Þjóðviljinn - 18.01.1968, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.01.1968, Blaðsíða 4
—ÞJTÖÐVHJINTí — Fímtntudagur 18. jan&ar 1968 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: ívar H. Jónsson. (áb.), Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj,: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7,00. Afíeiðing af stefnu JJvemig stendur á því að atvinnuleysi er nú orðið hlutskipti hundraða manna í Reykjavík og víða um land? Stjómarvöldin nefna erfiðleika í sjávar- útvegi og rysjótt. tíðarfar, en þær skýringar hrökkva því miður skammt; atvinnuskorturinn nær til fjölmargr^ verkefna sem eru á engan hátt háð sjávarafla og tíðarfari. Meginástæðan fyrir at- vinnuleysinu er stefna ríkisstj órna^rinnar á undan- fömum árum. gtaðreyndirnar blasa hvarvetna við. Eftir mes'ta góðæri í sögu þjóðarinnar hefur togurum lands- manna fækkað um tvo þriðju. Stórfelldur sam- dráttur hefur orðið á þeim hluta bátaflotans sem aflað hefur hráefnis handa fiskvinnslustöðvunum. Af þessum ástæðum hefur hráefnisskortur orðið sívaxandi vandamál og valdið í sénn minnkandi atvinnu og afleitri afkomu hjá fiskvinnslustöðv- unum. Innlendur neyzluvöruiðnaður, sejn tryggt hefur flestum landsmönnum atvinnu, hefur dreg- izt stórlega saman á undanförnunn árum, annars vegar vegna innlendrar óðaverðbólgu og hins veg- ar sökum skefjalauss innflutnings á erlendum iðn- aðarvarningi. Farskipafloti landsmanna hefur minnkað til muna. Fyrirtæki í málmiðnaði og aðr- ir innlendir verktakar hafa í sívaxandi mæli átt í vök að verjast fyrir ágengni erlendra aðila sem hafa fengið að sölsa undir sig verkefni sem.áður voru unnin af íslendingum. Hætta er á mjög veru- legum samdrætti á íbúðarhúsabyggingum á næst- unni. Einu gildir hvar borið er niður, víðast hvar er um að ræða samdrátt í íslenzku atvinnulífi og ein meginástæðan er sú stefna ríkisstjórnarinnar að gefa erlénduim fyrirtækjum frelsi til þess að hrifsa til sín verkefni sem áður voru unnin af ís- lenzkum höndum. gtjórnarherrarnir segja að þeir vilji umfram allt forðast atvinnuleysi og skal sízt dregið í efa að þau ummæli geti stuðzt við sannar tilfinningar. En góð meining enga gjörir stoð á því sviði frek- ar en öðrum. Menn verða að gera sér grein fyrir því af hverju atvinnuleysið stafar og snúa sér að hinum raunv^rulegu ástæðum. Forsenda fyrir fullri atvinnu á íslandi er að hér séu starfíæktir öflugir og margbreytilegir þjóðlegir atvinnuvegir og að stjórnarvöldin veiti atvinnuvegunum þann stuðning sem þeir þurfa á að halda til að tryggja landsmönnum næg verkefni. í stað skammsýnna gróðasjónarmiða og úreltra hagfræðikenninga þarf að koma markviss stuðningur við íslenzka atvinnu- vegi samkvæmt nútímahugmyndum um áætlunar- búskap. Hér er semsé um að ræða undirstöðuatriði í íslenzkum stjórnmálum, sjálfan grundvöll stjórn- arstefnunriar. Haldi núverandi ríkisstjórn áfram óbreyttri stefnu mun henni ekki takast að vinna bug á atvimmleysinu. — m Viðtal við brezka sagn- fræðinginn Toynbee Fjórði hluti Eruð þér hræddir um að á- lagið sem stríðið er á Banda- ríkjamenn geti valdið öðru McCarthy-tímabili? Ég held ekki að neitt Mc- Oarthy-tímabil sé hafið. Banda- ríkjamenn virðast vera frjálsir að því að láta í ljós skoðanir sínar. En ég held að stríðið sé að komast á það stig að annað hvort verði að herða það og taka upp einræðislíkari stjórn- arhætti heima sem afleiðingu, eða snúa verður við blaðinu, eins og de Gaulle gerði í Alsír, viðurkenna mistökin og hsetta að berjast. Ef Bandaríkin taka fyrri kostinn og herða stríðið, þá er að sjálfsögðu raunveruleg hætta á því, að aftur komi upp eitthvað í ætt við McCarthy- tímabilið. Jafnvel á venjuleg- um tíma þurfa menn að vera hugrakkari í Bandaríkjunum til að láta í ljós óvinsæla, minni- hlutaskoðun, en í Vestur-Ev- rópuríkjum. Frá