Þjóðviljinn - 13.10.1968, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.10.1968, Blaðsíða 7
r Sunnudagur 13. októbeir 1968 — jÓÐVTLJINN — SÍÐA J EN FYNDNI HLUSTAR HANN EINLÆGT Á Halldór Laxness. Mynd eftir Sverri Ilaraldsson. Halldór Laxness. KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI. Skáldsaga. Helgafell MCMI.XVllT. 334 bls. Lengi vorum við vanir l>ví ís- lendingar að ný skáldsaga eftir Halldór Laxness gæfi til- efni til athugana í þá veru, að alltaf vaeri þessi maður að end- umýja sig, nú heíði hánij enn einu sinni ruðzt inn á nýtt svið tilveru okkar og brugðið þar upp sínu Ijósi. Ekki verða slík- ar hugleiðingar áleitniar við lesfcur Kristnihalds undir Jökli. Miklu fremur þykjumst við kannast í þessari sögu við æði margt úr verkum siðari ára. Andstæður kenningasmiða og taóisfca, styrkur þeirra sem vinna hijóðlega eins og vatn í trássi við ærustu heimsins, hol- hljóma fyrirgangur kenninga- smdða, glíman við hlurtlæ'gni í frásögn — allt þetta og margt fleira þekkjum við úr leikrit- um, hugvekjum síðari' ára. En þar fyrir er Halldór Lpxness sá fagmaður í ?ínum jáming- um að hvenær sem hann stefn- ir persónum saman á bók, kviknar af þvi líf sem er for- vitnilegt og skemmtilegt og með einhverjum hætti nýtt. Menn geta, ef vill, saknað pólitiskrar og siðferðilegrar ástríðu fyrri verka Halldórs, en andríki hans og fyndni eru á sínum stað, hvað sem öðru líður. Nokkrar upplýsingar um sög- una svo sem til hægri verka: Biskup sendir ungan mann til að rannsaka kristnihald hjá séra Jóni Prímusi undir Jökli, maður þessi, kallaður Umbi (umboðsmaður biskups) segir söguna. Prestur hefur gefið frá sér kirkjuverk, enda vantrúað- ur á allar kenningar, kirkjan er fúin og lek og negld aftur. Þess í stað er prestur þúsund- þjalasmiður sveitarinnar, gerir jafnfc við prímusa og hraðfrysti- hús. Séra Jón var giftur fyrir 30 árum merkilegri konu. sem gengur undir ýmsum nöfnum, vel dularfullri, enda þjóðsagna- ættar sumpart. Æskuvinur prests, dr. Godman Sýngmann, verkfræðingur og uppfinnimga- maður, hvarf með þessa konu til úflanda skömmu eftir brúð- kaupið. Kannski er hún dauð. Godman kemur heim með þrjá hippia tO að magna líf undir Jökli og ná sambandi við. aðra hnetti, fullur með kehningar um þá hluti.’ Hann deyr að vísu áður en lífsmögnun fer fram. Kornan birtist... Þetta ætti að nægja í bili, því lemgur sem maður reynir að endursegja þessa bók þeim mun heimsku- legri verður m.aður innvortis. Séra Jón er enn ein pecnsóna í aillangri röð taóista Hall- dórs. Eins og í öðrum þeim er f honum komið saman margt af þvi, sem höfundi' hefur verið hugstætt um hríð. Gildi æðru- leysis og góðvildar samfara andúð á kenningum, sérílagi þeim sem bjóða upp á resept til að breyfa heiminum. Meira en svo hjá Jóni: vantrú á gildi orðanna, skop um villur þær sem orð geta teyrnt menn út í; þess í stað er vísnð til upp- runaleika, til hinnar sjálfsögðu fullkomnu.nar mnllausrar nátt- úru. til þelrra steinnldarmnnna „sem vissu alt sem þeir Juirftu að vita einsog fuglar“. Maður- inn fer yfirleitt halloka í sam- anburði við aðra skepnu í Jæss- ari bók, ekki aðeins hjá séra Jóni — og