Þjóðviljinn - 03.09.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.09.1968, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 3. september 1968'— ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J Frá Tékkóslóvakíu: Aðeins einn íhaldsmaður af 21 full- trúa í nýkjðrnu forsæti miðstjórnar PRAG 2/9 — Miðstjóm kommúnistaflokks Tékkóslóvak- íu skýrði frá því á sunnudagskvöldið að hún hefði aukið forsæti miðstjórnarinnar úr 11 í 21 fulltrúa. í hinu nýja forsæti er ekki nema einn fulltrúi, Bilak, sem alræmdur er fyrir íhaldssemi og hollustu við leiðtogana í Moskvu. Dubcek aðalritari sagði í ræðu í gær, að nauðsyn væri að vinna traust leiðtoganna í Moskvu og lét að því liggja að hinir 600.000 hermenn í hernámsliðinu mundu ekki hverfa úr lanöi í bráð, ef Tékkóslóvakar leituöust ekki við aö fara að óskum sovézku forustunnar. Jafnframt var skýrt frá því að 14. þing komanúnistaflakksins, sem átti að hefjast hinn 9. þessa mánaðar hefði verið frestað í mánuð. Það kom í ljós að Oldricn Svestka hefur verið vikið ,úr stöðu ritstjóra Rude Pravo, mál- gagns flokksins og Jiri Setera hefur verið skipaður nýr rit- stjóri. Vasil Bilak eini kunni íhalds- maðurinn í hinu nýja forsæti var í, fyrri viiku vikið úr forystu slóvaska komimúnistaflokksins. Fréttamenn efast um að hin nýja skipan rmðstjómar muni fulínsegja kröfum sovézku for- ystunnar, en sögur segja að hún hafi krafizt þess að þvrír ihalds- menn a.m.k. yrðu kosnir í hið nýja forsæti. Sumir eru jafnveJ talddr óttast að heinámsrfkin missi þolinmæð- ina og Sovétríkin taki stjórn landsins í sínar hendur. Útvarpið í Prág skýrði frá þvi að Dubcek hefði gert það ljóst að hið eina sem komið gæti hinum 600.000 hermönnum í her- námsliðinu úr landi í bróð væri að Tékkóslóvakar leituðust við að fara eftir óskum leiðtoganna í Moskvu. Aðrar forsendur taldi hann eindregna hollustu við Varsjár- bandalagið. ritskoðun og niður- kvaðningu hílutleysishugmyndar- innar. Dubcek sagði að leiðtogar Tékkóslóvakíu hefðu ekki gert sér fuilla grein fyrir hernaðar- Gríðarlegt tjón í jarðskjálft- um í fran TBHERAN 2/9 — Hinir tveir miklu jarðsikjálftar sem urðu í norðaus.turhluta Iran uim helg- ina hafa samkvæmt óstaðfestum fréttum orðið 20.000 manns að bana. Hinar opiniberu tölur enu 12.000 látnir og 50.000 særðir á land- svæði þar sem níimilega 100 borg- ir og sveitaþorp stóðu. 31 bæjamna eru ailgjörlega í rústum. 100.000 manns hafa mdsst heimili sín, og hefur tjold- um verið komið upp fyrir þús- undir manna. Vatnsleiðslur neð- anjarðar eru ónýtar og hafa tanfebalar fná hemum verið sett- ir í vatnsflutninga. Beiðnir um bllöð, mat, lyf og læknishjálp halda áfram að streyma til Teheran. hagsmunum Vai'sjárbandalagsins. Hann lét í ljós þá von að á- standið gæti komizt í eðlilegt horf sem allra fyrst þannig sð hægt verði að flytja smám sam- an hernámsliðið á braut og fram- kvæma endurbótaáætlun floklcs- inis. Ludvik Svoboda forseti var kosinn heiðursforseti hins nýja forsætis og tveir fremstu stuðn- ingsmenn Dubceks, Oldrich Cern- ik forsætisráðherra og Josef Smrkovsky forseti þjóðþinigsins voru endurkjörnir í forsætið. Fjórir fullitrúar í forsætinu eins og það var fyrir innrósina voi’u ekki end'Urkjörnir og eru þrír þeirra