Þjóðviljinn - 03.09.1968, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.09.1968, Blaðsíða 4
4 SíÐA — ÞJOÐVIUTNN — Þriöjudagur 3. september 1968. tJtgefaaidi: Samejningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkuriim. Ritstjórar: ívar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðeson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línrur). — Áskriftarverð kr. 120,00 á mánuðd. — Lausasöluverð krónur 7,00. „Friðsamleg sambúð" |>egar slota tók þvi tímabili alþjóðaimála sem nefnt var kalda stríðið tók við nýtt sem kennt hefur verið við friðsamlega sambúð. Þau umskipti voru studd mörgum álitlegum rökum og vöktu miklar vonir hjá almenningi um menningarlegra ástand í heiminum. En kenningin um friðsamlega sambúð hefur þróazt í þá átt að hún er bundin við risaveldin tvö,.Bandaríkin og Sovétríkin, sem hvort uím sig ræður yfir tortímingarvopnum sem ger- eytt gætu heimsbyggðinni. Hugmynd þessara stór- velda um friðsamlega sambúð er augljóslega í því fólgin að þau eru að skipta heiminum í áhrifa- svæði, og hvort um sig tekur sér vald til íhlutunar á sínu svæði án afskipta hins. Sovétríkin og nokkur fylgiríki þeirra hernema Tékkóslóvakíu og hafa hin freklegustu afskipti af innanlandsmálum smá- ríkisins — en senda Bandaríkjunum áður kurteis- lega tilkynningu um afrekið. Á sama hátt hafa Bandaríkin beitt ofurvaldi sínu til þess að skipa smáríkjum fyrir verkum á áhrifasvæði sínu í Hóm- önsku Aimeríku og víðar — og trúlega sent Sovét- ríkjunum tilkynningar áður. ^ugljóst er að þessari skiptingu heimsins í áhrifa- svæði er ekki lokið enn. Sumstaðar 'telja stór- veldin sig bæði hafa hagsmuna að gæta og hafa ekki enn komið sér niður á það hvernig haga skuli sundurhlutan samkvæmt prósentureikningi. Hins vegar hafa Bandaríkin ætlað sér mun. stærri hlut í þeirri skiptingu og sýnt það í verki með miklum árangri. Til að mynda hafa þau í hátt á fjórða ár haldið uppi mestu loftárásum mannkynssöguhnar á Norður-Víetnam. Norður-Víetnam er sósíalist- ískt ríki og hafði gert mikla samninga við Sovét- ríkin, en engu að síður hefur smáríkið eitt orðið að standast árásir hins vesturheimska stórveldis og aðeins fengið vopn til að verja hendur sínar. Vafalaust er áformað að það mál verði að lokum leyst með einhverskonar reikningsdæmi um á- hrifasvæði. Jþessi þróun er afskræming á öllum hugmyndum um friðsamlega sambúð. Forsendur friðsam- legrar sambúðar eru þær að virt sé sú meginregla að hvert ríki njóti sjálfstæðis og fullveldis án nokkurrar íhlutunar annarra, og í annan stað er það forsenda friðar í heiminum að fátæku þjóð- iraar, þar sem meirihluti mannkyns býr nú við hungurkjör, fái að njóta efnahagslegs jafnréttis en séu ekki arðrændar af klúþbi hinna auðugu ríkja. Þessi óhjákvæmilegu siðferðilegu viðlhorf virðast ekki eiga auðvelt uppdráttar í heiminum um þessar mundir, en þó munu þau sigra að lok- um ef mannkynið á að eiga sér framtíð. Það hef- ur ekki farið dult að siðferðilegur styrkur kjam- orkuveldanna miklu hefur minnkað í sama hlut- falli og efnislegt vald þeirra hefur aukiz'f, en það er hinn siðferðilegi grundvöllur -sem að lokuim sker úr um framtíðarþróunina. Stóveldi rísa og hníga, þrátt fyrir öll vopnavöld sín, en hugmynd- imar breyta rás mannkynssögunnar. — m. Lærdómur síldveiðanna í síðustu viku skýrði ríkisút- varpið frá því, -að búið væri að salta rúmlegia 21 þús. tunniur af síld frá Svalbarðamlðum. Af þessu magni hefur Valtýr >or- stelnsson frá Rauðuvík látið salta 7.500 tunnur um borð í færeyska skipinu sem hann hafði á leigu.