ef Jón sjálfur getur komið orðum að J>ví hverju al- mættið likist, þá er }>að snjó- tittlingur í byl. Auðmýkt gaign- vart . tilverunni er teflt gegn hofmóðuigri tilraun til að ráða yfir hcnini: samband fifils og húnangsfluigu er miklu merkara jen samband við aðra hnetti. Séra Jón á það að sjálfsögðu sam.merkt með fyrirrennurum sínum að harm viðurkennir ekki meðöl þjóðfélagsins, allra sízt peninga. Og eins og aðrir taó- istar er það Jón sem sigursæl-. astur er persóna ef nokkur er það, réttara væri líklega að segja að hann er þannig maður að hann getur engu tapað. Jón er náskyldur Bimi í Brekkukoti, Ibsen,, Ljósdial Prjánastofunniar, pressaranum í Dúfnaveislunni og fleira , fólki. En hann er um margt áhuga- verðari en fyrirrennarar hans. Hann er alls ekki eins einhæf- ur og J>eir, miklu líflegri og^ flóknari persóna. Viðhorf hans spanna stærstu spumingar um leið og þau birtast í stór- skemmtilegu og ötflugiu sam- bandi við nánasta umhverfi l>essa þúsundþjalasmiðar; hann segir til að mynda á einum stað: „Ef þú gerir aðeins við vélar í hraðfrystihúsum som bera sig, þáertu, ekki öfundsverður af þínu hlutskipti". Jón er einnig áhugavcrður l>eim sem leitast við að ráða í þróun og hug- myndaforil skapara síns, Hall- dórs Laxness. Jón Prímus læt- ur sér ekki nægja að halda á- fram sínum hógværðnrstörfum eins og Pressarinn ellegnr láta að því liggja, að næturgalinn muni haldá áfram að synigja þó öll mannvirki brenmi, eins og Ibsen Ljósdal. Hans lokaorð eru miklu afdráttarlaiusa/ri: „Sá sem ekki lifir í skáldskap Mflr ekiki af hér á jörðunni". Jón er að vísu ekki s.káld, en við getum vel haldið því frnm að hann geri líf sitt að list — og hann kallast beinlínis á við bann Halldór Laxness sem íyrir skömmu komst svo að orði í kveri um Svavar Guðnason: Gleymið aldrei að veröldin hef- ur enn ekki verið sköpuð, hún er i sköpun; við erum hluti af þeirri þróun. Meðan sitjómmála- menn reyna að hrinda af stað heimsendi tekur listin afstöðu með sköpun heimsins. — (Sbr. Tímarit MM, I. 1968, bls. 82). Þessi tengsli, sem og önnur, milli höfundar og persónu hans blýtur að festa við séra Jón mikið af forvitni þeirra sem velta því fyrir sér, hvar nóbelsskáld vort .elskulegt sé á vegi statt — nánar um þá hluti síðar. Veiðimaðurinn, grósserinn, uppfinningamaðurinn God- man Sýngmanp sem hefur fund- ið upp „trixið í kafbátinn og faUhlífina", er öðrum þræði for- kostuleg skopmynd af aladíns- draumi fslendingá. Er það ekki hann scm hefur sigrað þennan heim með snilld sinni og ætlar nú að sigra alheiminn frá Jökli. þar sem er ,.cin merkilegasta sjálfgerð aflstöð í þessu sól- kerfi: ein af íleiðslustöðvum Al- hygðarinnar“, og hefur skrifað opinberunarbók í sex bindum? Þar er m.a. „útskýrt efnafræði- lega hvað djöflar séu og hvers- vegna hlaupið hafi i þá ofvöxt- ur á jörðinni". íslenzk heim- speki semsagt, Helgi Pjeturss, helstefnan og fleira gott. Fram- haldið revndar mjög eðlilegt: „.F.ngin ráð til að eyða þessu ólífisefni nema með lilstyrk frá æðri vitunda.rverum á fullkomn- ari stjörnum“. Óg auðvitað á að koma á sgmbandi við aðrar . vetrarbrautir (mjólikbrínga). Að þessari kennin'gasmíð