Þjóðviljinn - 23.03.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.03.1969, Blaðsíða 4
4 SÍT>A — ÞJÓÐVELJINN — SiinnuidaigUJ' 23. imarz 1969. i Ritstjórar: • Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sígurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. AuglýsingastJ.: Olafur Jónsson. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, Æuglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sfml 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 150,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10,00. Tveir kostir J>egar menn furða sig á því að ekkeri miði í samn- ingaátt þótt viðtalsnefndir Alþýðusambands íslands, Vinnuveitendasambands íslands, sátía- semjari ríkisins og sérstök sáttanefnd skipuð af rík- isstjóminni hafi verið að ræðast við öðru hvoru í nokkrar vikur virðist skýringarinnar einfaldlega að leita í gangi vinnudeilna undanfarið. Hinir svo- nefndu vinnuveitendur og ríkisstjómin, er fram kemur sem gagnaðili og baráttuafl móti verkalýðs- hreyfingunni, fást ekki til að ræða málin í alvöru fyrr en verkalýðshreyfingin hefur gripið til harð- ari viðskipta ,en samningafunda í mjúkum stólum. Þetta má kallast furðuleg staðreynd þegar þess er gætt, að í hópi hinna svonefndu vinnuveitehda og í liði ríkisstjómarinnar eru þeir menn allsráðandi sem sí og æ prédika og skrifa uim skaðsemi verk- falla og það tjón sem af þeim hlýzt. Með þeirri af- stöðu að láta ekkert gerast í samningaumræðum vikum saman, láta ekkert hreyfast 1 vinnudéilum fyrr en verkalýðsfélögin beita verkfallsvopninu á einn eða annan hátt, eru vinnuveitendur og ríkis- stjórnin að gera hvort tveggja: Stofna til þess að engin meiriháttar vinnudeila á íslandi leysist nema að undangengnu verkfalli, og jafnframt eru vinnu- deilumar eftirminnileg kennsla fyrir alþýðufólk um gildi verkfallsvopnsins og úrslitaáhrif. I>essi meðferð á samningamálum hlýtur að vekja í huga hvers verkaimanns og launþega þá spumingu: Hvað fengist fram, hverju yrði um þokað í hagsmuna- málunum, í réttindamálum, ef ýerkalýðsfélögin ættu ekki betta vopn, verkfallsvopnið, og kynnu að beita því? Ekki ætti ríkisstjórn íhaldsins og Alþýðuflokksins að þurfa að efast um vilja verkalýðshreyfing- arinnar í þessari vinnudeilu, né vera að því vikum saman að kynna sér þann vilja. Alþýðusambands- þing í haust samþykkti einum rómi, án þess að nokkur rödd heyrðist til mótmæla, að lágmarks- krafa allrar verkalýðshreyfingarinnar á Islandi í verðtryggingarmálinu væri sú að hin skerta verð- trygging seim samið var um í fyrra héldist óslitið. Um þessa lágmarkskröfu var ekki deilt á þingi Al- þýðusambandsins, og þó var þetta þing hins „lýð- ræðissinnaða meirihluta“ sem blöð ríkisstjórnar- innar nefndu svo og fögnuðu, meirihluta sem kaus Hannibal Valdimarsson og Bjöm Jónsson forseta og varaforseta sambandsins. Afstaða Alþýðusam- bandsþings til lágmarkskröfunnar um verðtrygg- ingu launa var ítrekuð á ráðstefnu Alþýðusam- bandsins í vetur, svo enn mætti ríkisstjórn íhalds og Alþýðuflokks hafa nokkuð lært. Engu að síður lætur ríkisstjórnin og hinir svonefndu vinnuveit- endur viku eftir viku líða án þess að sjáist að þe’ viti um þessa staðreynd, að öll verkalýðshreyfing landsins stendur einhuga bak við lágmarkskröf- una í samningunum. Fyrir ríkisstjómina er því ein- ungis um tvo kosti að velja: Samþykkir hún lág- markskröfu verkalýðshreyfingarinnar án verkfalh og hörkuaðgerða, eða samþykkir hún lágmarks- kröfuna um verðtrygging'u kaups eftijr þær að- gerðir? — s. 1 Ritstjóri: ÓLAFUR BJÖRNSSON Fyrsta skákin í ein- vígi Larsens og Tals Hvítt: B. Larscn Svart: M. Tal Tarrasch-vörn 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. d4 d5 5. e3 Rc6 6. cxd5 Rxd5 7. Bc4 Be7 , 8. Bxd5 exd5 9. dxc5 Be6 ^ 10. 