Þjóðviljinn - 03.09.1968, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.09.1968, Blaðsíða 10
Drengur á hjóli varð fyrir bíl Ellefu ára drengur varð fyrir bíl á Vesturgötu í Hafnarfirðd í gærmorgun. Var hann á hióli og hafði stanzað við grindverk. Ók bifreiðin meðfram grindverkinu og kramdi drenginn. Meiddist hann á fœti og var fiuttur á Slysavarðstofuna. 2 farþegar slösuðust Umferða-rslys varð aðfaranótt sunnudagsins á mótum Miklu- brautar og Suðurlandsbrautar. t>ar rákust tveir bílar harkaleea á og urðu meiðsli á tveimur far- þegum. Stutt sumar og langur vetur Ráðstafanir vegna síldveiðiflotans: Bráðabirgðalög um greiðslu- tryggingu með sjóveðrétti Nýtt frímerki á fimmtudtg Fimmtudaginn 5. septem- ber n.k. gefur póst- og símam álastj óm i n út nýtt frímehki i tilefni af því að á þessu ári er öld liðin fró fæðingu séra Friðriks Frið- rikssonar. Frímerkið er með myni af höggmynd Siguiríóns Ól- afssonar, sem stendur við Lækjargötu í Reykjavík. Verðgildi þess er 10 kr. og og prentun annaðist Courv- oisier í Sviss. ■ Á laugardaginn voru gefin út bráðabirgðalög, sem tryggja eiga með sjóveðrétti greiðslu fyrir úttekt vista og viðgerð- arþjónustu síldveiðiflotans íslenzka. Samgöngumálairáðuineytið gaf á laugardaginn út svofellda fréttatitkynndngu um útgáfu bráðabirgðalagann a: Forseti Isiands hefur í dag, samkvsemt tiliögu sjávarútvegs- málaráðherra, gefið -út bráða- birgðalög um breytingu á sigl- ingalögum nr. 66 31. des. 1963. Lögin eru svohljóðandi: Forseti lslands gjörir kunnugt: Sjávarútveigsmálaráðberra hef- ur tjáð mér, að nauðsynlegt hafi reynzt að gera ýtmisair ráðstaÆan- ir til að sjá íslenzka síldveiði- flotanum fyrir birgðum af mat- vælum, olíu og vatni, svo og brýnni viðgerðarþjónustu, þar sem veiðisvæðin hafa í sumar verið óvenju langt frá ísilandi. Hafi síldarflutningaskip leyst þennan vamida, en er afli minnk- aði nú í ágústmánuði, hafi ferð- um sednkað og veiðiskipumum einnig gengið erfiðlega að tryggja greiðslur fyrir birgðir, þær og þjónustu, sem þeimhef- ur verið veitt. Sé nú svo • komið, að brýn nauðsyn beri til að tryggja mr.ð sjóveðrétti greiðslu fyrir úttekt vista og fyrir viðgerðarþjóoustu síldveiðiflotans. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög, samkvæmt 33. gr. stjómarskrári'nnar, á þessa leið: 1. gr. Á eftir 2. mgr. 5. tölul. 216. gr. sigiingalaga, nr. 66 31. des. 1963, komi ný málsgrein, svohljóðaodi: Þó skulu eiga sjóveðrétt kröf- ur, sem skipstjóri stofnar, vegna kaupa á nauðsynjum skipsins eða viðgerðarþjónustu, til að ti-yggia áframhald veiðiferðar á fiski- miðum í 300 sjómiílna fjarlægð frá Islamdi eða meira. 2. gr. Lög þessi öð'last þegar gfldi. Gjört í Reykjavík, 31. ág. 1963. Kristján Eldjárn, L. S. Eggert G. Þorstcinsson. ■®Það er orðið býsna haustlegthér í Reykjavík þcssa fyrstu scpt- emberdaga og finnst mörgurn sumarið orðið býsna stutt á Islandi hin síðari ár. Norð- lendingar hafa þó fengið að kenna meira á þcssari vcðra- breytingn og eins og þessi mynd sýnir vel sannleiksgildi þeirra orða norðlenzks bónda nú fyrir skömmu, að sumarið verði ^að vera sólskinsdagar ef við eigum að geta heyjað fyr- ir hinn langa vetur. Myndin