Þjóðviljinn - 03.05.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.05.1969, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞtfÓÐVTLJINN — Laiuisapdiagtur 3. mal 1S69L — málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandl: Otgáfufélag ÞJóðviljans. Ritstjórar: |var H. Jónsson (áb.). Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. AuglýsingastJ.: Olafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Síml 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 150,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10,00. Aldrei fíeirí en nú y^ldrei hafa fleiri Reykvíkingar tekið þátt 1 kröfú- göngu og útifundi ver*kalýðsfélagajnna 1. maí en í ár. Það er erfitt að gizka á mannfjölda á jafnstór- um fundi í Reykjavík — vafalaust má telja að þátttakendur hafi verið yfir 10 þúsund. Reykvík- ingar gerðu 1. maí þannig að raunvemlegum bar- áttutegi reykvísks launafólks fyrir mannsæimaindi kjörum, baráttudegi gegn kjaraskerðingu og at- vinnuleysi, landflótta og gróðastefnu. í ávarpi Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna var sett fram krafa um nýja stjómarstefnu og kröfuborðar þúsundanna í kröfugöngunini og á útifundinum tóku undir kröfuna um breytta stjóxnarhætti. ^nnar aðalræ^ anna dagsins í Reykjavík Guð- mundur J. uuómundsson sagði m.a. í ræðu sinni: „í baráttu þeirri og verkföllum, sem við heyjum nú, verðum við að hindra kjaraskerðingaraðgerðir valdhafa og atvinnurekenda. Takist það ekki eykst landflóttinn meira en nokkurn grunar. I>á minnka íslenzkir möguleikar og íslenzk gæfa. Minnki kaup- máttur hins almenna. imanms, þá eykst kreppan og atvinnuleysið. yið verðum að hindra kjaraskerð- ingaráformin og síðan að hefia stórsókn fyrir stór- auknum kaupmætti launa. Við getum ekki og meg- um ekki sætta okkur við, að laun almenns laun- þega á íslandi séu helmingi lægid en í nágranna- löndum okkar með svipaðar hjóðartekjur á mann. Við verðum að hefja sókn fyrir aukinni trú á land- ið og íslenzka möguleika.“ í þessum lokaorðum ræðu sinnar 1. maí dregur Guðimundur J. Guð- mundsson fram kjarna þess vandamáls sem verka- lýðshreyfingin í dag glímir við að leysa; óskertur kaupmáttur lauuanna er ein meginforsenda þess að unnt sé að auka þjóðinni trú á landið og möguleika þess eftir þann áróður, sem stjórnarflokkarnir hafa rekið á undanförnum árum. Og það er sýnilegt að barátta verkalýðshreyfingarinnar er að harðna. Hófsamlegum kröfum hennar og aðgerðum hefur verið svarað með eindæima ofstæki atvinnurekenda og verkbönnum. Verkafólk hefur sýnt mikið lang- lundargeð. Nú er að sækja fram af aukinni hörku, endumýjuðu baráttuþreki og þrótti. Kröfugangan í Reykjavík 1. maí sýndi að fólkið stendur með mál- stað verkalýðshreyfingarinnar. Málag/nður ráðherra það er ekki trúverðugt, þegár fjármálaráðherra lofar því í fréttatilkynningu til blaðanna að hann muni skera upp herör gegn spillingu og óráðs- íu í ríkisbákninu. Sami maður hefur nú þrívegis verið dæmdur ómerkur í kröfum sínum íy lagsdómi, hæstarétti og kjaradómi. Nú hyggst hanr enn sækja opinbera starfsmenn á íslandi til saka — enda þótt hann hafi brotið lög og reglur með því að neita að- greiða þeiim umsamin kjör með vísitölubætur á launin. — sv. I næstu viku * Sunnudagur 4. maí 1969. 