^og gerði að fljót- andi söltunarstöð á miðunum. Nú er þetta skip hætt söltun, þar sem Valtýr mun ekki hafa .treyst sér til að leigja það leng- ur eftir að veiði minnkaði á miðunum. Rúmlega 800 tunnur voru saltaðar úr togaranum Víkingi á Siglufirði, sem flutti síldina þangað ísvarða í stíum. Eftir þessu hafa verið saltað- ar um borð í sjálfum veiðiflot- anum öllum samtals innan við 13.000 tunnur af síld. Þar með er' komið á daginn það sem ég sagði fyrir í byrjun sildveiðanna á þessum miðum. að veðiskip- immeð þær skipshafnir sem þau hafa. hefðu litla og slæma að- stöðu til söltunar. Norsku sild- 'veiðiskipin sem salta eigin síld um borð og veiða með snurpu- nót, þau bafa stærri skipshafn- ir. enda er fyrirfram ákveðið. að þau veiði einungis í salt en ekki í bræðslu. Hér er tvennu ólíku saman að jafna. Sé árangur sá athug- aður. sem fékkst með síldar- söltun Valtýs Þorsteinssonar á miðunum, svo og síldarsöltun Norðmanna, þá getur mönnum tæþlega dulizt. að í heild hefur hagnýting síldarinnar á þessum miðum til söltunar svo og ann- arrar nýtingar til manneldis, al- gjörlegá farið í handaskolum, þegar miðað er við hvað hægt hefði verið að gera. Það hlutu allir að sjá í byrjun þessarar sildarvertíðar þegar menn vissu hvar .síldarmiðin yoru staðsett, að ekkert minnsta vit var í bví. að leggja áherzlu á síldarflutninga af þessum mið- um til br'æðslu moð því verði sem nú er á sildarmjöli og lýsi. Hitt átti'líka að liggja opið fyr- ir. að nauðsyn baeri til að bag- nýta síldaraflann til maoneldis éftir því sem kostur væri á. Það eítt gat gefið fyrirheit um; að útgerðarkostnaður fengist greiddur. Hér hefur verið farið þveröfugt að. Áherzla hefur verið lögð á síldairflutninga til bræðslu enda þótt engin von væri til, að slíkir flutningar gætu borið sig f.iárhagsiega. Hinsvegar hefur lítið verið gert af viti til að hagnýta sildina í salt eða til frystingar. Þama eru aðeins tveir Ijóéir punktar, annarsvegar tilraunir Valtýs' til söltunar um borð í flutninga- skipi á miðunum og hinsvegar. flutningur togarans .Víkinigs á ísvarinni síld til Siglufjarðar. Sá var þó galli á síldarflutning- um Víkingsins, að síldin var ís- uð í stíur en ekki í kassa. Af þessarrástæðu var aðeins nokk- ur hluti farmsins nothœfur í salt. Vanur síldarsöltunarmiaður frá Siglufirði sem athugaði Vík- ingssíldina uim borð í skipinu og aítur í „síldarkössum“, hann tjáði mér að síldin hefði farið verst í sjálfri uppskipuninnd. Þetta er skiljanlegt þeim sem hafa þekkingu á þessum hlut- um. Það er ekkert vafamál að farmur Víkingsins hefði svo til allur verið söltunarhæfur ef hann hefði verið fluttur ísvar- inn í 70 lítra fiskikössum. Þetta gefur auga leið, hvað hægt er að gera á þessu sviði. aðeins ef rétt er fnrið að og sá útbúnað- ur notaður sem beztur er til slíkra flutniiíigia. í l>essu sambandi er rétt að geta þess, að Siglfirðdngar stofn- uðu félag sem barðist fyrir slík- um síldarflutningum í kössum af miðum fyrir fáum árum. Þeir Iétu gera teikningu af öllum út- búraaði um borð í slíku flutn- ingaskipi, en þar við situr. Nauðsynlega fyrirg.reiðslu til að hrindia þessu í framkvæmd hef- ur skort til þessa. Hefði áherzla verið 15gð á að 'bagnýta síld- ina til söltunar og í fryst- ingu í stað bræðslu og sam- Viana ásamt nauðsynlegri fyrÍT- „Nú bíða menn eftir því, að síldin haldi vestur á leið og nálgist Austurlandið éinhvern tíma seint I haust, og þá á að salta“. 