Þjóðviljinn - 18.01.1968, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.01.1968, Blaðsíða 10
J 0) —ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 1S. janúar 1968 cea sýningu Sheilu Grey, þegar MoKell feðgamir komu í óvænta heimsókn. Hann sebtist upp £ skyndi og hagræddi fótunum. — Eitthvað á seyði? — I vikunni sem leið þegar þér voruð að spyrja konuna mina, sagði Ashton McKell og augu hans glóðu, — þá tókuð þér þannig til orða að sjón- varpstækið hefði verið eini tengi- liður hennar við umheiminn. — Já? — Lítið á þetta? — Það kom með póstinum í morgun; sagði Dane. Það var umslag sem á var skrifað „Frú Ashton McKell", og heimilisfaiigið í Park Avenue. Bréfið, sem var frá Princessu sápufélaginu, var undirritað af Justin nokkrum Lattimoore, fjórða varaforseta. Ellery brosti þegar hann las bréfið: Kæra frú McKell: Bókhaldsdeild okkar hefur tilkynnt mér að ávísun okkar upp á fimm hundruð doll- ara ($ 500), sem var send yður í pósti fyrir meira en þrem mánuðum sem verðlaun yðar fyrir Happanúmerið í Prinsessu sjónvarpsþætti okk- ar að kvöldi hins 14. sept. síðast liðinn, hafi ekki verið innleyst. Ég leyfi mér að spyrjast fyrir um,- hvort þér hafið móttekið nefnda ávísun. Ef svo er ekki eða ef þér hafið ekki í hyggju að innleysa HAHMÐAR OTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Hárgreiðslan Hárgreiðsiu. og snyrtistoía Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SIMI 33-968 ELLERY QUEEN: fjórða hliðin á hana af einhverjum ástæðum, eruð þér vinsamlega beðnar að hafa samband við Okkur hér í stofuninni. Yðar einlægur o.s.frv. — Jæja, sagði Ellery- — Þetta gæti verið hálmstráið sem sp’undrar öllu fyrrr safcsóknaran- um. — Það er það, sagði Dane. — Það verður að vera. — Við skulum ekki gera okk- ur neinar gyllivonir, sagði fað- ir hans varfæmislega en þó spenntur. — En ég skil ekki hvers vegna Lutetia sagði okk- ur ekki frá þessu. , — Þú ættir nú að þekkja mömmu, pabbi. Hún hefur ein- faldlega steingleymt því. — En verðlaun? tautaði Ell- ery. — Ávísun? — Hvað varðar hana um pen- inga eða peningum um hana? sagði Dane. — Og verðláun tákna oft blaðaumtal. Hún hefur ofnæmi fyrir slíku. Þetta gæti verið lausnin herra Queen. Það er alls ekki óhugsandi. — Við skulum nú sjá til. Náið sambandi við þennan Latti- moore náunga og athugið hvort ekki er hægt að fá hann til að koma hingað. Við verðum að komast til botns í þessu og það sem fyrst. Eitt símtal frá hinum mikla Ashton McKell tryggði návist fjórða varaforseta, Justins A. Lattimoore í sjúkrastofu Queens þennan sama dag. Lattimoore reyndist vera sundurgerðarlegur í klæðaburði og litarháttur hans var nákvæmlega eins og holds- litur leikfarði, og hann var með hárkollu (það var Ellery sann- færður um). Hann virtist ekki geta gert upp við sig hvort hann ætti að vera upp með sér af því að stóriðjuhöldur boðaði hann á sinn fund, eða yfirlætis- legur við rithöfund með fætuma í gipsi, en honum tókst þó að koma þannlg fram að það var eins og hann væri í návist að minnstá kosti eins aðalsmanns. — .... stundarf jórðungur á morgnana fyrir Chippos sápu- spæni, var herra Lattimoore að segja og notaði tækifasrið til að gefa skýrslu um starfsemi út- varps- og sjónvarpsherferðar Prinsessu sápufélagsins, — Oig annar stundarfjórðungur síðdegis fyrir Belindu prinsessu og An- itu prinsessu sem eru snyrtivör- ur. Með ððrum orðum þá sýn- um við Doktor Dolly og fjöl- skyldu hans á morgnana og síðdegis sýnum við Laurie Lew- is og lífið. — Að undanförnu höfum við svó haft Prinsessuskemmtiþátt á kvöldin, sem Bo Bunson, gaman- leikarinn, hefur stjómað. Ég skal vera hreinskilinn, herrar mínir, sagði Lattimoore varafor- seti umburðarlyndur á svip. — Skemmtiþátturirm var hálfgert bla-bla. Og hann var ekki einn sinni vinsælL — En einn af starfsmönnum okkar fékk ágæta hugmynd. Við gátum ekki sleppt skemmtiþætt- inum — Lattimoore ræskti sig — þvi að stjómarformaðurinn okkar hefur tröllatrú á honum og virðist álíta að Bunson sé fyndnasti maður í heimi — en við gátum lappað dálítið upp á hann. Meðan á þættinum stóð voru starfsmenn okkar látnir hringja í alls konar fólk úr símaskránum um allt land, til að spyrja hvort það væri að horfa á Prinsessuskemmtiþátt- inn. — Auðvitað sögðu flestir já, og skrúfuðu strax á rásina okk- ar, ef þeir voru ekki þegar að horfa- Þeir sem svöruðu játandi voru látnir koma inn í dag- skrána 'milli atriða og BoBunson talaði sjálfur við þá í símann — og hver þeirra fékk tækifæri til að gizka á happatölu kvölds- ins. Happatalan, sem gat verið hvaða tala