Þjóðviljinn - 19.11.1968, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 19.11.1968, Qupperneq 4
SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 19. nóvember 1968. Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Eitstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson. Sigurður Guömundsson. Fréttaritetjóri: Siguirður V. Friðþjótfsson. Auglýsingastj.: Ólafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 Unur). — Áskriftarverð kr. 130,00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 8,00. Cegn fjandsamlegu valdi jprá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnar- taumum hefur verkalýðshreyfingin ævinlega átt í höggi við fjandsamlegt ríkisvald, sem hefur lagt áherzlu á að tryggja aukinn hlut gróðaaflanna á kostnað almennings. Núverandi ríkisstjórn hefur ýtt til hliðar samfélagslegum framkvæimdum í þágu verzlunarhalla; skólar, sjúkrahús, barnaheimili hafa vikið af framkvæmdaskrá fyrir verzlunum, heildsöluhöllum og hvers konar viðskiptamuster- um. Verkalýðshreyfingin hefur á þessum árum við- reisnarinnar oft á tíðum gefið eftir af sanngjörnum kröfum um laun til þess að fá í staðinn félagslegar framkvæmdir. Eitt dæmi þar um eru Breiðholts- byggingarnar og.annað dæmi atvinnumálanefndin frá í vetur er samkomulagið var gert eftir hið víð- tæka verkfall í marzmánuði síðastliðnum. En þessi samningsatriði verkalýðs við ríkisvaldið sanna einnig áþreifanlega á hvern hátt núverandi ríkis- stjórn stendur við gefin loforð. Ríkisstjórnin hef- ur ekki séð fyrir nægu f jármagni til íbúðabygginga, hún hefur ekki tryggt áframhaldandi framkvæmd- ir í Breiðholti og ekkert hefur verið efnt af þeim loforðum um fulla atvinnu sem ríkisstjórnin hafði sem hæst um í vetur, en þau fyrirheit voru beinlín- is samningsatriði við verkalýðshreyfinguna; lof- orðið jafngilti beinum fjárupphæðum. Þeim upp- hæðum hefur ríkisstjórnin enn ekki skilað. jgnda þótt ríkisstjómin hafi þannig brotið samn- inga á verkalýðshreyfingunni og hyggist enn gera með því að rifta sambandi verðlags og launa, telur hún sér sæma að bjóða verkalýðshreyfingunni upp á samningaviðræður um kjaraskerðingu! Slík tilboð eru að sjálfsögðu marklítil og jaðra við ó- svífni eftir þá framkomu sem ríkisstjórnin hefur tamið sér í garð verkalýðshreyfingarinnar. Kjara- skerðing getur að sjálfsögðu ekki verið samnings- atriði. J ræðuim þeirra Eðvarðs Sigurðssonar, formanns Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Jóns Sig- urðssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur á útifundi ASÍ á sunnudaginn kom einmitt mjög skýrt fram sú beina andstaða, sem verkalýðshreyf- ingin er í við ríkisvaldið. Jón Sigurðsson benti því á, í lok ræðu sinnar, að landinu yrði ekki stjórnað í andstöðu við samstillt samtök launafólks og að hann vonaði að þessi staðreynd sannaðist enn í verki. Þannig virðist nú vera mjög víðtæk samstaða innan verkalýðshreyfingarinnar um nauðsyn þess að hrinda árás ríkisvaldsins á kjör launafólks. Þar með er verkalýðsbaráttan komin inn á pólitískt svið, verkalýðsbaráttan beinist bein- línis gegn fjandsamlegu ríkisvaldi gróðaaflanna. Og það mun aðeins lýsa ofmati stjórnarinnar á til- verumöguleikuim sínum, ef hún hyggs'f ráðast