Þjóðviljinn - 26.05.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.05.1970, Blaðsíða 2
2 SlÐA — WÍ®VUWN — ÞriSjudagur 26. mai 1070. Starfslið sjúkraihússins, daginn sem flutt var í hið nýja. Meinatæknir sjúkrahússins, Ilagnheiður Benediktsdóttir, að störfum i rannsóknarstoíu. sjúkrarúm og aðstaða þeim lút- andi. t>á á þar einnig að vera borðsalur fyrir sjúklinga, sem hafa fótavist. 1 sérstöku þakhúsi eru svo lyftuvélar og loftræsti- vélar. Margar ræður vt>ru fluttar við ví'gslu sjúkrahússins. Fyrir skoðunarferð unddr leiðsögn yf- irlæknis flutti sr. Björn H. Jóns- Framhald á 9. síðu. Nýja sjúkrahúsið á Húsa- vík var vígt á laugardag □ Á'laugardag var nýtt sjúkrahús vígt á Húsavík að viðstöddu fjölmentti. Skoð- uðu géstir sjúkrahúsið und- ir leiðsögn Arnar Amar, yfirlaéknis og sátu síðan sa’msæti í félagsheimilinu, þar sem átta ræður voru fluttar til þess að fagna þessum merkisviðburði í sögu byggðarlagsins. □ Nýja sjúkrahúsið hef- ur þegar tekið í notkun 3Ö sjúkrarúm af rúmlega 60 sjúkrarúmum fyrirhuguð- um á annarri og þriðju haéð sjúkrahússins. Tilkynnti Maghús Jónsson. fjármála- ráðherra, við þetta tæki- færi að samþykkt hefði ver- ið að veita fé til þéss að þyrja á innréttingu á þriðju hæð hússins. □ Jafnframt er rekin þama heilþrigðismiðstöð og ér nýja sjúkrahúsið á Húsa- vík fyrsta sjúkrahúsið úti á landsbyggðinni, sem smíðað er með tilliti til hugmynda um lækna’miðstöðvar. Heilbrigðismiðstöðinni er ætl- að að annast almenna heilsu- gæzlu í Suður Þingeyjarsýslu að hluta og norðan megin eru hugsanleg mörk við Jökulsá á Fjöllum. Núna starfa á sjúkra- húsinu og heilbrigðismiðstöðinni örn Amar, yfirlæknir, Gísli G. Auðunsson, héraðslæknir á Húsavík, Oddur Bjarnason, sett- ur héraðslæknir á Breiðumýri, Asta Lóa Eggertsdóttir, ljósimóð- ir og er rekin sérstök fæðingar- deild á sjúkrahúsinu. Ennfrem- ur á sérstakri rannsóknarstofu Ragnheiður Benediktsdóttir, meinatæknir. Yfirihjúkrunar- konan héitir Þórdís Kristjáns- dóttur, þá eru hjúkrunarkonur og hjúkrunamemar og einnig ætlunin að stefna að þvi að sérfrséðingar i ýmiskonar sjúk- dómum komi með reglulegu millibili til starfa á þessari héilbrigðismiðstöð. Að skipulagi innanhúss er nýja sjúkrahúsið á Húsavík svokölluð kjamabygging. öll dvalarherbergi eru við úthliðar hússins, en i kjamanum er vinnuaðstaða, geymslur og snyrting. Þetta skipulag nýtir gólfflötinn betur en flest önnur, og er byggt á reynslu Sigvalda Thordarson, arkitekts sem hafði teiknað sjúkrahús Sauðárkróks með lfku sniði. Við blaðamennimir nutum leiðsagnar Kára Amórssonar, skólastjóra, við að skoða sjúkra- húsið. f kjallara er eldihús og fuli- komnar kæligeymslur og tók þar á móti okkur elskuleg mat- ráðskona að nafni Guðrún Gísladóttir. Þá er þarna líka þvottahús og stóðu bar upp á hillum staflar af sængurfatn- aði er konur f verkalýðsfélag- inu höfðu saumað og gefið sjúkrahúsinu. Þá er ennfremur í kjallara vörumóttaka, spenni- stöð, vararafstöð. kynding, hús- varðarherbergi, fatageymsla og snyrtiaðstaða starfsffólks. Enn- fremur sjúkrabílageymsla, sjúkramóttaka í