Þjóðviljinn - 18.02.1968, Page 2
2
H. ftfcefier W68. ^
1
13. sýning á Billy lygara
Gott líkamlegt ástand öku-
manna, ásamt hugarjafnvægi
þeirra, minnkar því við-
Blautt malbik lengir mjög hemlunarvegalengd. Þessi mynd er af einum árekstri, sem ; átt hefur
sér stað undir þeim kringumstæðum. Góður ökumaður sýnir sérstaka aðgæzlu þegar malbik er
blautt eftir rigningu.
Stöðvunarvegalengdir
UAAFERÐARNEFND
REYKJAViKUR
LDGREGLAN f
REYKiAViK
Vegalengd sú, sem bifreið fer
frá þvi að ökumaður skynjar
skyndilega þörf á hemlun og
þar til hún hefur numið stað-
ar, er kölluð stöðvunarvega-
lengd.
Stöðvunarvegalengd bifreiðar
er misjafnlega löng eftir að-
m
LJÓSMYNDA
SAMKEPPNI
Umferðarnefnd Reykjavíkur og Iögregian í
R^ykjavík hafa ákveðið að efna til Ijósmynda-
samkeppni um „beztu svipmyndina úr um-
ferðinni“ í samráði og samvinnu við Félag
áhugaljósmyndara. Þáttta.ka f samkeppninni
er öllum áhugaljósmyndurum frjáls, og skal
skila myndum í síðasta lagi hinn 15. apríl n.k.
til Fræðslu- og upplýsingaskrifstofu Umferð-
arnefndar Reykjavíkur, Tþróttamiðstöðinni,
Laugardal, Reykjavík. Einungis koma til
greina svart/hvítar myndir. Minnsta stærð
skal vera 18x24 cm, en mesta stærð 30x40 cnn.
Veitt yerða tvenn yerðlaun:
T. verðlaun, úttekt á Ijósmyndavörum eftlr
eígin vali, kr. 15.000.00.
2. verðlaun, úttekt á Ijósmyndayörum eftir
eigin vali, kr. 5.000.00.
Að auki fá 4 myndir viðurkenningu.
Umferðarnefnd áskilur sér rétt til sýningar á
verðlaunamyndum í væntanlegri upplýsing-
armiðstöð Umferðarnefndar, sem verður í
Góðtemplarahúsinu í maí n.k., svo og til
birtingar.
FRÆÐSLU-OG
UPPLÝSINGASKRIFSTOFA
UMFERÐARNEFNDÁR
REYKJAViKUR
stæðum. Auðvelt er að gera sér
grein fyrir því, að stöðvunar-
vegalengdin eykst við aukinn
hraða bifreiðarinnar, en minnk-
ar við minni hraða bifreiðar.
Sem dæmi má t.d. nefna, að
stöðvunarvegalengd bifreiðar
sem ekið er með 70 km hraða á
klst. éftir þurrum malarvegi er
G6j4 m. en sé hraði bifreiðar-
innar aftur á móti helmingi
minni, eða 35 km á klst., er
stöðvunarvegalengdin „aðeins“
21 m.
Stöðvunarvegalengd = við-
bragðsvegalengd + hemlun-
arvegalengd.
Stöðvunarvegalengdinni er
venjulega skipt í tvo hluta, þ.e.
viðbragðsvegalengd og hemlun-
arvegalengd. Viðbragðsvega.
lengdin og raiunverulega mæli-
kvarði á viðbragðsflýti eða
snarræði ökumanns. Allir öku-
menn vita aftur á móti, að það
eru margvísleg og margskonar
atriði, sem hafa áhrif á snarræði
þeirra. Þreyta, áfengisnautn o.
fl. sljógvar öll skilningarvit og
dregur úr athyglinni, sem aftur
dregur stórlega úr snarræði
ökumanns. Þekking þeirra á
umferðarreglum og gott Ííkam-
legt ástand þeirra, eykur snar-
ræði þeirra og athyglisgáfu og
minnkar þar með viðbragðs-
vegalengdina. Athuganir eftirá-
rekstra hafa leitt í ljós, að allt
að 9 sek. geta liðið frá því að
ökumaður skynjar hættu og þar
til hann stígur á fóthemil.
bragðsvegalengdiná.
Hemlunarvegalengdin er aft-
ur á móti mælikvarði á hæfni
og útbúnað bifreiðarinnar og á-
stand vegarins. Ýmis augljós at-
riði hafa áhrif á hemlunarvega.
lengdina og má þar m.a. nefna
hraða ökutækisins, er hemlun
hefst, halla vegarins, gerð
hemlabúnaðar, tala þeirra hjóla
sem hemlað er, gerg hjólbarða
o. s. frv. Nú á þessum tíma árs-
ins eru það einkum þrjú atriði,
sem ökumenn ættu að athuga
gaumgæfilega varðandi hemlun
og hemlunarvegalengdir. Eitt
þessara atriða á reyndar bæði
við vetrarakstur og sumarakst-
ur, en það er hraði ökutækisins.