er skop- azt á glannalegan hátt með ærsl- um og farsa: það líf sem dr. Sýngmann ætlaði að magna undir Jökli reyndist risalax. sem hafði vprið geymdur um árabil í kassa uppi á jöklinum — og hafnaði í nefi hinna býðingar- miklu fugla sögunnar. En því má og vel eftir taka, að kenn- ingasmiður þessa verks er i raun og veru tekinn miklu blíð- ari tökum en ýmsir fyrirrenn- arar hans úr hópi einsýnis- manna og heimsbreytenda. Ekki fylgir honum það hatur sem umleikur Sine manibus, svo dæmi sé nefnt. Um leið er hann tilefni þeirra ummæla í bók- inni, sem illu heilli hafa vald- ið undirrituðum lesanda þess- arar bókar meiri heilabrotum en flést annað. Hér er komið að konunni, sem giftist presti, fór með Sýn.g- mann og kom heim eftir 3o á.r. Það er orð að sönnu, sem lögð eru í munn einnar af smærri persónum bókarinnar: „Að öllu samanlögðu getur vafist fyrir mönnum að skilja ýmislegt undir Jökli ef beskyn vantar á kveníólkið“. En þetta beskyn hleypur ekki í farrgið á mönn- um. Úa, eða Úrsúla, eða Úrsalei eða Guðrún Sæmundsdóttir, hún hörfar undan i hvert sinn sem þú ætlar að festa hendur á henni. yið höldum kannski um tíma að við höfum sett hana niður við prjónaskap etftir, 30 ára útivist með ævintýramanni, fjallmyndarlega prestskonu, sem hefur svo gott hold að allt karlkjm engist. En það er öðru nær. Hér veður þjóðsagan uppi gömul og ný, með mörg islenzk - furðuverk, kvenmynd eilífðar- innar sem Goethe leitaði að en fann ekki, „sá skjólgarðúr sem nefnist móðurskautið og búa menn óhultir um sig í þeim stað _einum á jörðinni meðan þaö helsta“. Séra Jón og dr. Sýn.gmann tala um hana eins og það sem öllu breytti, fyrir henn- ar sakir var heimurinn íullkom- inn og ekkert skipti lengur máli. Þeir tala reyndar um hana á svipaðan hátt og lærisveinarn- ir Andris og Filpus um meist- ara sinn Jón í Brauðhúsum (Sjöstafakver). En ekki sízt sakir mikilleika j>essarar marg- hömu kvenmyndar beinist mik- il athygli að því sem hún seg- ir um annan ma.nna sinna, dr. Sýngmann. með fimmfaldri á- herz.lu: „Hann vantaði sam- band . . . Hann vantaði það sam- band sem segir: elska skaltu drottin guð b'nn af öllu hjRrta l>inu allri sálu þinni og öllum líkama þínum, og náúnga þinn einsog sjálfan þig“. Það er nú svo. Og þefta er sagt rétt á eftir þeirri staðhæfingu þess- árar máttugu konu að dr. Sýng- mann hafi verið rriestur maður á jörðunni næst á eflir séra Jóni Prímusi, ]>eim Jóni sem við höfum áður tengt víð margt af því sem Halldór Laxness vill helzt á ioff halda þessi misser- in. Og við getum líka bent á mörg dæmi þess að Jón hafi eitthvað í ætt við þetta kristi- legt samband við tilveruna — hann er ekki bara þúsundþjala- smið'ir undir Jökli heldur og heilagur Frans frá Assisi: ..meira að segja hrafnamir slást í för með honum ef þeir sjá hann á víðavángi" Hvað getur mönnum dottið í hug? Halldór Laxness er ekki allur sem hann er séður eins og allir vita, menn mega jafnt vara sig á að lesa í orð hans og taka þau of bókstaflega. En það ætti ekki að skaða þótt bornar séu fram grunsemdir. Allar þær þrjár höfuðporsónur sem nú voru nefndar og svo Umbi sögumaður fá í sinn hlut drjúgan skammt