Þjóðviljinn - 01.10.1969, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.10.1969, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 1. október 1969 — 34. árgangur — 213. tölublað. Atvinnuleysi að byrja hjá múrurum: 13 miírarar eru ráðnir til V' Þýzkalands í allan vetur □ Þrettán múrarar eru farnir til Vestur-Þýzk'alands til vinnu fyrir milligöngu Múrarafélags Reykjavíkur og munu þeir verða ytra í vetur. Þá munu 3 eða 4 múr- arar aðrir hafa farið út í atvinnuleit á eigin vegum. Sem stendur eru atvinnuhorfur hjá múrurum slæmar hér heima og þrír þegar komnir á atvinnuleysingjaskrá. íarðgufuaflsstöð, stöðvarhús, gufuhái'ur Fram'angireindar upplýsingar fékk Þ.ióðviljinn í gær hjá Hilm- ari Guðlaugssyni form. Múrara- félaigs Keykjavíkur. Hilmar saigði, að eins og nú stæði væiri að byrja samdiráttur í atvinnu hjá múrurum, en hann kvaðst vona, að ráðstafanir þær sem ríkisstjóimin hefði gert varð- andi úthlutun lána til íbúða- bygiginga Meypti lífi í. bygginga- iðnaðinn í vetur, þótt enn væri of snemmt að segja til um áhrif þeirra. Húsnæðismálastjórnar- lánum á að úthluta 1. nóvemb- er n.k. og aftuir eftir áramóitin' og kvaðst Hilmar vona, að þeir sem fengju núna um mánaða- mótin loforð um lánsúlMutun 1. nóvember hæfust handa um framkvæmdir við íbúðir sínar strax í þessum mánuði. Hilmar sagði að múrararnir 3 3 sem félagið útvegaði vinnu í V-Þýzkalandi hefðu farið utan fyrir röskum hálfum mánuði og starfa þeir hjá byggingafyrir- tæki í Gummersbach við bygg- ingu íbúðablokka, er gert ráð fyrir. að þeir hafi yinnu þarna í allan vetur. Hilmar kvaðst i ekki enn hafa fengið fregnir af i því hvernig þeim likaði vinnan, j né hvað þeir hefðu mikið upp. I en sagði, að. þeir væru ráðnir upp á akkorð en lágmiarkskiaup væri 5,19' mörk á tímiann. Þá vissi hann, að aðbúnaður væri góður, Átti hann von á að fé- laigið fengi nánari fregnir frá Þýzkialandi síðar í vikunni. Hilmar kvaðst ekki vita enn hvort fleiri múrarar færu utan í vetur í atvinnuleit á vegum félaigsins, það væri í athugun. ftá Bergen í ágúst, þar sem leitað var eftir íslenzkum múr- urum til starfa. Sendi félagið fyrirspurnir um nánari uppiýs- ingar en svör hafa ekki borizt enn við þeim. Þá sagði Hilmar, að mikil vinna væri fyrir múr- ara í V-Þýzk'alandi og yrði at- hugað nánar um vinnu þar, ef þeim sem nú eru ytra fellur vinnan þar vel og þröngt verð- ur á vfnnumarkaðnum hér heima. ★ Þá munu 4 eða 5 múrarar hafa farið til útlanda í sumar í atvinnuleit á eigin vegum en a.m.k. Iveir þeirra eru komnir Þannig hefði félaiginu borizt bréf 1 hekn aftur. ' f 5500 á gagnfræðastiginu: Kennsla hefst í dng í gagnfræðaskólum 4>- Fyrsta jarðgufuaflsstöðin á ís- landi mun senn tekin í notkun □ Eftir helgina veröur tekin í notkun fyrsta jarðgufuaflsstöðin á íslandi. Stöðin er í Bjarnar- flagi við Mývatn og mun selja Laxárvirkjun orku til viðbótar við grunnorku vatnsvirkjananna. Þegar borað var eftiir jaíð- gufu í Bjarnafflagi við Mývatn kom í ljós að þar var hærri hiti en menn höfðu áður mælt í borholum hérlendis, 270 - 280 gráður á celsíus. 