Þjóðviljinn - 19.05.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.05.1968, Blaðsíða 3
SutnnudagHBr 19. maí 1988 — ÞJÓÐVILJXNN — SlÐlA J Á HVÍLDAR- DAGINN Áróður magnaður Þegar viðræður eru nú hafn- air í París milli fuEtrúa st.ióm- ariinniair í Hianoi og Bandarikj a- stjófnar herða málgögn Banda- ríkjanna (þar á meðal Morgun- blaðið) þann áróður sinn að þar rasðist við málsvarar þeirra sem í rauninni hafi háð styrj- öldirna í Víetnam, anngrs veg- ar „innrásarher" frá Norður- Víetnam, hins vegar hliðstaeður her frá Bandaríkjunum og nokkrum ríkjum öðrum. í sam- ræmd við það eru blöð, útvarp og sjónvarp mikið til hætt að nota uppnefnið „Víet Cong“ um hermenn þjóðfrelsishreyf- ingarinnar en tala í staðinn um „hersveitir frá Norður-Ví- etniam“ og „Norður-Víetnama“. Eiga þessir herskarar að norð- an að vera hvarvetna að verki, einnig í Mekong-óshólmunum syðst í Víetnam og í miðri Sai- gon. Tilgangurinn með þessum áróðri er sá að setja samninig- an-a í París réttilega á svið; Bandaríkin ætla að lofast til að hætta að fullu loftárásum á Norður-Víetnam gegn því að stjómin í Hanoi mæli svo fyr- ir að allri andspymu gegn Bandaríkjunum sfculi hætt í Suður-Víetnam. Skýri fulltrúar Hanoi hins vegar réttilega svo frá að þeir hafi ekkert vald til að skipa þjóðfrelsishreyíing- unnd fyrir verkum, munu mál- gö'gn Bandaríkjanna magha þann áróður sinn að stjómin í Hanoi sé óf áanleg til'þess að fallast á frið. Gereyðingar- styrjöld ^ Kenningin' um að þjóðfreisis- hreyfingin í Suður-Víetnam sé einvörðungu samsæri valda- manna í. Hanoi og Peking hef- ur verið afsönnuð rækilega ' í verki af Bandaríkjunum sjálf- um. Á undanfömum árum hef- ur verið rætt mikið og rétti- lega um loftárásir Bandaríikj- anna á Norður-Víetnam, en síðan í febrúar 1965 hefur um 700.000 tonnum af sprengjum verið varpað á Norður-Víetnam — það er meira maign en kast- að vár yfir Þýzkaiand í allri síðari heimsstyrjöld. Samt hafa árásimar á Suður-Víetnam ver- ið mun stórfelldari. Sem dæmi má nefna að í maí 1966 voru famar 462 árásarferðir til Norður-Víetnams en 10.131 loft- árás var gérð í Suður-Víetnam á sama tímia og svipuð hafa hlutíöllin verið oftast síð- an. í Norður-Víetnam segjast Bandaríkin hafa ein.beitt árás- um sínum á tiltekin hemaðar- leg skotmörk (þótt sú kenning styðjist ekki við rök), en í Suður-Víetnam er ekki um nein hliðstæð skotmörk að ræða. Loftárásimar á Suður-Víetnam hafa verið gereyðinga-rstyrjöld. Flugmenn hafa fengið kort af tilteknum bletti og þeim verið sagt að tortíma öUu kviku sam þar sæist; lögð hef ur ver- ið sérstök áherzla á hin mann- skæðustu vopn, bansínhlaup,.. eiturgas, nálasprengjur. Þar sem landher Bandaríkjanna hefur komizt að hefur bann gereytt stór svæði, eins og þegar. aUt var jafnað við jörðu á meira en 100 ferkílómetra svæði í „jámþríhymingnum“ svonefndia í nánd við Saigon i ágúst. jí fyrrra...Jafnframt ha-fa Bandáríkin lagt mikla’ og sí- vaxandi áherzlu á hernaðarað- gerðir sem ekki eiga neitt for- dæmi í styrjaldarsögunni; bandiarískir ílugflotar hafa í sífeUú kiastað yfir Suður-Víet- nam eiturefnum sem spilla gróðri, og á uppskerutímum hefur verið varpað yfir akra ólyfjan sem gerir gróður jarð- ar óhæfan til manneldis. Óræk sönnun Hemáðaraðgerðir arf þessu tagi em óræk sönnun um þá einföldu staðreynd að Banda- ríkjunum hefur ekki tekizt að skilja á milli þjóðfrelsishreyf- ingarinnar annars vegar og allrar alþýðu í Suður-Víetnam hinsvegar; þjóðfrelsishreyfing- in er enginn annarlegur innrás- arher heldur órofiá hluti af fólkinu sjálfu. Maó Tsetung hefur komizt svo að orði í frægri setningu að ef skæru- liðar ætli að ná árangri verði þeir að vera í jafn eðlilegum tengslum við alþýðu manna og „fiskur í vatni“, og öllum ber ----------------»---— ------—<s> BEDFORD FYRIR BYRDI HVERJA LÉITtlR í AKSTRI • HAGKVÆMUR REKSTUR'-* GÓÐ ENDING • ALLAR NÁNARIUPPLÝSINGAR GEFUR VAUXHAl.L-BEDFORD UMROÐIÐ Ártnúla 3, sími 38 900.. áaman um að þannig só ástand- ið í Suður-Víetnam. Þess vegna hafa bandarískir ráðamenn í sívaxandi mæli framfylgt þeirri j hemaðarkenningu i Suður-Ví- ; etnam, að ekki sé um annað að ræða en „svipta fiskinn vafninu“. - eins og einn af her- foringjum þeirra komst að orði. Þess vegna er háð ger- eyðingarstyrjöld gegn sveita- fólkinu í Suður-Víetnam, tor- tímingairhemaður sem fellur undir ákvæði alþjóðalaiga um þjóðarmorð. Tilgangurinn er sá að gera ólíft í sveitum landsins og draiga svo úr matvælafram- leiðslu að hungursneyð taki við, og Bandaríkin telja sig hafa niáð miklum árangri á þessum vettvangi. Meira en tvær miljónir mann-a hafa flú- ið úr sveitum Víetnams til þeinra svæða sem Bandaríkin ráða yfir — ekki vegna þéss að fólk sé að forðast þjóðfrels- ishreyfinguna, einis og sagt er í bandarískum áróðursblöðum, heldur vegma hins að það helzt ekki ‘ við á stöðum þar sem enginn friður er fyrir loft- árásum og uppskeran er eyði- lögð jafnóðum. í október í fyrra hældist einn helzti ráð- gjafi Bandaríkjaforseta, Walt W. Rostow, um yfir þessum ár- anigri í viðtali við timaritið Look. Hann taldi að árásimar á sveitimar hefðu leitt til þess að undir 30% íbúanna væru nú á svæðum sem þjóðfrelsis- hreyfingin hefði á valdi sínu (en hefðu verið um 50% 1964). Með sama áframhaldi myndi fjöldinn vera komjnn niður í 20% í m-arz í ár, og Rostow sagði að þá liði senn að því að þjóðfrelsishreyfing- in hefði ekki það félagslega umhverfi sem hún þyrfti á að halda; sulturinn tæki við. Að tortíma til að bjarga En með l>essum aðgerðum hefur Bandaríkjunum ekki að heldur tekizt að skilja á milli þjóðfrelsishreyfingairinnar og alþýðu manna. Það er engin tilviljun að jafnhliða þessum stórfelld.a flóttamannastraumi úr sveitunum m'agn-ast skæm- hemaður um allan helming á þeim svæðum sem Bandaríkja- menn hafa á valdi sínu. Á þessu ári hafa Bandaríkjamenn orðið að þola tvær mjög stórfelldar sóknarlotur þjóðfrelsishreyf- ingarinnar, og völd innrásar- hersins reyndust svo ótraust að minnstu munaði að skæru- liðar kæmu sér upp bækistöð i sendiráði Bandapíkjanna í t'.ai- gon. Áróðursmenn Bandarikj- anna hafa haldið því fram að einniig þairna hafi hersveitir frá Norður-Víetnam verið að verki og talað um nokkurra hundraða manha herflokka í. því sambandi. En frásagnir um gang styrjaldarinnar af- sanna þessa kenningu gersam- lega. Skæruliðar tóku borgina Hue og Bandarikjamenn náðu henni ek’ki aftur fyrr en þeir höíðu jafnað stóra hluta henn- ar við jörðu í loftárásum. Því aðeins þurfti að beita slíkum baráttuaðferðum að fólkið i borginni barðist gegn Banda- ríkjamönnum. Slíkt hið sama gerðist í Saigon nú f.vrir skemmstu. Bandarikjamenn urðu sjálfir að gera loftárás- * ir á þá borg sem þeir töldu sig vera að vemdia og breyttu heilum borgarhlutum í rjúk- andi rústir; á þann hátt leika hersveitir aðeins óvinaborgir. Bandaríska tímaritið News- week birti 19da febrúar s.l. mynd af bandarískum liðsfor- ingja þar sem hann virti fyrir sér rústirnar af borginni Ben Tre og hafði eftir honum þessi lærdómsríku ummæli: „Við komumst ekki hjá því að tor- tíma borginni til þess að bjarga henni.