að kjörum verkalýðsin.s með stórfelldri lífskjara- skerðingu. Gegn slíkum áformum hlýtur launa- fólk að rísa mjög eindregið. — sv. Stjórnarformaður FRI0N0R- sölusamtakanna hefur orðið Þann 21. októbor sJl. birti blaöið Fisikaron stutt en eink- ar fróðieigt samtal við Kristof- fer Holst, forstjóra í Harstad, í Noregi, som er formaður fram- kvæmdastjórnar norsku freð- fdsksölusasmtakanna FRIONOR. Þessi risavöxnu sölusaantök hafa flest norsku frystihúsanna innan sinna vébanda og selja nú frcsnar fiskafuröir til 30 landa, en reka kynningarstarf- semi og markaðskönnun í lanigtuim fileiri löndum. Þegar Kristoffer Holst segir eitthvað sem við kemur frosn- um fiskafurðum eða mörkuðum þeirra. afurða, þá er hlustað á álit hans meira en flestra ann- arra, því að maðurinn er ekki aðeins tailinn harðdug'legur kaup- sýsiumaður, heldur j-afnframt einn aillra fróðasti maður um markaði fyrir frosnar fiskaf- urðir, jafnt í Ausitur-Evrópu, Vestur-Evrópu og Ameríiku. En hvað var það þá, sem mesta athygfli vakti i viðtali stjórnarformannsins? Kristoffcr Holst segir, að FRIONOR-sölu- samtökin hafi lent í miklum erfiðleikum eftir hina miklu gengisfellingarskriðu 20 landa seinast á árinu 1967, þar scm ■ þeim hópi hafi verið ýms af samkcppnislöndum Norðmanna á freðfiskmörkuðumim. Þcssir keppinautar hafi í krafti gcng- isfellingarinnar gctað boðið lægra verð og Norðmenn hafi verið neyddir til að verðfella sinn fifik, til samræmis við þeirra. Siðan segir Kristoffer Holst (í lauslegri þýðingu): — „Gc.ngisfcllingin varð ekki bara orsök þess að vcrðið Iækkaði á hinum vostrænu freðfiskmörk- uðum, heldur jafnframt á mörk- uðum Austur-Evrópu vegna lágra verðtilboða, m.a. frá Is- landi, Englandi og Danmörku". Seinna í viðtalinu segir stjórn- arformaðurinn að FRIONOR sé nú ailgjörlega komið yfir þessa erfiðieika og á aðal fuindi. sam- takanna muni það koma í Ijós, að FRIONOR komi ekiki út með tapi þrátt fyrir þessa erfiðu tímia. Kristoffer Holst heldur því fram, að verðið á frosnu fiskflökunum muni nú vera komið það niður, seim það fari 'æfrst, en bráðlega taki verð- hjólið að snúast til baka og verðið fara hækkandi aftur. Hann segist þrátt fyrir allt vc<ra bjartsýnn á freðfisksöluna í náinind framtíð. I tilefni þessara ummæla Það er ekki úr vegi, að við íslendingar stöldrum við örlítið í okkar nýja gengisllækkunar- fiani og athugum lítilsiháttar þau ummæli Kristoffers Holst að gengislækkanir nokkurra fiskframieiðslulanda seinast á árinu 1967 hafi leitt til enn meiri verðtfellingar á frosnuim fiskafuröur.i helldur en eliahefði orðið. Þetta eru umimæli manns, <$>. sem er taliinn með aflra fróð- ustu og kunnugustu mönnum á freðfi.skmörkuðum heimsins. — Við getum sagt hann Ijúga þeissu. Bn staðreyndirmar vitna með ummæluim hans jafnt fyrir því. Við náðuim í okkar hlut. ekíki nema mjög óverulegum hluta atf raunverulegum gengis- fellingargróða við gengisfeking- t.na 1967. Getur nókkur borið á móti því, að í hinum endur- nýjuðu sölusamninigum við Sov- étríkin eftir genigisfelilinguna að bá haíi kaupandinn, Sovétríkin, I tekið í sinn hlut bróðurpartinn af gengisfellingargróðanum. miðnð við fyrri samminga? Við vitum Oíka að vorðið lækkaði á himum vestrænu mörkuðum