1968 tókst svo samkomulag um að Lax'árvirkj- un byggði um 3000 kílóvatta jarðgufuaflsstöð, er keypti gufu 111 rekstursins frá gufuveitum Orkustofnunarinnar í Bjarnar- flagi. en þær virnia guíu úr jörð og selja Kísiliðjunni h.f. Tæknilegur undirbúningur á byggingu . stöðvarinnar hófst i b.yrjun júní 1968. en íiygging- arframkvæmdir síðari Muta sumars, og í marz 1969 voru vélar reyndar. Alþýðu-Kína tuttugu ára 1 dag eru liðin tuttugu ár frá stofnun kínverska al- þýduveldisins. — Þjóðvil.i- inn vildi með einhverju móli minnast þessara títna- móta í sögu okkar aldar og birtir því frásögn á opnu blaðsins af því sem gerzt liefur tvo síðustu áratugina í sveítum Kína, þar sem fimmtungur mannkynsins býr., Forustugrein blaðsins fjallar einnig um þessi tímamót. Stöðin er búin einni gufu- túrbínu með rafala. og voru þessar vélar keyptar notaðar \ frá Englandi. Vélasamstæðan er 2500 kílóvött en með enduirnýj-; un á skpflublöðum í túrbínunni sem mun fara fram á næsta ári, verður hægt að auka aflið í j 3300 kílyóvött. Stofnkostnaður stöðvar og þess hluta borhola og g’ufuveitumannvirkja, er henni tilheyra, verður rúmlega: 10.000 kr. hver kílóvattsitund, og í grein sem Sveinn S. Einarsson verkfræðingur skrifax í tímia- ritið Iðnaðarmál og framan- greindar upplýsingar eru byggð- ar á, gerir hann ráð fyrir að kostnaðatrverð raforkunnar við stöðvarvegg verði um 22 aurar kílóvattsitundin. Blaðið hafði í gær tal af Knúti Otterstedt rafvebuistjóra á Akureyri. Sagði hann að gufu- aflsslöðin yrði tekin í notkun fljótlega eftir helgina. Myndi hún framleiða 3000 kílóvött þeg- ar ný borhola hefði verið virkj- uð og tengd virkjunarkerfinu. Knútur sagði að enn hefði ekki verið gengið frá orkusölusamn- ingi milli aðila, þ.e. Laxárvirkj- unar og Jairðvarmiaveitna rí'k- isins og kvaðst ekki vilja gizka á verð í því sambandi. íslenzkir aðilar Hönnun og byggiing stöðvar- innar var unnin af ísJenzkum aðilum eingön,gu, nema sérfræð- ingur var fenginn frá Bretlandi til þess- að setja aðalvélar nið- Framhald á 9. síðu. Borliolubúnaður, gufudkilja til vinstri, borhola til hægri -fc Kennsla hefst í gagnfræða- skólum í Reykjavík í dag, en skólasetning fór víðast fram í fyrradag. Er reiknað með að nemendur á gagnfræðastigi í Reykjavík í vetur verði um 5.500. ic Veruiegar brejdingar verða í gagnfræðaskólunum; nokkrar gagnfræðadcildir verða lagðar niður og nýjar koma í staðiim — og miklar eru tilfærstur í kennaraliðinu. Ragnar Georgsson, skólafull- trúf borgarinnar sagði í viðtald við Þjóðvdljann að ekki lægju enn fyrir nýrri tölur um nem- endafjöldann en frá því að á- ætlun var gerð í sumar, en sam- kvæmt henni verða 5.500 nem- endur í 20o bekkjardeildum á gagnfræðastiginu. Kennsla í Gagnfræðaskólia Vesturbæjar við Vonarstræ'ti verður nú löigð niður og sömu- leiðis í gagnfræðadeild Miðbæj- arskólans, þar sem skólinn er nú orðinn menntaskóli. Enn- firemur verður lögð niður gagn- fræðadeild við Laugaímesskóla og verður hann nú eingöngu barnaskóli. í fyrra voru aðeins 1. og 2. bekkir í Laugaiækj arskóla, en í vetur verður skólinn gagnfræða- skóli með yfir 20 deiidum. Þá verðuir opnuð ný gagnfræða- deild í Breiðholtsskóla og verð- ur í vetur kennt í 1. og 2. bekk. Kennarar flytja á milli skóla Kennurum fjöfgar að sjálf- sögðu mikið í Laugalækj arskól a og koma þeir flestir úr Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar, sem verður lagður niður eins og fyrr segir, og úr Lauigarnesskóla. Þeiir sem kenndu við gagnfræða- deild Miðbæjarskólans í fyrra dreifast nú á ýmsa aðra skóla. Ragnar sagði að óvVnju