18,00 Hélgistu'nd. Séra Ingólf- ur Guðmundsson. 18,15 Stundin okfcar. Rannveig og krumimi koma í heimsófcn. Flöskuíhljómsveit frá Björgiv- in leikur. (Nordvision — Norsfca sjónvarpið). Höföa- skölli — V. hluti. Þýðandi: In-gibjörg Jónisdóttir. — Um- sjón: Svanhildur Kaaber og Birgir G. Al.bertsson. HLÉ. — 20,00 Fréttir. 20,20 Hvað er á seyði í mennta- sfcólunum? Þetta er fyrsti þátturinn af þreimur, sem sjónvarpið hefur gert urn imienntaskóflana í Reyfcjavík. í þessum fyrsta þætti er fjall- að um ísilenzku, eðlisfræði o-g náttúirufræði í Menmt'asikól- unum í Reykjavi'k og Mennta- skólanum við Hamraihllið. — Umsjónarmaður: Andrés Ind- riðason. 21,05 Ormur í blómknappnum. (Worm In Thie Bud). Brezkt sjónvarpsleikrit eftir John D. Stewart. Aðailhlutverk: Barry Foster, Joseph Tomelty, Jos- eph O’Conor og Sally Home. Þýðandi: Rannveig Tryggva- dóttir- 21,55 Hljómlleikar unga fólksins. Hvað er sinfönísk tónlist? — Leonard Bernstein stjómar Fflharmoníuihljómsveit New York borgar. Þýðamdi: Hall- dór Harafldsson. 22,45 Dajgskrárlok. • Mánudagur 5. maí 1969. 20,00 Fréttir. 20,30 Vettvangur unga fólfcsins- Frá skemmtun í Austurbæj- arbíói 15. apríl sl. þar sem kjörinn var ,,fullltrúi ungu kynslóðarin nar 1969”. M. a. koma fram hljómsveitimar Flowers og Ifljómar. Kynn- ir er Svavar Gests. 21,15 Hollywood og stjörnumar. Þessi þáttur fjallar um Humphrey Bogart. Þýðandi: Koflbrún Valdemiarsdlóttir. 21.40 Evrópa í 20 ár. Stikllað á stóru í stjórnmólasogu Bvr- ópu frá lokum seinni heims- styrjaldar til ársins 1965. Lýst er vaxandi samvinnu Vestur- Evrópuþjóðanna sín á milli cig við Bandaríkiin. — Þýð- andi: Ásgeir Ingólfsson. Þuil- ur: Magnús Bjarnfreð'sson, 22.25 Dagsfcrárlok. • Þriðjudagur 6. maí 1969: 20,00 Fréttir. 20,30 Á öndverðum meiði. — Umsjónarmaður: Gunnar G. Schram. 21.05 Á flótta. Upphaf og endir. Þýðandi Ingibjörg Jónsdóttir. 21,55 íþróttir. 22.40 Dagsfcrárlok. • Miðvikudagur 7. mai 1969. 18,00 Lassí — Frímerkin. 18.25 Hrói höttur — Vonbiðlar ekfcjunmar. — Þýðandi: Elll- ert Sigurbjömsson. 18,50 HLÉ. — 20,00 Fréttir. 20,30 Vöiva eða tölva? Indversk kona, Shalkumtulla Devi, heim- sækir sjónvaijpið og leysir flóknar stærðfræðiþrautir. — Umsjónarmaður: Guðmundur Amlauigsson, rektor. 20,50 Ástarljóð íyrir trompet — (Romance pro Kridlcvku). — Téfcknesk kvikmynd gerð ár- ið 1966. Leikstjóri: Otakar Vávra. AðalhJutverk: Jaromir Hamzlik, Zuzana Cigánova, Janusz Strachocki oig Stefan Kvietik. — Þýðandi: Hall- freður Öm Eiriksson. 22,10 Dægrin löng. Danski rit- höfundiirínn. blaðamaðurinn og heimspekinigurinn Karl Bjamhof, segir undan oig of- an af viðburðaríkri ævi sinni og ræðir lífsviðhorf fyrr og nú. — Þýðandi: ViTborgSig- urðardóttir. — (Nordvision — Dansika sjónvarpið). 22,40 Daigskirárlok. • Föstudagur 9. maf 1969: 20,00 Fréttir. 