“ í þeirri setningu birt- ist öll , baráttuaðferð Banda- ríkjamanna í Víetnam; , borg- unum er bjargað með því að jafna þær við jörðu;. sveitun- um er bjargað með þvi að spilla gróðri og uppskeru og hrekja sveitafólkið af skikum Aumkunarvert Kenningin "um að Bandaríkin eigi aðeins í höiggi við laurnu- hermenn frá Norðúr-Víetnam er aumkunarverð. Bandaríski innrásarherinn er nú kominn á sjötta hundrað þúsunda, og hann hefur yfir að ráða mikil- virkusta tortímingarviopnum okkar tíma. Þar við bætast hersveitir frá nokkrum fylgi- rikjum Bandarikjann-a og herir leppstjórnar^nnar í Saigop — svo að alls er heraflinn á aðra mijjón manna. Jafnvel áróð- ursmenn Bandaríkjanna hafa aðeins talið hersveitir frá Norð- ur-Víetnam í tugum þús- un<ia. Ef sú kenning væri rétt að andspyroan gegn bandaríska innirásarhemum stafaði aðeins frá þessum óboðnu gestum að norðan og fólkið í Suður-Víet- nam tæki engan þátt í henni væru Bandaríkin búin að „friða landið“ fyrir löngu. Raunin hefur hins vegar orðið sú að , bandaríski inmrásarher- inn hefur, aldrei farið jafn miklar hrakfarir og á þessu ári; það hefur sannazt að í gervöllu Suður-Víetnam fyrir- finnst naumast nokkur blettúr sem hann hefur örugglega á valdi sínu. Vafalaust veita Norður-Víetnamar löndum sín- um í Suður-Víetnam alla þá aðstoð sem þeir mega og getur varla verið tiltökumál í augum sanngjarora manna, en sú að- stoð kæmi fyrir lítið, ef fólkið í suðurhlutanum bæri ekki hita og þunga baráttuftnar. Gerbreytt viðhorf Samningar þeir sem nú eru hafnir í París eru í rauninni furðulegt fyrirbæri. Bandarísk- ir valdamenn hafa á undan- förnum árum sannarlega ekki talið sig upp á það komna að semja við litilmagna. Þeir hafa talið sig geta setið yfir hlut fátækra þjóða hvarvetna um heim; þeir hafa steypt einni ríkisstjóm af annari með hernaðarihlutun, mútum, und- irróðri og ekki vilað fyrir sér að skipuleggja miskunnarlaus- ustu hryðjuveirk eins og blóð- baðið i Indónesíu. Hafi Banda- ríkin átt í höiggi við minni- máttar hefur ekki verið sam- ið um deilumálin heldur beitt valdi. Einu aðilamir sern' bandariskir ráðamenn hafa í rauninni talið viðræðuhæfa eru valdhafar Sovétríkjannia, 'vegna þess eins að þeir ráða§. yfir eldflaugum og kjamorku- vopnum. Samt er nú svo kom- ið að fulltrúar herveldisins mikla vérða að láta sér lynda að setjast að samningaborði með fulltrúum fátækrar smá- þjóðar, eftir að hafa árangurs- laust reynt að kúga hana með ofbeldi árum saman. En gest- gjafi samningamanna og vernd- ari er sá valdamaður í Vest- u-r-Evrópu sem á einarðastan hátt hefur snúizt gegn yfir- gan-gi Bandaríkjanna í Evrópu og gaignrýnt árásarstyrjöld þeirra í Víetnam af , mest.ri einbeittni. Hver svo sem ár- angur samninganna verður sýnir þessi staðreynd hversu mjög Bandaríkin hafa sett of- an, og sú staðreynd verður ekki falin með þeim fávíslega áróðri að mesta herveldi heims hafi ekki ráðið við eina sam- an laumuhermenn frá Norður- Vietnam. Sýrsikennsla I októberlok í fyrra komst Westmoreland hershöfðingi svo að orði um stríðið í Vietnam: „Við heyjum styrjöld í Víet- nam til þess að sanna að skæruheroaður svari ékki kostnaði". Styrjöldin í Vietnam hefur ævinlega' átt að vera sýnikennsla fyrir aðra; þar ætl- uðu Bandaríkin að sanna fá- tækum þjóðum að þeim væri um megn að velja sér ríkis- stjórnLr sem hið vesturheimska stórveldi hefði vanþó'knun á — allar slíkar tilraunir væri unnt að bæla með hervaldi. Víetnamar voru búnir að vinna sigur í þjóðfrelsisbaráttu sinni við Frakka, ög bandarisk. fyr- irtæki höfðu sáralítilla, einka- hagsmuna að gæta í Indó- kína. fhlutun stprveldisins var fyrst og fremst, pólitísk; örlög fólksins í Vietnam áttu að sanna öllum öðrum hvað þeirra gæti beðið ef risið. yrði gegn valdboði Bandaríkjánna; árás- arstríðið í Vietnam var þátt- ur 1 þeirri áætlun stórveldis- ins að drottna yfir hagsmun- um meirihluta mannkyns. Þess vegna verða samningamir í París ákaflega örlagaríkir; þar er um miklu meira að tefla en hina „takmörkuðu styrjöld" í Vietnam; sjálf meginhugsunin í utanrikisstefnu Bandaríkj- anna liggur á samningaborð- inu. — Austri. Ibúafjöláinn á Siglufirði á ýmsumtímum Árið 1930 voru fbúar Sigl fjarðar 2022 talsins, 10 áru síðar voru þeir orðnir 2884 < 1950 var fbúatalan komiin u; f 3060. Árið 1956 hafði íbúu aftur fætokað í 2756 og 1961 2635.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.