Þjóðviljinn - 13.10.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.10.1968, Blaðsíða 3
Sunniudagur 13. dktóbar 1968 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J Þór Magnússon, jb]óSmin]avörSur: ! ftííÍSÍ&i :::'x Nauðsynlegt að hlynna betur að Þjóðminjasafninu □ í rúma tvo mánuði hefur Þór Magnússon starfað sem þjóðminjavörður; tók hann við starfinu 1. ágúst er dr. Kristján Eldjám tók við embætti forseta íslands — og rnánnði síðar var í>ór formlega setur þjóðminjavörður. Hann segir hér á eftir allítarlega frá þeirri margháttuðu starfsemi sem fram fer á vegum Þjóðminjasafnsins. Þór Maghússon stundaði nám í fornleifafræði í Uppsölum á árunum 1959 — ’64 Sem aukia- greinar hafdi hann þjóðhátta- fræði og ailmenna þjóðfræðá. Að- alkennari hans var prófessor Stenberger, siem er mikill Is- landisvinur og hefur starfað hér á' landi; gróf m.a. upp fombæi í Þjórsárdal og í Borgarfirði sumarið 1939. Kennari Þórs í þjóðháttafræði vair prófessior Strömback, fyrrum sendikenn- ari við Háskóla íslands. Á árinu 1964 hóf Þór störf sem safn- vörður við Þjóðminjasafn Is- lands en hafði unnið þar tvö sumur' áður sem lausamaður. Annað sumarið yann hann við að skrásetja byggðasafnið í Glaumbæ og 1963 var hann einn af þeim sem hófu að rannsaka fornirústir í Hvítárholti, en þár var grafin uPP sögualdarbyggð; þrír skálar og nokkur smærri hús. Frá 1964 og þar til í sum- ar var hann safnvörður í þjóð- háttadeild. Hafa mikinn áhuga á heiðnum dysjum — Hvað getur þú sagt okkur um bæjarrústimar að Leirum í Álftaveri í Skaftafellssýslu, sem Þórður Tómasson fann á döigunum, Þór? — Ég get nú lítið sagt frá því að svo komnu máli, annað en það að staðurinn er forvitni- legur og vissulega væri æski- legt að rannsaka hann, hvenær svo sem tækifæri gefst til þess. Þetta' er eitt af mörgum rann- sóknarefnum sem bíða okkar víða um land, en við erum fá- mennir og peningar eru ekki alltaf fyrir hendi. Þórður Tóm- asson rannisiakaði staðinn lítils- háttar og gerði uppdrátt að honum þ.e. bænum og smáhúsi, sem hann gizkar á að sé bæn- hús, þar stutt frá og grjótgarði umhveríis bæinn. Telur Þórður að bærinn hafi farið í kaf- í Kötfliuihiaupi 1311. Lítur svo út seim húsiin hafi fyllzt af framburði, Og möl. Eti nákvæmari upplýs- ingar um baej arrústimar er ekki hægt að fá nema þær - verði rannsakaðar betur. Okkur er oft skýrt frá fom- um rústum Nærri hver bóndi á gamlar rústir í sinni landar- eign og skrifa margir þeirra okkur og biðja um að staður- inn verði rannsakaður. En þótt ekki sé alltaf rokið stirax til, þýðir það ekki að við teljum rústimar ednskis virði. Mestur tími safnvarða fer í vinnu hér á Þjóðminjasiaíninu en á sumr- in reynum við þó að fara út um landsbyggðina til rannsókna. Við höfum mikinn áhuga á kumlum frá heiðnum sið; þar er oft að finna marga góða hluti. Þegar kristnin hélt hér innreið sina var bannað að leggja hluti með í grafimar og höfum við því skiljanlega ekki alveg eins mikinn áhuga á þeim gröfum! Á ári hverju koma alltaf í ljós nokkrar heiðnar grafir. Oft eru það vegaigerðarmenn sem finna þær en því mi.ður verða þeir stundum of seint varir við þær. Þegar við komum á staðinn hafa jarðýtumar oftlega mulið og hrært saman það sem í kuml- inu var og er þá lítið annað að gera en að tína beinin saman. — Hver voru helztu verkefni ykkar í sum.ar? — Lítið hefur verið um sitór- virki í sumar. Seinni hluta sum- Þór Magnússon, þjóðminjavórður á skrifstofu sinni í Þjóðminjasafninu. — Ljósm. Þjóðv. A K.). ars lauk þó uppgreftri í Varmá í Mosfellssveit. Þar fékkst ágæt grunnmynd af lítilli torfkirkju frá miðöldum. Á þessum stað stóð til að byggja skóla en við vissuim, að þama hafðd verið kirkja í kaþólskum sið og fóru Sveinbjöm Rafnsson óg Helgi Jónss. og rannsökuðu staðinn til þess að koima í veg fyrir, að jarð- ýtan eyðileggði.rústim'ar. Svein-, bjöm lauk prófi í fornleifafræði Viðeyjarstofa er nu komm undir vernd Þjoðmmjasafnsins ems og fram kemur í viðtalinu. Burstarfejl í Vopnafirði. Fyrir nokkrum áriun bættlst þessi bærvið aðrar gamiar byggingar gem eru í eigu Þjóðminjasafnsins. frá Lundi í ! vor; og er nú við framhaldsném og Helgi er við nám í fomleifafræði í Uppsöl- um. Mér vitanlega eru aðeins þrír íslendingar við nám í þess- ari grein eins og stendur. Einnig hafa verið famar smá- ferðir í sumar þ.