Þjóðviljinn - 25.05.1968, Blaðsíða 4
4 SlÐA — MÓÐVTI»ITNN — kaugardsatguir 25. nmai 19®.
Otgeíandl: Samemin garQokkur alþýðu - Sósialistaflokkurlnn.
Ritstjórar: ívar H. Jónsson. (áb.), Magnús Kjartansson.
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustíg 19.
Sími 17500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á mánuði —
Lausasöluverð krónur 7,00.
HernaBarbandalág í háskóla
j fréttatilkynningu frá Stúdentafélagi Háskóla
íslands er gagnrýnd ákvörðun ríkisstjómarinn-
ar að leggja hús Háskóla íslands undir fund hem-
aðarbandalagsins NATÓ í næsta mánuði, og hljóta
þau viðbrögð stúdentanna að vekja almenna at-
hygli. -Hefði raunar ekki verið óeðlilegt, að það
hefðu verið stjórnarvöld Háskólans og kennarar,
sem einnig hér hefðu haft forgöngu og gætt sæmd-
ar Háskólans og virðingar. Vel má vera, að þeir
aðilar hafi þegar mótmælt, þó ekki hafi það
enn verið gert opinskátt. Og ótrúlegt er, ef
sameinuð mótmæli háskólayfirvalda, kennara og
stúdenta, hefðu' ekki getað bægt frá Háskóla ís-
lands vansæmd, ónæði og raski sem hlýzt af fund-
arhaldi hemaðarbándalagsins í húsakynnum Há-
skólans, svo sem rökstutt er í ályktuninni. Mætti
þá einnig ótrúlegt teljast, ef verkalýðsfélögin í
bænum, æskulýðsfélög og fleiri samtök hefðu ekki
viljað leggja Háskólanum lið og margfalda mót-
mæli hans, svo ríkisstjórnin hefði talið rétt að
halda fundinn annars staðar. Væri ekki t.d. tilvalið
verkefni fyrir „fastaflota Atlanzhafsbandalagsins"
að hýsa þennan hemaðarbandalagsfund á skipsfjöl,
einhvers staðar fyrir utan íslenzka landhelgi?
j ályktun stjórnar Stúdentafélags Háskólans er
gagnrýnin studd imeð því að minna á, að þátt-
taka íslands í Atlanzhafsbandalaginu er umdeild
meðal þjóiðarinnar. Athygli er. vakin á því, „að
meðal þeirra ríkisstjóma sem munu eiga fulltrúa
á hinni væntanlegu ráðstefnu eru portúgalska fas-
istastjórnin og gríska herforingjastjómin. Er ís-
lenzku þjóðinni, sem öðrum fremur vill halda í
heiðri frelsi og lýðræði, bein minnkun að því að
fá fulltrúum þvílíkra einræðisstjórna afnot af
æðstu' menntastofnun sinni til fundahalda“, seg-
ir í ályktuninni. -
J^oks er fjallað um innri mál Háskólans, og segir
þar m.a.: „í þriðja lagi telur stjórn Stúdenta-
félags Háskóla íslands einsýnt að átelja beri harð-
lega alla þá röskun sem hlýzt af nálega tíu daga
algerri lokun - Háskólans, þrátt fyrir úrbótavið-
leitni varðandi lestraraðstöðu af hálfu forráða-
manna Háskóla íslands. Má nefna m.a. að prófess-
orar fá ekki aðgang að vinnuherbergjum sínum
þessa daga, stúdentamir verða að yfirgefa lesstof-
umar í skólanum sjálfum og háskólabókasafninu
verður algerlega lokað. Benda verður á í þessu
sambandi rö starf og nám fer fram innan veggja
Háskóla íslands allt árið, enda les nú hluti stúd-
enta eða vinnur að ritgerðum yfir sumarið.“ Og
hinni „eindregnu gagnrýni“ stúdentanna lýkur
með því, að lýst er ánægju þeirra. vegna aukins
skoðanafrelsis í Háskólanum, en hins vegar sé
vandséð að fulltrúar framangreindra einræðis-
stjórna, er halda uppi skoðanakúgun í löndum sín-
um, eigi á sama tíma heima innan veggja Háskól-
ans. Væri æskilegt að ríkisstjómin léti gagnrýni hár
skólastúdentanna sér að kenningu verða og hætti
við að hýsa fundinn í húsakynnum Háskólans. — s.
Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útyarpsdagskrána
Vinningarnir / happdrættinu
Skólakeppni útvarpsins lauk
með mjög naumiim sigri
Menntaskólans í Reykjavík.
Fannsit oíkikur þó sem. að Vél-
skólinn hefði verið betur að
sigirinum kominn, því að í
raiuninni sýndi hann alltaf
betri leik. Hahn leysti að jafn-
aði betur úr hiraum erfiðari
spumingum, en flaskaði stund-
um á hinum léttari. Að lokum
urðu svo boðorðin honum að
fialli og rná það reyndar furðu
gegna.
Anniars kom það furðu oft
fyrir í þessum spu m ingaþ átt-
um, að nemendur stóðu á gati
í kristnum fræðum. Voru þó
spumingar af þessu tagi aldrei
þyngri en svo, að hvert meðal-
greimt fermingarbam hefði átt
að geta leyst úr þeim. Þekk-
ing á kristnum fræðum og
kristnum bókmenntum er
menntuðum nútijmamanni engu
óniauðsynlegri en þekking á
griskri goðafræði og bókmennt-
um. Það er t.d. engu ónauðsyn-
legra að þekkja kærleiksóð
Páls postula en vita nafnið á
móður Ödipusar, svo að cjæmi
séu tekin úr áðumefndri
spumin gakeppni.
Misjöfn eru verð-
laun útvarpsins
Útvarpinu virðist vera nokk-
uð mislagðar hendur um verð-
launayeitinigar. í skólakeppn-
inni voru aðeins ein verðlaun
veitt, tíu þúsund krónur, og
má segja að allmjög sé skorið
við nögl miðað við fyrri verð-
laún í sambærilegri keppni. Ef
til VlM er spamaðar- og kjara-
skerðingarboðskapur ríkis-
stjómiarinniar. hér að verki.
Hitt er þó enn nánasarlegra,
að þeir sem lentu í öðru og
þriðja sæti og höfðu staðið sig
mjög vel, skyldu aðeins fá
eina bókarskruddu sameigin-
lega í ómakslaun. Hefði þó
ekki mátt minna vera, að þeir
fengju sína bókina hver.
í verðlannagetraun Svavars
Gests var stofnunin öllu ríf-
ari í roðunum. Þar voru verð-
launin ferðalag til útlandsins
upp á nokkra tugi þúsunda.
Þetta var þó engin getraun,
heldur happdrætti, því að
þrautin var svo létt, að jaifln-.
vel ég taldi mig hafa fundið
rétta lausn, og er þá langt
til jafnað.
Sá bezti þrátt
fyrir vankanta
Það var víst upp úr áramót-
um, að Svavar tók að venja
komur sinar í útvarpið og hef-
ur verið þar annað hvert
sunnudagskvöld. Svavar er
alltaf sjálfúm sór líkur, og við
mynduim eklki kjósa að hafa
hann öðruvísi. Honum fyrir-
gefst mikið, því að hann talar
mikið. Hann er eins og happ-
drætti, ektei með einum vinn-
ingi stórum, eins og verðlauna-
getraunin hans, heldur með
mörgum smáum. Og svoleiðis
eiga happdrætti að vera. Megin-
hluti hinna mörgu orða, sem
af vörum hans streyma, eru
að vísu lítils eða einkis virði.
Ðn stumduim gloppast upp úr
honum sniðugir brandarar. Það
eru vinningamir í bappdrætt-
inu. Þess vegna hlustum við
ávallt með nokkurri eftirvænt-
ingu á Svavar i þeirri von, að
við hlreppum þó ekki væri
nema einn smávinning í happ-
drættinu Út og suður.
Hitt er þó skylt að viður-
kenna. að skemmtiþættir Svav-
ars eru, þrátt fyrir ým9a van-
kahta, það bezta sem útvarp-
ið hefur lagt okkur til af létt-
aira taiginu.
