Þjóðviljinn - 26.05.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.05.1970, Blaðsíða 6
g SfÐA —. EOÖÐVffiÉirati1N — t>ri)ðjuí3a@ur 26. maí 1970. Skólamdlin eru helzt aökallandi Rætt við frú Þórgunni Björnsdóttur, efsta mann á lista Alþýðubandalagsins í Hveragerði Þörgunnur Bjömsdóttir kenn- ari er efst á framboðslista Alþýðubandalagsins til hrepps- nefndarkosninga í HveragerSi á sunnndaginn kemur. Blaða- maður Þjóðviljans kom að máii við hana i siðustu viku og fara aðalatriði samtalsins hér á eftir. — Hefur þú, Þórgunnur, gef- ið þig mikið að félagsmálum? — Nei, ég get ekrki sagit, að ég hafi tekið þátt í nokikrum félagsskap nema það som ég hef verið í mínum stéttarsam- tökum. Sem félagi í samtökum framhai dsskól akennara hef óg maett á þmgutm í tvö skipti sem fuUtrúi ken narafélagsi n s við Gagnfræðaskúlann í Hvera- gerði og áður hafði ég mætt á Þórgunnur Björnsdóttir, þingum barnakennara sem fuD- trúi féLaigs bamakenn-ara. — Og nú eirbu efst á lásta í kjörd til hreppsnefndar? — Ég veit nú varla, hvemig þat-ta hefur atváfcazí. Þegair stofnað var Alþýðubandalaigs- félag Árnessýsílu skráðd ég m-ig þar siern félaga og var svo með í stofnun Aiþýðubaindalagsfé- lagsdns í Hveragerði s.l. baust. Þegar tekið var að undirbúa íramboð tii breppsnefndiafcosn- inganna, var samþyfckf í félag- inu að viðhaifa próflkjör, og þá vildi svo til að ég hiíiut flest atfcvæði til að sfcipa efslia sæt,- ið. Þá vildi óg efcki skorast undan. — Hygigur þú, að þú hafir verið valin í efsta sætið, af því að kjósendur bafi haft sér- stafcan áhuiga íyrir að fó konu í það sœti? — Það veit ég ekki, þvi þá það? Það er vitfaus þessi ár- átta að dnaga fólk í dilka eftir kynjum og aldri. Það er vist annars mín kynslóð, sem á mesta sök á því, en þróunin þyrfti að vera sú, að aðskiln- aður kynjanna og aldursflokk- anna í störfum og heimilisJiífi minnkaði. Ég hef það miikið álit á karlimönnum, að óg tel að þeir eigi að bafa meiri dag- leg afskipti og fyrirhöfn af börnum sínum. Krakkarnir hefðu gott af því, feðumir þó enn betra. Atvinnuhættir þyrftu að breytast í það horf, að merra jafnvægi gaeti orðið í heimil- islífinu, feðurnir meira heima, en mæðumar þyrftu ekki alla tíma að vera innan veggja heimilisdns. Og húsm'æðumar þurfa að kamiast út í atvinnu- lífið. — Hver eru aðaláhugamál þín í sambandi við sveitar- stjómarstörf? -— Síðan áfcveðið var, að ég yrð; í kjöri, hef ég verið á fcafi í prófum, sivo að ég tel mig ekki viðbúna að gefa skýrt svar við þessari spum- ingu. Þó þarf ég ekki að velta vöngum yfir því, hvar mér hefur þótt skórinn kreppa fast- ast að hór ; Hveragerði, og það er í sambandi við mitt starf. Húsakostur skólanna hér er mjög ófullnæK.iandi,. og ég get ekki skiiið, að nokkur gild ástæða getj verið .fyrir þvi að ráðast ekki þegar til úrbóta á því sviði. Aðbúnaður við fimleikafcennslu er með ódæm- um ófullkominn. Skólalæknir hafði við orð fyrir meira en tíu árum að banma þá kennslu við þær aðstæður sem hér eru, og síðan hefur engin hreyting orðið þar á. Þá býr gagnfræða- skólinn að ýmsu öðru leyti við mjög slæmar aðstæður, hús- næði, sem ætlað er til allt ann- arra hluta en kennslu. Stofur eru óhentU'gar, gangar of þröng- ir og takmörkuð aðstaða til útivistar í frímínútum. — En hvað er að segýa um önn,ur mál, sem sveitarfél agið varða? Hér em mikiir mögu- leikar. sem enn eru ónýttir. — Hér eru óteljandi mögu- leikar og hinir fjölbre.ytileg- U'Stu. Hveragerð; er þegar orð- ið hei'lsuvemdarþorp í