af ýfnsum þeim hugsunum og viðhoríum sem eru Halldórs- beinlínis, hafa komið fram í verkum hans og greinargjörðum. Þetta kemur fram í stóru og smáu. Umbi fær til að mynda ásetninginn um að skrifa hlutlæga frásögn, vanda- mál mr. X í skáldsögunni og í ábót einkasmekk Halldórs á brennivíni og mataræði. Sýng- miann stendur t.d. í landvinn- inigum og kenningasmíð í 30 ár eins og skapari hans, og alltént fær hann í sinn hlut. andúðin'a á þýzkri heimspeki. Úa gæti vel átt margar furðulegar hliðstæð- ur við feril Halldórs, svo mikið er víst að hann er að öðrum þræði þjóðsasnapersóna á fs- lándi. Þa.nnig mæt\i lenigi telja. Það læðist'^að manni sú hug- mynd að þótt sjálfstæði persón- annia í sögunni sé fullkomlega virðingairvert, þá sé höfundur- inn að skipta sjálfum sér í parta, bæði í háði og alvöru, og tefli þeim saman í margslungnum dulargervum sem aldrei verða afhjúpuð til fulls. (Þrátt fyr- ir prédíkun hlutlægni í saffna- gerð á Halldór Laxness það til að spyrja sem svo: „Er höfund- urinn ekki eini maðurinn sem' máli skiptir, svo í skáldsögu sem öðrum bókum?“ (Upphaf mann- úðarstefnu bls. 74). Og hvað stæði þá helzt upp; nema trú á listina og t.ilgang hennar (sbr. orð séra Jóns) oer svo taóismi jafnvel í bland við einhverskon- ar kaþólsku? \ /itanlega má vel lesa Kristni- » hald undir Jökli án slíkra hugleiðinga, kannski eins gott að losa sig við þær. Við gætum slegið botn i þær með þeirri staðhæfingu. að þessi saga gefi fyllri, frjórri, veruleikabundn- ari mynd af þvi sem Halldór Laxness hefur haft hugann við síðustu ár en önnur verk hans frá sama tíma. Og þetta er blátt áfram skemmtileg hók, sem lengi má tala um. frá mörgum hliðu.m. Það má minnast á feg- urð í hárfínum sviðslýsingum. nákvæmni og list í samanburði. stórskemmtilegar aukapersónur eins og Jódínus palisanderskáld, merkilegan þátt af „beitarhúsa- mönnum“, lifsnaögnurum dr. Sýngmanns — bar er m.a. eink- ar fróðleg ræða um Vietnam. Ekki sízt er vert að lofa lævís- leaa byggingu sögunnar. Veröld bókarinnar. aðalkraftar hennar. nálgast smátt og smátt. það er bruvðið upp furðuliósum, dul- arfullu tali og allskyns brövð höfð í frammi önnur til að skerpa forvitni og æsa upp snurninear. Því ekki að hugsa til leynilögreglusa'gniatækrii? — ITmbi er stundumeinsogHercule Poirot að lokinni morgunigön.gu. sezt niður og hugsar málin. hvað er vitað. hvað ekki; það skanast hvíldir án hess á slakni frá- söpninni. Og öllu er mætavel haldið ,til haga, hleypt af beim skammbyssum sem' í fyrsta þætti voru hengdar á vegginn< svo umskrifuð séu gömul með- mæli til sagnamanna. Og bókin er fyndin, full af liómandi skopi um guð os menn. list og líf. Bá eiginleiki söeunn- ar gefcur dugað lesendum all- vel, jafnvel hótt ekki kæmi til margt annað. því siálfsagt eru margír eitthvað skyldir séra Jóni Primusi, sem hetta er sart um: „Heimspeki og teólógia hef- ur engin áhrif á hann. og heil- brigð skynsemi baðan af síður. Ógermínigur að sannfæra þenn.an mann með röksemdum. En fyndni hlustar hann einlægt á þó það sé hótfyndni“ . .. Árni Bergmann. Um raforkumál Vestfjarða Athugasemd frá Rafmagnsveitum ríkisins Að tilhlutiain „Féllags rafvedtu- stjóira svedtarfélaga“, sem sam- anstendur af -einsitaklinguim, rafvieitustjórum nokkurra bæj- arrafveitnia, hatfa að undan- förnu verið aillmikiil blaðaskrif um raforkumiál Bíldudals og nú síðast einnig Patrokshrcpps. Sem krjnnugt er af blaáa- skrifum þessum hættu Raf- magnsveitur ríkisins öllum framkvæmdum við endurbætur á natfveitukerifii Bíldudafls í bili. Af þcssu tilefíni þykir nauð- synlogt að gora hér grein fyrir málinu frá sjóinianhóli Raí- maginsveitna ríkisins. Orkuveilusvæði Vcstfjarða Á Vesfcfjörðum, sunnan Arn- anfjarðar, hafa RaáJmagnsveitur nfkdsins á hendi naíonkusölu beint til alllina raforkunoifceinda, að undanskildum íbúum Pat- rekshrepps, en Patneikshreppur hefur sína eigin sjálfsfcæðu naf- veitu, sem kaupir orfcu í heild- sölu frá Ratfmagnsveitum rikis- ins. Til þess að fullnægja raforku- þörf Vestfjarða byggðu Raf- magnsveifcur ríkisins á árunum 1955-59 vatnsorkuver. við Mjólká 1 Ámarfirði og Reiöhjalla.virkj- unvið Bc'lungarvík. Þá yfirtóiku þœr jaínframt aillar dísilstöövar á svæðinu, noma í Patrcks- hreppi og Isafirði. Jafnframt voru byggðar aðaflorkufilufcn- ingslínur milli allra þessara stöðva, alla loið sunnan frá Patreksfirði og norður til Isa- fjaröar með viðkomu í öllum byggðapléssum og orkuveruim á orkuveitusvæðinu. Þá vOru dreifikerfi ýmist keypt eða byggð upp að mestu í öllum kauptúnum og þorpum Vest- fjarða, að undanskildum Pat- rekshneppi og Isafiirði, en þar var hafldið áfram rekstri bæjar- rafveitna. . Til suðurhluta Vesfcfjarða er orkan fflutt um saestreng yfir Amarfjörð með landtöku 1 Bíldudal. 1 þessum hluta‘fjórð- ungsins hafa Rafmagnsveitur rfkisáns varastöðvar í Bíldudal og á Sveinseyri, en Rafvedta , Patrekshrepps hefur einmg varastöð á Patrcksfirði, sem er eign hcnnar. Krafa Rafveitu Patrekshrepps Fyrir um tvedmuir árum byrj- aði Rafveita Patrékshrepps að gera þá krötfu tdl Rafmagns- veitna ríkisins, að þær greiddu allan rekstrarkostnað dísdlstöðiv- ar sdnnar, þ.e. mannahaild, við- hald, fjánmagnslkosfcnað, Olíu o.s. frv. og aiuk þess 15% álag á heildarkosfcnað. Árið 1966 var skipting á not- kun, orku frá dísdlsfcöðinnd á Pat- reksfirði þannig: Rafveita Patreksfjarðarhrepps notaði sjálf 180.570 kWst. Inn á kerfi Rafmagnsveitna rikisins 57.840 kWst. •Samtals fraimlleiðsla stöðvar- innar 238.410 kWst. Rafveita Patrekshrepps setti fram þá ófrávikjanlegu kröfu, að Rafmagnsveitur rikisins greiddu fyrir þessa orku, — 57.840 kWsfc, — kr. 531.653,62 eða kr. 9,19 fyrir hverja kWst, sem inn á þeirra kerfi fór. Til baka ætlaði Rafv. Patreks- hrepps að gireiða kr. 0.25 fyrir þær kWst. er hún nofcaði sjálf, eða kr. 45.142,50. Þetta ár var rekstrarkostnaður dísilstöðvar- innar kr. 462.307,62. Árið 1967 var skipfcing á not- kun frá dísilstöðinni þannig: Rafveita Patrekshrepps not- aði sjáltfs 269.110 kWst. Inn á kerfi Rafmagnsveitna ríkisins 106.380 kWst. Saimtafls framileiðsla stöðvar- innar 375.490 kWst. Sama krafa gerð, Rafmagnsv. ríkisiins greiði fyrir 106.380 kWst. kr. 839.467,32 eða kr. 7,89 fyrir hverja kWst, sem fór inm Framhald á 9. siíðu. i j i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.