Þjóðviljinn - 24.02.1970, Page 10

Þjóðviljinn - 24.02.1970, Page 10
JQ SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 24. febrúar 1970. stundum dálítíð óvenjulegt. Öll höfðum við lagt fram til veizlubaddsdns það sem við gát- um. Þarna voru niðursoðnir á- vextir og sulta úr ribsi og sól- berjum. amerískt saltað flesk, sem hafði þann furðulega eig- inleika að bráðna í pottinum og leggjast ofaná sem þriggja tommu þykkt fitulag. Ennfrem- ur Kongote, geitamjólk og flat- brauð sem lyftiduft var látið í og auk þess dálítið af berjum og fékk við það heitið „kaka“. Auðvitað áttum við líka soðið nautakjöt í dósum. en' það var svo andstyggilegt á bragðið að engu var líkara en það hefði verið soðið niður með húð og klaufum. Það var enginn bakari í Cali- eo þegar hér var komið, en blessuð frú Schmitt hafði bakað brúðkaupstertu. Þegar búið væri að slkipta henni í þrjú eða fjög- ur hundruð parta yrði sj álfsagt munnbiti handa öllum gestun- um. Hún var þakin þykku lagi af púðursykri, vættum í rommi. Meðan á þessu stóð sat Curr- ency stillileg og föl með brúð- arsveig sinn á höfðinu og ég gat ekki að mér gert að vona að hún væri strax farin að sjá eftir öllu saman. En auðvitað gerði hún það ekki. Hún var bára dálítið taugaóstyrk yfir aililri þessari há- væru kátínu og hálfærð af há- reystinni. Það var þegar búið að drekka allt of mikið. þótt flestir væru í góðu og vinsamlegu skapi. I einu hominu á danssalnum hvein f sekkjapípunni og í öðru var leikið á svanaflautu. Alls staðar var fólk að dansa, mest- megnis karknenn hver við ann- an. Það var spaugilegt að sjá tvo gullgrafara snúast hvor um annan með skeggin út í loftið og handleggina teygða eins og dælusveifar. Yfir allan hávaðann ómaði há og skær tenórrödd Jimma maðkaflugu. Hún var skerandi Gamla krönan fullu verögildi BÚKA MARKAÐURINN Iðnskólanum HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Sími 42240. Hárgreiðsla. — Snyrtingar. Snyrtivörur. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. haeð (lyíta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-9-68 ruth park: gull í tá 48 eins og lúðurhljómuir og yfir- gnæfði ævinlega öll önnur hljóð. Sumir drekka vín og aðrir gófla gin og gleypa Iíka\ við svartadauða. Aðrir heimta pilsner, — en æðsta óskin mín er yfrið nóg af gullinu rauða. Og síðan tóku gullgrafararnir undir i kór: Við siglum í suður og norður og sláumst upp á kraft. En ekkert eflir eins þrekið og angandi romm í saft. Allan tímann hafði ég setið eins og brúða hjá móður minni og nokkrum öðrum konum og bölvað leiðindunum með sjálfri mér. Mér hundleiddist þær a!l- ar og samankipráðat varit þeirra. þegar þær töluðu um fósturlát. skortinn á þjónustu- fólki og dýrðina sem þær höfðu verið vanar heima fyrir. Allt í einu sá ég frú Schmitt! koma eins og risaköngurló fram-1 undan sviðstjaldinu og kalla Pig litla og Currency burt frá há- tíðahöldunum. O® við umhugs- unina um að bráðlesa yrðu þau alein sem nýgift hjón og hann myndi faðma hana eins og hann hafði faðmað mig daginn i skóg- inum, hefði ég getað gargað af reiði og afbrýði. Einkum þar sem ég vissi að Currency myndi ekki vera hrædd eins og ég hafði verið. Ég reis á fætur í skyndi. 1 — Hvert ertu að fara, Tatty? — Að tala við ungfrú Callagh- an, mamma. — Talaðu ekki við neinn af þessum rustíkusum. — Drottinn minn dýri, sagði Jimmi maðkafluga og steig nið- ur af tunnunni til að fylgjast með gleðskapnum. — Það er eins og hún sé með munninn fullan af bartöflustöppu. — Þegiðu! sagði Alick frændi og dró munnvikin niður eins og hann hefði bitið í súra plómu. Alick frændi var einn af drykkjubræðrum Jimma maðka- flugu og það var auðfundið að hann vildi ekki fá hann upp á móti sér. En ungfrú Callaghan hafði heyrt þetta, og hún eld.roðn- aði. Hún klemmdi saman munn- inn og reyndj að dylja það hve særð hún var. vegna þess hve margir voru viðstaddir. En hún fór að stíga dansinn hægar "og loks stanzaði hún alveg. — Ég ætti að loka á þér kjaft- inum að eilífu, sagði Alick frændi við Jimma maðkaflugu, en raddhreimur hans vair ..afsak- andi og enginn kraftur á bak við. -— Ó, herra Swan, farið ekki að eiga við þetta meindýr mín vegna, sagði ungfrú Callaghan með áherzlu en það var þó auð- séð af svip hennar. að það var einmitt það sem hún vildi. Augún i Jimma maðkaflugu glóðu. Ögrunin var honum að skapi og af því það voru hans ær og kýr að ganga of langt, hoppaði hann aftur upp á tunnu sína og söng: Ég held