Þjóðviljinn - 26.05.1970, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.05.1970, Blaðsíða 7
w Þriðjwiaguir 26. maí 1970 — ÞJÓÐVILJ HsTN — SÍDA J GuSmundur Vigfússon, borgarráSsmaSur AlþýSubandalagsins: Sameining Reykjavíkur, Mosfells- og Kjalarnesshreppa í sveitarfélag — Stóru framtíðarmáli hreyft í borgarstjórn D Guðmundur Vigfusson flutti á síðasta fundi borg- arstjómar tillögu um skipu- lagsmál og sameiningu Revkjavíkur við nágranna- sveitarfélögin. Kj alames- hrepp og Mosfellshrepp. Guðmundur gerði í ræðu sinni grein fyrir málinu, en þarna e rhreyft fravntíðar- máli sem hefur úrslitaáhrifi á skipulag höfuðborgarinn- ar á næstu áratugum. D Tillaga Guðmundar var á ’pessa leið: „Borgar- stjórn Reykjavíkur sam- þykkir að leita eftir við- ræðum við sveitarstjómir í Mosfellsshreppi ög Kjalar- neshreppi um sameiningu Reykjavíkur og þessara hreppa í eitt sveitarfélag. Reynist þess ekki kostur skal leitað eftir náinni sam- vinnu þessara sveitarfélaga allra um skipulagningu byggðar og nýtingu land- svæða. Borgarstjórnin felur borgarráði og borgarstjóra að annast þessar viðræður af sinni hálfu í samráði við skinulagsnefnd borgarinn- — (C ar. □ Borgarstjórn tók til- lögu Guðmundar vel og var sámþykkt samhlióða að vísa henni til skinulags- nefndar og borgarráðs til umsagnar. D Framsöguræða Guð- mundar Vigfússonar fyrir tillögunni birtist hér í heild. Sameining sveitairfélaga hef- ur að undanfömu verið nokkuð á dagskrá hér á landi. Er eng- inn vafi á að slík sameining er víða bæði æskileg og nauð- synleg til þess að skapa stork- ari félagslegar heildir á sviði sveitarstjómanmála. Átta sveitarfélög í seinni tíð er oft tatað um höfuðborgarsvæðið sem eina heild og það er vissulega ein heild í mörgu tilliti. Atvinnu- svæðið er í meginatriðum eitt og a.m.k. ræður búseta á svæð- inu sífellt minna um það hvair fólk stundar vinnu sín,a og störf. Á hinu svonefnda höfuðborg- arsvæði eru átta sveitaríélög og jafnmargiair sveitarstjórnir. í nágrenni Reykjavíkur hafa á skammu tímabili risið íjölmenn þéttbýlissvæði í sjálfstæðum sveitarfélögum og án skipu- lagslegra tengsla við skipulag og uppbyggingu Rcykjavíkur. Á þennan hátt haí.a Kópavoguir, Seltjarnarnes og Garðahreppur bygigzt upp sem þóltbýlissvæði og auk þeirra er Hafnarfjörður í örri uppbyggingu og út- þenslu, einkúm á síðuslu ár- um. Oft hefur það borizt í tal manna í millí og jafnvel einn- ig milli forráðamanna að sam- eining t.d Kópavogskiaupstaðar og Selt j amarneshrepps utan Reykjavíkur væri okki óoðlilég og á margan hátt æsikileg og skynsamleg. Eigi að síður bafa sjaldan eða aldrei verið tekn- ar upp alvarlegar umræður um silika sameiningu og a.m.k. hygg ég að um hana yrði mikill á- greiningur og raunar við hana veruleg andstaða i báðum þess- um nágrannasveitarfélögum okkar. i Sú andstaða er einnig þekkt erlendie þa.r sem þró-azt hafa veruleg þéttbýlissvæði í ná- grannasveitarfélö-gum höfuð- borganna og skipulagsleg sam- eining hefur ekki átt sér stað í tíma. Augljós rök Ég held að slík sameining nágrannasveita-rfélaga við höí- uðborg eða önnur þéttbýlis- svæði þurfi og eigi að fara fram áður en viðkomandi sveit- arfélaig skipuleggur og byggir upp þéttbýlissvæði að nokkru verulegu ráði. Rt>kin