Þjóðviljinn - 26.10.1969, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.10.1969, Blaðsíða 3
Sunmtíagur 26. október ÍS69 — ÞJÓBWKJŒNN — SÍÐA 3 EVA í BÆJARBÍÓI y Joseph Losey gerði kvik- myndina Evu á Ítalíu árið 1962. Myndin vair ekki sýnd í Dan- mörku fyrr en á s.l. ári, og er það ef til vill skýringin hversu seint hún kemur hingað. Skylt er að tafca firam, að þrátt fyrir þessi sjö ár er eintak myndar- innair sem Bæjairbió sýnir um þessar mundir mjög gott, al- gjörlega óslitið, en Eva er kannski fyrst og fremst at- hygli verð fyrir myndatökuna og írábæran leik Jeanne More- au og Stanley Bakers. Eva segir frá írskum gerfi- rithöfundi, Tyvian Jones (Bak- er) og ástríðu hans vegna hrifandi ' gleðikonu. Évu að nafni. í uppbafi myndairinnar er Jones á krá að drykkju með vinum sínum, en bann lætur hugann reika aftur í tímann og byriar söguna: „Feneyjar, kvikmyndahátíðin. Bókin gerði mig frægam. Kvikmyndin rík- an“. Jones hefur stolið skáld- söguhandriti frá látiiúm bróð- ur sínum. sagan er kvikmynd- uð, myndin frumsýnd í Fen- eyjum og Jones fær þar hús til þess að vinna að annarri kvikimyndasö'gu. En hann hirífst af óvenjulegum töfrum Evu, reynir allt til að ná ástum hennar en hún banmar honum að elska siig. Vald hennar yfir karlmönnum er algjört, hún nýtur lífsins í ríkum mæli á þeirra kostnað, peningar eru henmar eina ástríða. Eiginkona Tyvians fyrirfer sér vegna sam- bands hans og Evu, hann leit- ar á náðir Evu á nýjan leik, en hún varpar honum á dyr með I>arsmíðum . . . Losey gerir alls enga tilriaun tii að segja þessa sögu frá sama sjónarhorninu, þannig að áhorfandanum veitist auðvelt að taka- þátt í þessum leik. í stað þess fyllir hann myndina alls kyns tæknibrögðum og eins og ætíð skiptir umhverfi per- sónanna hann höfuðmáli; Fen- eyjar, síkin og gondólarnir, fornar byggingar og styttur, speglar og tré; myndirnar eru svo fallegair að unun er á að horfa, en eins og áður saigði kemur þetta niður á sögunni sjálfri. En Losey hefur sínar sikoðanir um þetta: „Ég er á móti þeirri hugmynd, að kvik- myndin sé aðeins form til að segja söigu. Ég er ekki á móti því að hún sé notuð í því skyni, en hún á ekki að tak- mairkast við það. Margir fram- leiðendur eru þó á þeiirxi skoð- un, að það sé engin kvikmynd sem ekki hafi fastskorðaðan söguþráð. Þetta er alrangt vegna þess að til eru mjög fá söiguefni, og þess vegna hlýtur rannsókn sö'guefnis sem óhjá- kvæmilega svipar -mjög til ann- arra einungis að hafa gildi sem nammi, sem látinn er rúma alls konar athuganir; Athugan- ir á almennu íramferði, á sér- stæðu firamferði, á samskiptum fólks, á samskiptum einstak- lings og þjóðfélaigs o.s.frv. Ég leysí ekiki vandamálin í mynd- um mínum, en auðvitað fjalla ég um þ'au eftir eigin höfði. Því um' leið og ýtt er við ein- hverjum svo hahn fari að' hugsa, segir miaður' í vissum ékilningi hvernig honum er ætlað að • hugsa, einfaldlega með því að velja Jjað som mað- ur vill að hugleitt sé“. Losey hefur lengi verið gagn- rýndur fyrir torkenniléga hluti í myndum sínum, er standi sem tákn fyrir • eitthvað sem fáir skilji. En honum er einnig leg- ið á hálsi fyrir að ofhlaða myndimar táknrænum aitrið- um og vera þannig sífellt að segja það sama aftur og aft- ur í sömu myndinni. Og bvað um eggin í íbúð Evu? Losey: í fyrstu myndum mín- um hafði ég oft af ásettu ráði t.