íhaldsmenn og einn kunnur fylgjandi Dubceiks, Frant- isek Kriegel, en hann tók þátt í Moskvuviðræðunum og var sá I eini af TékkóS'lóvökunum sem neitaði að skrifa undir saim- komiulagið. Blaðamenn Blaðamenn í Tékikóslóvakiu skýrðu frá því í dág, að þeir muni aðeins fallast á ritskoðun i laildinu í þrjá mánuði. Blaða- tóannafélágið lýsti því , yfir að öll *daigblöð í Prag yrðu talin ö- lögileg þar til sovézka hemáms- liðið hefði farið úr byggingum viðkcmandi blaða og öll frétta- þ.iónusta væri aftur komin í eðli- legt horf. Þá var skýrt fra því að tveir starfsmenn fréttastofuinnar Cet- eka heifðu verið í'eknir úr félag- inu fyrir að hafa starfað með hernómsiliðinu. Skólabörn Skólar hófust að nýju eftir sumarfríin í aillri Ték'kósló'vaikíu í dag og fengu börniin í fyrsta tíma alvarlega aðvörun um að gera ekikert það sem ögrað gæti Rússum. Það var Frantisek Vai'aforsæt- isráð'herra sem vairaði börn á aldriniuim 6 til 1,6 ára í útvarps- ræðu sérstaklega við því að hafa í framimi ögnunaraðgerðir fyrir utan útvarpsstöðina í Prag eða á W encesáastoiiginu. Kennarairnir brýndu þnessa að- vörun fyrir börnumkn í fyrsta tíma, en haft er eftir kennslu- konu nokkurri í Prag, að hún hafi sagt börnunum allain sann- leikann og væri viss um að 99 prösent allra kénnara i landinu hefðu einnig gert það. títvarpið. Svo virðjst seim útvarpið í Tékkóslóvaikíu hafi fengið fyr- irmæli um að gera alllt sem í þess valdi stendur til að efla ættjarðarást landsmanna og er Eini kunni íhaldsmaðurinn í hinu nýja forsæti, Bilak. nú mikill hluti daigsikrárinnar þjóðleg tónlist og upplestur úr þekktum verkum um-sö'guleg efni frá örlaigastundum í lífi þjóð- arinnar, segir AFP. Fluttar eru langar ræður tékiknesikra þingmanna á þinginu í Bæheimi er krafizt var full- veldis og frelsis frá austurrísk- umigversika konungsdæminu og lesin eru hetjufovæði frá hemáms- áruim nazista. Frásagnir eru allt aftur á sext- ándu öld, frá uppreisn Jóhanns Huss og uppreisninni sem hinn eineygði hershöfðingi, Jan Zizka stóð fyrir. Svo virðist segir AFP að for- ystulið kommúnistatflokksins leggi sig nú fram um að sameina Tékka og Slóvaka f þjóðlega einingu. Ibúarnir. Hins vegar ræða ‘íbúamir nú ó- gjarna við útlendinga og svo virðist sem þeir hafi sætt sig við þau fyrirmæli, sem Sövét- stjórnin hefur gefið. NTB segir að öll sólarmerki bendi til þa?s að ræða Dubceks, þar sem hann skoraði á þjóðina að leggja sig fram um að svipta Sovétríkin röksomdum um gagn- byltingarstarfsemi, hafi sánnfært Tékktósilóvaka um að nú sem stendur sé engra kosta völ. Útvarpið í Bratislava skýrði frá því í dag, að ástandið í höf- uðborg Slóvakíu væri óðum að komast í eðlilegt horf og enn sjái'st engin merki gagnbyltingar- sinnanna, sem Varsjárbandalags- ríkin fimm höfðu að yfirvarpi í hernáminu. Mannfall Rude Pravo, málgagn kommún- istaflokks Ték'kóslóvaikíu skýrði frá því í gær, að 25 manns halfi látið lífið og 431 særzt í Prag síðan hernámsliðið kom til borg- arinnar fyrir 11 dögum. Fjögur hús hafa brunnið upp og ailvarlegt tjón hetfur orðið á möt-gum fleiri húsum vegna elda. Mest hefur tjónið orðið f hverf- inu umhverfiis útvarpshúsið, sem var eitt af fyrstu byggingum sem hernámsliðið tók. Hcrnámsliðið Góðar heimildir