Þjóðviljinn - 03.09.1968, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.09.1968, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÖÐVIUINN — Þriðjudagur 3. september 1968. MICHAEL HALLIDAY: ÚR SKUGGUNUM urðu það? Þú barft að hjálpa honurn. Hún leit aftur á son sinn, sneri sér síðan að vaskafatinu í her- bergishominu. Canning opnaði sjúkrakassann. tók upp bómull, litla flösku af Dettol og ýmislasrt smádót. Hann vissi ekki almenni- lega hvað hann átti að gera, Sárið virtist svo ljótt. Loks lagði hann handklæðið á bringuna á Bob og fór að baða sárið. — Blandaðu Dettol, sagði hann. — Ekki of sterkt. Settu síðan ket- ilinn yfir og náðu í hitapokann binn. Hún fór burt eins og í leiðslu, leit á Bob, lokaði síðan augun- um eins og til að útiloka það sem hún sá. Canning hreinsaði sárið með natni. Hann var með sterklegt hrjúft andlit, með þykkar grá- a.r augabrúnir, þykkt grátt hár, stutt og breitt nef og stóran munn. Hann beit saman vörun- um. Smám saman tókst honum að hreinsa burt storkið blóðið og skurðurinn sjálfur kom í Ijós — svo sem þumlungur á lengd og rétt undir kinnbeininu. Þetta var ekki svo voðalegt. Belle kom til baka. — Á ég að sækja konjak? Já, ég ætla að gera það. Hún 'færði sig naer dyrunum. — Ekki. strax. sagði Canning. — Ertu þúin að setja ketilinn yf- ir? — Auðvitað. sagði hún ólund- arlega.,— Ég get ekki Iátið sjóða á honum. Og ég ætla að ná í konjak. Hún flýtti sér út úr her- berginu og skildi dymar eftir opn- ar. Hún hafði ekki hátt, en Cann- ing heyrði hana ganga niður stig- ann. Það var ekki líklegt að hún vekti þau hin, ef þau voru ekki vöknuð nú þegar. Hann hefði vilj- að sjá dymar á herbergjum þeirra. Hann gekk að fatinu og vatt svampinn; hvítt postulínið varð rautt. Þegar hann kom að rúminu bærðj Bob augnalokin. Canning þerraði sárið aftur; nei, þetta virtist alls ekki svo afleitt. Hann lagði gasbindi yfir sárið en festi það ekki; hann var ekki sérlega slyngur í hjálp i viðlögum. Eftir nokkrar mínútur ætti Bob að geta útskýrt hvað komið hefði Hárgreiðslan Hárgreiðslu. og snyrtistols Steinu og Dódó Laugav 18. III hæð (lyíta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiöslu- og snyrtistoía Garðsenda 21 SÍMl 33-968 fyrir; hvers vegna honum var svo mikið í mun að enginn vaknaði. Þetta væri eitthvað slæmt, það var Canning viss um. Hann sat uppi með taugáveiklaða eigin- konu og misheppnaðan son. Slæman? Eða veiklundaðan? Hvað svo sem gerzt baíði, þá yrðj þetta erfiður dagur;, jafnvel þótt það væri ekki eins slæmt og það leit út fyrir. þá myndi Belle vakka á milli móðursýki og geð- illsku. og hann fengj lítinn vinnu- frið. Hann fann með sjálfum sér að þetta mát,ti kallast tilfinninga- leysi, en ef eitt varð ekki til að trufla hann, bá kom annað upp á; hann var miklu fremur bitur eri tilfinningalaus. Belle kom til baka. — Hvémig líður honum? Ég er með — Róbert! sjáðu. hann er að opna augun hann er að rakna við. Hún þaut að rúminu og féll á kné. greip um hægri höndina á Bob. — Róbert, þetta er mamma. Segðu mér hvað gerð- ist; hver fór svona hræðilega með þig? Hún hafði ekki lokað á eftir sér. j Canning gekk að dyrunum. Það var ekkert ljós undir hurðinni hjá Celiu og ekki heldur hjá Matthew. Hann lokaði dyrunum blióðlega og leit síðan á konu sina sem starði inn í hólfopin auguo á Bob. Hann var að væta varimar með tungunni. Canning tók slopp Bellu af stólbaki og vafði honum um