Þjóðviljinn - 09.11.1969, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.11.1969, Blaðsíða 1
mr Sunnudagur 9. nóvember 1969 — 34. árgangur — 247. tölublað RáSherrarnir hafa ekki getaS hrakiS eitt einasta atriSi um stofnkosfnaS Búrfellsvirkjunar: |«> Hvers vegna vilja peir heimila rannsókn? □ Ekkert þingmál hefur í haust vakið jafn mikla athygli innan þings og utan og staðreyndirn- ar um byggingarkostnað Búrfellsvirkjunar og framleiðslukostnað á raforku frá þessu mikla orkuveri. S.l. mánudag rakti Magnús Kjartans- son í þingræðu alla þætti útreikninganna um byggingarkostnað og rekstrarkostnað og greindi frá heimilduim sínum, en í umræðunum síð- an hefur hvorki ráðherrum né málgögnum þeirra tekiz't að vefengja eitt einasta atriði úr þessum útreikningum. □ Málstað ríkisstjómarinnar má bezt marka af því, að hún þorir ekki að fallast á að alþingi framkvæmi óháða rannsókn á öllum mála- vöxtum og leiði allár staðreyndir í ljós á óvefengjanlegan hátt. Hér er mynd af kápu skýrslu þeirrar sem bandaríska verkfræðifirmað Harza, sem hannaði líúrfelis- rirkjun og annast eftirlit með \öllum framkvæmd um fyrir ísicnzk stjómarvöld og Ailþjóðabankann i Washington, gaf út í júlí í sumar- Þessa ekýrslu lagði Magnús Kjartansson fram á þingi þegar hann var spurður um heimildir sínar, og þar cru staðfcslar þær staðreyndir sem hann hefur rakið í um- ræðunum undanfarnar vikur. Hér á eftir veirða nokkrar helztu staðreyndir um bygiging- arkostnað Búrfellsvirkjuniar rifj- aðar upp í stuttu máli: 1Í skýrslu sem b and arí ska • verkfræðifyrirtækið Harza, sem hannaði Búrfellsvirkj un og annast aJlt eftidlit með fram- kvæmidum fyrir ísienzk stjóm- airvöid og Aiþjóðabankann, gaf út í júlí í siumar er upphafleg kostnaðará ætlu n við fyrri áf anga virkjunardnnar gefin upp 25.854. 000 dollarar, en kostnaðaráætlun miðað við 30. júní í sumar 32.572.000 doliiairar. Þannig hef- ur kostnaðurinn hingað tii far- ið 6.718.000 dollurum fram úr áætlun eða 26%. Þetta ér hin opinbera áætlun Harza, sem ber alia ábyrgð á framikvæmd verks- ins. Þessj fjórðungs hækkun á kostnaði hefur auðvitað raskað öllum fyrri hugmyndum um reksturskostnað. 2Í þessari áætlun Harza frá • því í júlí í sumar eiru ekki meðreiknaðir ýmsir kostnaðar- liðir sem hið bandaríska verk- fræðifirma gefur þannig upp: yatasréittindi og önnur hliðstæð réttindi, vextir á byggingairtím- anum. tollar, skaittar, lántöku- kostnaður og gengistap af' inn- lendum bostnaði. Til þess að fá Þannig verður bætt upp tapið af viðskiptunum við álbræðsluna Eins og fram kemur á öðr- um stað í blaðinu greiðir ál- bræðslan aðeins 22 aura fyr- ir kílóvattsrtund af rafmiagni þótt framleiðslukostnaður sé nú meira en tvöfalt hærri. Heildarmiagnið sem bræðslan fær er nú 530 miljón kilóvatt- stundir á ári og verður með- gjöf Búrfellsvirkjunar með því orkumagni á annað hundrað miljón króna á ári. Þegar Búrfellsvirkjun verð- ur fullgerð verður Iram- leiðsiukostnaður á raforiku ca. ,5 aurum hærri á kílóvatt- stúnd en álbræðsJan greiðir. Þá fer heildarmagnið sem ál- bræðslan kaupir upp í 1120 miljón kílóvarttsitundir. Þann- ig verður árleg meðgjöf Búr- fellsvirkjunair með rafork- unni tii áLbræðisiiunnar tái frambúðar 5Q—60' miljóhir króna á ári...... Auðvitað