Þjóðviljinn - 03.04.1968, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.04.1968, Blaðsíða 10
10 SfÐA — WÖEWHJXNW — MSðOTatoUdagur 3. Bprffl 1968. SAKAMÁLASAGA Eftir J. B. PRIESTLEY 38 Er það ekki hálfskrýtið hátta- lag? Af hverju1 hefði hann átt að standa í því HuldCTittfemHm saiman að fela líkið — fara jafn- vel að veggfóðra um miðja nótt — ef hann ætlaði svo heim til að Skjóta sig? — Hann hefur setlað að leyna öflu saman, en svo hefur hann séð sig um hönd. Það kemur oft fyrir. Salt læknir einblíndi enn á hann. — Ég hef margar aðrar spumingar, sem erfiðara er að svara en þessari. — Og ef þér eruð síkynsamur maður, Salt laeknir, þá berið þér þaer ekki upp. Þér vilduð fá að vita hvað kom fyrir sjúkling yð- ar. Nú vitið þér það. Og ég skal viðuricenna að þetta var mjög snjallt af yður — mikið af get- gátum, sem okkur leyfiat ekki, en mjög snjallar ág’zkanir. Hann gékk haegt í áttina til dyra. — En nú skuluð þér gleyma því, Jæknir. Þér skuluð bara fara héðan og gleyma öllu saman. — Segið mér hvens vegna, yf- irfögregluþjónn. Salt laeknirhafði Hárgreíðslan Hárgreiðsíu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18. III. haeð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMl 33-968 gengið á etftir honum til dyra, og nú maelti hann þetta hljóð- lega rétt hjá honum. — Þér hljótið að viðurkenna að ég á að minnsta kosti heimtingu á skýrimgu, eftir að hafa fúndið I hana fyrir yður. — Vissulega, Salt læknir. Og f skýringuna skuluð þér fá — í í trúnaði. Þeir voru komnir fram á stigapallinn og Hurst hagaði sér eins og auða, stóra og dimma húsið. væri ekki annað en ein- tóm, forvitin eyru. — Það liggur þanniig í því, hvíslaði hann. — Hvað svo sem þér kunnið að lesa í blöðunum, þá er þessu rreáli lokið — hér og nú. I huga mínum er ekki nokkur minnisti vafi á því að Donnimgton yn'gri myrti hana og framdi siðan sjálfsmorð. En það get ég ekki gefið upp. Því að við vorum búnir að úrskurða að hann hefði látizt af voðaskoti. Og þetta verður morð fyrir hendi óþekkts morðingja. Það er ekki hægt að hafa það öðru vísi. Við sitjum uppi með það. Að visu má vera að við framkvæmum einlhverjar málamynda yfinheyrslur, köllum kannski í einn eða tvo flækinga til að spyrja þá út úr. En þar sem ég veit hver morðinginn var, þá er málinu í raumnni lokið. — Ætlið þér að' sýna' rtiér skýrslu lögreglulæknisins? — Nei, það geri ég ekki, Salt læknir. Nú hækkaði yfiriögreglu- þjónninn röddina. — Mér þykir leitt að virðast ósamvinnuþýð- ur. En málinu er lokið. Og reyn- ’"ð ekki að höfða til lögreglu- stjórans, því að hann veit að þér hafið verið að snuðra t»g spyrjast fyrir um þetta mál og hann er yður mjög andsnúinn. Og fyrst þér viljið komast frá Birkden, þá er yður það í lófa lagið. V’ð skulum sjá, bætti haruh við með innilei'k. — Þér komuð hingað í yðiar eigin bil, var ekki svo? Og því get"'ð þér nú farið heim og látið mig um þetta. Góða nótt, Salt læknir. — Góða nótt, - yf irfögreglu- þjónn. Hann gekk niður nokkra stiga áður en hann sneri sér við og lýsti með luktinni upp til yf- iriögregluþjónsins, sem hafði ekki hreyft sig úr stað. — En ég get ekki farið frá Birkden alveg strax, kalfeði hann upp til hans. — Nú, — því ekki það? — Vegna þess að ég hef líka máli að sinna. yftriögregluþjónn. Og mínu máli er ekki lokið. Góða nótt. Þegar hann opnaði dymar að íbúð sinni heyrði hann re’ðileg- ar raddir, sem hljóðnuðu jafn- skjótt og hann opnaði stofudyrn- ar. Þau