Vorbragðið
Samkvæimit almaniakinu er
komið vor, enda komið vor-
bragð af dagskránni. Seinni-
partinn í vetur og í vor hefur
borið óvenjumikið á að flotið
hafi með í dagskránni lélegt og
leiðinlegt efni og skal þó fátt
eitt nefint. Nauða ómerkilegar
smásöigur heyrast að minnsta
kosti aðra hverja vitou. Þættiim-
ir um daginn og veginn hafa
margir verið ákaflega þunnir
í roði, og bar þó einn af. Það
var þáttur Ófeigs Ófeigssonar
læknis. Maðurinn var argur út
í allt og alla og leiðinlegur úr
hófi fram. Að vísu var honum
nokkur vorkunn, því að ein-
26-5 1968
hverjir strákapraktoarar höfðu
farið ómildum höndum um eig-
ur hans og umráðasvæðd. En
ályktanir þær og hugleiðingar,
er spunnust út af þessari per-
sónulegu reynslu voru eigi að
siður ærið hæpnar.
En þeir í útvarpinu, hafa
víst taJið þetta heilsusamlega
huigvekju, því að þáttur þessi
var errdurtekinn.
Þáttur Matthíasar Eggerts-
soniar á Skriðuklaustri finnst
mér að verið hafi sá bezti sem
fluttur hefur verið á þessu
ári. Ádeilan var skemmtilega
orðuð, stundum dálítið mein-
leg og hitti alltaf í mark. Hefði
þáttur Matthíasar verið, að
mínu viti, gimilegri til endur-
tekningar en þáttur Ófeigs.
Annars vitum við ekki hvaða
regíur gilda um endurtekningu
útvarpsefnis. Hinsvegar finnst
okkur stundum, að þar muni
hluittoeisiti vera látið ráða.
Þáttur Tómasar Ámasonar
hæstiaréttarlögmanns var dá-
góður. Hann kom víða við og
ræddi um landsins gagn og
nauðsynjar upp á gamlan og
góðan máta, og af rólegri skyn-
semi.
Atvinnumál og
síðkvöldalestur
Þættimir um atvinnumál,
sem fluttir eru vikulega af Egg-
erti Jónssyni hagfræðingi, eru
fremur þurrir og leiðinlegir,
en þó er þar ýmsan fróðleik
að finna. Einhvem veginn
finnst okkur, sem þættir þessir
hpfi annan tilgang en að f ræða
hlustendur um gang atvinnu-
vegamna. Þó getum við ekki
almennilega áttað okkur á,
hver sá tilgangur sé.
Lokið er nú lestri þeim, er
Thor Vilhjálmssoin hefur hald-
ið uppi á siðkvöldum undan-
famar vikur.
Ekki heyrði ég upphaf bók-
a'rinnar, og veit ekki hvort
nokkur grein hefur verið gerð
fyrir henni í upphafi lestranna.
Hinsvegar gat ég aldrei áttað
mig á hvort þetta var ferða-
saga í skáldsöguformi eða
skáldsaga í ferðabókarformi.
.Eigi ég að vera hreinskilinn
fannst mér þetta mjög leiðin-
legt og þreytandi útvarpsefni.
Svipir dagsins og nóttin voru
eigi'hlega alstaðar eins, hvert
sem höfundur flæktist, fólkið
alstaðar jafn leiðinlegt, lífs-
þreytt og sálarlaust.
Skylt er þó að geta þess, að
kaflinn um Erasmus frá Rott-
erdam skar sig mjög úr öðrum
köflum bókarinnar, og átti þar
eiginlega ekki heima. Hann
var mjög skemmtilegur og því
hinn ánægjulégasti á áð hlýða.
Ef einhver segði mér, að þetta
væri bókmenntalegt listaverk,
myndi ég hiklaust trúa því og
hafa það til sannindamertois,
að mér, seim aldréi héfur auðn-
aizt að etoilja hugtakið líst,
skuli finnast það leiðinlegt.
„Pillan"
Kynferði sf ræðslan lá ndðri
um páskana, em var tekin upp
að nýjú, er touldakastið mikla
hófst í síðari hluta april og
endaði með umræðufundi
nokkurr-a ágætra manna.