er tekin austur í Vopna- firði um miðjan ágúst og sést þar greinilega snjór niður í miðjar hlíðar, en síldartunn- urnar bíða tómar á planinu. — (Ljósm. Þjóðv. Hj.G.). Harður áiækstur varð á laugar- daginn á mótum Strandgötu og Glerárgötu á Akureyri. Rákust þar á jeppabíll frá Akureyri og Skodabifreið með G-mieirki. ■— Valt jeppinn og rakst á iing- lingspilt sem var þama á gangi en hann slapp með lítilslháttar meiðsli. Einhver meiðisli urðu á fólkinu í hílunum en engin alvar- lag. Skodabifreiðin stórskemmd- ist. Þriðjudaigur 3. september 1968 — 33. árgajngur — 185. tölublað. Dágóður afli tog- aranna undanfariö Dágóður afli hefur verið hja togurunum að undanförnu og hafa 10 togarar landað í Reykja- vík síðustu þrjár vikur samtals 2850 tonnum og sex togarar á Akureyri samtals 840 tonnum. Aflinn er að mestu leyti karfi og fer til vinnslu í frystihúsinu. Þormóður goði kom í gær til' Reykjavíkur með 260 tonn, Hall- veig Fi'óðadóttir kom 26. ágúst með 250 tonn. Úranuis 23. ágúst með 252 tonn, Ingólfur Amar- son 21. ágúst með 299 tomn, Eg- ill Skallagrímsson 21. ágúst með 276 tanin, Þonkell rnáni 20. ágúst með 180 tonn, Karisefni 19. ágúst með 173 tonn, Narfi 16. áig. með 292 tonn, Júpiter 14. ég. með 342 tonn, Þormóður goði 13. ág. með 353 tonn og Sigurður 12. ágúst með 423 tonn. Á AfeureyTi hafa þessir tog- Bók um verkstjórn og verkmenningu Kefívíkingar áfram í 1. deild — unau Hauka Q Keflvíkingar hafa verið að hlaða kanónuna.í allt sumar, og í gærkvöld hleyptu þeir af þegar komið var að úrslitastundu í baráttunni um sætið í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu, og hin fá- kunnandi vöm Hauka var auðvelt skotmark, þótt markvörður þeirra, Stefán Jónsson, hafi líklega ver- ið bezti maður vallarins í gærkvöld. Fyrrverandi Islandsmeistarar úr Keflavfk voru í neðsta sæti í 1. deild Islandsmótsins í knatt- spymiu nú í sumar Dg frammi- staða þeirra var með þeim fá- dæmum að þeir höfðu skorað að- eins þrjú mörk í 9 leikjum í mótinu. Það var því nokfcur ó- vissa á vellinum í gærkvöld er þeir mættu hinu marksækna liði úr 2. deild Haukum frá Hafnar- firði um sætið í 1. deild og var staðan þannig að Haufeum dugði jafntefli. Strax á fyrstu mínútum leiks- ins varð þó Ijóst hver úrslitin yrðu því að Haukamir voru frið- samari en dufur í þessum úrslita- leik og Kefflvíkinigar höfðu öll ráð í hendi sér. Strax á 3. mín. bjargaði Stefán Jónsison mark- vörður Hauka með úthlaupi á hárrétbum tíma er Einar Gunn- arsson var korninn einn inn fyrir og 4. mín. sfðár varði hann fast skot af stuttu færi. Á 10. mín. tök Jón Ólafur af skarið og sfeoraði óverjandi af markteig. Sjö mín. sfðar skDraði hinn éfnilegi útherji, Vilhjálmur Ketilsson annað markið og fjór- um mínútum síðar notaði Jón Ólafur sér vel , mistök Stefáns /narkvarðar í fráspymu og sfeor- aði í mannlaust markið af löngu færi. Fjórða marfcið skoraði Ein- ar Magnússon með föstu s'koti frá vítateig og strax á sömu mín- ótu skoraði Jón Ölaflur 5:0 eftir mistöfe hjá varnarmanni Hauka, og laufe þanni’g fyrri hálfleik. Haagri úth. Keflvfkinga, Vil hjálmur Ketilsson bætti sjötta markinu við á 7. mín. f seinni hálfleik með aðstoð Stefáns