20,35 Per Aspflin skemmtir. — Norski gamanvísnasöngvarinn Per Asplin syngur 5 lög. 20,50 Nýjasta tækni og vísindi. öryggi í lofti. Stærsta far- þegaþota heims. Bílar fram- tíðarinnar. — Umsjónarmað- ur: ömóflfur Thorlacius. 21,20 Dýrlingurinn. örþrifaráð. Þýðandi: Jón Thor Haraílds^ son. 22,10 Erlend málefni. 22.30 Dagskrárlok. • Laugardagur 10. maí 1969: 17.30 Endurtefcið efini: „Það er svo margt“ — Kvikmynda- joáttur Magnúsar Jóhanns- sonar. Sýnd verður kvik- myndin „Fuglarnir okkar”. — Áður sýnd 10. maí 1967 • 18,00 Sigríður E. Magnúsdóttir syngur. Undirleik annastGuð- rún Kristinsdóttir. Sigríður syngur lög eftir Martini. Moz- art, Bizet og Saint-Saéns. — Auk þess spjállar hún við Andrés Indriðason um söng- nám í Vínarborg og flleira.— Áður sýnt 7. apríl 1969- 18.25 „Vorboðinn ljúfi“ Sjón- varpið gerði þessa kvikmynd í Kaupmiannahöfn. S'VÍpazt. er um á fomum sflóðum Islend- inga og brugðið upp mynduim frá Sórey, þar sem Jónas HaillLgrfmsson orti no'kfcur fegurstu kvæði sín. — Kvik- myndun: örn Hairðarson. Um- siónarmaður: EiðuriGuðnason. Áður sýnt 6. apríl 1969. —HLÉ. — 20,00 Fréttir. 20.25 Sumir minna beztu vina eru hvítir. — Kynþáttavanda- málið í Bandaríkjunuim skoð- að af aillnýstárlegum sjónair- hóTi. — Þýðandi: Kristmiann Eiðsson. 20.55 Skemmtiþáttur Jan Malm- sjö. Meðal þeirra, sem koma fram, eru Ulla Salllert og Per Grunden. Þýðandi: Ingibjörg Jónsdóttir- — (Nordvision — Sænska sjónvairpið). 21.55 Nautabaninn (The Brave Bulls). Bandarísk kvikmynd. Leikstjóiri: Robert Rossen. — Aðalhlutverk: Mel Ferrer, - Ant'hony Quinn, Euigene Igl- esias. José Toruiay og Charl- ita. — Þýðandi: Þórður örn Sigurðsson. 23,40 Dagskrárldk. Opið bréf til stjórnar BSRB ■ ■■ *■■■< Það er e.t.v. of þungur póki á bak takinn að skrifa yður og rasða launaimiál, — áhrif starfs- mats og framkvæmd þess. Eitthvað hefur borið á óá- nægju meðal kennara og sjálf- sagt meðal fleiri starfshópa eins og yður mun kunnugt. Rödd mín er því efcki rödd hrópandans, sem heldur ekki má vera, — þar sem svo mikilvæg mál sem launamál eru rædd. Þið berið sjálfsaigt fyrir brjósti jafnmikla um- hyggju fyrir öllum starfshóp- um og gleymið engum, — eða er ekki svo? Hinn 27- marz s.l. var aðail- fundur haldinn í Starfsmanma- félagi ríkisstofnana. í þessu fé- lagi munu vera milli 1400 og 1500 manns, — en á aðalfundi miættu ca. 40-50 manns. Við megum vera stolt af félagsá- huga og baráttuvilja! Efcki einu sinni öfl stjóm félagsins var mætt, þótt aðalfundur væri og stjómarkjör. Á þessum fundi voru ekki rædd launamál sem undarlegt mætti teljast, aðeins getið um að starfsmati væri lofcið og for- maður gat þess og að eftir at- vikum hefði þar vefl til tekizt, — bjartsýnismenn. Ég fór á þennan fund, fyrir- fram með það í huga, að ræða við stjóm og fundarmenn um svokallað sitarfsmat, — en menn greinir nokkuð á um hvemig hefur til tekizt í meðferð ráð- andi manna. En vegna fámennis og til þess að spilla ekki einingar- og samstarfsvilja stjórnar og fund- armanna. hvarf ég