Þjóðviljinn - 03.05.1969, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.05.1969, Blaðsíða 5
La/ugardajgur 3. maá 1969 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA g t- íslenzk gæfa er komin undir baráttu okkar Reykvískur verkalýöur. Eitt sdnn í vetur komu 4 ung- ir menn í skrifstofu Dagsbrúnar t>g óskuðu efitir að fá að ræða við mig einslega. Mér er heim- sókn þeirra sérlega minnisstæð — þó þetta væri ekki sú eina sinnar tegundar. — Erindi þeirra var að biðja mig að leið- beina sér, hvemdg hægt væri að komast til Ástralíu, eða hvort hygilegra væri að fara til Canada eða einhverra Norður- landa, Ég brást í fyrstu sfcuttlega við og kvaðst ekki vera neinn Ástralíu-agent, en ég átti eft- ir að komast að þvi, að á baik við óskir þeirra bjó djúp aJ- vara, sem varð því ískyggilegri sem þeir skýrðu mál sitt bet- ur. Ungu mennimir sögðu m.a.: I fyrravetur vonum við atvinnu- lausir stuttan tíma, eftirvin.na minnkaði og kaupmátturinn rýmaði. 1 vetur höfum við vérið atvinnulausir hátt í tvo mánuði, og vikurnar áður höfðum við einungis dagvinriu, þ.e. um 2500 krónur á viku. Nú er fyrirsjáanlegt, að enn á að lækka kaupið. Þetta voru þeirra orð. Tveir þeirra vom fjölskyldu- menn og átti annar íbúð, sem hann taldi vonlaust að geta haldið. Þeir sögðu: Við sjáum ekki fram á annað en minnk- andi kaup, minni vinnu og at- vinnuleysi hiuta úr árinu. Síðar átti ég eftir að fá mang- ar slíkar heimsóknir Og ekki sízt frá dugnaðar- og atorku- mönnum. Ekki segi ég þessa sögu til að hvetja menn til landflótta, en ég spyr: Er hægt að gefa andi atvinnuleysi og vaxandi landflótti. Athugum aðeins þau átöfc, er nú standa yfir: Efitir að gengisfellingin hesfur verið framkvæmd í 2. sinn á einu ári óg áhrif hennar óðaverðbólga, sem flæðir yfir,—hverjar eru þá ráðstafanir ríkisstjómar og at- vinnurekenda? Aðgerðimar eru þær að hætta að greiða vísiitölu á kaup. Þessar aðgerðir geta þýtt allt að 20% kauplækkun, og er þá ekki reiknuð með minnkandi yfirvinna og at- vinnuleysi. Tímakaup 2. kaup- taxta Dagsbrúnar er kr. 53.87. Með vísitölu 1. marz hefði það kaup hækkað um tæpar 6 kr. á k'lst. Það þarf mikinn sér- fræðing tng mikla forherðingu til að ganga að verkamanni með 2.300 krónur á vikiu og segja: „Þú skalt bera dýrbíðina bótalaust." En það þarf enn meiri sér- fræðing til að lifa af þessum launum. Enda hafa engir sér- fræðingar kennt ráð til þess. Hvenær skyldu koma tímar til að hækka kaup ' verka- manna að áliti sérfræðinga? Þegar velti- og aflaár eru, þá má ekki hækka kaupið, því það eykur dýrtiðina, segja þeir. Þegar minni afli er, þá má ekfci hækka kaup vegna minnk- andi afla. I nokkrar vi'kur hafa fulltrú- ar verkalýðsfélaganna setið að samningahorði til að tryggja vísitölu á laun og hindra þær lækkanir á því kaupi, sem þeg- ar var allt og lágt. Afstaða at- vinnurekenda og rfkisvalds hef- ur hvodki mótazt af sianngimi né ábyrgðartilfinningu heldur öllu hinu gagnstæða. Talað hef- Guðmundur J. Guðmundsson í ræðustóli 1. maí. öllu ömurlegri lýsingu á stjórn- arháttum í landinu? Stór hópur ungs fólks hefur misst trúna á landið og stjórnarfar þess og sér þann kost einan að flytja af landi brott. Spumingin er að- eins: Til hvaða lands? Ávarp dagsins í dag hefst á þessum orðum: 1. maí 1969 stendur verkalýðshreyfingin í harðri baráttu og verkföllum gégn atvinnuleysi og kjara- skerðingu. Þess vegna er dag- urinn í dag helgaður þeirri baráttu. Ég held, að menn þurfi að gera sér ljóst, að þessi barátta ér örlagarík. Hún er baráttan um það, hvort á næstunni eigi að ríkja vaxandi fátætot, vax- Myndin er tekin í lok kriifugöngunnar er fundurinn var að héfjast á Lækjartorgi. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). En í samningum þeirn, er nú standa yfir, hafa þó iðnrekend- ur slegið öll met. Þegar verið var að legg-ja þeirra eigin fyrir- tæki í rústir með erlendum inn- flutningi, heyrðust aldrei firá þeim samstill't mótmæii, en þegar láglaunafólk, sem hjá þeim vinnur, vill ekiki sætta sig við stóra kauplæk'kun, þá loksins næst samstaða hjá þjóðfélag. Verkalýðsfélögin verða að líta á skólafólk eins og sína eigin félaga. Þetta em okkar böm og barátta fyrir rétti þeirra tii atvinnu er sam- slungin okkar eigin baráttu. Lítum á þá sem félaga okkar í baráttunni fyrir fullri atvinnu. Eitt af því, sem valdið hefur atvinnuleysinu er skortur á fé til fbúðabygginga, enda hafa stefnu; skipulagsleysinu í fjár- festingu verður að linna og gjaldeyrissóunina m.a. í erlend- an iðnvaming verður að stöðva. Skipulögð fjárfesting er óhjákvæmileg og efling iðn- aðar og ekki sízt í Reykjaivík. f Reykjavik þynfiti að gera á- ætlun um kaup á 10 nýjum togumm og 20 fiskibátum, svo hægt væri að tryggja fisk- Ræða Guðmundar J. Guðmundssonar, varaformanns Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, í fyrradag 1. maí ur verið um, að erfiðleikamir rneð kaupmáttinn stöfuðu af aflabresti. En keppikelflli rikis- stjómarinnar og atvinnurek- enda var svo sannarlega ekki að koma vetrarvertíðinni af stað. Fyrst var háð nokkurra vikna styrjöld við sjómenn til að skerða kjör þeirra. Siðan er ekki hikað við að leggja til at- lögu við verkafólk, þótt stefnt sé í voða einni mestu uppgripa- vertóð síðustu ára. Það er sen.nilega ekki ofimælt. sem saklausum manni varð á að segja í vetur: „Er það nú á- stand: Vélar og tæki verkefna- laus, menn atvinnulausir, fs- lendingar gjaldeyrisiausir og valdlhafamir vitlausir". þessari furðulegu stétt, og boð- að er verkbann á þetta lág- launafólk. Það má segja um þessa vandræðastétt, að þeir eru duglegri að stöðva fyrir- tækin en reka þarj. Naasti ræðu- maður mun víkja betur að þessum máluim, en það er heifl- ög skylda okkar allra að sýna þessuim herrum, að svona að- gerðir mynu hefna sín. Verkalýðssamtökin hafa háð baráttu sína með aðferðum, sem á vissan hátt eru frá- brugðnar þeim, er áður hafa tíðkazt. Etoki hafa verið háð allsiherjarverklfölf, heldur skæru- og keðjuvericfölll, sem mijög tíðkast erlendis- Þessi verkfallsaðferð er ekki jafn fórnfrek og ails'herjar- verkfall, en ef henni er rétt beitt, getur hún ekki síður verið skæð og áhrifarík. Við megum ekki vera of hrædd við að beita breyttum bardagaað- ferðum, en það skiulu atvinnu- rekendur vita, að hafdi þeir á- fram við kauplækkunaraðgerðir sínar, mun verkalýðshreyfingin enn herða gagnaðgerðir sínar. Við höfum áður minnzt á vofu atvinnuleysisins. f vetur voru upp undir 2000 manns atvinnu- lausir á