markvarðar sem etoki áttaði sig á því hvort hann átti að verja fyrirgjöf eða markskot, enöa einn í vöminni. Er 10 mínútur voru tll leiks- loka skoraði Magnús Jónsson eina mark Hauka með þnumu- skoti af löngu færi, en Gretar breytti stöðunni í 7:1 fimm mín- útum síðar, og sjaldam hefur ó- jafnari úrslitaleikur sést á Laug- ardalsvelli. Segja má að rigningin hafi komið Keflvíkingum til hjálpar í leiknum þar sem heir eru van- ari að leika á grasvelli, en engu Ið síður fer ekki á milli mólaaí þéir halda til fulls jafnt viðönn-. ur lið í 1. deild, en Haukar eiga margt ólært, sérstatolega í vamarleiknum, trúlega komast Hafnfirðingar etoki í 1. deild fyrr en félögin tvö þar syðra samein- ast um eitt lið í Islandsmótið — Hj G. „Verkstjórn og verkmenning“ nefnist nýútkomin bók, sem Verkstjórásamband íslands hef- ur gefið út. Þetta er nær 170 síðna bók og meginefnisþættir hennar fjórir, auk formála og eftirmála. Sigurð- ur E. Ingimundarson skrifar kafl- ann „Verkstjórn og vísindi“, „Starfsaðstaða venkstjóra“ nefnist kafli sem Hákon Guðmundsson yfirborgardómari ritar, Friðgeir Grímsson verkfræðingur ritar kaflann „Öryggi á vinnustað“ og Ad'olf J. Petersen verkstjóri „Verkstjórn og vmnustaðir“. Jakob Gíslason raforkumála- stjóri og formaður Stjómunarfé- lags íslands ritar formála að bók- inni, .en eftii"málainn ritarAdolf .1 Petersen verkstjóri, sem jafn- framt hefur haft ritstjóm bókar- innar með höndum. f eftirmálan- um segir Adolf að bókin „Verk- stjóm og verkmenning" muni vera fyrsta bókin sinnar tegund- ar, sem samin er af íslenzkum mönnum handa íslenzkum ’ verk- stjórum, i hvaða stairfsgrein verk- stjómar sem þeir annars eru“. „Það er von okkar, sem að þessari bók höfum unnið“, segir Adolf ennfremur í eftiimála, „að hún verði verkstjórum að verulegu gagni í starfi, en sem sjá má, þá flytur hún ekki tæmandi efni, en upphaf þess, sem síðar kann að verða, ef reynslan af henni gef- ur tilefni til. Þegar séð verður, hverjar viðtökur þessi bók fær og að hvaða gagni hún kann að verða, munu að líkindum fleiri slíkar koma í kjölíarið“. arar landað: Sléttbakiur 28/8157 tonnuim, Harðbakur 26. ágúsitl47 tonnum, Kaldbakur 21. ágúst 172 tn„ Svalbakur 19. ág. 134 tn„ Harðbakur 12. ág. 140 tn. og Kald- bakiur landaði í gær 90 tonnuim. Brúarfoss var á Akureyri í gær og lestaði 10 þúsund kössum af frystum fiski og sigldi með hann til Bandarífejanna. Maí kom til Hafnarfjarðar í gær með um. 150 tn„ en landaði síðast 335 tonnum um miðjan ág. Surprise og Röðull eru nýfamir á veiðar eftir nokkurt sitopp, og mxmu þeir veiða fyrir erlendan marfcað. Fundur um efnahagsmálin f 1 dag kl. 2 e.h. hefjast viðræður milli fulltrúa allra stjómarflokkanna og rikis- stjómarinnar um efnahags- málin. Af hálfu Alþýðubanda- lagsins taka þátt í viðræð- unum þeir: Lúðvík Jóseps- son og Bjöm Jónsson. Fulltrúar hinna flokkanna era: Fyrir Framsóknarflokk— inn: Ólafur Jóhannesson og Eysteinn Jónsson. Fyrir Al- þýðuflokkinn: Gylfi Þ. Gíslason, Eggert G. Þor- steinsson. Fyrir Sjálfstæðis- flokkinn: Bjarni Benedikts- son og Jóhann Hafstein. Ummæli Hanoiútvarpsms um mnrásinaí Tékkósióvakíu Þróttur venn Á sunnudag létou í Bikiar- keppni