tengslum við aðallyftu hússinis, líkhús og stofa til kistulagningar. Á fyrstu hæð er röntgendeild með ein fulikomnustu röntgen- tæki á íslenzku sjúkraihúsi ut- an Reykjavikur og Akureyrar. Þá skurðdeild með skurðstofu og svokailaðri gjörgæzlustofn. þar sem sjúklingum er ætlað að vakna eftir aðgerðir. Þar er hreyfanlegt rúm og stillanlegt á marga vegu. í gluggum her- bergisins er þrefalt gler og innsta glerið matt. Ennfremur er gagnsæ alúmímhimna límd á eitt glerið. Á hún að útiloka 70% af hitaorku sólar, svo að aldrei verður öþægilega heitt í stofunni. Er þessi gjörgæzlustöfa ný- mæli á íslenzkum sjúkrahúsum. Skurðstofan er búin fullkomn- um tækjum — einkum er svæf- ingavél góð og þá er þar skurð- borð af fullkomnuistu gerð. Þá er á fyrstu hæðinni rannsóknar- stofa, skiptistofa, skrifstofur sjúkrahússins og sjúkrahúss- læknis. Ennfremur er heilbrigðisstöð- in með sérinngangi, þremur læknastofum og fimm skoðun- arherbergjum, ' móttökuherbergi og biðstofu í tengsium við aðrar deildir hússins og tengd síma-, tal- og neyðarkallkerfi hússins. Á annarri hæð eru svo 15 sjúkrastofur með 30 rúmum og voru kornnir þama 34 sjúkl- ingar þegar. Á þessari hæð eru vaktherbergi, upplýsinga- og eftirlitsmiðstöð hússins. Hægt er að hafa talsamband við allar siúkrastofurnar og flesta aðra þýðingarmikla staði innamhúss. Þama er talstöð með neyðar- bylgju, svo að hægt er að hafa samband við sjúkrabíl bg læknabíla, sem verða búnir tal- stöðvum á næstunni. Þá er á annarri hæðinni miðstöð elds- viðvörunarkerfis hússins. Má sjá á svipstundu, hvar eldur eða reykur kunna að vera og kalla út slökkvilið bæjarins með einu handtaki. >á er á annarri hæð fæðing- ardeild, tvær tveggja manna sjúkrastofur á lokuðum gangi ásamt fæðingarstofu, ungbarna- stofu, skolherbergi og snyrtiher- b°rgi sængurkvenna. Loks er á þessari hæð lyfjageymsla, býti- búr, língeymsia og fleiri snyrti- herbergi. Á þriðju hæð er allt óinnrétt- að ennþá. Þar verða 32 til 35 Dagur hefndarinnar Það er ekki aft sem ástæða er til að taka Mánudagsblaðið alvarléga, en þó hafa þau tíð- indi nú gerzt. Ritstjóri blaðs- ins, Agnar Bogason, dveist er- lendis um þessar mundir en hefur eftirlátið öðrum að sjá um tvö biöð, að sjálfsögðu gegn hæfilegri greiðslu. Hinir nýju ráðamenn blaðsins gefa ekki upp nöfn sín, en ekki dylst að þar eru að verki ýms- ir fraimánuenn Aiiþýðuflokksins og áhrifamiklir aðilar úr Sjálf- stæðisflokknum Sameiginlegt hópnum er það, að þar er um að ræða stuðningsmenn Gunn- ars Thoroddsens í síðustu for- setakosningum, og boðskapur- inn er sá að nú þurfi að koma fram hefndum. Aðal- grein blaðsins ber svohljóð- andi fyrirsögn: „Svikin í for- setakosningunum banabiti Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík‘‘ og þar er m.a. komizt svo að oröi: „Það er nú orðið deginum ljósara, að svik flokksforustu Sjálfstæðisflokksins — með þá dr. Bjama Benediktsson for- saetisráðherra og Geár Hall- grímsson borganstjóra í broddi fylkingar — við dr. Gunnar Thoroddsen í forsetakósning- unum síðustu verður banabiti Sjálfstæðdsflokksdns í