fremstu röð. og þó eru enn efcki nýtt- ir nema að litlu leyti þedr möguleikar til þeirra hlute sem eru fyrir hendi. Þá eru mikil skilyrði til að koma hér upp þjónustu fyrir ferðafólfc, sem gæti orðið dirjúg tekjulind fyrir sveitarfélagið, ef rétti- lega væri á haldið. Þá er jarð- orfcan ennþá lítið notuð til iðn- aðar, og bíða mifcil verfcefni á því srviði. — En fjölbreytileik- inn í möguleikum héma skap- ar líkia vandamál, og þarf að taka á málum með nokkurri gát, ef ekki á að koma til á- rekstra. Það þarf að gæta þess, að mengun frá iðnaðar- verum spilli ekki aðstöðu fyrir heisuverndarstöðvar. Því leng- ur sem það dregst að gera fast- mótaða áætlun um framtíðar- stefnuna í málefnum þorpsins, því erfiðara verður að fá far- sælia lausn um þróun þess, og vanræksla um þau efni að undanfömu hiýtux að valda nokfcrum erfiðleikum nú fyrst um sinn. — Þú virðist þegar hafa gert þér alisfcýra grein fyrir því, hvaða verkefni bíða þín í sambandi við væntanleg sveit- arstjómiarstörf. — Við skuium nú ekki tala um það sam sjáLfsagðan hlut, að ég nái kosningu. — En þú hefur þó hugleitt málin með þann möguleifca fyrir augum? — Það get ég ekki sagt. Ég hef minnzt á það eitt, sem ligg- ur í augum uppi. En það er mjög takmiarkað, sem ég hef tekið afstöðu til einstakra við- fangsefna. Hvaða störfum ger- um við okkur svo glögga grein- fyrfr, að við getum myndað fyllilega afstöðu fyrr eft við lendum í að fást við þaiu sjálf? Ef það lendir í minn hlut að fást við viðfangsefni Hveraigerðis á einbvem hátt sem fulltrúí þorpsbúa. þá er að taka þvd eins og öðru, sem að höndum ber. Að svo mæltu þökkum vdð Þórgunni fyrir góð og giid svör og óskum henni og Hvera- gerðishreppi góðs gengis í kosnmgunum, sem eru fram- undan. Verðlag og kaupgjald Verðlagsbætur á kaup 1967-1970 Það er á hvers manns vit- orð; að ísland er verðbólgu- land. Á síðustu þrem áratug- um hefur almennt neyzluvöru- verð ; landinu 35-faldazt, eft- ir þvi sem næst verður komizt. Þetta nemur um það bdl 12%% verðlagshækkun á ári bverju að meðaltadi. Þegar verðlag hreyfist ört til hækkunar, getur kaup efcki staðið í stað n«ma launamenn Eftir HJALTA KRISTGEIRSSON hagfræðing 3. grein fómi sífellt af kjörum sínum. Á það hefur verkalýðshreyf- ingin ekki faliizt, en til þess að þuirfia ekki sífellt að end- urnýja fcaupgjialdssamninga, hefur verið samið um fylgni kaupgj alds við breytiiegt verð- lag. Þannig er til komin sú visitöluibinding kaups, sem hér verður gerð að umræðuefni. Kaup er vísitölubundið á þann hátt, að með ókveðnum fresti er bætt aukagreiðslum, verðl'agsbótum, ofan á umsam- ið grunnkaup, í Mutfaili við hækfcun á framfærslukostnaði samkvæmt vísitölu. Dýrtíðaruppbót eða verðlags- bætur var fyrst farið að greiða hér á landi árið 1940, og stóð svo samfleytt til 1960. Fyrstu 10 árin voru vorðlagsbætur reiknaðar á mánaðar fresti, en síðan á 3ja mánaða íresti, og er svo enn. í upphafi „við- reisnar“ sinnar árið 1960 á- kwað núverandi rikisstjórn að banna allar verðlagsbætur á kaup (4. grein efna'hagsmála- laga). Með júnísamkamul'aigi 1964 var ákveðið að taka að nýju upp verðtryggingu liauna, og var greidd verðlagisuppbót eftir því fyrirkomulagi flrá marz 1965 til nóvemberloka 1967. Seirit í nóvember 1967 setti ríkisstjórnin lög, sem afnámu verðtryggingu launa „þar til annað hefur verið ákveðið með samningum stéttarf élaiga og samtaka vinnuveitenda“. Jafn- framt var kveðið á um aukn- ingu verðlagsuppbótar í sama hlutfalli og vísitala vöru og