hún Crammy Callaghan sé orðin ung á ný og ætli sér að dansa upp að hnjánum. En hún er eins og fuglahræða, enginn neitar því, og allir karlmenn flýja burt á tánum. Já, allir karlmenn flýja burt á tánum! Jæja, ég veit ekki hvað Alick frændi hefði gert í málinu, en Jimmi maðkafluga hafði að minnsta kosti steingleymt Tipp- eraxypiltunum. Með herópið „Cailaghan“ á vörum, æddu þeir. þvert yfir dansgólfið. Sá stærsti þreif í hendur Jimma og hélt þeim fyrir aftan bakið á honum og sagðf-vingjarnlegia '■ við kunningja sinn. — Svona, Pat, gefðu honum nú það semí"hann'\á< skilið! Og síðan kom smávaxnasti tri í heimi, varla meira en hálfur annar metri, og dansaði yfir að Jimma veslingnum og tók til við að diangla í magann á honum. — Veslings Pat fær svo sjald- an að boxa vild sina, sagði stóri írinn til skýringar og að svo mæltu lyfti hann Jimma hátt á loft eins og mjölf>oka og bar hann út og Jimmi engdist og sparbaði allt hvað af tók. Við lögðum við eyrun til að heyra skvampið, en hávaðinn úti var of mikill, því að nú lýstu nokkr- ir gullgrafarar yfir því, að þeir styddu Jmma. meðan aðrir slógust í hóp hinna hefnigjörnu Tipperarypilta. Ungfrú Callagh- an var svo himinlifandi yfir öllu þessu uppi'standi herm.ar vegna. að hún kunni engin önnur ráð en falla í yfirlið. Hún var borin burt í hina áttina og það olli álíka gauragangi þeim megin. — Áfram piltar! öskraði Alick frændi. — Hátíðin er ekki á enda. Þetta er njtt að byrja. Þeyttu nú sekkjapípuna al- mennilega, Jock, og ég skal sýna ykkur Hálendingadans af fínustu sort. — Hvað um stúlkuna? hróp- aði einhver. Og um leið þrifu mig sterkar hendur og mér var lyft upp á borðið við hliðina á Alick frænda. Ég var alveg stjörf og mállauá af ringlun og feimni, þegar ég sá öll þessi glottandi andlit og starandi augu augu fyrir framan mig og allt í kring, og ekki sízt andlitið á móður minni og skelfingarsvip- inn á henni. sem litlu pifurnar á svörtu 'ekkjuhettunni hennar undirstrikuðu. Einhverra hlu-ta vegna reið þetta baggamuninn. Ég var al- veg utan við mig eftir allt sem gerzt hafði. Ég gat ekki látið sem ég sæi ekki öll aðdáunar- augnaráð þessara gullgrafara, sem þráðu kvenfólk svo ákaft. Ég leit á Alick frænda og á and- lit hans kom gamii svipurinn, einkonar sambland af stríðni og kátínu. — Tatty er dálítið feimin, piltar, hvislaði hann og bar hönd fyrir munninn; — Ég er ekkert feimin, svar- aði ég þrjózkulega og u,m ieið upphóf sekkjapípuleikarinn blástur sinn. Jæja, þegar ég skýrði firá því í kofa fjárhirðisins, að ég gæti ekkeirt annað en eldað mat, þá sagði ég ósatt. Ég hef alltaf ;ver- ið dugleg að dansa. Við dönsuð- um oft heima beear við vorum ein. Eins og aðrar stúlkur á mír um aldri kunni ég alla dansana í söngvabókinni. Ég veit lífca að ég var léttari á fæti en flest- ar þéirra. Og þótt Alick frændi hefði stirðnað ögn með aldrin- um, þá va-r hann samt bezti dansherra sem hægt var að Glertæknihf. simi:26395 FramleiSum tvöfalt einangrunargler og sjáum um ísetningar á öllu gleri. Höfum 3ja, 4ra og 5 mm gler, útvegum opnan- lega glugga. — Greiðsluskilmálar. 6LERTÆKNI HF. Sírríi: 26395. Ingólfsstrœti 4. — En ekkert eflir eins þrekið og angandi romm í saft. Ungfrú Callaghan var að dansa jig og Alick frændi sem kominn var í mildara skap af margnefndu rommi í saft, h-orfði á og kiappaði í takt. Litlu gljá- burstuðu svörtu skórnir hennar skutust út og inn milli feHin-g- anna á pilsinu hennar og bönd- in á hettunni henna-r sveifluð- ust eins og svipuóla-r.. svo hratt hringsneri-st hún. En ekkert eflir elns þrekið og angandi romm í saft. — Hviss, orgaði Alick frændi og stikiaði inn í danshringinn með ungtfrú Callaghan og bukk- aði sig og beygði á klunnalegan hátt. Ungfrú Ca-liaigan þó-tti þetta svo spaugilegt að hún gle.ym di að stilla sig um að brosa. BÓKABÚÐIN HVERFISGÖTU 64 — tilkynnir: Mikið úrval af eldri forlagsbókam. Sum- ar af þessum bókum hafa ekki sézt í verzlunum í mörg ár. Danskar og enskar bækur í fjölbreytíu úrvali. — Komið og sjáið og kynnizt bók- unum og hinu lága verði. BÓKABÚÐIN / HVERFISGOTU 64. Þvoið hárið úr LOXENE-Shampoo - og flasan fer AXMINSTER býður k*[ör viS allra hœfi. GRENSASVEGl 8 SIMI 30676. CJ TIL ALLRA FERflA Dag- viku- og mánaöargjald i Lækkuð leigugjöld 22-0-22 ■Vf BÍLALEIGAN MJAIAltl' RAUDARÁRSTÍG 31 Vetrarútsalan sténdur yfir. GÓÐAR VÖRUR Á GJAFVERÐI. Ó. L. Laugavegi 71 — Sími 20141.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.