fyrir þessu eru aug- ljós. Skipulagslega séð hlýtur að vera að slíkri sameiningu mikill ávinningur fyrir báða eða alla aðila. Og írá sjónar- miði sljórnunar er aiugljóst að tímiabær sam-einin.g er hag- kvæm og getuir spairað m-i-kla fj'ármuni. Reynslan hefur einn- ig sannað óvilja og örðugleika á sameinin.gu þegar verulegt þétt'býlissvæði hefur byggzt upp. Kemur þar m.a. til tor- tryggnj smærri aðila gagnvart þeim. sem stærri er og öflugri, og augljóst er að meiru myndi ráða um ráðstöfun fjár og á- kvörðun framkvaDmdia. Þessir örðugleikar og þessi tortryggni er þekkt vandamál. ekkj einungis hér hjá okkur heldur einnig j nágrannalönd- unum. Aðatskipulag Reykjavíkur frá 1965 gerir ráð fyirir að skipu- lagning og uppbygging byggð- ar þróist á skipulagstímabilinu suður á bóginn, að svo miklu leyti sem hún ekki fer fram á þeim landssvæðum sem til- heyra Reykjavíkurborg. Þetta skipulagsitímiabil nær til ársins 1983 og ber þó að taka skipulagið til endursikoð- unar á fimm áría fresti. Slík endurskoðun hefur nú verið á- kveðin og f alin borgarverk- fræðingi og skipulagsnefnd. Enda þótt við höldum okkur við þær forsendur, sem voru grundvöllur þessarar ákvörðun- ar, eða áætlunar, er augljóst að áhrif Reykjavíkur á þróun skiplags og nýtingu landssvæða eru mjög takmörkuð utan borg- armarkanna. Raunhæf afskipti og áhrif borgarstjómac tak- mairkast við landssvæði borgiar- innar sjálfrar. Samvinnunefndin um skipu- lagsmál höfuðborgairsvæðisins er aðeins umræðuneínd og ráð- gja'faraðili. Hún er enginn á- kvöirðunaraðili eða valdasitofn- un. Ljóst er að þagar litið er tii lengri framtíðar hlýtur Reykja- vík að þurfa á stárauknuim landsisvæðum að balda. Og raunverunlegir þróuniarmögu- leitoar borgarinnar liggja til einnar áttar, þ.e. í norðaustur, til sveitabyggðarinnar í Mos- fellssveit og Kjalameshreppi. í þessum hreppum báðum eru mikil og fögur byggingarsvæði. einkum meðfram ströndur. og vogum. Er bent á það í bók- inni um aðalskipula-gið, að í þessum sveitum báðum eigi að geta risið byggð fyriir 50 til 10o þúsund íbúa í framtíðinni. I beinum tengslum Enginn vafi er á þvi að haig- kvæmt er og heppilegt að sú þéttbýli sþróun sem í fram- tiðinni hlýtur að verða í Mos- fellssveit og á Kjatamesi, eigi sér stað í beinum tenigslum við heildarskipulaig Reykjavík- ur og að stjórnun þessa svæð- is all® verði samræmd og á einni hendi. Að vísu hefur þegar á-tt sér stað nokkur þétthýlismyndun í Mosifellssveit, einkum við Reykjalund, Álafoss, Brúarliand og Lágafell. Ekki getur talizt seskilegt að slík þróun hialdi lengi áfram án beinn-a tengsla við skipulag Reykjavíkur. Á- framhald á ]>eirri braut hlýtur íyrr én varir að valda ýmis- konar erfiðleikum og árekstirum og torvelda eðlilega þróun Reykjavíkur. Þetta á einkum við þegar litið er til framtið- arinnar og þeirrar aðstöðu, sem þá þarf að vera fyrir hendj til skipulágningar byggðahverfa og nýtingar landsisvæða til margvíslegrar starfsemi í stækikandi borg. Mosfells- og Kjalar- neshreppar Svæði það, sem Reykjavík, Mosfellshreppur og Kjalames- hreppur ráða yfisr er nú að verða eiitt samfellt atvinnu- svæði. Einstaklingar sækja at- vinnu sína í þessi sveitarfélöig næstum óháð þvi í hverju þeirira ]>eir búa. Þesisi þróun hefur þegar átt sér stað að því er vairðar Reykjiavík, Kópa- vogskaupstað, Garðahrepp oe Selt.iamameshrepp og að nokkru leyti Hafnarfjörð. Gera má ráð fyrir að hún verði Guðmundur Vigfússon talar á síðasta borgarstjómarfundi. hin sam-a með Mosfellssveit og Kjalames. Nú bagar þannig til að mis- góðair aðstæður eru til atvinnu- rekstrar í hinum einstöku sveitarfélöigum. 