voru bama öll þrjú; augu stiilknanna voru enn logandl af reiði; og Alan var rjóður og vandrasðalegur, maður sem dreg- inn hefur verið inn í ofsalega orrahrið miTli tveggja kvenna. — Það er bezt þið rífizt við mig núna. sagði hann hálffýlu- lega. — En fyrst ætla és að flá mér drykk. Hann fór fram í eldhúsið og sá að eftir var lögg af whiský, ekki mikið, en dálítið. Hann drakk um það bil helm- inigíMi af því sem hainin heJIMi f gfesið, áður en hanin fór með það inn í setustofuna. — Hefur nokfcur litið á sjúMinginn minn? — Jó, ég gerði það, sagði Maiggie, — fyrir svo sem stund- arf jórðunigi. Hann setfur enn. Hún hikaði andartak. — Hvað gerð- ist þama í húsinu? — Bak við veggfóðrið í læstu háloftsherbergi, sagði hann með hsegð, — fundum við það sem eftir var af Noreen Wilks. Með- an þau hrópuðu upp yfír sig, dreypti hann á gfesi sínu. — Og það var ekki slys? sagðd Alan. — Hafði hún verið myrt? — Já. Býsna andstyggilegt allt saman. Ég Skal hlífa ykkur við smáatriðunum. Takið bara orð min trúanleg. En þannig rák- umst við á líkið. Og hann lýsti því sem gerzt hafði í læsta her- berginu, hvemig hann hefði tek- ið eftir dálitlum litarmun á veggfóðrinu. — Hurst hefði kannski tekið eftir því, ef hann hefði verið með hugann við leit- ina. En hann trúði því ek'ki að líkið væri þama í húsinrj — hann hélt að þetta væri ekki annað en ímyndun mín, eins og þið munið — en um leið og ég kom inn í húsið var ég handviss um að við myndum finna hana þar. Ég er ekkert dulskyggn — — Ertu viss um það? spurði Maggie. — Vegna þess að það mætti segja mér að þú værir það. — Hvort sem ég er það eða ekki, þá fann ég bókstaflega á mér að við myndum finna hana þama. Ég leið um húsið í kol- svartri móðu hræðilegrar vissu. Fjandinn hiaffi það — ég er ekki laus úr henni enn. — Satt segirðu, sagði Maggie. Han.n leit hvasst á hana, sagði ekkert stundarkom en. hélt síð- an áfram: — Ég er læknir, ekki leynllögreglumaður. Það mætti segja að ég hefði varið talsverð- um tíma og fyrirhöfn í að sjá þessari stúlku fyrir sæmilega heilbrigðum líkama. Hún var dá- lítið sérsta'kt tilfelli, eins og þið munið. Og ég hafðd hreint ekk- ert gamian af að sjá það sem eftir var atf henni hirt úr holu í veggnum eins og risavaxna, upptuggða tuskubrúðu. Hún hafði komið þangáð til að elska eins og vanafega — — Æ, ekki þetta, Salt, ekki —! Og Maggie fór að gráta. — Fyrigefðu. Sleppum þessu. — Haldið þér að hún hafi verið þarna, sagði Jill hikandi, — allan tímann — síðan þetta kvöld — hinn tólfta septem- ber —? — Auðvitað. Ég hef haft hug- boð um þetta allan tímann. — Þá hlýtur Derek Donning- ton að hafa pert það, sagði Jdill og nú var ekkert hi'k í rómn- um. — Og þess vegna hefur hann framið sjálfsmorð. Alan ræskti sig. — Það virðist augljóst er það ekki? Salt læknir feit á hann. — Það fanmstf Húrst yfiriögreglu- þjóni, sem tilkynnti mér að mál- inu væri lokið hvað hann snerti og sagði mér eiginlega að hypja mig og skipta mér ekki af ann- arra málefnum. — Af hverju sagði hann það? Þetta var Alan. — Af því að ég sagði honium, að mínu máli væri ekki lokið. Með öðrum orðum, ég trúi því alls ekki að Donnington yngri hafi drepið hana. Og — eins og ég hef margtekið fram — þá fer ég ekki frá Birkden fyrr en ég veit með vissu hvað kom fyr- ir Noreen Wilks. Jill spratt á fætur ofsareið. — Ó, í guðs bænum — hættið þessu — srteinhættið þessu! — Röfeg, JBBll Og Alan stfóð upp og færðd sdg nær hennd. — Róleg, srvei