áknmál eða táknræna hluti, en á síðustu árum hef ég reynt að forðast allt slíkt. Það er í rauninni furðuleigt hve oft er. minnzt á einstök atriði í mynd- unum, er eigi að merkja eitt- hvað, sem mér hefur aldrei dottið í hug, atriði sem eru jafnvel sprottin af tæknileg- um vandamálum. Þegar ég Jeanne Moreau í hlutverki Evu, „SÍMI77/ HINS MYRTA " Stjörnubíó sýnir nú ensik- amerísku njósnamyndina The Deadly Affair („Sími til hins myrta“). Bretar og Bandaríkja- menn hafa framleitt ótölulegan fjölda njósnamyndia úr kalda stríðinu. Austur-Evrópu þjóð- irnar haf.a víst gert það líka, og þar eru vondu karlarnir auðvitað ekki kommúnistarnir eins og í þessari mynd, heldur vestrænir agentar. Áreiðanlega hafa þessar kvi'kmyndir tals- vert áróðursgildd, því sé sarni hluturinn saigður nógu oft, læ- víslega þó, síast hann inn hjá fólki og svo er um kommún- istaáróðurinn. í vestrænum skemmtimyndum, þiar sem AU’Stur-Evrópubúar eru ýmist gerðir að hiálfivitum til þess að hlæj,a að eða morðóðum brjál- æð'ingum, sem 'svífast einskis. Þetta er þó ekki sagt til lýs- ingar á The Deadly Affair, þar sem reynt er að líta „raunsönn- um“ auigum á njósnir kalda stríðsins og persónumar eru fyrst og fremst verkfæri í höndum voldugra stofnána stór- þjóðanna, þar eru njósnarar engar hetjur heldur vansælir menn í starii sínu. Efnisþráður myndiarinnar er hvorki betri né verri en geng- ur og gerist í sliíkri mynd. en það sem gerir hana umtals- verða er afburðasnjöll leik- stjórn Sidneys Lumets og %ækni sú sem hann hefur ýfir að ráða. Myndin skarar fram úr flestum öðrum um sam'a efni og mætti helzt líkja henni við „Njósnarann sem kom inn úr kuldanum“. Söguþráðurinn verður ekki rakinn hér, en ég get ekki stillt mig um að minn- ast á tvö atriði er gerast í leik- húsum og Lumet fléttair meist- aralega inn í atburða'rásina. í því fyrra sjáum við æfingu a norniaseiðnum úr Macbeth og kynnumst örlítið stórskemmti- legum hvíslaira (Lynn Red- grave), en í þessu stutta atriði eru óteljandi gullkorn. í því síðara eru aðalpersónurnar staddar á sýningu á Edwarði II eftir Marlow, og meðan Ed- waird (David Warner) er pynt- aður til dauða á hiroðalegast.a hátt á leiksviðinu gerist anmar hroðalegur atburður í salnum. kvikmyrfedip Stanley Baker og Virna Lisi. gerði Evu var ástaþdið í kvik-1 myndiaiðniaðinum alít annað en það er nú. Þá varð maður að berjast til þess að fá að gera kvikmyndir og maður var alls ekki frjáls, og þurfti að taka tillit til ýmissa aðila. Ég jók því oft í myndirnar atriðum, sem áttu að gera þær enn skilj- anlegri, en senr voru alls ekki nauðsynleg. Ég hef reynt að forðast þetta síðan ég tók Evu og ég held að mér 'hiafi tekizt 'þaðT'En“áúðvTtað'éf’ú"' þí Tfiýnd- ir mínar kallaðar óljósar og sérvizkulegair og eru stundum brapallega misskildar. — Eva átti að vera eimhvers konar ' skilgreining á miðstéttahjóna- bandi *í ákveðnu samfélaigi. Ég fylgdi ekki venjulegum efnis- þræði, svo fólk gæti séð þetta í svolítilli fjariægð; án þess að sagan höfðaði strax til þess sjálfs, þó í von um að hún gerði það síðar. Höfúðþættirn- ir voru ljóðrænan. skáldskap- urinn svo og ástríðurnar. Egg- in í íbúð Evu eru einfaldlega sprottin aÉ þeirri löngun hjá mér að finna eitthvað sem kon- an myndi safna. því ég vildi eindregið sýna hana sem mið- stéttarkonu í lítlu miðstéttar- hreiðri. Jeanne Moreau stakk upp á eggjum, en þá hafði ég aldrei séð neitt af Jressum. skrautgripum, og þótt svo hefði verið hafði ég að minnsta kosti ekki tekið ef'tir þeim. Fram- leiðendurnir söigðu, bull og vit- leysa, þegar þeir heyrðu þessa tillö'gu. En svo fór ég að sjá egg hvar sem ég kom og auk þess var eggið hið ágætasta tákn fyrir það sem ég var að fjalla um í myndinni. — Það er rétt, ég reyndi að setja of margt inn í Evu, fleira en ætti að setja í eina mynd, en þetta var gert í hálfgerðri .