upphafi voru Pílagríma- feðurnir mjög ofstækisfullir. Ég segi stundum að Bretar hafi verið nokkuð slungnir. Ofstæk- isfólk var allt flutt til banda- rísku nýlendnanna á 17. öld eins og glæpamenn voru fluttir út. Púritanarnir héldu yfir At- lanzhaf til að geta haft sína trú í friði og hagað málum eftir sínu höfði, en þegar Kvekararn- ir birtust ofsóttu þeir þá jafn gegndarlaust og þeir höfðu .sjálfir verið ofsóttir af biskupa- kirkjunni. Þessi þáttur er sterk- ur í sögu Bandaríkjanna. ^leira að segja á Viktoríutímabilinu voru Bandarikjamenn ofstækis- fyllri en Englendingar. Skoðan- ir fjöldans krepptu miklu meira að einstaklingum í Bandaríkj- unum en hér á Englandi. . Þetta orð „óamerískur" — rannsóknarnefnd á óamerísku athæfi. „Rannsóknarnefnd á ó- brezku athæfi“ í brezka þinginu væri svo hlægileg að það væri ekki hægt að setja hana á lagg- irnar. Eða getið þér gert yður í hugarlund „Rannsóknarnefnd á ófrönsku athæfi?" Þetta hefur versnað með tímanum. Þegar ég kynntist Bandáríkjunum fyrst voru þau miklu öruggari. Nú finnst Bandaríkjamönnum, þeir vera mjög óöruggir í utanrík- ismálum, og þetta gæti þýtt minna umburðarlyndi gagnvart andstæðum skoðunum heima, ef stríðið harðnar. Þér vlrftizt hafa fengið mik- ínn áhuga á hippíunum, sem þér uppgötvuðuð í Bandaríkj- unum. Éjg þekki þá raunverulega að- eins á yfirborðinu, en það var tvennt sem mér fannst sláandi. Þeir eru börn hinna velstæðu en ekki hinna fátæku. Þeir eru fólk, sem hefur fengið svo mik- ið af köku að það er orðið dauð- leitt á henni, en ekki fólk, sem fær köku í fyrsta sínn og er æst í meira. Að þessu leyti eru þeir mjög frábrugðnir unga fólkinu, sem kallað er Mods og Rackers í Bretlandi, sem eru aðallega börn verkamanna, og hafa fé handa milli i fyrsta skipti á ævinni. Mods og Rackers vilja vinna sér fyrir peninguip til að eyða þeim í hluti sem þá langar í — föt og bifhjól. En hippíamir eru á síðara stigi. Þeir hafa brugðizt á mjög nei- kvæðan hátt við bandarískum lífsháttum. Þeir vilja ekki vinna. Þeir hætta í skólum og háskólum. Þeir segja: „Við skul- um taka eiturlyf. Við skulum lifa á góðgerðarstarfsemi. Við Toynbee ásamt konu sinni. skulum betla.“ Á vissan hátt er þetta Mao-kenning. Mao-kenning? ' Andstæðingar Maos eru tæknikratar. Þeir vilja færa Kína til nútímahorfs, reisa þar nútíma þjóðfélag. Mao setur byltingu byltingarinnar vegna hærra. Hann örvar unga fólkið til að hætta að vinna og hætta að taka kennslu en fara íkröfu- göngur í staðinn. Mismunurinn er að sjálfsögðu sá, að Mao trú- ir á ofbeldi en hippíarnir trúa ekki á ofbeldi, en ást. Þeir sýna andúð sína á ofbefldi í verki. Hippíarnir halda því fram að þeir séu ekki efnishyggjumenn. En er það ekki á vissan hátt efnishyggja að taka eiturlyf? Jú, og ég fordæmi það gjör- samlega að sjálfsögðu. Þetta er að verða vandamál í Bandaríkj- unum og hvarvetna annars staðar, held ég. Þetta er einn af hinum óheppilegu fylgifiskum vísinda og tækni. Vísindum er hægt að beita til mjög svo góðs og ills. Kjarnorkan t.d. Vísind- in hafa fært okkur þetta nýja gríðarafl og við getum notað það til ills. Eiturlyfin geta haft dásamlegt gildi í lækningum.*. En hippíarnir nota þau á and- styggilegan hátt. Hafa hippíamir í raun og voru nokkuð sem máli skiptir að segja eða bjóða Bandaríkj- unum? Ég held að svo sé. Að sjálf- sögðu hafa hinir starfsömu millistéttar-foreldrar þeirra rétt til að segja: „Okkar lífshættir og hugsjónir eru kannski rang- ar, en hvað eru þið að gera úr ykkar lífi? Þið hafið kannski rétt fyrir ykkur í foídæmingu á okkur, en hVer eru ykkar úr- ræði? Hvað eru jákvæðir lífs- hættir að ykkardómi?