því. Ég er að 6egja honum að hann verði að hætta þessu, nú á stundinni. — Og mér þykir miður að að vera sammáfe. Maggie leit á Salt læknd. — Við vorum að rítf- ast — eins og þú gizkaðir é. En ég veit hvað hún á við — og ég held að hún haíi rétt fyrir sér. Hættu. — Hætta hverju? Hann var alveg ringlaður. — Ég skal segja honum það, hrópaði Jdll. — Takdð bara fögg- ur yðar og farið burt, hvert á land sem er, látið Birkden eiga sig og hættið að þykjastf vera guð almáttugur. — Ég skil. Hann kinkaði kolli, sneri sér síðan að Maggie. — Var það líka þetta sem þú áttir við, Maggie? — Já, eiiginlega — að me>ra eða minna leyti. En samt fertlur henni ekki við þig — gagnstætt mér. Og ég veit að það er ekki til þess eins að sýnast snjalferi en aillir aðrir — — Jú, ég held nú bara, greip Jill fram. í. — Æ — góða hætbu — og mér að tafe. Ég ætti þó að þekkja hann tíu smnum betur en bú — — Nú, það er bara svona? Góða min, strax og kvenmaður segir svona lagað — — Hættu, þegiðu. Afen, af hverju ferðu ekki burt með hana? — Feginn verð ég. Ég er bú- inn að fá nóg af þessari ösfcur- j keppnd — — , Ekki efa ég það, sagðd Salt læknir og reis á fætur. — En j hlustið nú á miig, ö'll þrjú. Hann j talaði lágt, en eitthvað í fasi i hans og rödd kom í veg fyrir andmæli. — Ég veit mætavel að Donnington ungd drap ekki Nor- een. Það er afar handhæg skýr- ing, en álveg út í bláinn. Og ef hann myrti hana ekki, þá gerði einhver anhar það. En ég kæri mig ekki um að eyða þvi sem ég á eftir ólifað í vangaveltur um hver hafi gert það — og hvers vegna. Það mætti orða það svo, að sannleikurinn muni gera mig frjálsam. Og svo er annað — ég er dálítið þrár, og þegar fólk reynir að fá mig of- anaf einhverju ' sem mér finnst mér bera að gera, þá verð ég aðeins enn ákveðnari. Eftir kvöldið í kvöld verður gripið til áhrifameiri ráðstafana. Og það er ykfcur bezt að vera hvergi nærri. Þið getið alltaf sagt við sjálf ykkur, að þið séuð á móti því að fólk sé að leika guð almáttugan. Og Alan, ef þú ætlar ekki strax heim til Henton, þá skal ég aka Maggie heim. Þegar Jill óg Alan voru farin og hann og Maggie voru setzt upp í bílinn en ekki komin af stað, sagði hann; — Vertu ekki að tafe. Þú ert reið við Afen, við FÍFA auglýsir VAUXH-ALL BEDFORD UMBOÐIÐ ÁRMÚLA3 SÍMI 38900 Skíðabuxur og úlpur a konur og karla Póstsendum. Vestur-þýzk gæðavara. Ó. L. Laugavegi 71 Sími 20141. RARPEX hreinsar gólfteppin á angabragði Ódýrar gallabuxur, molskinnsbuxur, terylene- buxur, stretchbuxur, úlpur og peysur. — Regn- fatnaður á böm og fullorðna. Verzlunin FlFA LAUGAVEGI 99 — (inngangur frá Snorrabraut). RUSSNESKI HJOLBAROINN ENDIST Hafa enzt 70.000 Km akstur samfcvasmt vottopðl atvinnubllstfðpa Faest hjá flestum hjólbapðasölum á landinu Hvepgi lægra verö ^ /vfetJc^ TRADING CO. HF. | Skolphreinsun inni og úti Sótthreinsum að verki loknu. — Vakt all- an sólarhringinn. Niðursetning á brunnum og smá viðgerðir. Góð tæki og þjónusta. RÖRVERK — Sími 81617. ið við bíla ykkar sjálf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÖNDSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. Látið stilla bílinn Önnumst hjóla- ljósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur — Örugg þjónusta BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðir • Rennum bremsuskálar. • Slípum bremsudælur • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Sími 30135.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.