á.rri. árlegar eftiirlitsferðir, eins og að Stöng í Þjórsárdal. Gísli Gestsson ...safnvöxður fór til Vestmanna- eyja og rannsakaðd fyrsta fom- kumlið sem fanmst þar. Vegna þeirra breytinga sem urðu á safndnu í sumar kornst ég minn.a út um land en skyldi en fór þó norður í Húnavaitms- sýslu til atihugana. Þorkell Grímsson, safinvörður hefur haft umsjón 'með upp- greftri að Reyðarfelli í Borgar- firði, en þar vair eíkikiert unnið í sumar Standa vonir til að ljúka rannsóknum þar næsta surnar. Viðhald á fornbæ er stórfyrirtæki Fyrix utan fomminjar í jörðu hefur safnið umsjón með og / eða á ýmsar gamlar byggingar úti um land. Elzta byggingin sem safnið á er Stöng í Þjórsár- dal. Þar voru rústir frá 1104 og hafa þær verið yfirbyggðar. Keldnabærinn er næstelztur. hann er frá miðöldum. Hefur hann að vísu oft verið endur- byggður en alltaf í sama formi. Norðan- og a-ustanlands á safnið ýmsa gamla bæi: Glaum- bæ í Skagafirði, gamla bæinn á HÓlum í Hjaltadal og Laufas við Eyjafjörð. Einnig Grenjað- arstað í Þdngieyjairsýsilu og Burstarfell í Vopnafirði sem ár nýjasti bærinn af þessu tagi, sem safnið hefur eignazt. Þá má nefna verzlunanhús frá einólc- uinartímanuim, sem safnið á ð Hofsósi; er það timibuirihús byggt úr stotokium. Starfsmenn Þjóðminjasafns- ins sjá um viðhald á þessum stöðum og í nokkrum bæjanna eru hýst byggðasöfn. Eru byggðasöfnin eign viðkomandi sveitar- eða bæjarféliaga en þjóðminj avörður hefur yfirum- sjón með söfnunum. Það er reg- inmisskilningur sem heyrzt hef- ur að togstreita sé á milli Þjóð- minjasaifrisms og byggðasafn- annia þ.e. að hver aðili reyni að sanka að sér sem flestum grip- um áður en hinn nær í þá. Svo er ekki og hefur það sýnt sig þegar byggðasöfnin hafa verið sett á laggimar að Þjóðminja- safnið leggur þeim lið, að þau fái góða muni sem ennþá eru til úti á landi. Þá má nefna að safnverðir Þjóðminjasafnsins hafa unnið mikið starf við upp- setningu í byggðasöfnum og hef- ur samvinnian verið til fyrir- myndar. Við höfum áhuga á að ákveðn- ir gamlir bæir verði varðveittir, en eins og fyrr segir kostar það mikla peninga og fámennið hamlar starfseminni Það er stórfyrirtæki að ráðast í að við- haflda eimiuim gönnlum bæ, kostar jafnvel hundruð þúsunda að gera við húsin. Oft er nauðsyn- legt að reisa þau upp frá grunni og árlegt viðhald er kostnaðarsamt. Hér er eiginlega ekki hægt að leita nema til rík- issjóðs í slíkum tilvikum. Sem dæmi um bæi, sem við höfum hug á að verði varðveitt- ir, get ég nefnt Hóla í Eyjafirði og Þverá í Laxárdal i Þingeyj- arsýslu en þar var fyrsta kaup- félagið hérlendis stofnað 1882; Kaupfélag Þingeyinga. f sumar hafa farið fram lítilsháttar við- gerðir á bænum. Þjóðminjasafnið á einnig kirkjur víðsvegar um land. þar af nokkrar garrilar torfkirkjur. Má þar nefma Víðimýrarkirkju og Grafarkirkju í Skagafirði og kirkjuna í Saurbae í Eyjafirði. Kirkjuna á Hofi í Öræfum á safnið ekki, en sér um viðhald á henni. Fyrir nokkru eignaðist safn- ið bænhúsið á Núpstað sem er minnsta kirkja á landinu og margir kannast við. Einnig á safnið rúmlega aldargamla timburkirkju í Krýsuvík og aðra timburkirkju á Stað á Reykja- nesi í Barðastrandarsýslu. Var það Hörður Ágústsson sem beitti sér fyrir því að kirkjan á Stað yrði varðveitt. Safnið sér um viðhald Hóla- kirkju og þær eru fleiri kirkj- umar sem safnið hefur haft hönd í bagga með að forða frá niðurníðslu. Bændur stoltir af forn- minjum í landareign sinni Nýjasti safnaukinn af þessu tagi er Viðey. Eins og kunnugt er keypti hið opmbena Viðeyjar- stofu og smálancispildu í kring- um. hana s.L vetur fyrir ærinn skilding.-Er ætLunin að Viðeyj- arstofa verði' í umsjón safns- ins, en áður hafði safnið eignazt Framihiaad á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.