1 einu getur landið verið heppilegt en sveitarfélagdð skort bolmagn til að veita atvinnufyrirtæki þá þjón-ustu, sem því er nauð- synleg. Þegar stór atvinnufyrirtæki setjast að í litlu sveitarféliaigi hlýzt oft af því að aðilar þessa sveitarfélags fá aðstöðu til að láta fyrirtækið eða íyrirtækin gera allt fyrir sig: greiða út- svarið, reisa fél-agsheimdli og Skóla o.s.frv., en það hlýtur að teljast óeðlilegt að sveitar- félög geti selt þannig aðstöð- una. Af þessu hlýzt að sveitar- félög' fana að keppa um hylli fyrirtækja. Þetta getur einnig valdið ]>ví að fyrirtæki rísa á skipula-gslegia óheppilegum stöð- um. X þessu samb. má minpa á, að ekki verður séð að t.d. otíu- hireinsuniarstöð sé bezt staðsett í Geldiniganesá, eða hieidw að það sé baigkvæm ráðstöfun að setjia eitt minkabú niður á Kj alamesi og annað í Gufu- nesi. Væru þessi siveitarfélög sameinuð í eitt eða ef lög væru til um samei-ginlega skipu- la'gningu þeirra, mundi olíu- hreinsunarstöð verða staðsett þar sem hún yrði aldrei inni í byggð, og minkabú myndu a.m.k. vera saman á einu svæði. Þá er mjög mikilvæigt það sem lýtur að skipulagningurmi sjálfri. AU-t vegakerfið er sam- eiginlegt á svona svæði. Ailt skólakerfið yrði heilstéyptara væri það rékið af stærri heild. Verzlanamiðstöðvar sem annars Framihaild á síðu 9. Um daginn og veginn Rabbað um kosningar og fleira Kjósandi góður haf ei hátt hér er svo margt að ugga: Konimúnistar í hverri gátt. Kratar Ieynast í skugga. íhaldið hyggur alltaf flátt illu ráðin þcir brugga. En Framsókn bendir í frcls- isátt með fals undir hverjum ugga. K.G. Ég get ekki vel að því ge-rt, að alltaf, þegar liður að kosn- ingumi, kemur mór í hug þessi snjalla vísa, som einn kunn- ingi minn orti fyrir kosningar 1963. Ágætuir hagyröingur og forláta húmoristi. Svona augum líta nú víst flokikarnir hver á annan, <>g kannski sýnir þetta lífea von- brigði hins almenna kjósanda sem ekki er vel ánægður mcð illok'kinn sinn, en tokur það ráð að krydda tilveruna með gamansemd með því að líta alvarlega liluti í broslegu Ijósi. Það má nefnilega eklki miinna vera, en að við reynum að hafa sikemimtun af blessuðum pólit.íkusunum og miargir þeirra eru sikemmtilegir og skomimiti- legastir þeir, sem eru óvili- andi fyn-dni-r, þcir taika lamgt fram atvinnutrúðunum. Tök- um til dæmis rúðherraina, höf- um við nokkuim tfma lært að meta þá rétt? Ofclkur siámar auðvitað, að það sé tailað ó- virðulega um þá í Svilþjóð. Við viljum elklki, að oklkar heimili sé haift að sipotti á öðruim bæjum. En eru þeir Gylfi og Bjami kamnski ekki ólfkt skemmtilegri leikarar en Ómar Ragnairs og Svavar Gests? Eða va-r kannski ekki gamian að lesa greinina haus Eggerts, þegar hann var að biðjast afsökunar á að hafa fellt verðgæzluílruimviarpið, og skaimma Framsókn fyrir þann ótuktarsikiaip að hjálpa honum till þess? Það er nefnilega mik- ill sannleikur í því sem frændur vorir Danir segja: „Don som kum tar spþg for spþg 7 og aiivor kun ailvoriligt / han og hun har faktiskt fattett 7 begge dele dárfligt..