eftir aö mörg fisk- framleiðslulö-nd læiklkuðu gengi gjaldmáðils síns. Ég geri ráð fyrir að hinir ís- lenzku etfnahagssérfræðinigar, sem hafa gengisilækfcun að at- vinnu, vilji ekki viðurkenna að fuilllyrðiing stjómarformanns FRXONOR sé rétt, því að þá hefðu þeir tæp-lega ráðlagtnýja gengislækkun n,ú. Bn atburða- rásin á freðfiskmörkuðuim heiimsins eftir gengisíellinguna 1967 styður mjög eindregið þessi um.mæli Kristoffers Holst. Og eru ekki viðbrögð enskra fiskkaupmanna nú við þessa gengisfellinigu þau, að þeir boði ódýrari freðfisk frá íslandi? Ammars hélt ég að það væri svo kunn staðreynd sem aillir ættu að kannast við og íslenzk- ir efnahagssérfræðingar líka, að FISKIMÁL eílir Jóhann nJ. E. Kúlcfl þegar eitthvert land feilir gjald- miðil sinn í þágu ú' tninigs- atvinnuvega, að þá telja kaup- endur vörumnar sig eiga nokk- u-m rétt til einhvers hluta af gengishagnaðinum. Ef skóla- hagfræðin kenmir ekkert um þessa staðreynd, þú er hún orð- in viðskiíla við þann tíma sem við lifuim á, og verðum að miða við. Hinsvegar get ég gen.gið imn á það, að minni hætta sé á verðíeililin.gu atf völduim gengis- fefllingar, þegar aðeims eitt land feflilir genigið heldur en þegar mörg lönd gera það samtímis, som hafa sömu vöru að bjúða á mörkuðunum. En ef við berum sjávarútveg okkar saman við norskan sjáv- arútveg eftir fjórðu gengisfeiM- ingu okkar á s.l. 10 úrum, á sarna tíma sem þeir mæta ýms- um aðsteðjandi vanda í útgerð- ar- og markaðsmáluim á geró- líkan hátt, en hreyfa ekki verð- gildi síns gja,ld.miðils, þá held ég að trúin á getu efnahagssér- fræðinga okkar geti okki annað en brostið. Hér 0™ úrraxiin, ef úrræði skyldi kalla, aðeins ein: Gengislækkun og aftur gengis- iœkkun. En aillt annað sem nauðsynlegt var að framkvaema til uppbygginigar útflutningsat- vinnuvegunuim og fyrirgreiðslu við þá er látið lömd og leið. Afleiðing þessarar stefnu segir nú til sín á öllum sviðuim. Þessi stefna er gjaildiþrota, hún bjarg- ar en gu Á sama tíma sem þróunin hetfur orðið þessi hér, þá hafa Norðmenn byggt upp sinn sjáv- arútveg, útgerð og fisikiðnað og búið við hátt geiragi alllan tím- ann. I þessari uppbyggimigu hafa þeir lagt höfuðáherzlu á það, að bæta vinmsluhráetfnið og nýt- ingu þéss þegar það er unnið í afurðir. Gott hréefná og góð nýtinig" í fiskiðnaðinum hefur verið þeirra kjörorð mörg und- anfarin ár. Og þessum kjörorð- um hefiúk’ verið fylgt etftir í verki, með mjög góðum árangri. Þarna hátfa verið unnir stórir sigrar, sem við þekikjum ekki til hér á íslandi í okkar fisikiðnaði. Þetta, ásamt hagkvæmari rekstr- argrundveilll frá opinberri hálfu heldur en hér beíur þekkzt, hefur verið þeirra sterka vöm, á tímum veröfallsins á ýmsum fiskafurðum. En hvað þá um afllar fisk- uppbætur frá rí'kisins hendi? Jú, það er ailveg rétt, norska ríkið hefur veitt sjávarútveginum ýmsan stuðning á síðustu árum. Beinar uppbætur á hráefnis- verð hafa verið þar í gildi nú um nokkur. ár. En miðað við aflamagn þeirra og okkar þá hafa uppbæturnar í Noregi ekki verið hærri á hverja þyngdar- einingu i boflfiskaila heldur en hér. Og það ótrúlega er, að þassar uppbætur hatfa staðið í stað nú uim nokkur ár, miðað við þyngdareiningu, þó heild- arupphæðin hafi talsvert