axlir hennar, fór síðan í sinn eigin slopp. Bella var enn að bulla; tala rugl. Hann brilti vatni í glas og fór með það að rúminu. — Fyrirgefðu, Bella. Hann setti riasið á náttborðið, tyllti sér á rúmstokkinn og ■ renndi hand- legenum undir herðar Bobs. — Seztu upp, Bob, ég skal gefa ^ér að drekka. Bob revröi að setjast upp og '-veinkaði sér. — Mér — mér er svo illt í öxlinni. — Hver fór svona með þig? spurði Bella skerandi röddu. — Hann skal fa það borgað. því get ég lofað. — Hvorri öxlinni? spurði Canning. — Þeirri viostri. — Já, reyndu að setjasf upp. Canning gat þokað honum upp. — Settu kodda undir herðam-ar á honum hinum megin, Bella. Aldrei þessu vant hlýdd-i hún moglunarlaust og hann bar glas- ið að vömm Bobs. — Viltu te- sopa, Bob? — Já, — ég held það. — Gefðu honum konjak, nauð- aði Bella. — Já, allt í lagi. En Bella hafði ekki komið með skeið. Canning sótti skeið í skápinn hjá vaskatfatinu, fyllti hana og bar han.a að vörum Bobs. Bob var með hálflokuð augun í birtunnl. Hann var gráfölur í andliti og hann fann bersýnilega til. þetta var ekki 'leikaraskapur. — Leyfðu mér nú að líta á þessa öxl, sagði Canning. Hann væri víst litlu nær þótt hann liti á hana. — Getum við náð jakk- anum af þér? — Ég skal réyna. Bob beit á vörina. Þeim tókst að renna jakk- anum út af vinstri öxlinni, færðu hann síðan alveg úr honum. Það var ekkert hlóð. — Þetta er ekki eins slæmt og ég hélt, en — — Ég skal klippa á erminia, sagði móðir hans í skyndi. — Andartak. Komdu ekki við hanri Georg. Hún flýtti sér að snyrtiborðinu, opnaði skúffu, rótaði eftir skærunum. Stundum var bún furðolega athafnasöm, stundum hjálparvana; það fór eftir skapinu. Hún' klippti erm- dna sundur; undir. skyriunni var Bob í óhreinum nærbol. Öxlin virtist dálítið bólgin; þegar Caendng þreifaði varlega á henni, kveinkaði Bob sér aftur. — Því fyrr sem #við náum í lækni, því betra sagði Canning. — Hvað er klukkan? Haen leit á klukkuna á arinhillunni, hún var hálfsex. — Við getum kannski beðið einn eða tvo tíma, svo — — Ég vil ekki lækni, sagði Bob með ákefð. — Þið megið ekki kalla á lækni. Það var ótti í augum hans á- samt sársaukanum. ótti sem vakti meiri ugg hjá Canning en líkam- legu meiðslin. — Af hverju ekki? spurði hann. — Hvað hefur komið fyrir, Bob? Bella hafði fært sig frá rúm- inu eins og hún væri líka altekin ótta, og þau horfðu bæði á son sinn. 2 Bob lokaði augunum og kippir fóru um andlitið á honum. Cann- ing leit á Bellu og hún leit af piltinum. Augu þeirra mættust í andairtaiks skilningi; óttinn við það sem í vændum var tengdú þau saman eins og eitt rinn hafði verið alvanallegt og þódýrmætl: og þetta var nú næstum gleymt. Bella hreyfði sig ekki en leit aftur á Bob Hann lá enn með lokuð augu og vætti varimar með tungunni. Það fór að hvína í hraðsuðu- katlinum. — Viltu ekki búa til teið, sagði Canning. — Eða á ég að gera það? — Nei, ég skal gera það. — Allt í lagi. Vertu rólegur, Bob, hélt Canning áfram. — Viltu sígarettu? — Þökk fyrir. Orðin heyrðusti varla. i Canning gekk að jakka sínum sem hékk á stólbaki, tpk fram sígarettuvegki og kveikjara, kveikti í sígarefctu, hallaði sér yf- ir rúmið og bar hana að vörum sonar síns. Nú var hann nærri Bellu. Hún hafði sett vatn á hita- pokann' og búið til teið; teketill, bollar og diskar, mjólk og sykur bafði verið til r.taks fyrir morg- undaginn. Hún var mjög ‘róleg; Cannimg vildi ekki gizka á