Þjóðviljinn - 03.04.1968, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.04.1968, Blaðsíða 12
NEW - YORK 2/4 — Sú netflnd Saxneinuðu þjóðanna sem fjall- ar uim máletfnd Suðvestur-Afríku hetfur ákveðið að fara þangað 5. apríl til þess að staðtfesta þannig yfirráðarétt SÞ yfir land- inu. Stjóm Suður-Aíríku hetfur haft í hótunum uim að hún muni banna nefndinni að stíga á land í Suðvestur-Afríku og látið liggja orð að því að svo kunni að fara að hún segi sig úr SÞ ef þær hætti ekki afskiptum af Suð- vestur-Afríku. SkóIaJið Melaskólans, sem sigraði í spurningakeppn inni, ásamt Stednari Þorfinnssyni yfirkennara. í fyrradag fór fram verðlaunaafh-ending { spuminga- keppni sikólabama um umferðarmál. í keppninni tóku þátt um 1600 böm úr öllum 12 ára bekkjardeildum barnaskól- anna í Reykjavík og iauk henni með sigri Melaskólans. Þetta er í þriðja skiptið sem keppnin fer fram, en í fyrra sigraði Laugaiækiarskólinn. Keppnin var þrískipt og fór fyrsti hluti hennar fram 2. des- ember, en þá voru lagðar 16 Ferðaáætlun Eimskips: Fjölskylduferðir með ms Gullfossi ■ Um páskana fer Gullfóss í sérstaka Færeyjaferð og í maímánuði verður farin vorferð til Bretlands og megin- landsins, en annars verður skipið eins og áður í föstum á- ætlunarferðum í sumar milli Reykjavíkur, Leith og Kaup- mannahafnar. í samband við sumarferðimar mun þó Eim- skip fitja upp á nýjung og bjóða sérstakar fjölskylduferðir með hagkvæmum kjömm Pásk-aferðin frá Þórshöfn í Færeyjum tO Reykjavíkur verð- ur farin til þess að gefa Fær- eyingum tækifseri til þess að heimsækja ísland um páskana. Farið verður frá Tórshavn hinm 12. april og komið til Reykja- víkur hinn 14. april. 1 Reykja- vík verður staðið við í fjóra daga og haldið aftur frá Reykja- vik síðdegis hinn 17- aprfl á- leiðis til Tórshavn. Farþegar sem taka þátt í þess- ari ferð búa um borð í skipinu meðan staðið er við í Reykja- vík og fá þar ennfremur morg- unverð. Þá verða skipulagðar skoðunarferðir í landi fyrir far- þegana og sitt hvað ffleira verð- ur til skemmtumar fyrir þá. Góð þátttaka virðist aetta að verða í þesisari ferð að sögn Sigurlaugs Þorkelssonar blaða- fulltrúa Eimskip. Vorferðin Þá fer í maí—júní ms. Gultfoss í eána vorferð til Bretlands, megin- landsins og Danmerkur. Komiö verður við í London, Amsteir- dam, Hamborg, Kaupmannahöfn og Deith. Þessi ferð tekur 20 daga og er brottför frá Reykja- vík hinn 18. maí og komið aft- ur til Reykjavfkur hinn 6. júnl. Skipulaigðar verða skoðun- ar ferðir í höfnum hvarvetna^ sem komið er og sitt hvað verð- ur til skemmtunar um borð í skipinu. Þátttaka er orðin mák- il í þessari ferð, enda er hún farin á fegursta tíma ársdns, þegar gróðurinn er i blómlegum skrúða og hitinn þægilegur. Fjölskylduferðir í sumar Sem fyrr var sagt verður Gullfoss í sum-ar í föstum á- ætlunarferðum milli Reykjavík- ur, Leith og Kaupmannaihafnar. Hafa þser ferðir ávallt verið vinsælar. Á þesisu sumri vill Eimskipafélagið enn bæta þjón- Framhald á 9. síðu. spumingar um umferðarmál fyr- ir ölí börn í 12 ára bekkjar- deildum, sem þau svöruðu skrif- lega. Til miðhluta keppninnar mættu skólalið frá hverjum skóla, skipað þeim 7 nemendum, sem bezt höfðu staðið sig. Lauk þeirri keppni með sigri ætfinga- pg tilraunaskóla Kennaraskóla Islands og Melaskólans, sem síð- an kepptu til úrslita. Var þeirri keppni útvarpað í bamatíma Ríkisútvarpsins 17. marz, og lauk hennd með sigri Melaskólans. Verðlaunaveiting fór fram á sal Melaskólans, að viðstöddum skólastjóra, kennurum og nem- endum skólans. Egill Gestsson, dei-ldarstjóri, afhenti fyririiða skólaliðsins faigran farandbikar, sem