Þjóðviljinn - 25.11.1969, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.11.1969, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 25. nóvember 1969 — 34. árgangur — 260. tölublað. Vélstjórafélagið boðar Verkfall hja Undsvirkjun !«>- Vélstjórafélag Islands boðaöi í gærkvöld vcrkfall hjá Lands- virkjun frá og mcð 2. desember, takist samningar efcki fyrir þann tíma. Vcrdur verkfaUið fram- kvæmt í rafstöðvunum til skipt- is, þannig að ekki mun koma til almenns rafmagnsleysis. Ad því er Ingóttfur Ingólfssön fraimkivæmdastjóri Vélstjórafé- lags Islands sagði Þjóðviljanuim í gærkvöld fer Vin.nuveiíenda- saimbandið med saimninga af hálfu Landsvirkjunar og hefur staðið í saimndngaþáfi frá því í vor- Eru kröfur vélstjóra fyrst og fremst uim allverulegar launa- hækkanir cg hefur Vinnuveit- endasaimbandið gert gagntilboð, en það gekk svo skamimt, að ekki kom til mála að ganga að því, sagði Ingóflfur, Þar sem verkfallsaðgeröir í öittW Framhald á 3. siðu. Sfjórnarflokkarnir felja íslendinga of fáa fil efnahagslegs s}álfsfœ$is Markviss áætlunarbúskapur efnahagslegt sjálfstæði íslands tryggir G Innan stjórnarflokkanna ber mjög á því að reynt sé að afsaka ófarnað stjórnarstefnunnar með því að íslenzkt þjóðfélag sé of lítið til þess að hægt sé að stjórna því sem sjálfstæðri efnahagsleg'ri heild, og þess vegna verðum við að tengjast stærri heild. Þannig eru átokin um hags'tjórnarstefnuna komin í bein tengsl við sjálfa framtíð hins íslenzka þjóðfélags. Að slíkri uppgjöf er stefnt með samn- ingunum við svissneska álhringinn ög með fyrir- ætlun um fleiri slík fyrir'tæki inn í landið. Og það er ein meginástæðan til ásóknarinnar í inngöngu í EFTA. ? Andspænis þessum viðhorfum er aðeins einn valkostur annar. Að við förum þá leið sem ein get- ur tryggt okkur efnahagslegt sjálfstæði: Sú leið er að taka upp markvissan áætlunarbúskap. Sjálf reynslan hefur vísað íslendingum í þá átt á ómót- stæðilegan hátt á undanförnum áratugum. Það er sú stefna sem mörkuð er í frumvarpinu um áætl- unarráð ríkisins. ? Á þessa leið mælti t\%giws Kjartansson í fraim- söguræðu um frumvarpið um áætlunarráð ríkis- ins, en frumvarpið og hin ítarlega greinargerð þess hafa verið birt hér í blaðinu fyrir skemmsfcu. •k Krafizt jákvæðrar áætlunarstefnu Magnús sýndi fram á að af- skipti ríkisvaldsins voru fram- kvæmd aí borgaraflokkum og voru að mestu leyti neyðarráð- stafanir og höft til að bjarga því sem bjargað yrði. Hins vegar bar verkalýðshreyfingin og verka- lýðsflokkarnir fram kröfur um jákvæða áætluna'rstefnu. í gitað hafta. Ekki endalaus vdðbrögð við ótíðindum heldur mairkvissa framfarastefnu unddr forystu rík- isvaldsins. Þessi stefna var skýrt mörkuð af Alþýðuflokknum í 4 ára áætluninni 1934. Rifjaði Magnús upp aðaldrætti hennar og taldi þessa stefnuskrá Al- þýðuflokksins haf a haf t mikil á- hrif, enda þótt sú heildairskipan sem ráð var fyrir gert kæimist ekki til fiiiamkvæmda. •j*r Nýsköpunarstefnan 1944 En haustið 1944 samþykktu Sósíalistaflokkuonn, Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- 'inn lögin um Nýbyggingarráð, sem fólu í sér veigamikil spoir til áætlunarbúskapar. Og ríkis- stjórn þessara flokka, sem setti sér að framkvæma þesisa stefnu, hugðist endurnýj a atvinnukerf i þjóðarinnar gersamlega. Magnús rifjaði upp ; frum- kvæði og framkvæmdir nýskop- Við gleymum því oft, að að- stæður hér á landi eru á marg- an hátt ólíkar þvd, sem tíðkast í flestum löndum öðrum, og eng- an veginn er vist að kenningair sem geta gefið góða raun í ann- arskonar þjóðfélögum geri það einnig hjá okkur, sagðd Magnús í upphafi ræðu sinnar; og var- aði við að ætla að gleypa við erlendum kenningum og beita þeim við íslenzkt efnabagsiíf. ic Kapííali.sminn dugði ekki Þróun bins ísienzka þjóðfélags var um margt sérstæð og ólík því sem varð annars staðair í Vestur-Evrópu. Hún varð mjög ör á vissum sviðum, 1927 var hér í Reykjavík