frá því, að bera fram mál mitt þar. Hitt vissi ég lífca, að framfcvæmd starfsmaitsins var og er í hönd- ■—i stjómar B-S.R.B. eða fúll- 'rúa hennar, — en ekki fé- aganna innan B.S.R.B. Hinu get ég efcki leynt, að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með bennan aðalfúnd, — hann minnti mig á, eins og stuindum er sagt „Kallelúja;fund“. Þv* stíla ég bréf mitt til yðar, — að mig lamigar til að fá sfcýr ingar á málum, sem mér trúlega fleirum innan véband; B.S.R-B. eru huigleikin í dag Ég vænti hins líka, að þér bregðizt vel við spurningum mínum og gefið greinagóð svor. Það sem ég viildi veikja rnáls á, er fyrst og fremst fyrirbær- ið „starfsimat” og framkvæmd þess. Fróðlegt væri að kynmast reglum þeim sem ,.starfsmaiti“ eru settar og í þvi sambandi langar.mig að spyrja: Hefur stjórn B.S.R.B- samdð þessar reglur, fylgzt með fram- kvæmd þeirra og kynnt sér ár- angurinn? Hefur hún staðið einhuga að framfcvæmd þeirra? Eða hefur stjómin gefið öðrum aðilum umiboð til að setja þess- ar reglur? Hef.ur fulltrúi sjórm- ar í S'tarfsmati unnið að þessu í nafni stjórnar og í fullu sam- ráði við hana í eánu oig öliu? Vedlur í framk.væmd þessa kerfis, — ef eitthvað kerfi eir tiL — eru svo mairgar, að full þörf er að fá upplýst, hvernig það er til orðið og hverjir eru ábyrgir. En eitt er víst, að við eitthvað er miðað, grunnur bygigður. Svo virðist, aö starfs- mati loknu, sem kerfið sé fálm útí loftið, — skipuTagsIaust og þeiim aðilum helzt til hagsbóta, sem tilheyra háflokkum. Ég hef grun um, — að þær þjóðir, siem upp hafa tekið starfsmat. og sem lengsta og bezta reynslu hafa fengið, séu að gefast upp á því, t d. Hollendingar. Þær telja það efcki ná tilætluðum árangri, sé jafnvel til óiþurftar, — margt bendir til þess sama hér. Ég tel starfsmiatið og fram- kvasmd þess til háðumgiar og sönnun getu- og úrræðaleysis þeirra sem að og fyrir standa. Þó getur starfsmatið haft það gott í för með sér, að opna augu manna fyrir því, — hverj- uim samtökin þjóna bezt og hverjir kunna bezt að hagnýta sér þau. Mér er nær að halda, að stjóm B.S.R.B. hafi hleypt hesti sínum á hálan ís og það hlýt- ur, þó síöar verði, að kalla fram breytingar á samtökunúm. Það virðist nauðsynilegt að nýjar 'eiðir verði reyndar, — að kraf- : zt verði víðsýnni og raunsœrri ■ítiórnar og jafnvel verð'i unniö að þeim breytingium að skipta félögunum í smærri einingar, — sem þá hsfðu bietri sjónir á hágsimunúm' sin'tiá" méðM'fna. 'Vr' Það er sjáanlegt, að með framkvcemd starfsmatsins er markvisst unnið að kilofningi samtafcanna. Það er e.t.v. lausn útaf fyrir sig og kannski er kominn tími til að athuga þessa hlið mála í fullri aiivöru. Stundum læðist sú hugsun að manni, — hvort uinnið sé maik- visst að því, að gera hálaunaða starfsmenn rífcisstofnana og há- skólagengna mienn að yfirstétt og hvort innan vébanda og jafnvell í stjórn B.S-R.B. sóu mienn, sem þann veig hugsa og vinná. Þessi hugsun leitar á. — horfandi til ýmissa átta, — þó ekfci að ástæðulausu. Menm með hásfcólapróf eru