Þjóðviljinn - 18.01.1968, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.01.1968, Blaðsíða 1
DMINN Fimmtudagur 18. janúar 1968 — 33. árgangur — 14. töluhlað í gœr hafði 221 verið skróður atvinnulaus í gær létu 4i karlmaður og 2 konur skrá sig at- vinnulaus hjá Ráðningár- stofu Reykjavíkurborgar í Hafnarbúðum. Er þá tala atvinnuleysingja skráðra hjá Ráðningarstofunni komin upp í 221 — 198 karlmenn og 23 konur. 32 verkamenn létu skrá sig atvinnulausa í gærdag hjá stofnuninni. Eru þá at- vinnulausir verkamenn orðnir 138. Ennfremur létu skrá sig í gær 1 sjómaður, 2 matreiðslumenn, 2 vél- stjórar, 1 múrari, 1 hús- gagnasmiður, 1 verzlunar- maður og 1 stýrimaður. En aðeins 2 verkakonur. Þá eru 16 sjómenn at- vinnulausir, 6 verzlunar- menn, 5 matreiðslumenn, 6 trésmiðir, 2 málarar, 9 múrarar, 1 prentari, 1 prentmyndasmiður, 3 vél- virkjar, 1 iðnverkamaður, 1 pípulagningamaður, 2 raf- virkjar, 2 fólksbílstjórar, 1 sjúkraþjálfari, 2 vélstjór- ar, 1 húsgagnasmiður, 1 stýrimaður. Þá hafa 18 verkakonur, 1 verzlunar- kona, 2 iðnverkakonur, 1 matreiðslukona og 1 ráðs- kona látið skrá sig. Ekki er haegt að vinna bug á atvinnuleysi öðru vísi en draga það fram sem staðreynd og ætti fólk að hafa það ríkt í huga. Atvinnuleysi er nlí hjá allstórum hóp af iðnverkakonum — segir Ingimundur Erlendsson, varaform. Iðju □ Fólk sem hefur unnið í verksmiðjuiðnaðin- um hér í Reykjavík býr núna við atvinnuleysi, sagði Ingimundur Erlendsson, varaformaður Iðju, félags verksmiðjufólks, í viðtali við Þjóðviljann í gærdag. Utvarpsþáttur felldur niður vegna umræðu um málaferli bæði fyrir vestan og austan? Hér er um allstóran hóp að ræða. Eru það einkum iðn- verkakonur, en félagsmeðlimir í Iðju eru um 70% konur. Margar af þessum konum eru giftar og hafa þessvegna kynokað sér við að láta skrá sig atvinnulausar, sagði Ingimundur. Þetta er mikill misskilningur hjá þessum konum og er engin ástæða til þess fyrir iðnverka- konur, sem eru fullgildir félags- meðlimir í Iðju að nýta ekki þessar bætur úr atvinnuleysis- tryggingunum eins og þrengt hefur nú að efnahag reykvískra alþýðuheimila, þar sem f-yrir- vinnan er oft aðeins á dagvinnu- tekjum einum og búast má við hækkandi verðlagi ennþá á brýnustu nauðsynjum almenn- ings. Nú um alllangt skeið hafa og verið skýr samdráttareinkenni hjá öðrum iðnfyrirtækjum í borginni. Þar hefur ekkj verið um svo mikla aukningu atvinnu- leysis að ræða. Farið hefur ver- ið út á þá braut að stytta vinnu- tímann hjá hverjum einstökum og er það misjafnt eftir fyrir- tækjum. Við rekum okkur oft á þekk- ingarskort hjá einstökum félags- meðlimum um réttindi þeirra og bætur úr allskonar sjóðum, sagði Ingimundur, — ætti iðn- verkafólk að huga betur að bót- um úr tryggingarkerfinu á tím- um versnandi efnahagsástands hjá fólki. Nú eru aðeins tvær iðnverba- konur skráðar atvinnulausar hjá Ráðningarstofu Reykjavíkur- borgar, þó að vitað sé um all- stóran hóp af atvinnulausum iðnverkakonum, sagðj Ingimund- ur að lokum. Magnús Torfi Ólafsson hefur í vetur annazt hálfsmánaðar- lega þætti í útvarpinu sem nefndir voru Fljótt á litið. Þar var rætt um ýmisleg málefni sem ofarlega voru á baugi með tónlistarívafi. iNú hefur útvarpsráð tekið þá ákvörðun að fella niður þessa vinsælu þætti — meS því að flytja þætti Áma Gunnarssonar, Daglegt lif, fram á þann tíma sem Magnús hafði áður. Emgin skýring hefur verið gefin á þessari ráðstöfun. En beinast liggur við að leita hennar í