einn togari á bvexja 1000 íbúa, hliðstætt nlutfall nú væru 80 togarar í Reykjavík, ef annað hefði ekki breytzt. En þrátt fyrir þessa öru þró- un á ýmsum sviðum koim brátt í ljós að óheftur kapítalismi dugði ekki sem efniabagskerfi tii að tryggja atvinnuöryggi og sainifeHda þróun í efnahagsmál- Fundur um EFTA í Keflavík AIþýðubandala«ið á Suður- nesjum heldur almennan fund um Fríverzlunarbanda- lag Evrópu, EFTA, miðviku- daginn 26. nóvember n.k. kl. 30,30 í Matstofunni Vik, uppi, Keflavík- Fraimsöguimienn eru Gils iGuðmundsson, Sigurður Brynj- ólfsson, Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjartansson- FVrir- spuinniir og frjálsar umræður að ræðum loknum. um. Hér varð að taka tiffit tíl fámennisins og hins að bdnir einhæfu atvinnuvegir voru báðir veðráttu og breytilegu verði á erlendum mörkuðum. Á þetta reynd-i sérsbaklega þegar heims- kreppan dundi yfir um 1930 og hafði í för með sér hrun fyrir- tækja, ógnarlegt aibvinniuileysi, þungbæran skort og raunar fuM- komið neyðairástand á mörgum sviðum. Þá þegar var gripið til þess ráðs að hefta bin kapífcal- istísku lögmél sem menn hofðu áður haft tröl'laitrú á- ¦A- „Þjóðnýíing" gjaWeyris Stjó-rnarvöld gripu þá þegar til innflutningsíbafta vegna þess að gjaldeyrisíraimleiðslan vaor miklu minni en eftirspuirnin. og til þess að unnt væri að fram- kvæma höftin var útflytjendum skipað með laigaboði að afhenda bankastofnunuim gjaldeyrinn, en hann hafði áður verið eign þeirra se«i öfluðu hans. Þessi þjóðnýting á gjaldeyrisöfluninni hefuir síðan baldizt allt til þessa dags, og þaiu höft sem þarna voru tekin upp bafa aftur og aftur skotið upp kollinum í hin- um f jölbreytilegustu myndum. Þegar á árunum fyrir síðustu heimsstyrjöld var aðild rikisins að efnahiagskerfinu orðjin mun meiri en í nokkru landi Vestur- Evrópu- AHir bankarnir voru í eigu ríldsvaldsins ásamt mörgum meiriháttar fiskiðnaðáiríýrirtæk.i- um og meginveirkefni Alþingis var ár eftir ár beinax íbluitanir um atvinnumál og efnabagsmál. Reynslan sjálf var að sianna áð þau séi-stöku vandamál sem stöf- uðu af fámenni og fjármagns- skorti íslendinga voru ekki leys- anleg rneð aðferðuím hins „frjálsa" kapítalisma. Ríkis- valdið bafði síviaxandd hluitveirki að gagrva. Fyrstí jólabögglapósturínn úr landi Myndin er tekin á Bögglapóststofuniii í gær og sýnir fyrsta jólapóstinn sem fer héðan til útlanda. Nánar tiltekið fara bögglar þessir með Brúarfossi í'dag til Bandarikjanna og Kanada. (Ljósm. A.K.) unairstjórnarinnar , og minnti á að eftir þau umskipti, sem verið bafa undirstaða efnabagskerfis- ins á þeim aldarfjórðungi sem liðinin er var hér koamið á efna-' hagiskerfd einsitætt í sdnni röð í V- Evrópu. Ef aHt kerfið er tekið, kemur í ljós að hlutur einka- aiuðmagnsins í framleiðslukerfí þjóðarinnar er ekki nemia um það bil þriðjungur. J>ar við bæt- ist að á íslandd er naumast um að ræða nokkuð einkafjármagn í peningum til fjárfestingar. Hinn félagslegi þáttur í at- vinnu- og efnahagslífinu er því miklu umfangsmeiri á íslandi en í nokkru öðru landi Vestur-Evr-, ópu. Og í rauninni þyrftu engar meiri báttar breytingar á núver- andi kerfi til þess að taka upp fullgildan áætlunarbúskap. Kerf- ið hefur sprottið upp vegna þess að þetta litla þjóðfélag hefur gert kröfur til þess að þannig sé á málum baldið. Borgaraflokk- arnir hafa verið knúðir til þess af aðstæðunum að koma á þessu félagslega kexfi . gegn vilja sín- um og gegn fræðikenningum sín- um. ¦k Pólitisk yfirráð einka- . fjármagnsins En þetta hefur kostað það að hinn félagsiegi þáttur efnabags- lífsins er unddr stjórn manna sem eru andvígir félagslegum rekstri. I átökum við verkalýðs- hreyfinguna hafa atvinnurekend- ur t.d. aðeins haldið veHi meS því að baignýta sér pólitisk yfir- ráð yfir hinum félagslega þætti. Og ein meginaðferðin hefur ver- ið samfelld og miög stóirfelid verðbólga. • Komið að þáttaskilum Það hefur verið