samstarfsnetfnd bifreiða- tryggingatfélaganna hefur getfið, ásamt öðrum minni bikar til eignar. Óskar Ólason, yfiriög- regluþjónn, fflutti við þetta tæki- færi ávarp og afhenti stcólan- um viðurkenningarsikjal fyrir góða frammistöðu frá lögreglu- stjóranum i Reykjavfk. Auk Óskairs og Egils voru viðstadd- ir verðlaunaatfhendinguna: Ás- mundur Mattlhíasson, lögreglu- varðstjóri, sem var stjómandi keppninnar og Pétur Svein- bjamarson, fulttrúi umferðar- nefndar. Ingi Kristinsson skölastjóri fflutti að lokum ávarp, þalkfcaði gestum komuna og kvaðst vnna, Brotizt inn í blómaverzlun Lögreglunnd í Kóparvogi var tilkynnt í gænmorTgun að þá um nóttina hefði verið brotizt inn í blómaverzlunina Storúð, sem er við Hafnarfjarðarveg, sunnan Fífuhvamimstækjar. Er álitið að þaðan hafi verið stolið um 800 krónum. Innbrotsþjótfurimn komst inn f verzluimiina með því að brjóta rúðu í huró. að keppni þessd yrði nemendum til hvatningar um að læra um- ferðarreglurnar, auk þess sem hún væri einn þáttur í þediri viðleitni umferðamefndar og lögreglunnar, að auka umferðar- fræðslu í skólum Reykjarvíkur- bonga'r. (Frá lögreglunni og umferðamefnd). Netatjón á Húsavík Minnzt 25 ára af- mæli Islendinga- félagsins í London Á þessu ári eru liðin 25 ár frá stotfnun Félags Islendiimga í Lomdon. Verður afmætisins mimnzt með fagnaði á Piccadilly Hotet n.k. laugardag, 6. apríl. Þar mun Guðmundur 1. Guð- mundsson sendiherra flytja á- vairp, Kristinn Hallsson óperu- söngvari syngur við undirieik Jóhanms Tryggvasonar og Ómar Ragnarsson og Jón MöOler fara með sfcammtiþátt. Flóinn er fullur af ís upp í flæðarmál Þjóðviljinn ræddi í gær við Amór Kristjánsson á Húsavík, og sagði hann að ísinn hefði mjög setzt að þá um nóttina Að undanförnu hetfur ísinn hald- izt utan við Flatey og ekki mjög hamlað veiðum, cnda rém bát- ar hér síðast með línu sl. laug- ardag. Nú í morgun mátti sjá að mikil breyting hetfur orðið á ísnum og er flóinn allur fullur af ís og upp í fjömr. Sigling- ar em alveg tepptar og rétt að bátar í höfninni geta varizt ísn- um með bví að strengdur hefur verið vír úr bryggjumni i hafn- argarðinn. Tveir bátar eiga úti þorska- netatrossur c*g einhverjir eiga hrognkelsa.net úti, má búast við að mdkið af neturn tapist alveg. 1 morgun hatfa menin verið hér úti á ísnuim að skjóta höfrumga, sem hatfa hrakizt hingað. Þegar tekur fyrir fískiriið eims og nú er veigna íssiins má segja að atvirana sé hér lítil sem eng- in. Byggingarvinna hefur dreg- izt mjög saman en hins vegar hefur verið talsverð vinna við uppskipun. Þótt sigliingar hafi nú teppzt er færð sæmileg á vegutn, svo að við þurfum ekkert að óttast með aðdrætti, en varðandi at- vinnu er hér hörmumgarástand, það er óhætt að segja, sagði Amór að lokuim. Vikulegt áætlunarflug SAS til fslands hefst 4. júní Þriðjudaginn 4. júní hefur SAS áætlunarflug til Islands og vcrður flogið hingað einu sinni í viku í sumar fram til 24. scptember. Flogið verður á þriðjudögum og notaðar DC-8 vélar, lent í Keflavík þar sem Loftleiðir annast afgreiðslu, cn að öðru leyti er flug SAS skipu- Iagt í samvinnu við Flugfélag Islands. Þrír fuilltrúar SAS, Asbjö'rn Engen forstöðumaður upplýs- ingasitarfeemii SAS, Jörgen Mæhl sötustjóri og Heige Skjoldager stöðvarstjóri SAS á Kastrupftug- vetli, eru komnir hingað til lands og kynintu blaðamönnum fyrirhugað Lslandsflug SAS ásamt Birgi Þórhallssyni sem verður | þei-rra SAS-manina með blaða- forstöðuim'aðu-r skrifstotfu SAS | mönnum í gær er gert ráð fyr- hériendis. Samvinna Flugfélags Isdands og SAS er þannig að Flugtfélagið mun ekki ffljúga til Kaupmanna- hafnar á þriðjudögum á meðan