Þjóðviljinn - 03.04.1968, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.04.1968, Blaðsíða 5
Miðtvi'kudagur 3. aprSL X968 — 'ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J6n Rúnar Árnason, signrvegrari í flokki 14 ára og eldri. Frá íþróttalífi í Neskaupstað Neskaupstað, — Frá fréttarit- ara Þjóðviljans. — fþróttafé- lagið Þióttnr í Neskaupstað llefur starfað af nokkrum krafti í vetur, þótt aðstæður hafi verið misjafnar til íþrótta- iðkana. Eínkum er lifandi áhugi á skiðaíþrótt meðal pilta og handknattleik hjá stúlkum, en óvenjumikiLsvelIalög á þorran- um vöktu einnig hrifningu á skautaíþrótt hjá ungum sem gömlum. Aðstaða til íþróttaiðkana er annars hér sem víðast annars- staðar á landinu háð duttlung- um veðurfarsins, en i byggingu er veglegt íþróttahús, sem margir mæna til vonaraugum. Landsmót UMFÍ, sem haldið verður að Eiðum um miðjan júlí næsta sumar, mun eflaust efla íþróttaáhuga meðal ung- menna á Austurlandi, og þá vonandi lengur en til einnar úaetur. — Formaður Þróttar er nú Sigurður G. Björnsson. Skíðaskálinn raflýstur Framan af vetri unnu fél-ag- ar í Þrótti að því að safna fé og reisa skýli yfir litla diesél- rafstöð við skíðaskála félagsins í Oddsdal. Var þeirri fram- kvæmd lokið í janúar, og næg- ir rafstöð þessi, sem hefur 20 kw. orku, til að lýsa skálann^ og umhverfið, og hugmyndin er einnig að koma þar fýrir togvindu. Beinn kostnaður við framkvæmd þessa var um 80 þúsund krónur, en skýlið var reist í sjálfboðavinnu. Sjálfur skíðaskálinn var byggður á ár- unum 1950-1952, og hefur á þessum tíma komið í góðar þarfir, þótt stundum hafi skort á snjó til skíðaiðkana þar í ná- grénninu. Allmörg skíðamót Mjög snjólétt var hér allt fram um miðjan marz, en svellalög hins vegar mikil fram á þorra. Þrátt fyrir erfiðar kringumstæður hafa nokkur skíðamót þegar verið haldin, en sérstakt skíðaráð innan Þrótt- ar undir forustu Stefáns Þor- leifssonar sér um framkvæmd þeirra. Hér má nefna Þorra- mót, sem haldið var viku af febrúar. skíðamót Gagnfræða- skólans hálfum mánuði seinna, firmakeppni 10. marz og svo- kallað Harðarmót. sem er ár- Sigurður Birgisson og Sigurbergur Kristjánsson, keppendur í flokki yngri en 14 ára, báðir efnilegir skiðamenn. viss liður, 16. og 23. marz. Þátttaka í mótum þessum hef- ur yfirleitt verið góð hjá pilt- um og keppt í tveimur eða þremur aldursflokkum. Flestir áhugasömustu piltamir eru undir tvítugs aldri, en aldurs- mörkin niður á við liggja við tveggja til þriggja ára aldur, þótt ekki taki þeir garpar þátt í keppni. Nafntogaðasti skíðagarpur bæjarins er Jón Rúnar Árna- son, 16 vetra og nemandi í 4. bekk Gagnfræðaskólans í Nes- kaupstað. Hefur hann meiri léttleika og fimi í svigi en aðr- ir hér um slóðir, og hyggst fé- lagið tefla honum fram á ís- landsmótinu á Ólafsfirði inn- an skamms, og kannski íleirum. Margir fleiri hafa náð góðum áran-gri í svigi, og má til nefna Ómar Björgólfsson, Veigar Ól- afsson, Rúnar Jóhannsson, Þor- leif Ólafsson, Jón Ævar Har- Rikharður Haraldsson, Sigurður Guðjónsson og Vilhjálmur Árna- son, ungir skíðagarpar í Neskaupstað. aldsson og Sigurð Sveinbjörns- son, en úr hópi yngissveina undir 14 ára aldri skara eink- um fram úr þeir Ámi Guð- jónsson, Sigurbergur Kristj- ánsson, . Sigurður Birgisson og Þorleifur Stefánsson. Hefur gengið á ýmsu í viðskiptum þessara félaga í brautinni í vet- ur. Listrænt skautahlaup Eftir áramót og langt fram eftir þorra var jörð hér víðast ísi lögð, svo að méð fádæmum þótti. Stikuðu ungmenni eftir götum og túnum á skautum, en^ flestra leiðir lágu á íþróttavöll bæjarins, þar sem svell var með