síðasta þætti Magn- úsar á laugardaginn var. Þar fjallaði Magnús um málaferli í tveim helztu stórveldum heims, Bandaríkjunum og Sov- étrfkjunum, gegn þeim sem hafa virka andstöðu gegn stefnu stjórnarvalda í við- kvæmustu málum í hvoru landi fyrir sig; stefhu sovézkra vald’hafa gagnvart ritfrelsi og bandarískra í Vietnam og kyn- þátcamálum. » Magnús ræddi um málaferli og harða dóma yfir Ginsiburg og félögum hans í Moskvu, sem hafa verið fordæmd af mörgum ágætum mönnum, ekki sizt rithöfundum, hér á landi, svo og af öllum ísllenzk- um dagblöðum. Hann minntist og í því sambandi á merka Magnús Torfi Ólafsson bók eftir konu sem lengi sat í fangabúðum Stalíns, Evgeníu Ginsburg. En Magnús gat einnig um dóma og réttarhöld, sem ekki hefur verið gefinn jafnmikill gaumur í blöðum, a.m.k. ekki hérlendis. Um dóma yfir hinni þekktu þjóð- lagasöngkonu Joan Baez fyrir þáttöku hennar í mótmælaað- gerðum gegn Vietnamstríðinu og yfir blökkumannaskáldinu LeRoi Jones fyrir ólöglegan vopnaburð og þó ekki sizt fyr- ir kvæði sem voru talin hvetja til kynþáttaóeirða. Ennfremur gat Magnús um málaferli sem standa fyrir dyrum yfir hfeims- frægum uppeldisfræðingi, dr. Benjamin Spock, og félögum hans, sem eru ákærðir fyrir að hvetja ungmenni til að neita að berjast í Vietnam; vofir yfir þeim allt að fimm ára fangelsi. 1 þessu sambandi fórust Magnúsi Torfa Ólafssyni orð á þá leið, að mlklar vonir væru við það bundnar, að nógu margir menn í risastór- veldunum tveim hefðu hug- rekki til að mótmæla gerræði valdamanna í þýðingarmiklum málum. Rás viðburða leiðir síðan tiil þeirrar spumingar hvort heiðruðu útvarpsráði finnist þetta óleyfileg kenn- ing? Eða hvort ef til vill megi aðeins tala um málaferli í Sovétríkjunum en ekki í Bandaríkjunum? Þessi spuming er og nær- tæk vegna þess hve mjög hef- ur að undanfömu hallað á ó- gæfuhlið í fréttaflutningi og fréttaskýringum ríkisútvarps- ins. Helzt dæma er fréttaflutn- ingur sjónvarps frá Vietnam, sem tekur eirahliða mið af bandarískum sjónarmiðum — svo ekki sé minnzt á ham- farir aðstandenda þáttarins Efst á baugi á því merkilega sviði sem nefnist hlutleysi út- varpsins. Borgarstjórnarfundur í dag kl. 5 sd.: Rafmagnshækkanirnar til afgreiðslu í borgarstjórn □ Á fundi borgarstjómar Reykjavíkur í dag kl. 5 síð- degis kemur m.a. til annarrar umræðu og afgreiðslu til- laga meirihluta borgarráðs um hækkun á gjaldskrá Raf- magnsveitu Reykjavíkur svo og tillaga Guðmundar Vig- fússonar og Kristjáns Benediktssonar um frestun á hækk- un rafmagnsverðs og varatillaga þeirra um að rafmagn til heimilisnota skuli ekki 'hækka. Me^al mála sem liggja fyrir fundinum er eftirfarandi fyrir- spurn frá borgarfulltrúum Al- þýðubandalagsins: „Hvað miðar störfum nefnd- ar þeirrar, er borgarráð kaus 23. maí 1967 „til að kanna af- komu og rekstur Bæjarút- gerðar Reykjavíkur í samráði við útgerðarráð og forstjóra BÚR og gera tillögur til borgarráðs og borgarstjómar um rekstur útgerðarinnar" — og hvenær má vænta tillagna hennar?“ Þá kemur til umræðu á fund- inum eftirfarandi tillaga frá Sigurjóni Björnssyni borgarfull- trúa Alþýðubandalagsins: „Borgarstjórn Reykjavíkur telur nauðsynlegt að vinna að því, að þegar á næsta sumri verði skipulögð sumarstarf- semi fyrir böm á aldrinum 8- 12 ára, sem dveljast í borg- inni yfir * sumarið, borgar- stjórnin kýs 3ja manna nefnd, er undirbúi málið og leggi fram tillögur eigi síðar en 1. marz n.k.