máli eða öðrum. Sififlfirðingur. • Árbók Félags áhugamanna um fiskrækt • Fyrir stuttu kom út fyrsta Árbók Félags áhugamanna um fiskrækt. I ritnefnd eru Gísli Indriðason, Jósef Reynis og Kolbeinn Grímsson. 1 • ávarpi Braga Eiríkssonar í hinu nýútkomna riti segir m.a.: ,,Rit það, sem hér hefur göngu sína, er hin fyrsta árbók, sem „Félag áhugamanna um fiskrækt“ gefur út, en félagið var stofnað hinn 6. júní 1966. 1 lögum félagsjns er meðal annars ákveðið „að gefa út ár- bók, þar sem safnað sé sam- an upplýsingum og fróðleik um nýjungar í fiskræktarmál- um og skýrt frá framkvæmd- um og fyrirætlunum á þessu sviði“. Árbókinni er einnig ætlað að verða sá vettvangur, þar sem félagsmenn geti rætt um fisk- rækt og fiskcldi og skyld mál. Þar er ætlunin að birta skýrsl- ur t>g frásagnir um eldisstöðv- ar, eftir_ þvi sem rúm leyfir, uppbyggingu þeirra og áran,gur af starfsemi, svo og framtíðar- horfur.“ I Árbók Félags áhugamanna um fiskrækt 1967 er m.a. þetta efrji: Grein um fiskrækt eftir Gísla Indriðason, grein umlax- veiðar og laxrækt á íslandi eftir Kristin Zimsen, dr. Björn Jóhannesson ritar um nokkra erfanlega eiginleiká ís- lenzka laxastofnsins og hag- nýtingu þeirra. • Hjónaband • Þann 30. desember voru gefin saman í hjónaband í Neskirkju af séra Frank M. Halldórssyni ungfrú Sigríður Garðarsdóttir og Kristinn Jons- son. Heimili þeirra er að Hrísa- teig 15. (Stúdíó Guðmundar, Garða- stræti 8, sími 20900). • Þann 6. janúar voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkj- unni af séra Jóni Auðuns ung- frú Klara Hilmarsdóttir og Þórður Kristjónsson. Heimili þeirra qr að Garðastræti 21. (Stúdíó Guðmundar, Garða- stræti 8, sími 20900). • Þann 16. des. voru gefin saman í hjónaband af séra Frank M. Halldórssyni ungfrú .Sigríður Guðrún Halldórsdóttir og Þorbjörn Gíslason- Heimili þeirra er að Sogavegi 129. (Stúdíó Guðmundar, Garða- stræti 8, sími 20900). Sameinuðu þjóðimar Framhald af 7. síðu. miljónum dollara daginn sem vinnslan hættir. Efnahagslega séð virðist fram- tíðin því ekki vera sérlega kvíðvænleg fyrir Nárú-búa. En vitanlega er verið að leita að nýjum tekjustofnum. Meðal annars hefur verið um það rætt að taka upp siglingar. Hins vegar hefur ekki enn ver- ið rætt um skilyrði tfl land- búnaðar á eynni. ViIJa fá jarðvegsmlssinn bættan Við fosfat-vinnsTuna hafa stór flæmi af yfirborði Nárú-eyjar verið grafin upp. Talað hefur verið um fjóra fimmtu.hluta af yfirborði eyjarinnar. Nárú-búar hafa krafizt þess að ÁstraTía, Nýja-Sjáland og Bretland kosti bætur á j arð vegstjórn' nu, en samkomulag hefur ékki ná'ðst um það. Nárú-búar hafa langa reynslu af Iheimastjóm og þróunin f dtt tffl fulls sjálfstæðis gengur eft- ir áætlun. I janúarbyrjun var haldin stjómarskrárráðstefna, seim samdi stjórnarskrána sena gilda skal eftir 31. iarrúar. Sækir ekki um upptöku í SÞ Sameirruðu þjóðímar hafa i tvo áratugi fylgzt með þróun Nárú í átt til sjálfstæðis. Samt mun hið nýja riki ekki sækja um upptöku í samtökin. Hamm- er de Roburt yfirhershöfðingi hefur iátið þess getið, að hið nýja ríki verði að teljast of Iít- ið til þess. Nárú tekur með öðrum orðum sömu stefnu og annað fyrrverandi gæzluvernd- arsvasði Sameinuðu þjóðanna, Vestur-Samóa, (131.000 íbúar, 2842 ferkflómetrar). Það rfki á samt aðild að sérstofnun Sam- einuðq þjóðanna, Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni, oghigg- ur eirmig hjálp úr Þróunarsjóði SÞ. I síðustn ársskýrsilu sinni fjallíiði Ú Þant framkvæmda- stióri Sa meinuðu þjöðanna um aðiTd dvergríkja að samtökun- »m og bent! þá m.a. á Nárú. Fíns og stendur eru Maldiveyj- ar (97.000 íbúar, 298 ferkftó- metrar) minnsta ríki Samein- uðu þjóðanna. — (Frá SÞ). . 7 ÓSKATÆKI Fjölskyldunnar Sambyggt útvarp-sjónvarp GRAND FESTIVAL 23” eða 25” KRISTALTÆR MYND OG HLJÓMUR • Með innbyggðri skúffu fyrir plötuspilara • Plötugeymsla • Ákaflega vandað verk, — byggt með langa notkun fyrir augum. • Stórt útvarpstæki með 5 bylgjum, þar á meðal FM og bátabylgju. • Allir stillár fyrir útvarp og sjónvarp f læstri veltihurð • ATHUGIÐ, með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann, iengri og betri ending. ÁRS ÁBYRGÐ Fást víða um land. AðalumboS: EINAR FARESTVEIT & CO Vesturgötu 2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.