marg- ar breytingar hefðu Orðið í ár á skóJastjórastöðum. Óskar M'agnússon, sem var skólastjóri Gagnfræðask. Vesturbæjar var veitt staða skólastjóra Lauga- lækj arskóla. , Jón Gissurarson verður skólastjóiri Gagnfræða- skól-a Austurbæjar en Svein- björn Sigurjónsson lætor af störfum vegna aldurs. Jón va-r skó'laetjóri Lindairgötoskólans, en áform-að er að leggjia skólann niður á þessu ári. f vetor verða þar aðeins 6 bekkjardeildir og verður Jón Gissurarson áfram skólastjóri yfdr þeim þar til skólaárinu lýkur. í Lindargötu- skólanum starfa í vetur nýju framhaldsdeildirnar sem getið er um annarsstaðar í bliaðiniu. og verða þær undir stjóm Ó1 af's Óskiarsson ar, sem verið hefur kennari við skóliann. A-uik þess sem hér heíur verið nefnt verða breytingar á skóla- stjórastöðum við barnaskólana. Maignús Sigurðsson. skólastjóri í Hlíðaskóla hefur látið af störf- um og Ásgeir Guðmundsson, yf- irkennari verið settor skóla-, stjóri í hans stað. Guðmundur Ma-gnússon, sem var skólastjóri Lauigalækjiarskóla er nú skóla- stjóri Breiðholtsskóla. 200 tonn á 13 dögum Þorkeflíl miáni kom til Reykja- víkur í gærmoi’gun með rúmlega 200 tonna afla eftir 13 daga veiðiferð. Aflinn fer til vinnslu í frystihúsunum. Togarinn hefoir aflað urn 450 tonn í síðasta mán- uði. Bjartman Gjerde heldur fyrirlestra í Reykjavík Upphaf að þróttmeira fræðslustarfi ASI □ Það er mikilvægt fyrir okikur að fá hingað menn frá nágrannalöndumim til að halda fyrirlestra um fræðslu- starf verkalýðshreyfingarinnar. í Noregi og á hinum Norð- urlöndunum er þetta starf í miklum blóma, en hjá okkur nánast vonin ein og góð áform. □ Á þessa leið komst Stefán Ögmundsson að orði á blaðamannafundi þar sem skýrt var frá því að von er á Bjartmain Gjerde, aðalritara f ræðsllusitofn u n a r Aliþýðu- bandalags Noregs, hingað til fyrirlestrahalds. Gjerde kemuir hingað á veg- um Alþýðusambands íslands og Norræna hússins, á laugardag- inn, og llytor fjóra - fyrirlestra í Reykjavík og einn á Akureyri. Fjálila fyrirlestrarnir um fræðslu- og menningarslarí AOF (Arbei- dernes Opplysningsforbund) i Noregi og eitt kvöldið mun Stef- án Ögmundsson, sem er fonmað- ur fræðslu- og menningarsjóðs ASÍ, segja frá því hivernig fræðslutmál innan verkalýðs- hreyf ingarinn ar hér standa — og Gjerde siðan gefa holl ráð og leiðbeiningar. Fræðslustarfsemi Alþýðusam- bands Noregs er sem íyrr segir mun lengra á veg komin en hér á landi. AOF á eigin lýðháskóla; Sörmairk í Noregi og stendur auk þess að námskeiðum og margskonar fræðslustarfi á vinnustöðum — og hlýtor til þess opinbera styrki. Ivar Eske- land, framkvaMndastjó'ri Nor- ræna hússins kvað (þó mikilvæg- asta verkefni AOF vera „voksen opplæring“ sem líkja mætti við Námsflokka Reykjavíkur, nema hvað norska fyrirbrigðið væri miklu víðtækara og hefði það að aðalmarkmiði að mennta og endurhæfa meðlimi verkalýðsfé- laganna sem ekki ’eiga kost á annarri skólagöngu. Stefán Ögmundsson kvaðst vera bjartsýnn á, að fræðsluer- indi Gjerde og fyrirhugiað sam- starf ASÍ við 'alþýðusambönd í Noregi. Svíþjóð og Danmörku, væri upphafið að þróttmeira fræðslustarfi ASÍ. Á síðasta Al- þýðusambandsþingi hefði verið rætt mikið um fræðslumál og drög að reglugerð íyrir fræðslu- og menningarstófnun ASÍ yrði Framibald á 9. síðu. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.