Með auknum hraða ökutækis-
ins eykst hemlunarvegalengd,
en hún minnkar, sé hraði öku-
tækisins minnkaður. Sem dæmi
má nefna, að sé bifreið ekið með
hraðanum 70 km á klst. er
hemlunarvegalengd hennar
undir ákveðnum kringumstæð-
um 49 m, en sé hraðinn minnk-
aður um helming, niður í 35 km
á klst., en aðrar aðstæður hald-
ast óbreyttar, minnkar hemlun.
arvegalengdin í 12,25 m.
Samband hraða bifreiðarinn-
ar og hemlunarvegalengdar
hennar ættu ökumenn því
ávallt að hafa í huga.
Ástand vegarins hefur mjög
mikil áhrif á hemlunarvega-
lengdir bifreiðar, sem eftir hon-
um. Auðvelt er að gera sér í
hugarlund, að bifreið stöðvast á
skemmri vegalengd á þurru
malbiki en t.d. á ísuðum vegi.
Staðreyndin er, að ísing á vegi,
hvort sem hann er malbikaður
eða malborinn, eykur heml-
unarvegalengdina stórlega og
sú staðreynd er mjög mikilvæg
fyrir ökumenn að hafa í huga
nú þessa dagana, þegar íslag
myndast á vegi og götur á mjög
skömmum tíma.
Gerð hjólbarða hefur mjög
mikil áhrif á hemlunarvega.
lengd. Notkun vetrarhjólbarða,
negldra eða ónegldra, minnkar
hem\unarvegalengdina borið
saman við notkun sumarhjól-
barða við sömu aðstæður. Sér-
staklega ættu ökumenn að hafa
í huga þýðingu negldra vetrar-
hjólbarða á ísilögðum vegum
eða götum.
Þessi atriði sem hér hafa laus.
lega verið rædd, eru mjög mik-
ilvæg hverjum ökumanni.
Þekking hans á þeim og sam-
bandi þeirra við stöðvunar-
vegalengdina getur hæglega
forðað honum frá slysi.
Fjölsvinnsgleii, íþróttahátið
kennaraskólanema á morgun
Annað kvöld, mánudag, efna
kennaraskólanemar í fyrsta s ipti
til íþróttahátíðar og nefna hana
„Fjölsvinnsgleði“ sem til foma
þýddl fþróttakeppni eða leikir.
Fjölsvinnsgleði verður haldin
f gamla fþróttahúsinu að Há-
logalandi og hefst kl. 8.15. Þar
verður sitthvað til skemmkmar.
Karlaflokkar úr Menntaskólan-
um á Laugarvatni og Kennara-
skóla íslands keppa f körfu-
knattleik og stúlkur úr Mennta-
skólanum f Reykjavík og Kenn-
araskólanum keppa f hahdknatt-
lei'k, einnig piltar úr Verzlunar-
skólanum og K. f. Geta allir
þessir leikir orðið jafnir og tví-
sýnir. Þá sýna stúlkur fimleika,
þjóðdansar verða sýndir undir
stjóm Þóru Ólafsdóttur, anti-
sportlstar svonefndir, piltar og
stúlkur, leika fótbolta og loks
fer fram keppni í blaki milll
kennara og stjómar Skólafélags
Körfuknattleikur
í kvöld fara fram tveir leiklr
í Islandsmótinu f körfuknattleik,
1. deild: KR — KFR, ÍR — ÁR-'
MANN. Leikimir verða í Laue-
ardalshöllinni og hefst keppnin
kl. 20.00.
Kennaraskóla íslands- Það er í-
þróttanefnd Skólafélagsins sem
stendur fyrir Fjölsvinnsgleðinni,
en hana skipa Margrét Jónsdótt-
ir og Sigvaldi Ingimundarson.
f dag kl 3 síðdegis verður Billy lygari sýndur í 13. sinn í Lindar-
bæ. Fer sýningum á leikritinu nú að fækka úr þessu en aðsókn
hefur verið góð.
SÝNISH0RN
AF VERÐUM Á ÚTSÖLUNNI
Barna-ullarúlpur
Barnagallar . . .
Drengjajakkar . .
Gallabuxur . . . .
Kvensíðbuxur . .
Drengjaföt . . '. .
kr. 350
kr. 350
kr. 150
kr. 95
kr. 495
kr. 95
Notið tækifærið og sparið peningana.
Laugavegi 31
ÚTSALA - ÚTSALA
i
Útsölunni er að Ijúka — ótrúlega góð kaup
Viljum sérstaklega benða á:
Kvenkuldaskó — Drengjakuldaskó — Karlmannaskó í mjög
góðu úrvali og góðu verði.
Kvenskó og kveninniskó á afar góðu verði.
SKÖVERZLVN
Vetms /Zndn&ssoncui
Langavegl 17
Framnesvegi 2
Laugavegi 96