verður ekki hæigt að reka B úrfellsvirk j un á þennan hátt án • þess að hún fái annarstaðar frá tekjur til þess að standa undi.r bali- anum af viðskiplunum við álbræðsluna. Það verður gert með því að hækka raforku- verðið til íslendinga. Nú þeg- ar er heildsöluverð frá Lands- viirkjun til rafveitna á Suður- landi 48 aiurar á kílövatt- stund, og ætlun stjórnar- valda ■ mun ver.a að hækka raforkuverðið stórlega um næstu áramót til þess að rísa undir Búrfelishneyksilinu. Raforkuverð tii neytenda er svo miklu hænra en heild- söluverðið. Sumdr taxtaxhir eru á fimmtu brónu fytrir kílóvattsitund — tuttugu sinn- um meira en álfélagið greið- ir! raimverulegt verð fyrri áfanga þarf að bæta þeim liðum við. 3Gengisitap af innlendum • kostnaði stafar af því að fyrsti áfangi verksins var unn- inn meðan gengi dollarans var 43 krónur, en annair áfangi með- an gengið- var 57 fcrónur. Hins- vegar var tekið erlent lán fyrir ölíum þessum kostnaði og það verður að endurgreiðast með genginu 88 krónur fyrir dollar- ann. Gengistap af þessum sökum nemsr 3.280.000 dollurum, og er þá kostnaðuTinn kominn upp í 35.852.000 dollara. 4Framtovæmdir við Búrfells- • virkjun hafa verið unnar mestmegnis á þremur árum, og vextir af lánum eru um 7%. Séu þessi þrjú ár tekii* í heild eru vextir á alltim byggingartíman- um ekki minni en 10%. Þá er kostnaðurinn kominn upp í 39,5 miljónir doliara. 5Erf itt er að meta nákvæm- • lega liðina lántökukostnað (sem mun vera um 1%), greiðslu fyrir vatnsréttindi, eft- irgjöf á toiium, tolla sem Lands- virkjun hefur samkvæmt samn- ingi orðið að greiða fyrir verk- taka. og skatta sem orðið hefur F'ramhald á 9. síðu. Ósæmilegar blekkingar tiginna trúnnðnr- manna Eitt furðulegasta atriðið i athugasemd þeirra Jóhann- esar Nordals og Eiríks Briems við frásagnir Magn- úsar Kjartanssonar var sú aðferð þeirra að tilgreina kostnað við Búrfellsvirkjun í íslenzkum krónum en deila svo í þá upphæð með 88 til þess að fá dollara- kostnaðinn. Með þessu reyndu þeir félagar að feia gengistap af innlendum kostnaði, sem stafar af því að verkið er unnið á þre- földu gengi, fyrsti hluti þess meðan dollarinn var 43 krónur að verðmæti og annar hluti meðan gengi dollarsins var 57 krónur. Hins vegar hafa verið tekin erlend lán fyrir svo/til öllum kostnaði, og þau verður öll að endurgreiða á genginu 88 — þar til næsta.gengis- lækkun kemur. Blekkinguna sem felst í aðferð Jóhannesar Nordals og Eiríks Briems má marka af því að í bókhaldi Lands- virkjunar er innlendur kostnaður færður inn á þessa leið: ® Kostnaður frá upphafi til 31. des. 1967 5.654.000 dollarar. 9 Kostnaður frá upphafi til 30. sept. 1968 8.162.000 dollarar. 9 Kostnaður frá upplíafi til 30. júní 1969 7.565.Ö00 dollarar. Samkvæmt þessu bók- haldi var hækkun á heild- arkostnaði furðulega lítil á árinu 1968, og um mitt ár í ár var heildarkostnaðurinn allt í einu orðinn lægri en hann hafði verið níu mán- u5um fyrr! Ástæðan er sú að gengistapið erekki með- talið. Sé það reiknað með átti kostnaðurinn 30. júní í sumar að vera 10.845.000 dollarar. Blekkingar af þessu tagi eru öllum ósæmandi, en engum eins og þeim mönn- um sem gegna æðstum trúnaðarstöðum í þjóðfé- laginu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.