ljóst alllen>gi á Islandi, að þessi andstæða fengi ekki staðizt til frambúðar. Hag- kerfið var kallað kapítalistískt, en var í rauninni balddð uppi af fé- lagslegum þætti og opinberu eft- iirliti á flestum sviðuim. Þess vegna varð ekki hjá þvi komdzt, að fslendingar gerðu það upp við sig, hvert þeir ætluðu að stefna, hvaða stjórnairaðfteirðir þeir vdldiu taka upp. Framlhalld á 9. síðu. langvarandi láglamatímahil háskaleg efnahagsþróuninni - ]afnvel enn frekar ef Island samþykkir aSild aS EFTA -Ar Sambandsstjórnarfundur Al- þýðusambands Islands var hald- inn í Lindarbæ i Reykjavík dag- ana 21—23. þ-m- / ¦j4r Fundinn sóttu 43 of 45 sam- bandsstjórnarmönnum víðsvegar af iandinu- Slíkir fundir 'eru haldnir a-m-k. eihu sinni á ári milli þinga, en 15 manna mið- stjórn heldur jafnan fundi viku- lega. ~k Fjöidi mála var á dagskrá fundarins- Fór mestur timi hans í umræður um lífeyrissjóösmál verkalýðssamtakanna, en um þau mál var sérstaklega samiið við Iausn kjaradeilunnar í maí s-1- ir Þá var staðfest reglugerð um fræðslu- og menningarmál sam- takanna og þannig stofnað Menn- ingaív og fræðslusamband alþýðu- Hófst fyrsta fræðshmámskeið á þess vegutn í morgun. -A En höfuðmál fundarins var þó að sjálfsögðu kjara- og atvinnu- málin, og var um þau gerð svo- hUóðandi ályktuii: A því sitar&ári, sem liðið er (firá siíðasta þingi Alþýðusambands Is- lands, hefur miðstjórn saimbands- ins unmið að kjara- óg atvinnu- málum í beinu framihaldi af álykt- ununum, sem þingið gerði um þessa' tvo stærstu hagsmuhaþætti hreyfingarinnar- Helztu stefnumál 31- þingsins uoi' brýnustu verk- efnin — annarsvegar vernd' þá- gildandi ákvæða um verðlagsbæt- ur á laun, hins vegar um skjótar og virkar aðgerðir til útrýmingar atvinnuleysinu — mótuðú alla hina erfiðu baráttu samtakanria, setn í raun stóð nær óslitið frá þinglokum í nóvember 1968 og til 19. maí þessa árs, er samningar mn launamál löks voru undir- ritaðir- Enda þótt þessd langvinna bar- átta undir forustu Allþýðusam- bandsins við ein erfiðustu skilyrði skilaði ótvíræðum árangri, miðað við það yfirlýsta o'g augljósa markmið st.iórnarvalda og saim- taka atvininiuriekenda, að aÉiemsa að fullu verðlagsbætur á laun vegna þeirra gífurlegu verðhækk- ana, sem af gengisfellingunni leiddi, er augljóst, að samtökin voru neydd til að fallast á launa- skerðingar, sem þau geta ekki unað stundu lengur en til loka samningstímans. Siálft eðli sarnn- inganna . frá 19- maí sl- er og þannig, að skerðingin verðuT því meiri og tilfinnanlegri, sem lengra líður, og óbreyttir samningar standa lengur. , Varðandi. atvinnumálin er lióst, að samkomulagið frá 17- jan. sl- 'hefur reynzt spor í þa átit að draga úr atvinnuleysinu. En enn ríkir í þeim efnum bið alvarleg- asta ástand all víða um land og horíur allar eru ótryggar og næsta uggvænlegar, þegar á heildina er litið- Einstök landissambönd og svæðasambönd innan ASI hafa að undanförniu gert ýtarlegar álykt- anir im k.iaira- og atvinnumál og lagt inat sitt á stöðu vertealýíiis- hreyfingarinnar og næstu verk- efni hennar í þessum höfuðmél- um- Stjórn Alþýðusambandsins lýsir fullu samþykki sínu við öll höfuðatriði fnamangreindra álykt- ana, sem leiða til þeirrar niður- stöðu, að óumflýjanlegt sé, að öllum kjarasamningum verði sagt upp, svo fljótt sem verða má, í þeim tilgangi að tryggja endur- heimt þess kaupmáttar, sem tap- azt. hefur á síðustu tímum, og jafnframt varanleik þeirra kjara- bóta, sem tekst að knýja fram, í stað þess kerfis, sem nú er í gildi með ákvæðum samninga um skertar verðlagsbætur. I annan stað er sú krafa samtakanna, að full atvinna verði tryggð, ófrá- víkjanlega- Stjórnarfundurinn staðhæfir: 1) Að kaupmáttur verklauna hafi verið skertur um fimmta til fjórðá hluta á sl- 2 árum og sú staðreynd sé að leiða til neyðarástands - um afkomu lágiaumafóliks. Prb. á 8- sáðu. X

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.