í öilu sett- ir ofar í launum en starfsfé- lagar þeirra; — jafnvei þótt nám þeirra í háskóla eigi ekk- ert skylt við það starf, sem þeir svo vinna. Löng þjálfun í starfi virðist í engu vega á móti há- skólapróifi, — sem ósikylt er starfinu. Telur stjóm B.S-R.B. þetta æskilega þróun? Felst ekki ein- mitt hætta í þessu? Mér keimur í huig, að silík mismunun hljóti að lca3ila fram baráttu þeirra sem próflausir eru. Ef stjórn BSRB viil efcki styðja þá 1 þeirri baráttu fyrir sínum rétti, verða þeir að berjast á öðrum vettvangi, finna nýjar barátíu- leiðir. Vissulega hafa háskólapróf og háskólanám sitt gildi. Ég vil á engan hátt varameta það. Ef menn hafa sérmenntað siig og það jafnvel í löngu n,ámi, ber þeim betri laun og þeirn mun betri, sem sérmenntun þeirra er meiri og námið nauðsynlegra. Eg get ekki follf mig við að menn séu settir í sérstakan launaflokk fyrir það eitt, að hafa gen.gið. í háskóla, — þar finnst mér meiru ráða mennta- hroki, ekki hæfnismat. Frá sjónarhiólli okkar, sem vinnum venjuilé'' skrifstofusitörf og tilheyruim ..miðflokkunum’' sem ekki virðast. eo'sn upp á pallborðið hjá „starfsmati", er framkvæmd starfsmatsins stór- vítéwerð og fráleitt að setja slíkt vald í hendur , tveggja rhanna, beggja hásiÍtolÍaimeinniU'' aðra með sín einskorðuðu og þröngu sjónarmið- Ég hef sterka löngun tdl að fá upplýst: 1. Á hverju bygigist það, að launaflokkar ofan 18. launa- flokks eru hækfcaðir í launum,- (með tilfærslu í hærri launa- flok’ka)? 2. Hver eru rök yðar fyrir því, að breyting var ekki gierð á launum miðtfflokkanna, — þ.e. 14.-17- launaflokks? 3. Hver eru rök yðar fyrir því, að engar breytin.gar voru gerðar á launum flokka 1.-7. launaflokks? Þar eru þó öll laun undir kr. 10 þúsund á mánuði. Téljið þér sitætt á að láta þá launaflokka óbreytta og telur fulltrúi yðar í starfsmati laun þessa fólks viðunandi? Rífcisstjómin beitti sér fyrir, á sínuim tíma, eða geirði sam- komulag við verfcalýðssamtök- in, um vísitöluuppbót á iaun umdir kr. 10 þús- á mánuði með þeim röfcum, að ólifandi væri á þeim launum. Þetta madtist vel fyrir hjá láglaunatfólki. — Þetta virðist hafa sikotizt fram- hjá ,.starfsmatinu“. Hitt er rétt, — að þá voru hærri launa- flokfcar sniðgengnir. Er hugsanlegt að „starfsmat- ið” sé nú notað til þess að bæta hæstu flokkunum þenn- an launamissi? Þessi hugsun leitar á, — en stjóm BSRB get- ur vafalaust lieyst mann frá siíkuim hugsunum. Mér sýnist, ef áfram heidur sem horfir, að mteð starfsmat- inu sé markvisst unnið að því að kljúfa samtökin, að nota þau vissum aðiluim til framdráttar, en jafnveil sem dragbít á hina, þá sem minna mega sín, en sotn er þó stór hópur og fúll- gildir meðlimir samtakanna, Að vísu er rétt og skylt að geta þess sem vel er gert. — Launaflokkar 7 — 12 fengu smátilfærslu til hæfckunar, sem er að vísu sárabót. Sú aðgerð minnir um ledð á liðinn tíima, lýð og aðal, það var ekki sami matur á diskum beggja en það var oft nauð'synleigt að hugsa Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.