þjónustu á nýjum grundvelli hafði hækkað frá 1. áigúst til 1. nóvember 1967 (að öðru leyti var nýi grundvöllurinn ekki tekinn upp fyrr en 2. janúar 1968). Þess; ráðstötfun þýddi 3,39% hækfcun kaupgj alds 1. desember 1967, og hélzt það fcaup fram til 18. miarz 1968, er nýir kjarasamningar voru gerðir. Rétt er að staldra ögn við þessi 3,39%, því að batevið þau er talsverð saga, og þar er upphatf að þeirri þróun kjara- mála, sem síðan hefur orðið. Eins og áður hefur verfð að vikið var verðlagi haldið í skefjum á „verðstöðvunartíma- bilinu“ frá hausti 1966 til hausts 1967 með miklum og sívaxandi niðurgreiðslum á vöruverði. Sumpart upphófu þær verðhækkanir, en duldu þær sumpart, þannig að þeirra gætti ekki í vísitölu fram- færslukostnaðar. Þetta var því aðeins hægt, að vísitalan var úrelt orðin og grundvöllur hennar mjög skakkur miðað við neyzluvenjur. Á „verðstöðv- unartímabilinu“ var því um kjararýmun að ræða hjá laun- þegum, þótt kaupgreiðsluvási- tala væri i sambandi, því að engin hækkun mældist. Þegar hinar sérstöku „verðstöðvun- ar“-niðurgredðslur voru felldar niður haustið 1967, stökk vísitalan úr 195 stigum í 206 (1. nóv.), og hækkaði þannig um 5,64%. Þetta var raunveru- leg verðhækkun. að nokkru komin fram áður þótt dulin værf, og bana hefðu launþeg- ar átt að fá að fullu bætta að verðtryggingarlögum. Nú vóru þau lög felld úr gildi, og hækk- unaráhrif af niðurfellingu nið- urgreiðsina bætt með annarri visitölu en þeirrf. sem mældi lækkunaráhrifin er þær voru settar á. Launþegar fengu 3,39% kauphækkun í stað 5,64% (bið minnsta). og þann- ig tapaðist þeim um 2%% í kaupi. Verðlagsbætur eftir marz-samninga 1968 og síðan Reiknað Vísitala Hækkun Marg- Hækkun Frádregin eftir verð- framfærslu- framfærslu. földunar- framfærslu- prósentu- lagi í: kostnaðar kostnaðar stuðull1) kostnaðar stig Verðlagsuppb. i % írá í % frá jan 1968 nóv. 1967 % Timabil a b c d e f s h febrúar 1968 101 1,02 1,0428 5,34 2,34 3,00 18/3—31/5’68 maí 1968 106 3,00 1,0428 7,40 3,02 4,38 1/6—31/8 ’68 áigúst 1968 105 4,51 1,0428 8,98 3,19 5,79 1/9—30/11 ’68 nóvember 1968 109 9,35 1,0428 14,03 2,68 11,35 1/12 ’68—18/5 ’69 febrúar 1969 121 20,86 1,0428 26,03 2,70 23,33 2). mai 1969 125 25.45 1,0428 30,81 7,46 23,35 3)19/5—31/8 ’69 ágústf 1969 131 30,98 1,0428 36,58 9,73 26,85 1/9—30/11 ’69 nóvember 1969 134 33,97 1,0428 39,70 10,83 28,87 1/12 ’69—28/2 ’70 febrúar 1970 137 36,80 1,0428 42,65 11,81 30,84 1/3—31/5 ’70 maii 1970 141 41,20 1,0428 47,24 11,92 35,32 4)l/6—31/8 ’70 ‘) Margföldunarstuðull þessi byggist á því, að hækkun á framfærslukostnaði samkvæmt nýjum grtmd- velli taldist vera 4,28% frá 1. nóvember 1967 til z. janúar 1968. Vísitala framfærslukostnaftar er nú einmitt reiknuð frá 2. janúar 1968, en stuðullinn brúar þetta 2ja mánaða bil. -) Verðlagsuppbót 23,33% vair aldrei greidd, þar eð atvinnurekendur (og fjármálaráðherra) neituðu að greiða hærri uppbót en 11,35% án nýrra samnínga. 3) 1 almennum kjarasamningum 19. maí 1969 var samið um verðlagsuppbót 23,35%, og einnig var samið um frádráttarpróeentur á verðlagsuppbætur síðari timabíla. Eftir verðlagi í maímánuði hafði samkvæmt eldri reglum itm frádráttarprósentur verið reiknuð út verðiagsuppbót frá 1. júni 27,99%, en hún kom aldrei til framkvæmda. 4) Verðlagsuppbót 35„32% kemur væntanlega frá 1. júní næstkomandi á kaup þeirra Iaunþega, sema ekki hafa uppi kröfur eða semja um annað, Framhald á 9. siðu. i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.