0—0 Bxc5 11. b3 0—0 12. Bb2 a6 13. Ra4 Ba7 14. Rd4 Dd6 15. Hcl Hac8 16. Dd2 Re5 17. Rc3 Bb8 18. f4 Rg4 19. Rce2 Bd7 20. h3 Rf6 21. Rg3 Re4 (Þessi einföldun stöðunnar er hvítunn í hag). 22. Rxe4 dxe4 23. Da5 Hxcl (Betra var að ledka hér 23. — Bc7.) 24. Hxcl Hc8 25. Hxc8f Bxc8 26. Dc3 Df8 27. Re2 Bd7 28. Rg3 f6 (Ef sivartur réynir að valda péðið með 28. — f5 þá 29. Rih5.) 29. Rxe4 Bc6 30. Dc4t Df7 31. Dxf7t Kxf7 (Svartur er að vísu peði und- ir en bískupaparið gefiur honum jafntefli&möguleika.) 32. Rd2 33. Kf2 34. Rf3 35. a3 36. b4 37. Rd2 38. g4 39. f5 40. axb4 41. Bc3 42. fxg6t 43. Rf3 44. b5 45. Rd4 46. Re2 47. gxf5 48. Rf4t Og hér sömdu keppendur um jafntefli. Bd6 Bb4 Be4 Ba5 Bc7 Bc6 a5 axb4 Bd6 g6 Kxg6 Be4 Be7 Bd6 f5 Bxf5 flytur efni við hæfi allra í fjölskyldunni, skrifað af sérfróðu fólki. — Af efnisvali má meðal annars nefna: Híbýlaprýði Heimilisáhöld Fatnað Hannyrðir Uppeldismál Byggingar og viðhald húsa. Mataræðl Lýsingu Garðyrkju Bifvélataekni Neytendafræðslu og margt fleira. TÍMARIT HEIMILANNA x4f höfundum sem skrifa í ritið má nefna meðal annarra: Benný Sigurðardóttir húsmaeðrakennarl. Björn Indriðason bifvélavlrki. Daði Ágústsson ljóstæknifræðingur Guðrún Jónsdóttir arkitekt Jón^Ólafsson húsgagnaarkitekt. Jón E. Vestdal efnaverkfræðingur. Ólafur Halldórsson- læknir. Knud Jeppesen arkitekt. Kristín Jónsdóttir handíðakennari. Sigurður Albert Jónsson garðyrkjufræðingur. Snorri Hauksson hibýlafræðingur. Stefán Guðjohnsen tæknifræðingur. Ritið kemur út mánaðarlega, prýtt fjölda- mynda en kostar þó aðeins kr. 300,00 á ári. GERIZT ÁSKRIFENDUR. Nafn ...:... Heimili ..................*.............. Sendist til HÚS & BÚNAÐUR Box 77 Kópavogi. Sími 17220. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að undirbyggja og helluleggja gafig- stéttir við ýmsar götur í eldri borgarhverfum Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 2000 króna skilatryggirigu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 2. apríl kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 Tilkynning um breyttan opnunartíma: Frá og með 1. apríl n.k. verður sparisjóðurinn opinn frá kl. 12:30 til 18:00 alla virka daga, nema laug- ardaga. Sparisjóður vélstjóra. i ............ HAFNÁRBUÐIR Pantið tímanlega fyrir fermingarveizluna. KÖld borð — Brauð og snittur. Böðin opin alla virka daga, — Tek einnig vinnu- flokka í fæði. — Leigjum út sal. Pantið í síma 14182. HAFNARBÚÐIR. Laus staða Staða ritara á skrifstofu verksmiðjunnar á Akranesi er laus til umsóknar. Hraðritun á ensku og góð vélritunarkunnátta nauð- synleg. Eiginhandarumsóknir er tilgreini aldur. menntun og fyrri störf sendist fyrir 10. apríl n.k. Sementsverksmiðja ríkisins, k AKRANESI. Bifreiðaeigendur Við minnum ykkur á sjálfsþjónustu félagsins að Suðurlandsbraut 10, bar sem þið getið sjálfir þrifið og gert við bíla ykkar. — Opið frá 8 - 22. Ennfremur er kranaþjónusta félagsiná á sama stað (kvöld- og helgarþjónusta krana í síma 33614). — Símar 83330 og 31100. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda. Búnaðarfélag íslands tilkynnir útboð á skurðgrefti og plógræslu. Öskað er eftir tílboðum um skurðgröft og plógræslu á 43 útboðssvæðum. Útboðsgögn sem kosta kr. 250,00 fyrir hvem landsf jórð- ung fást hjá Búnaðarfélagi íslands. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 10. apríl. Stjóm Búnaðarfélags íslands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.