“Þaðget- ur ekki orðið neitt úr hippíun- um nema þeir svari þessu. ■ Spurningin er: munu þeir gera það? Sumt sem ég frétti var upp- örvandi. Það eru „Diggers". Mér var sagt að þeir væru að leita að störfum, sem hippíar gætu gegnt með góðri sam- vizku. Og nokkrir vinna saman á bændabýlum, rækta græn- meti og búa til hluti. Ef þeir geta órðið jákvæðir framleið- andi þjóðfélagsþegnar, sem ganga til ýmissa starfa, en með nýjum hugsjónum og nýjum anda, þar sem peningasóknin er ekki í efsta sæti, þá hugsa ég að þeir gætu skapað nýja bandaríska lífshætti. Okkur er oftlega sagt að framfarir í tækni verði til þess að létta vinnu af miklum meiri- hluta fólks og skilja þeim frí- stundir einar eftir. Gætum við kannski beitt heimspeki hippí- anna í þessu sambandi, að allir skuli bara sitja í rólegheitum reykjandi marijuana áhyggju- laust? Nei. Mér finnst það ekki vera nógu gott. Fólk verður að hafa eithvað jákvæðara fyrir stafni en það. Snúum okkur til Ind- lands. Ef hver Indverji gæti bú- ið við hin efnalegu kjör banda- rísks millistéttarfólks, væru • þeir ekki í vandræðum með sig. Þeir mundu ekki sitja bara og neyta eiturlyfja. Þeir mundu einbeita sér að skilningarviti — íhugun — en það er gáfa, sem vesturlandabúar hafa glatað að mestu. Hún er jákvæð. Fólk var gætt henni á miðöldum. Til voru heilagir menn og munkar og aðrir, sem voru í vissum skilningi atvinnulausir, en voru í raun mjög önnum kafnir and- lega. i Þetta er sérstaklega hefð á Indlandi. En vesturlanflabúar haía á síðustu öldum snúið sér frá þessu viljandi og orðið út- hverfir. Við höfum snúið okkur að því að ná tökum á efnis- heiminum og þess vegna höfum við orðið mjög auðug, að efn- um. En við erum fátæk í anda. Mér finnst tími til þess kom- inn að _ við snúum aftur að trúnni. Ég á ekki við að ganga í kirkju og þylja þar ákveðna bókstafi, ytri form trúar. Á síð- astliðnum tveim öldum hafa skipulögð trúarbrögð misst gildi sitt í sífellu og vegna þess að við erum fjarri skipulögðum trúarbrögðum snúum við okkur að pólitískri hugmyndafræði í staðinn. Ég hygg að það sé mjög ófullnægjandi staðgengill og ég tel ekki að framtíðin sé bundin þessum hugmyndafræðikerfum. Með trú á ég við hið innra, andlegt form trúar. Það er nokkuð sem — öfugt við hæfi- leika í listum, vísindum og tækni — býr í hverjum manni, ef aðeins tekst að vekja það. Það er partur af manneðlinu og það birtist venjulega á mikl- um hættutímum. Ég rakst á dagblag hippía í San Fransisco. Ég vahð undr- andi að sjá hve trúar gætti mik- ið í því. En alls ekki í venju- legum skilningi — en greinarn- ar voru trúarlegar í víðtækustu merkingu. „Kærleikur" er kjör- orð þeirra, er það ekki? Nú, Guð er kærleikur. Lítum til frumkristni. Sjáum hvernig postulamir höguðu sér. Á hvítasunnunni virtust þeir geggjast. Fólkið spurði: eru þessir menn drukknir? Pétur svaraði, klúkkan er ekki nema níu að mosgni svo við gætum tæplega verið orðnir drukknir, og það þó við værum drykkju- menn. Og þeir hættu allir að vinna. Þeir sem áttu eignir seldu þær og skiptu peningunum í samfé- laginu. Þetta er allt heldur hippíjegt. Síðan sögðu postul- arnir, við getum ekki lagt það á okkur að rázkast með þetta dót. Við skipum „diggers" til að sjá um það. Þeir kölluðu þá djákna. Seinna sneru kristnir menn blaðinu við — á þeim tíma sem þeir voru að sigra rómverska heimsveldið á annarri og þriðju öld. Þeir voru stöðugt kristnir, en þeir töluðu ekki framar tungum né lifðu án þess að að vinna. Það var aðeins bráða- birgðastig. Þeir byrjuðu eins og hippíar en þeir urðu jákvæðir — og að sjálfsögðu um leið meira af þessum heimi. Ef við hefðum verið uppi þá og hugsað um þessa fyrstu kristnu menn, hefðum við karmski sagt: „Þetta er mjög hippílegt. Og það verð- ur ekkert úr þessu.“ Og við múndum hafa haft rangt fyrir okkur. Anvill - gaiiabuxur Amerísk úrvalsvara. — Fæst aðeins hjá okkur. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. fc-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.