voru bornar fyrir því í Prag í gærkvöld að Sovétríkin hefðu um 1.200.009 hermenn á landamærunum , að Tékkóslóvakíu og Rúmeníu, fyrir utan þá 600.000 hermenn sem eru nú á tékkóslóvöskú landi. Sagt er að A-Þýzkaland hafi næstflesta hermenn en Pólland, Ungverjaland og Búlgaria hafi greinilega aðeinis sent fámennar hersveitir. Talið er að um 300 manns úr leynilögreglu Sovétrí'kjanna séu í Prag, en þeir eru ekki sagðir til stórræðanna, þar sem enainn úr innanrikisráðuneyti Tékkóslóvak- íu vilji vinna með þeim. Frá því að innrásin var gerð hafa 541 Tékkóslóvaki beðið um hæli sem pólitískir flóttamenn í Austurríki. Sovézk blöð Sovézk blöð og útvarp hafa ekki vikið einu orði að kosningu hins nýja forssetis miðstjómar tékkóslóvaska kommúnistaflokks- ins og telja surnir fréttamenn í Moskvu að þögnin bendi til þess að leiðtogarnir í Krem'l hafi enn ekki tekið á'kvörðun um hvemig bregðast skuli við því að hið nýja forsæti miðstjómar er enn þá hlynntara Dubcek en hið fyrra. Fregnir í Moskvublöðunum frá Tékkóslóvakíu eru í dag mun hóigværari að orðalagi en upp á síökastið, en fréttamenn Pravda ítreka fyrri staöhæfingar um að andsósíalísk öfl haldi áfram að hindra það að eðlilegu ástandi verði aftur komið á í landinu. Miðstjórnarfundur? Sá orðrómur gekk i Moskvu í dag að stór fundur hefði verið haldinn í höfuðstöðvum mið- stjómar sovézka flokksins, en í kvöld hafði ekki borizt nein op- inber staðfesting á því, að hinir 360 félagar í miðstjóm sovézka flokksins hefðu komið saman. Ekki handteknir Jiri Lederer einn kunnasti blaðamaður í Tékkóslóvakíu og þekiktur stuðnángsmaður Dubceks neitaði því í dag aö tékkósilóv- askir lisita- og menntamenn hefðu verið handteknir á hlernáimsdög- unum. Lederer lýsti þvi yfir á fuindi með æðstu mönnum Tékkósilóv- aka að blaðamenn mundu halda áfram að segja sannleikann, „jaflnivel þó við getum ekki sagt allan sannleikainn.“ Sovétstjórnin ró- ar stjórn USA WASHINGTON 2/9 — ^vétríkin hafa skýrt Bandaríkjunum frá því að þau hafi enigin áform um það, að ráðasí inn í Rúmeníu; að sögm há.ttsettra sendimanna í Washin.gton í gærkvöldi. Anatoli Dobrynin siendihlerra Sovétríikjaninia gekk á fund Dean Rusiks-j utanríkisráðherra Bamda- ríkjanna á föstudagslkvöld til að neita þvi að sovézka ríkisstjtóm- in hefði það í hyggju að grípa til hernaðairaðgerða gegn stjóminnd í Rúmeníu. HIN NÝJA HÚSEIGENDATRYGGING INNIFELUR EFTIRTALDAR TRYGGINGAR: V ATN ST J ÓN STRYGGINGU — GLERTRY GGINGU FOKTRYGGINGU — INNBROTSTRYGGINGU BROTTFLUTNINGS- OG HÚSALEIGUTRYGGINGU SÓTFALLSTRYGGINGU OG ÁBYRGÐARTRYGGINGU HÚSEIGENDA. í HINNI NÝJU HÚSEIGENDATRYGGINGU ERU SAM- EINAÐAR í EINA TRYGGINGU FASTEIGNA- TRYGGINGAR, SEM HÆGT HEFUR VERIÐ AÐ KAUPA SÉRSTAKLEGA UNDANFARIN ÁR. MEÐ ÞESSARI SAMEININGU HEFUR TEKIZT AÐ LÆKKA IÐGJÖLD VERULEGA. KYNNIÐ YÐUR HIN HAGKVÆMU TRYGG- INGAKJÖR. LAUGAVEGI 103 - SlMI 24425 STÓRÚTSALA SÍÐASTA VIKA Ullarkápur, terylenekápur, plastregnkápur, dragtir og buxnadragtir frá kr. 1400,00. Síðbuxur, peysur, pils, sumarkjólar, crimplene-kjólar, jersey-kjólar frá kr. 190,00 og tækifæriskjólar frá kr. 290.00. STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN! Kjólabúðin MÆR, Laekjargötu 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.