“ Þá liggur og fyrir fundinum tillaga frá Úlfari Þórðarsyni um það að borgarstjórn feli borgar- ráði að athuga hvort borgarsjóð- ur eigi að kaupa sérstaka trygg- in,gu fyrir nemendur á skyldu- námsstiginu vegna slysa, sem þeir kunni að verða _ fyrir í skólatímum og leiði til varan- legrar örorku. Per Olof Sundmun hlaut bók- menntaverðl. Norðurlandaráðs Finninn Kokkonen hlaut tóilskáldaverðlaunin KAUPMANNAHÖFN 17/1 — Sænski rithöfundurinn Per Olof Sundman hlaut bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir skáldsögu sína „Loft- siglingar Andrésar verkfræðings“ sem að mati dómnefndar „sameinar innri og ytri spennu og sérkennilega skáld- lega meðferð staðreynda". Finninn Joonas Kokkonen hlaut tónlistarverð- laun ráðsins fyrir þriðju sinfóníu sína. Per Olof Sundman Ákvörðuirin var tekin á fundi verðlaunanefnda í Kaupmanna- höfn í dag og verða þau aflhent við hátíðlega athöfn í Osló 17. febrúar í sambandi við fund Norðurlandaráðs. Skáldsaga Sundmans byggir á sögulegum viðburðum: tilraun Svíans Andrées og tveggja rnanna annarra tffl að fljúga í loftbelg yfir Norðurpólinn. Tilraunin mjstókst og spurðist ekki til mannanna fyrr en'árið 1930, 33 ■iöíiá-iM áhim eftir að þeir hurfu — fund- ust þá lík þeirra og dagbókar- slitnur sem segir frá helgöngu þeirra félaga á norðurhjarni. Af þessum efnivið er Sund- man sagður hafa gert mjög sterka bók. Hann sýni þekktum staðreyndum mikla trúmennsku, haldi sjálfum sér í skefjum, freistist ekki til ytri hetjuljóma, tilfinningaskrúðs eða táknbygg- ingar, láti rás viðburða, ná- kvæma veruleikatúlkun um að i I ! Verður hætt við toHalækkanirnar? Fjármálaráðherra ætlar að athuga hve mikið fari í styrki og uppbætur □ Við umræður um nýtt stjórnarfrumvarp um toH- heimtu og tolleftirlit spurði Þórarinn Þórarinsson fjár- málaráðherra hvort ekki væri brátt væntanlegt stjórn- arfrumvarp um lækkun tolla sem boðað var sem afleið- ing gengisfellingarinnar. □ Fjármálaráðherra Magnús Jónsson svaraði því til að dregizt hefði að leggja slíkt stjórnarfrumvarp fram vegna þess að vitað væri um stórfelld útgjöld úr rík- issjóði í sambandii við greiðslur til bátaútvegsins og hrað- frystihúsanna. Teldi ríkisstjórnin óvarlegt að afsala miklum tekjum meðan ekki væri séð hve miklu þessi aðstoð við sjávarútveginn og hraðfrystihúsin næmi. □ Frumvarpið sem fjármálaráðherra var að mæla fyrir er mikill lagiabálkur í 80 lagagreinum um toll- heimtu og tolleftirlit, og er byggt á frumvarpi nefndar sem skipuð var 1962 og endurskoðun þess á sl. ári. r 4 \ l segja harmsögu heimskautafar- anna þriggja. Bókin hefur hlotið mjög góða dóma í heimalandi höfundar. Ritdómari Svenska Dagblládet kallar bókina mikið skáldverk og mannlegt afrek, maður sé dapur yfir því að henni sé lok- ið og spyr hvort bók verði bet- ur hrósað. Stig Ahlgren segir m. a.: Töfrandi skáldsaga. Skjalfest Jules-Veme-ævintýri sem lýsir ágætlega tíðarandanum. Sund- man lætur heillast af hinu leynd- ardómsfullla, hörmulegum örlög- um, ævintýrinu sem mótmælum og gátu“. Per Olof Sundman hlaut í dag Framhald á 9. síðu. Enn leitað Enn er leitað • mannanna þriggja, Guðmundar Óskars Fri- mannssonar, Kristjáns Bemódus- sonar og Bjama Kristinssonar. Fyrirhugað var að leita í gær- kvöld í sumarbústöðum fyrir innan Reykjavík. Er það gert vegna þess að á föstudag sást til ferða Bjama. Fór hann með strætisvagni kl. 11.50 a.m.k. upp að Rofabee, en endastöð vagnsins var Geitháls.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.