Knattspyrnusambands ts- lends Þróttur og Breiðablik. -— Þróittur sigraði með 2 mörkum gegn en-gu. . Jean Decomoy, sem til skamms tíma var fréttaritari fr^nska blaðsins ,,Le Monde“ í Norður- Vietnam, birti á föstudaginn i blaði sínu hugleiðingar um það sem hann kallar „Leyndardóma Hanoi-útvarpsins“. Hann á þar við þá yfirlýsingu sem einn af fréttaskýrendum útvarpsins gaf í fyrri viku, að innrásin í Tékkó- slóvakíu hefði verið gerð í „göf- ugu markmiði“. Hann bendir fyrst á a$ hvorki Verkamannaflokkur Norijur-Vi- etnams né ríkisstjóm hafi gefið út neina opinbera yfirlýsingu vegn.a innrásarinnar. Hvorkj blað flokksins, „Nh.a,n Dan“ né mál- gagn hersins hafi birt forystu- grein um hiama.. Engin , afstaða hafi því verið tekin til hennar af hálfu opinberra aðila í Norður- Vietnam. Það sé meginstefna ráðamanna í Hanoi að gera í engu upp á milli bandarmanna sinna, Sovét- ríkjanna og Kína. Kínverja.r hafi Mikil sala é Thulebjómum Þjóðviljinn hafði I gær tal af Eysteini Árnasyni framkvst. ölgerðarinnar SANA á Akur- eyri og innti hann eftir hvem- ig reksturinn gengi. — Við byrjuðum framleiðslu- í árslok 1966, sagði hann, og höfum ckki haft undan að framleiða síðan, og ástæðan fyrir því að Thule-bjórinn hefur ckki vcrið á markaði í Reykjavík að undanförnu er einfaldlega sú að við höfum ekki gctað annað cftirspurn. Við emm harðir á að halda gæðunum og viljum ckki auka framleiðsJluna á kostnað þeirra. Mcginhluti framlciðsl- unnar or Thulc-bjór, cinnig framleiðum við nokkrar tog- undir af gosdrykkjum og lítil- lega maltöl og stcrkari bjór. Starfsfólkið hcfur verið í sum- arfríi en nú er allt að komast í fxfllan gang aftur. harðlega fordæmt innrásdna. Það hafi því verið erfitt fyrir Norður- Vietnama að lýsa samþykki sínu við hana. Decomoy segir að hver sá sem kynni hafi haft af ráðamönnunj Norður-Vietnams og skoðunum þeirra á sósialismamum og full- veldi hinna sósíalistísku ríkja eigi bágt með að trúa því að þeir geti verið samþykkir svo freklegri í- hlutun í málefni sjálfstæðs rík- is. Það sé fullvíst, segir Decomoy, að þessi ummæli í Hanoi-útvarp- inu hafi komið ráðamömnum Norður-Vietnams í klipu. Hamn kveðst hafa góðar heimildir fyr- ir því að þeir,telji (með röngu, segir hann) að of mikið hafi verið gert úr þeim, en hins vegar g4ti lieir ekki afneitað þeim, því það væri að fordæma atferlj Sovét- ríkjanna og það geti þeir að sjálf- sögðu ekki. Allt bendi til þess að þeir harmi þessi ummæli. Decomoy reynir að lokum að gera sér og lesendum sínum grein fyrir bví hvemig á þessum ó- heppilegu ummælum hafi staðið. En.gin ástæða sé til-að ætla. nema síður sé. að ráðamenn í Norður- Vietnam hafi verið andvigir þeirri þróun 9em átt hefur sér stað í Tékkóslóvakíu. Greinilegt sé líka nð en.gar æðri stofnanir flokks eða ríkis hafi verið búnar að fjalla um innrásina i Tékkó- slóvakíu og taka afstöðu fil henn- ar þegar ummælin féllu. Sú skýr- img er þá helzt. að áliti Decomov, að starfsmaður x'itvarpsims, hlið- hollu.r Sovétríkjunum hafí tekið þessa afstöðu á eigin ábyrgð. em stj'óm.arvöld i Hanoi hafi. eins og málum er háttað, ekki getað af- neitað þeim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.