hive lengi það stæði. — Ég ætla að láta það tnekkja smástund. — Já. Canning lagði handlegg- inn um herðar henni; hún var komin í sloppinn og búin að binda beltið. Hún var með grannt mitti, það voru ekki margair fjörutíu og fjögurra ára konur með bet.ra vaxtarlag. og því eldri sem hún varð. því meira minnti hún á brothætta postulírisbrúðu. — Settu mikinn sykur í boll- ann hjá Bob og fáðu þér bolla sjálf, hélt hann áfram, kveikri sér síðan í sígarettu og virti son sinn fyrir sér. Bob totfaði sígar- ettuma með alltof mikilli áfergju og varir hans skulfu eins og hann væri gráti nær. Hvað í ósköpun- um hafði hann gert? Bella hellti í bollann og rétti Bob teið sitt. — Þakk fyrir. Bob tók bollanr. af undirskálinni sem hún hélt á og dreypti á. Hann var ósköp unglinigslegur. Síðan h-ann fékk konjakslöggima var litarháttur hans ögn hressilegri. en honum var ekki nógu heitt. Canning tók jakkann sinn af stólbakinu og lagði hann á herðar Bobis, síð'an kveikti ,hann á rafmagnsofninum og fór og lokaði glugganum. Þeg- ar hann var búinn að bvi lagði Bob frá sér bollann. — Ég vil ekki meira. — Bara dálít.ið meira. elskan, bú þef'ur gott 'af því. — Ég — — Ljúktu úr bollanum. sagði Canning. Bob tók bollann upp aftur bljúgur í kragði, lauk við teið og hallaði sér síðan út af á kodd- ann. Nú lokaði hann ekki aug- unum, heldur leit af móður sinni á föður sinn, síðan aftur á móður sína eins og hann vissi að þar væri samúðar að vænta. Hann var með tárin í augunum. 'toik- lundaður var rétta orðið, það vissi Canning; hann var ekki þreklaus — en veiklundaður, ein- þykkur og þrjózkur. — Robbi minn, þú verður að segja okkur hvað kom fyrir. Bella notaði nafnið frá bemskuárun- um. — Við skiljum það, hafðu engair áhyggjur. Við skiljum það hvað svo sem það er. ' Canning stóð grafkyrr og kvíðinn var að gera út af við hann. Hann langaði mest til að gefa syni sínum utanundir, ef hann færi ekki að leysa frá skjóðunni. Hann stóð með kreppta hnefa og samanbitnar varir. — Ég brauzt inn í hús, tautaði Bob. Hann lokaði augunum aft- RAZNOIMPORT, MOSKVA RUSSNESKI HJOLBAROINN ENDIST Hafa enzt 70.000 Km akstur samkvsmt vottoröl atvlnnubllstjóra Faest hjá flestum hjólbarðasölum á landinu Hvergl lægra verð ^ 1 esi SÍMl 1-7373 TRADING CO. HF. BRAIVDfS A-1 swsa: Með k|öti9 með fiski9 með hverjn sem er SKOTTA — Af hverju erum við eiginlega að halda upp á afmæli sikólans, það væri skiljamlegt ef við fengjum hærri einkunndr... Bílasalinn VIÐ VITATORG Símar: 12500 og 12600. Bílasala — Bílakauv — Bílaskipti Bílar fyrir skuldabréf: Taunus 12 M ’63 Taunus 17 M ’63 Zephyr 4 ’63 Mercedes Benz ’58, ’59, ’61 og ’63 -DAF ’63 Skoda Oktavía ’63 Rambler ’61 og ’65. Einnig nokkrir sendiferðabílar með Ieyfúm. Opið alla virka daga frá kl. 9,00 — 22,00. Laugardasa frá kl 9.00—18.00 Ódýrt! - Ódýrt! Dömubuxur, telpnabuxur, skyrtupeysur heilar og hálferma á drengi, térylenebuxur, gallabuxur. úlpur Siggabúð Skólavörðustíg 20. ÚTSALA Útsala í nokkra daga. — Storlækkað verð. O. L. Laugavegi 71 VÉLALEIGA Símonar Símonarsonar. Sími 33544. Önnumst múrbrot og flesta loft.pressuvinnu. — Einnig skurðgröft Rýmingarsala m.a. kvenblússur, herrasportpeysur, herrasport- blússur, telpnastretchbuxur. telpnapeysur og sum- argallabuxur Drengjapeysur skyrtur, sportblúss- ur og terylenebuxur Verzlunin FÍFA Laugiavegi 99 (inng. frá Snorrabraut).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.