örvænt- ingu því ég hélt að þetta væri 'si'ðástá tækifæri míftst’ til að gera kvikmynd. Ég er laus við þennan hugsunarhátt núna, en ég held einnig í þessu sam- bandi, að það sé ekkert því til fyrirstöðu að menn ættu að geta séð góða kvikmynd nokkr- um sinnum og fá stöðugt meira út úr henni. — í Evu reyndi ég að skilgreina hjónaband, eða sérhvert það samband karls og konu þar sem hvort um sig gefur hinu allt sem það á, og það gera Eva og Tývan að mínum dómi. Ég veit ekki hvort allur þorri áhorfenda skilur bctta svo auðveldleg'a, en ég held að Eva hafi gefið Tyvian allt það sem hún var fær um að veita kairlmanni, stundaránægju, og ba.nn gaf henni alla þá tryggð og allt það annað, sem hann var fær um að veita. Og þess vegna er þetta hjónaband, eftir miínum. skilningi. En þetta er engu að síður tortímiandi samband. Síð- ustu setninguna í hiandriti mínu vildu framleiðendur ekki hafa með og þetta var eina setningin sem Jeanne Moreau felldi sig ekki við. í loka.atrið- inu er Eva að fara burt með Grikkjanum og Tyvian segir: „Ég verð á barnum þegar þú kemur aftur“. „Ef ég kem aft- * ur“, svarar hún. Hún horfir á eftir Tyvian og segir með sjáifri sér: „Bloody Welsliman“, sem eru síðustu orð hennar í myndinni. En ég vildi láta hana stanza aftur þegar hún væri komin í dálitla fjarlægð og kallia á eftir Tyvian: „Og gleymdu nú ekki að gefa kett- inum“. Með þessari setningu vildi ég heimfæra samband þeirra upp á mörg hjónabönd- in, en henni var sleppt“. Losiey lenti í mjög hörðum deilum við hina frönsku fram- leiðendur. Hakim-bræður, þæði meðan á kvikmyndagerðinni stóð og eins eftir að Eva var fuUigerð. Hann neyddist til að sileppa mörgum þýðingarmikl- um hugmyndum sínum vegna skilningsleysiis framleiðendanna og myndin var gróflega skorin niður án hans samþykkis, úr 155 mínútum allt niður í 100 mín.. en síðar hafa verið sýnd- ar talsvert lengri útgáfur, eða um 115 mín. langar. Framhald á 9. síðu. Lumet fékk hinn þekkta leik- húsmann Peter Hall til þess að stjórna þessu atriði með leikur- um úr Royal Shakespeare Company. Hall hefur nýlega sagt í viðtali, að þessii kvik- myndaþáttur sem hann gerðd fyrir Lumet hafi mjög ýtt und- ir kvikmyndagerð sína en hann hefur siðan lokið við þrjár myndir og er staðróðinn að halda áfram. Af leikurum er sérstök á- stæða til að nefna Simone Sign- oret í hlutverkí gyðingakonu hins myrta. Harry Andrews. sem er alltaf stórsmjall í leik sínum og Roy Kinnear (sá sem leigði bílinn); Ekki kann ég að meta James Mason en sam- band hians og eiginkonunnar „Sími til hans niyrta“. Simone Signoret og MaxámiHian Schell. (Harriet Anderson) er einn veikasti hlekkur myndarinnar. Á skömmum tíma hafa nú verið sýndar þrjár myndir Sidneys Lumets hér í Reykja- vík, Húmar hægt að kvöldi, Klikan og svo þessi, en þá hiafa komið hingað allar myndir hans gerðar 1967, þ.á.m. er Veðiánarinn og Hæðin. Síðan hefur Lumet lokdð við tvær myndir, Bye Bye. Braverman og Máfinn, eftir binu þekkta leitariti Tjekofifs. Þ. S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.