ágsétum Um langt skeið, ljóskastarar uppi og hljómlist oft háværari en nágrönnum þóttj gott á kyrrum kvöldum. Var völlurinn eggsléttur um tíma og þéttskipaður síðari hluta dágs. Gerðust þar möfg óskráð ævintýri, og nokkrir ó- formlegir kappleikir voru á svið settir. Stúlkur hugsa um knöttinn Ungmeyjum staðarins er legið á hálsi fyrir slælega þátttöku í skíðahlaupi. Þetta bæta þær upp með góðri þátttöku í hand- knattleik, og hefur Þróttur á síðustu árum átt meirihluta í úrvalsliðum í handbolta stúlkna, sem send hafa verið til keppni frá Austurlandi. For- maður handknattleiksdeildar félagsins er Elma Guðmunds- dóttir, en hún hefur um nokk- urra ára skeið verið helzti afl- vaki þessarar iþróttagreinar á staðnum. Er það því að vonum, að hún á nú sæti ekld aðeins í stjórn Þróttar, heldur einnig i stjóm UÍA og imdirbúnings- nefnd landsmótsins á Eiðum. Elma hafði þetta hélzt um handboltaæfingar Þróttar- stúlkna að segja: Á sl. sumri fór fram for- kepþni í handknaittleik stúlkna um réttindi til að keppa á landsihótinu á Eiðum. Stúlkur frá UÍA tryggðu sér þá sæti í úrslitakeppninni ásamt stall- systrum úr Skagafirði og Kópa- vogi. Tiltölulega flestar af stúlkum UÍA-liðsins voru héðan frá Neskaupstað. Aðstaða okkar til æfinga hefur löngum verið erfið að vetri til og er svo enn. Undan- fama vetur höfum við æft í mjölskemmu Síldarvinnslunnar, rúmgóðu húsnæði en óupphit- uðu. og notið einkar góðs skiln- ings og fyrirgreiðslu þeirra, sem þar ráða húsum. Auðvit- að höfum við þokað fyrir mjöl- inu, strax og nauðsyn krafði. Þama hófum við æfingar sl. haust og þjálfaði okkur Sigurð- ur Bjömsson, formaður- fé- lagsins. Var áhugi mikill, eins og oftast áður, og mætfu oft um 30 stúlkur á æfingar. En svo kom loðnanogfyllti skemm- una af mjöli um miðjan febrú- ar, og þá hlutum við auðvitað að víkja. Eina aðstaðan innan- húss er þá i leikfimisal barna- skólans, og þar höfum við hitzt undanfarið einu sinni í viku til að halda vöðvunum aðeins við. Aðstæður eru þaima lítt fallnartil handknattleiksiðkana. enda salurinn gamall og úr sér genginn. Nú höfum við ráðið þýálfara Elma Guðjónsdóttir — driffjöður í handknattleik í Neskaupstað fyrir knattleiki á vegum UÍA, og er hann væntanlegur um 20. mai í vor. Þá verður áreiðan- lega æft af kappi og við mun- um reyna að halda uppi merki fjórðungsins eftir föngum. Landsmótið þyrfti að verða lyftistöng fyrir allt íþróttalif á Austurlandi auk víðari til- gangs, sem það þjónar. — H.G. Aðalfundur Sparisjóðs alþýðu vérður haldinn í Félagsheimili múrara og rafvirkja að Freyjugötu 27, fimmtudaginn 18. apríl kl. 8.30 e.h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Heimann Guðmundsson form. stjórnar. Frá Kópavogskaupstað Bæjarhjúkrunarkona e1 ;til viðtals í síma 40566 frá og með fimmtudeginum 4. apríl 1968. Sími Heimilishjálparinnar í Kópavogi verð- ur á sama tíma 40566. — Beiðnum veitt mót- taka eins og áður kl. 12-13 daglega. Frá Kópavogskaupstað. Tilkynning írá Vörumarkaíinum Grettisgötu 2 Höfum tekið upp nýjar sendingar af skófatnaði Inniskór bama ; kr. 50. Bamaskór kr. 50 og kr. 70. Kvenskór kr. 70. Kvenbomsur kr. 100. Drengjaskór kr. 120. Gúmmístígvél bama kr. 50. Ýmsar aðrar tegundir af skófatnaði. Hjá okkur fáið þér mikið fyrir litla peninga. KOMIÐ SKOÐIÐ SANNFÆRIZT Krepsokkar kr. 25. Ungbamaföt kr. 50. Bamasokkar lcr. 10. Hárlakk kr. 40. Eplahnífar kr. 20. Ömmubökunarjám kr. 20. Skólapennar kr. 25. Bítlavesti, ný gerð kr. 150. Nýjar vörur teknar fram daglega Vörumarkaðurinn í húsi Ásbjörns Ólafssonar, Grettisgötu 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.