hækk- að vegme vaxandi aflamagns, Það er því sýnilegt öllflum sem nenma að kynna sér það, að okfcar leið er gjaldþrota, á sama tíma sen. þeirra leið heldur veflli, þrátt fyrir aðsteðjandi erfiðlei'ka. Erlendar fréttir Merk norsk uppfinning Norska fyrii'tækinu Trio M.askinindusitri í Stafangri hefur nú tekizt að framleiða full- komina vél scm leggiur smásíld og brisling niður í dósir. ,Vól- in er búin einskonar . fjngrum, sem framkvæma það verk sem geýsilegúr fjöldi «tfllkna Vann áður. Afiköst véln ar eru þau að hún raðar niður í 40 dósir á hveiri mínútu, 2,400 dósir á klufckutíma. Stærstu niðursuðufyrirtæiki í Noregi, Chr. Bjalland & Co A/S í Stafanigiri, hefur nú nýlega umskipulagt starfsami sína, og í því saimibanidi vélvaatt sig mieira en áður moð sjáflfvirkum vélum. Fyrir umskipulagndng- una unnu hjá fyrirtækinu 3000 manns, en nú 1000 mamns. Chr. Bjelland fraimlleiðir seim svar- ar fA hluta allra norskra nið- ursuðuvara. Þetta fyrirtæki framfleiðir í kringum 60 miljón- ir dósa af niðursuðuvörum ár- lega og er markaðurinn um víða veröld. Á s.l. ári seldi fyr- irtækið niðursuðuvörur til USA fyrir 7,5 miljónir dollara. Á ■fyrri hluta þessa árs óx salan á þessuim íharkaði um 20°/n mið- að við saima tínjébil á fyrra ári. Tveggja manna kafbátur Englondimigar og Kanada- menn ei-u nú í félagi að smíða fjóra litla kafbáta og er gert ráð fyrir að aðeins tveir menn stjómi hverjum báti, Bátarnir eru smíðaðir hjá enska fyrir- tækinu Vickers Ltd. í félagi við kanadiska fyrirtækið Intennati- onal Hydnodynamics, Ltd. Tveir af kafbátunum eiga að geta kaf- að niður á 900 mietra dýpi. og tveir niður á 1800 metra dýpi. Þeir. eiga að geta lagzt á botn- inn á áður netfndu dýpi og framfcvæmit þar margskonar ramnsióknir o-g vininu. Meininigin er að nota þessa kafbáta við fiskirannsófcnir á höfum úti og við leit að olíu og málmum á hafsbotndnum, svo nofckur verk- efni séu nefnd. Bátanriir verða útibúnir margivíslegum grip- tönguim, borum og fleiri áhöld- um, sem nioituð verða viðrann- sóknir á hafsbotninum. Ný brezk uppfinning Engflemdingair hafa nú fumdið upp nýja aðtferð til að verja stálsikip ryði að inmanverðu, svo og yfirbyggingar skipa. Þetta er einhverskonar plasthimna seim sett er á stálið eftir að það hetfur áður verið girunnað með „sinkk(ricwnat“. Norsku verk- smiðjutogararnir Verksmiðjutogararndr norsku hafia að undanfömu verið heima í Noregi, þeir standsetja nú fyrir vetrarveiöaimar á Ný- fundnalanids- og Vestur-Græn- landsimiiðum. Afldinn þarna vest- ur á miðunum hlefur verið með tregara móti það sem af er hausti, c-n því er spáð að hann glæðist aftur upp úr miðjum nóvembermánuði. Norsku út- hafslínuveiðaraimir eru allir með tölu í vetrarveiðiferðum á þessum fjatflœgu miðum, en aflinin hjá þeim var tregur um s.l. mánaðamót. Veiksmiðjutog- ararnir ætíluðu að leggja af stað Framhald á 9. síðu. Til iþrótta og útivistar má treysta Heklu sportfatnaðinum og hlífðarfötunum. Þá gegna Iðunnar skíða-, skauta- og knattspyrnuskórnir mikilvægu hlutverki í heilsurækt þjóðar- innar að ógleymdum Gefjunar svefnpokum og ullarteppum til ferðalaga. ÖRUGG TRYGGING VERÐS OG GÆÐA. IÐNAÐARDEILD SÍS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.