borgar- stjómarkosningunum um næstu helgi. Flestir sem eitt- hvað hafa fylgzt með kosn- ingabaráttunni að undanfömu, hafa gert sér greiin fyrir þivi, að stuðningsfólk Gunnars Thoroddsens — þar á meðal miklir framámenn í Sjálfstæð- isflokknum — hyggur á hefnd- fyrir þá meðferð, sem dr. Gunnar, einn fjölgáfaðasti og vinsælasti leiðtogi, sem Sjálf- stæðisflokkurinn höfur nokkru sinni átt eða mun nokkru sinni eignast, hlaut af hálfu flokksforustunnar í fonseta- kosningunum. Tap dr. Gunnars skildi eftir þá und sem aldrei grær — og nú eru dagar hefndarinnar framundan . . . Og nú er aðeins rúm vika þar til kosningadagurinn rennur upp — dagur hefndarinnar fyrir stuðningsfólk dr. Gunn- ars Thoroddsen. Höggið sem reitt var gegn hanum fellur ,nú á forustumenn Sjálfstæðis- flokksins. Stuðningsfólk dr. Gunnars gleymir aldrei þeim vonbrigðum — og þeirri sorg — sem átti sér stað, þegar úrslit forsetakösninganna voru kunn.“ „Einkum þó á kökum“ Og hvemig á þá að koma fram hefndum? Svarið er ofur ein- falt: Mánudagsblaðið segir: „Alþýðuflokkurinn hefur verið ótrúlega heppinn með val frambjóðenda í þrjú efstu sæti A-listans í borgarstjóm- arkosningunum nú — svo heppinn, að margir Sjálfstæð- ismenn mundu óska þess, að þeir skipuðu frekar einhver sæti D-listans . . . Og fyrir stuðningsfólk dr. Gunnars Thóroddsens er valið létt, þvi Björgvin Guðmundsison, Ámi Gunnarsson og frú Elín Guð- jónsdóttir, sem skipa þrjú efstu sæti A-listans, voru meðal ötulustu stuðnings- manna dr. Gunnars í florseta- kosningunum." Og siðan er borið löf á hvert þremenninganna. Björg- vin Guðmundssson „er löngu kunnur fyrir afsikipti sín af ýmsum þjóðþrifamálum"; Árni Gunnarsson er „einhver snjall- asti maður nú í blaðamanna- stétt“, og Elín Guðjónsdóttir er „hvers manns hugljúfi . . . Fyrir skreytingar sinar — einkum þó á kökum — hefur frú Elín hlotið margskonar viðurkenningu og verðlaun. Vart gat Alþýðuflokkurinn verið heppnari með frambjóð- anda i baráttusæti flokksins en hana.‘‘ Engin breyting En hvað þá um meirihlut- ann 1 Reykjavík; raskast ekki valdakerfið í höfuðborginni ef Sjálfstæðisflokkurinn glatar einveldi sínu; væri ekki of mikið lagt í hættu jafnvel þótt fullnægt yrði þeim há- leita tilgangi að heifna Gunn- ars Thoroddsens? Mánudags- blaðið hefur einnig einfalt svar við þessum spurningum: „Stuðningsfólk dr. Gunnars hefur fyrir nokkru gert sér ljóst, að það verðu-r engin meiriháttar breyting á málefn- um Reykjavíkur, þótt Sjálf- stæðisfplokkurinn missi meiri- hluta sinn í stjóm börgarinn- ar. Það kemur ekki til nein stjóm minnihlutaflokkanna í núverandi borgarstjórn — til þess em þeir of sundurleitir — heldur mun Sjálfstæðis- flokkurinn ná samstarfi við Alþýðuflokkinn um stjórn borgarinnar — og það sam- starf er jafn vænlegt til ár- angurs og samstarf flokkanna í ríkiisstjórn síðasta áratuginn. Hvort Geir Hallgrímsson verð- ur borgarstjóri eða ekki skipt- ir ekki lengur neinu máli, því jafnvel óbreyttir Sjálfstæð- isiflokiksmenn vita, að Geir hefði aðeins stjómað málefnum Reykjavíkur í nokkrar vikur eða mánuði — þótt flokkur- inn