SAS heldur uppi ferðum þá daga en í beiinum tenigslum við áæt’l- unarferðir SAS frá Höfn leigir SAS DC-6B ffluigvét atf Flug- félaginu til Narssarssuaq á Græntandi. Kemur sú fflugvél svo til baka til Kotflavíkur frá Nanssarssuaq daginn etftir en farþegar þaðan fara atlir utan héðan með áætlunartflugi Flugfé- lagsins. Að þv'í er fram kom á fúndi ir að mikill hluti farþega með félaginu hingað verði Ncrður- landamenn, en einnig gerir £é- lagið ráð fyrir að fflytja hingað ferðamenn frá mörgum öðrum Evrópulöndum og ætlar að leggja áherzlu á að kynna Island sem nýtt ferðamannaland, hvað flugi SAS viðkiemur. Verður getfinn út sérstakur bæktiinguir á vegum SAS uim Reykjavík og nágrenni, ,,City Portraite“, eins og þessir bækliingar eru kallaðir. Kemur hann út í 100 þúsund eintökum og verður dreift um allan heim. Einnig mun SAS á annan hátt Framhald á 9. siðu. Færeyingafélagið í Reykjavík 25 ára 15. mai 1943 var Færeyinga- félagið í Reykjavtfk stofnað. Til- gangúr félagsins var og er sá, að fá Færeyiinga á Islandi til að vinna samain að sameiginlegum áhugamálum, varðveita þjóðem- ið og vera tengiliður mitli ís- lenzku og færeysku þjóðarinn- ar. 1 tilefni aflm-ælisins, mun fé- lagið gangast fyrir veizlu að Hótel Borg næstkomandi laug- ardagskvöld 6. ápríl. Heiðursgestur félagsins verð- ur prófessor Chr. Matras og frú. Prófessór Matras mun meðan hann dvelur hér á landi halda fyririestur í Félagi ístenzkra fræða. Félagið hefur getfið út lítið afmælisrit, þar sem bæði Is- lendingar og Færéyingar minn- ast stofnunar félagsins svo og samskipta - Færeyinga og Ist end- inga. (Frá Færeyingafélaginu). SÞ-nefnd fer til Suðvestur-Afríku Kabarett á Sögu á föstudagskvöldið Næstkomandi föstudagskvöld heldur Lionsklúbburinn Þór í Reykjavík vorkabarett að Hótel Sögu ti'l styrktar bamaheimilinu að Tjaidanesi. Mjög er vandað til skemmtiatriða og síðan verður dansað til kl. 2 um nóttina en skcmmtunin er að sjálfsögðu opin fyrir alla borgarbúa. Kabarettinn hefsit kil. 7 en skemmitiatriði byrja um átta leytið, en tekið er á móti borða- pöntunum á Sögu. Kabarett- stjóri og kynnir verður Helgi Sæmundsson ritstjóri. Magnús Helgason formaður Þórs setur skemmtunina, Guðmundur Jóns- son óperuisön.gvari synigur, Tóm- as Guðmundsison skáld tflybur ávarp. Sigfús Halldórsson tón- skáld kynnir nokkur laga sinna með Jakobi Hafstein. Hinn kunni hagyrðin-gur og flrásagnarsmill- ingur Egill Jónasson á Húsavík kemur að norðan til að skemmta kabarettgestum. Auk bess verða ffleiri skemmtiatriði. Etfnt verður til happdrættis og munu nemar frá hjúkrunanskóla Is'lands ganga um meðat gesta og sélja miðana. Allur ágóði af skemmtuninni rennur til bamaheimilisins að Tjaldanesi, þar sem dveljast van- getfin böm, en Lionsklúbburinn Þór hefur veitt miíklu fé til heimilisins þar og treystir nú á að borgarbúar fjölmenni á kab- arettinn á Hótel Sögu á föstu- da-gstovöld til að styrkja barft málefini um leið og það nýtur góðrar skemmtunar. Sigfús Halldórsson DiomnuiNN Miðvitoudaigur 3. april 1968 — 33. árgangur — 67. tölúbOiað. Níu ára telpa fyrir bifreið Það slys varð á Laugaveginum á móts við Rauðarárstíg í gær um kl. 3,30 að 9 ára gömul tetpa hljóp fyrir strætisvagn. Lenti hún framan á vagninum og hlaut einhver meiðsli, en ekki alvarleg. Hún var flutt á Slysa- varðstofuna. Þrennt var einnig flutt á Slysa- varðstofun-a eftir árekstur sem varð í gær á Hringbraut við Landspitalann. Einn farþegi ska-rst í andliti og ökumennim- ir báðir meiddust eitthvað lítils- háttar. Melaskóli sigraði. i spurn- ingakeppni um umferðamál i *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.