Sú spuming vaknaði hjá
mér, þegar ég heyrði um hina
ört vaxandi notkun pillunnar
margnefndu, hvort ekki væri
tímabært, að taka hana inn í
vísitöluna, hafi það etotoi þeg-
ar verið gert.
Umræðufundurinn var mjög
friðsamur og allir sem þar
tóku til máls voru fullir skiln-
ings og samúðar, hver í ann-
ars garð, sem og gagnvart til-
verunni allri, og mannlegri
náttúru.
Það eitt þótti mér á vanta,
að engin kona var höfð með í
spilinu. Það hefði aukið á fjöl-
breytni fundarins. þótt ekki
hiefði verið nema ein kona
höfð með í ráðum, að sjálf-
sögðu lifsreynd, skilningsríto,
hjartagóð og kynfróð.
\ Plágan mikla
En allt það, sem nefnt hef-
ur verið af leiðinlegu útvarps-
efni hér að framan, eru þó
hreinuistu smámundr og hé-
gómi, borið saman við þá
mikiu plágu, sem þrúgiar lands-
lýðinn þessa doigana, og á enn
eflir að vaxa og miairgfald'ast á
næcstu döguim. En það er, um-
ferðarbreytingin yfirvofandi.
Við verðum að visu, að viður-
kenna hina hundleiðinlegu um-
ferðarþætti, sem illa og óum-
flýjanlega nauðsyn. Umferðar-
breytinigin er eins og hiöfuð-
skepnumiar: Við höfum ekki
óskað eftir henni en verðum
að géra það sem í mannteigu'
valdi stendur til þess að hún
valdi okkur sem minnstum bú-
sifjum. Eitt getum við þó af
þessu öllu lært, þótt það sé
í raundnni átoaflega dapurleg-
ur lærdómur. Mannskepnan
stendur í raun og veru miklu
berskjaldaðri ga,gnvart nútíma-
áróðri, en gagnvart hafís, eld-
gosum og öðrum náttúrubam-
förum.
Það hefur barið við nokkrum
sinnum í vetur, að fréttamenn
útvarpsins hafa kallað á sinn
fund Pál Bergþórsson veður-
fræðiriig og innt hann frétta um
veðuirhorfur. Lengst af hefur
Páll verið næsta tregur til að
spá og verið ærið varfærinn
í svörum, og fremur svartsýnn
á skjótar batahorfur. f síðasta
kuldakasti var hann enn spurð-
ur. Þá gaf hann þá yfirlýs-
ingu í lok viðtaisins, að það
ætti að hlýna í maí. Meira get
ég ekki sagt, bætti hann svo
við að endingu.
Nokkrum dögum síðar gerð-
ist það, að sú frétt birtist í út-
varpinu, að biskup hefði lagt
fyrir presta sína að biðja með-
ril annars um batnandi veður-
fiar á komandi bænadegi, og
var bað viturieg ráðstöfun og
tímabær.
Hitt skal svo ósagt látið.
hvort Páll hefur haft pata af
hinni fyrirhuiguðu bænagjörð
biskups, þegar hann birti spá
sína, eða bvort, biskup hefur
vitað um veðurspá Páls, þegar
hann ákvað að biðja um gott
veður. Hvað sem um það er,
haifa vísindi og trú laigzt á eitt
með að létta áhyggjúr þeirra,
sem barizt hafa við harðan
vetur og kalt vor.
En í dag, meðan prestarnir
sömdu bænaprédikanir sínar
og forsætisráðherrann flaug
yfír hafisinn, langvall spóinn,
en sólin hellti brennheitum
geislum yfir vetrarkalda jörð.
Byrj'að á sumardaginn fyfsta,
endað 18. miaí, 1068.
Skúli Guðjónsson.
FÍFA auglýsir
Ódýrar gallabuxur. molskinnsbuxur. terylene-
buxur, stretchbuxur, úlpur og peysur. — Regn-
fatnaður á börn oe fullorðna.
Verzlunin FÍFA
LAUGAVEGI 99 —
(inngangur frá Snorrabraut).