'Þegar sumiairsíldveiðitíminn nálgaðist í ár mátti lesa í norsk- um blöðum auglýsingar eftir mönnum sem væru vanir sildar- söltun á hafi úti. Hvergi sá mað- ur slík auglýsingu hér í blöðum. Hér virðast menn líta þannig á málin, að allir kunni allt er viðkemur framleiðslu á fisk- og síldarafurðum þó þeir hinir sömu bafi aldrei nœrri slíkri framleiðslu komið. Og þó er sannleikurinn sá, að slík fram- leiðsla er skilyrðislaust háð þekkingu og mikilli þj álfun í starfi, ef sæmilega á að takast. Vegnia þessa vanmats á nauð- synlegri þekkingu þegar í hlut eiga framleiðsluvörur sjávarút- vegs ýmsar, sem velgengni þjóð- ar á öllum sviðum stendur og fellur með, þá erum við að verða einskonar utanveltuigeml- inigar á þessu sviði, í stað þess að vera forustuþjóð. Það er þessa þróun vanmats og auminigjaskapar sem verður að stöðva og hefj a i henn-ar stað sókn á öllum sviðum fiskfram- leiðslu, sem byggist á þekkingu og þjálfun í starfi. Ef þjóðin tileiknar sér ekk; þennan sann- leika, þá getur hún ekki orðið efnalega óháð öðrum. greiðslu lánaistofnian,a hefði ver- ið fyrir hendið, þá gæti nú um mánaðamót ágúst — september verið komin hér mikil síld á land, þrátt fyrir fjarlægð mið- anna, slæma veðráttu og margs- konia-r erfið-léika sem því eru samfara. Nú bíða menn eftir því að síldin h-aldi vestur á leið og nálgist Aus-turlandið einhvern tíma seint í ha-ust og þá á að salta. Þetta er engin fyrirhyggja og i algjöru ósamræmi við þá möguleika sem breytt tæknj síð- ustu áratuga hefur lagt mönn- r.m upp í hondur. . : HSKIMAL ettif Jéhann J. e. Kúld borð í veiðiflotanum, án þess að gera ráðstafanir til, að svo gæti orðið. Þetta var hægt en ekki gert. Til þess þurfti stærri skipshafn- ir á skipi-n, ef það átti að vera framkvæm-anlegt. Svon-a lÖguð mistök eru leiðinleg og dýr fyrir þjóðarheildina, því að það er hún sem endanlega verður að greiða kostnaðinn. Ég veit heldur ekki hvað Landssamb. íslenzkra útvegs- manna hefu-r hu-gsað viðvíkj- andi söltun á miðum. Líklega hafa þeir menn sem þar ráða. ekki æ-tlað qð leggja nein-a á- herzlu á síldarsöltun á mið- unum. því að reikna ver*Sur með, að þeir hafi vitað hvað til þess þurfti, ann-að er varla hugsanlegt. En leiga á tveimur flutningaskipum til að ann-ast saltsíld-arflutninga frá veiðiflot anurn í land, þær ráðstafanir eru í en-gu samræmi við aðstöð- una til söltunar ura borð í sjálf- u-m veiðiskipunum. Von-andi læra menn af þeim mistökum sem gerð h-afa verið í sambandi við hagnýtin-gu sild- ar frá Svalfoarðamiðum. En þe-ssi mistök voru óþörf og eru ekki samboðin fiskveiðiþjóð. í fyrsta lagi er sú síid, sem söltuð er þegar komið er fram á vetur ek-ki eins góð vara og sú sem söltuð er frá síðari hluta júlímámaðar og fram í sept- ember. • í öðru lagi þá er en-gin vissa fyrir því að síldin nálgist ís- land í ár þó allir voni það. Mér er ekki kunnugt u-m, hve mikill hluti síldarinnar við Svalbarða er af norskum stofni og hvað af íslenzkum. En verði norski stofninn yfirgnæfandi, þá getu-r frá minu leikmanns-sjón-armiði skapazt sú hætta, að síldin haldi suður og síðan austur, upp að Noregsströnd, en f-ari ekki vest- ur á okkar Austfjarðiamið. Við skulum bara vonia og biðja um, að þetta verði ekkí á þessu hausti, því að undfr það erum við illa búnir og verr en þyrfti að vera. f þriðja laigi og það tel ég þun-gt á metum í þessu sam- ban-di, að allri okkar saltsíldiar- sölu og möguleikum til sölu á írosinhi síld er al-gjörlega teflt í tvísýnu með því að nota ekki ú-t í æsar þá möguleika sem þrátt fyrir allt eru fyrir hendi á meðan sildin er á miðunum við Svalbarða. Frá mínVi sjónarmiði eru af- skipti Síldarútvegsnefndar af þessu máli ekki með þeim glæsi- braig sem þurft hefði að vera, undir þessum krin'gumsitæðum. Það er td. fádæma banmaskap- ur og þekki-ngarleysi hjá sjáv- arútvegsmálaráðuneytinu og síldarútvegsnefnd að reikn-a með mikilli sildiarsöltun um Athugið Geri gamlar hurðir sem nýjar Kem á staðinn og gef upp kostnaðaráætlun án endurgjalds. Ber einnig á nýjar hurðir og nýiegar. Sími 3-68-57. Klapparstíg Sími 19800 26 BUÐIN Condor

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.