Reyk javíku rsvæðinu, þar af. 700 verkamenn. Heit- strengingar stjórnarvalda um, að atvinnuleysi verði afstýrt, hafa reynzt blekkingar einar; martröð og áþján atvinnuleyisis- ins hefur orðið hlutskipti hundruða heimila. Gagnaðgerð- ir rvkkar gegn atvinnuleysinu verða að stórmagnast, allt ann- að er verkalýðslhreyfingunni til skammar og vansæmdar. At- vinnuleysi er glæpur gagnvart hverjum þjóðféiagsþegn og hverri fjölskyldu. Ekki er ann- að fyrirsjáanlegt en að atvinnu- leysi bíði hundruða skólalfólks f sumar; þá verður menntun- forréttindi hinna ríku. Þjóðfé- lag kreppu og atvinnuleysis hefur þá haldið innreið sfna f auknum masdi á ný i ísienzkt byggingar fbúðahúsnæðis dreg- izt ískyggilega saman. Krafa okkar hlýtur því í dag að vera um stóraukið fé til íbúðabygg- inga. En vandiran er meiri en þetta: T.d. í hinum nýju Breið- holtsbyggingum mun mikill meirihluti manna missa íbúðir sínar strax í þessum mánuði, ef lánaskilmálum verður ekki breytt. Og haldi þetta ástand áfram í þjóðfélaginu munu í- búðir hundruð launiþega vera á uppboði á þessu ári. Við verðurn að krefjast þess, að staðið verði við fyrirheitin, er gefin voru við samninga 1965 um byggingu 1250 ibúða. Þvf enn býr allt of stór hópur lág- launafólks í heilsusptllandi hús- næði. Til að tryggja atvinnu og lílfsafkomu verður að breyta um vinnislustöðvunum nægilegt hráefni og koma á kauptrygg- ingu vertoafólks á fislkvinnslrj- stöðvunum. Við verðum að stórauka rannsóknir og tilraunir i frék- ari fullvinnslu sjávarafurða og hefja þegar framkvæmdir á vinnslu alflans, sem við vitum, að þegar eru framkvæmanilégar. Við verðum að hverfa frá ný- lendustiginu. Eyrrverandi fiskimélasitjóri Davið Ólaffsson hefur sagt, að við gætum tvöíaldað gjaldeyr- ismagn sjávaraflans, ef við ynnum hann svipað og Vestur- Þjóðverjar. Svo segja menn að það séu engir íslenzkir mögu- leikar. í baráttu þeirri og verkfföll- um, sem við heyjum nú, verð- um við að hindra kjaraskerð- inigaraðgerðir valdhaia og at- vinnureikenda. Takist það efcki, eykst landflóttinn meir en nokfcum grunar. Þá minnka íslenzkir möguleikar og fslenzk .gæfa. Minnki kaupmáttar hrns almenna manns, þá eykst kreppan og atvinnuleysið. Við verðum að hindra kjara- skerðingaráfbrmin og síðan að heffja stórsókn fyrir stórauknum kaupmætti Iauna. Við getum ekki og megum ekfci sætta okk- ur við, að laun almenns laun- þega á fslandi séu heimingi lægri og jaffnvel margfalt lægri en í nágrannaJöndum okkar með svipaðar þjóðartekjur á mann, Við verðum að hefja sókn fyrir aukiomi trú á land- ið og íslenzka möguleika. Reykviekur verfcalýðmr. Við tökum aff heilum hug undir kröfur dagsins: Tafarlausa samninga Útrýmingu atvinnuleysisins Fullmynduga íslenzka at- vinnuvegi Frið og frelsi með ðllum þjóð- um. Reykvískur verkalýður. Baráttan, sem við nú stönd- um í, gétur orðið hörð og ertfið, en við skulum svara með þvi að taka fastar hönd í hönd og fylkja ok'kur saman. íslenzk gæfa er undir barátta okkar komin og í henni er rétt- lætið förunautur okkar. Við höffum því góða samfylgd í bar- átta okkar fyrir rétti hins fs- lenzka alþýðumanns. tusi uicu aoaisiroiu uagsms a uoroanum: xaiariapsa sammnga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.