sem var frá einum og upp í 10.000, var í innsigluðu umslagi, sem sýnt var öðru hverju og sagðir um það brand- arar — það átti að auka spenn- una, skiljið þið. 30 Ellery tautaði eitthvað um að hann skildi það, en raddhreim- ur hans gaf til kynna að hann vildi jafnvel heldur að hann væri skilningslaus. Sem snögg- vast varð herra Lattimoore vandrasðalegur á svipinn, en svo færðistl' brosið aftur yfir sápuþvegið andlit hans. — Aðalatriðið var að allir unnu. Fyrstu verðlaunin voru 10.000 dollarar — handa þeim sem ekki skakkaði meiru hjá en 25. Segjum til að mynda að happatalan væri 8.951. Hvaða tala sem nefnd væri milli 8926 og 8976 væri álitin í marki; ef fleiri en einn hittu í það mark, þá fékk sá fyrstu verðlaun sem var næstur tölunni, sá næsti fékk önnur verðlaun sem var 2000 dollarar. Hinn þriðji fékk 1000 dbllara og sá fjórði 500 dollara* Allir hinir fengu 100 dala huggunarverðlaun. — Snjöll hugmynd, ha? sagði Latimoore Ijómandi í framan; en svo dró úr Ijómanum. — Gall- inn var sá, að þetta stóð ekki nema fjórar vikur- B.T. áleit þetta ómerkilegt og fyrir neðan virðingu Sápufélagsins — það er B.T. Worliss, stjómarformað- urinn — en svo voru líka laga- leg vandamál, mjög alvarleg. Stóðu í samtoandi við happdrætt- islögin.... Herra Lattimoore þagnaði og það var eins og allt þetta stæði fast í hálsinum á honum. Hann ræskti sig. — Jæja, þetta er nú saga happa- tölunnar, sagði hann og reyndi að sýna gamansemi. — Get ég upplýst ykkur um nokkuð fleira, herrar mínir? —' Og í þættinum hinn 14. september, tautaði Ellery og skyggði fyrir augun, — var frú McKell ein hinria heppnu sem hringt var í? — Rétt er það. Hún varð sú fjórða í happatölugetrauninni. Fékk 500 dollara. — Og ávísunin var aldrei inn- leyst. Ajshton McKelI rétti frarn bleika ávísun. — Og hér kemur hún, herra Queen.. Lutetia er óvön því að meðþöndla peninga. Hún ætlaði að serida þá í kirkju- sjóðinn, sem hún styrkir með handavinnu sinni, en hún stein- gleymdi þvi. Þegar Henry Galder Barbon reis á fætur til að hefja mál sitt sem verjandi, var svipur hans ekki lengur markaður uppgerðar yfirlæti. Leikarinft var kominn í lcyfi. Henry Barton stóð allt í einu með pálmann í höndunum og hann gat sleppt allri sálfræði- Hann hófst handa með rösk- leika. i — Herra Graves, þér eruð að- stoðar bókari hjá Newhy, Fellis, Merkimer, Hinsdale og Levy, auglýsingafyrirtæki á Madison Avenue? Fvrirtæki yðar annast reiknínga Prinsessusápufélagsins í sambandi við sjónvarp og út- varp? — Já. 'fearton fékk hann til að lýsa talnagetrauninni sem fram hafði farið um skeið í kvölddagskrá Prinsessuisápufélagsins í sjón- varpinu. — ’ Þökk fyrir, herra Graves. De Angelus endurspurði ekki; hann mótmælti. Dómárinn tók mótmælin ekki til greina og saksóknarinn settist • niður og fór að misbyrma einni nögl- inni sinni. Nýi svipurinn á 'Bar- ton hafð' farið framhjá honum. — Kallið á ungfrú Hattie John- sOn. — Ungfrú Johnson, hvert er starf yðar? — Ég vinn við símaþjónustu. — Þér vinnið ekki hjá opin- bera símaféláginu sjálfu? — Nei, herra minn, hjá Síma- þjónustu h.f. Símaþjónustan h.f. reyndist vera fyrirtæki sem annaðist útbúnað símvara af ýmsu tagi, sem heyrðu ekki und- ir almenna þjonustu. Vitnið skýrði frá því, að þetta væri einkum til skamms tíma, til dæmis í sambandi við útsölur hjá stórfyrirtækjum og þar fram eftir götunum- — Við verðum að vera snögg og ná'kvæm, sagði ungfrú Johnson. — Og þér unnuð fyrir Prins- essusápufélagið í sambandi við happatöluna í sjónvarpsþætti þeirra? Frá Raznoexport, U.S.S.R. fiOLDILOCKS pan-eleaner poétasvampur sem getur ekki ryðgað SKOTTA — Mikið finnst mér þú hafa innréttað smekklega herbergið þitt, Súsí, þetta er svo frjálslegt! Hafnarfjörður Þjóðviljann vantar umboðsmann í Hafn- árfirði nú þegar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjórinn í síma 17500. ÞJÓÐVILJINN BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköþum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÓNUSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi. — Sími 40145. Lótið stilla bílinn Önnumst hjóla-, ijósa- og mótorstillíngu Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur. — Örugg þjónusta. BlLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100. Hemlaviðgerðir • Rennun: breimsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 - Sími 30135. BifreiBaeigendur Þvoið, bónið og sprautið bílana ykkar sjálfir. Við sköpum aðstöðuna. Þvoum og bónum ef óskað er Meðalbraut 18, Kópavogi. Sími 4-19-24.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.