sigri í kosningunum — eftir kosningar. Geir Hall- grímssön stefnir í meiri met- orð — stefnir í stól forisætis- ráðherra. Og það hefur alltaf komið maður í manns stað sem borgarstjóri í Reykjavík." Allt er þetta í samræmi við það sjónarmið að þrír eflstu menn A-listans hefðu sómt sér enn betur á D-listanum. Einnig helzt þetta í hendur við þá staðreynd að Eh'n Guðjónsdóttir tók mikinn þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins fyrir kosningar Og ekki má gleyma því að Björgvin Guðmundsson sagði í sjón- varpsumræðunum að stefna Alþýðuflokksins í Reykjavik væri nákvæmlega hin sama og stefma hans í landsmálum. Sein- ustu forvöð öll eru þessi skrif þeim mun fróðlegri sem ekki fær dulizt að á bak við þau standa mjög valdamiWlir aðilar í þjóðfélag- inu, ein af hinum alræmdu maifíum. Sjálf ráöagerðin er runnin undan rifjum Gylfa Þ. Gíslasönar enda eru skrif Mánudagsblaðsins í fullu samræmi við herstjómarlist hans. Einn þeirra sem mest efni á í þessu eintaki Mánu- dagsiblaðsdns er Benedikt Gröndal, varaformaður Al- þýðuflokksins og helzti áróð- urssérfræðingur. En í þessum hópi er einnig að finna áhrifa- mikla aðila úr Sjálfstæðis- flokknum, þeirra á meðal sjálfan framkvæmdastjórann, Þorvald Garðar Kristjánsson, gamlan flokksbróður þeirra Gylfa og Benedikts, einn þeirra manna úr báðum flokk- um sem ævinlega hafa haldið nánum tengslum bak við tjöldin. Síðan Gylfi Þ. Gíslason var kjörinn formaður Alþýðu- flokksins hefur hann stefnt markvisst að því að gera flokkinn að hægriflokki. I öllum kósninigum í meira en áratug hefur verið lögð á það rík áherzla að reyna að véiða atkvæði frá Sjálfstæðisiflokkn- um, ög til þesis að ná þeim t árangri heifur fflöklksforustai Al- / þýðuflokksins gerbreytt jafnt \ stefnu sinni sem starfsað- \ ferðum. Hafa þar komið fram j, hæpin heilindi í garð sam- / starfsflokksins, en svik Gylfa \ Þ. Gislaisonar við stefnu og \ markmið AlþýðuÐokiksins eru í þó margfalt alvarlegri stað- J reyndir. I stað sósíademó- \ kratískra hugsjóna er nú kom- \ ið það valdasjónarmið, að t Sjálfstæðisfflokkurinn og Al- 1 þýðuflokkurinn nái því jafn- / vægi að þeir geti hvorugur af \ öðrum séð. Þannig hefur nú i verið ástatt í landsmálum í k meira en áratug, og nú stefríir i Gylfi að því að hliðrfaett jafn- J vægi náist um stjóm Reykja- \ vfkurborgar, svö að sameigin-' k leg völd þessara tveggja í hægriflokka verði enn nagl- / fastari. Þótt átakanlegar ó- j farir í forsetakoisningunum I séu notaðar sem átylla til þess' i að magna heiftarhug, eru hin / raunverulegu áform að sjálf- • \ sögðu valdapólitísk l Það er í sjálfu sér eðlileg i röksemd við f.iölmarga kjós- 1 endur Sjálfstæðisflokksins að ; einu gildi þótt beir kjósi A- 1 listann í stað D-listans. En í Gylfi Þ. Gíslason hugsar J auðs.iáanlega ekkort um þiað / Alþýðuflokksfólk sem allt til 1 þessa hefur koisið flokkinn af í hollustu við upphafleg steifnu- í mið og félagslega baráttu. / Skyldu nú ekki vera seinustu \ forvöð fyrir það fólk að hugsa í ráð sitt af nýja? — Austri. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.