“ LÁN f ÓLÁNI Okkur renrnur eðliiega til rifja, að sú pólitíslka hreyfing, scm styðst við verkailýðinn og heldur fram hans rétti skuli okki vera samstiIHtairi en raun bor vitni. Víst er þetta rauna- legt, en okkur sést ]>ó oft yfir það hverjar orsalkimar eru og jafnvel, að þetta hefur vissa kosti í för með sér. Það heifur sýnt sig, að aillltaf þegair niftur- haildið byrjar sitóirsókn gegn alþýðunni, hverfa fleiri og fieiri úr vinstri hreyfingunni yfir til hægri, en eftir stond- ur minni en heilsteyptaii flokkur, seim á fyrir sér að eflast. Hugsum dkikur að saga Sósíalistafllokksáns frá 1942 hefði verið ein óslitin sigur- ganga. Hvar hefðu Jónas Har- alz og Björp Jónsson þá verið í flokki nú? Því er heldur ekiki svo varið, að hægri flokkamir séu lausir við immri valdabaráttu og sundrung, en það er sjaldigæfaim, að þeir sem undir verða í baráttunni yfirgefi floiklkinn sinn. Þeir vita, að hann er vaildatæki þeirrar stéttar, sem þeir til- heyra eða vilja ti'Uieyra, og svo bíða þeir átekta og brýna klæmair til að standa sig i baráttunni um næsta bita, sem til féililur. Hinir sem að- hýllast sósíalisma og fólags- loga lausn þjóðlfélagsvanda- máilanna, telja sig berjast fyt'- ir hugsjón. Og hafi þeir bar- izt lengi, vjll oft fara svo, að þeir trúa engum nema sjálfum sér fyrir hugsjóninni og að lokum finnst þeim þeir vera eins konar persónugervingiur hugsjónarinnar, og að hafna þeirra forustu sé að svfkja hugsjónina. Maður getur haft samúð með þessuim mönnum. Sumir þeirra hafa laigt mikið á sig og barizt hinni góðu bar- áttu, en þeir em ekki lengur færir til forustu, af því að þeir gera ekki greinaiimun á stefnumálum og eigin persónu Og þó segja rruegi, að kjörorð þeirra sé hið saima og Péturs þnhross: „Halldiið árunni hreinni“, þá er eins og það vilji slettast upp á hana, Þetta hefur nú hent nolkkra fomvini mína í Sósíallistaféiliaigi Reykja- vikur. Og nú er svo kamiið að fhaíldið er fairdð að tala heldur vel um þá og hætt að kalla þá kommúnista. Það finnst mér, að ætti að vera þeim sár reynsla. RAUNALEG SAGA Einu sinni var hundur, sem hafði stoilið kjötstykki. Hann hélt á burt með það til að gaeða sér á því. En á leið hans var lækur, og yfir ileek- inn lá brú. En sem seppi kom út á brúna, sá hann mynd sína í vatninu og hélt, að þar væri annar hundur með kjöt- stykld, og því vildi hann ná Mka, og glefsaðd eftir því. En það fór ilíla fyrir honum. Kjötstykkið hans flaut burt með straumnum. Þessi dæmi- saga, sem miigmdnnir aökennd sé við Esóp, hefur nú sann- azt á fomtounningja mínum Hanniibal Valdimarssyni. Þeg- ar hann gekk til liðs við Sos- íailLstaiflokkinn um stofnun Al- þýðubandalaigsins, hafði hann öll ytri slkilyrði til að gerast uimsvifaimákilil og ságursæll foringi í sósialiskri hreyfingu. Og það hef ég fyrir satt, að þau ár, sem hann vann af fúll- um heilindum með AlHþýðu- bandalaiginu hafi verið ham- ingjusamasti kaflli ævi hans. En honum var ékki nógu sýnt um að vinna með öðrum, Og eins og hann saigði eitt sinn sjálfur: „Þeir sem ekki geta unnið meö öðrum verða að fá að vera einir.“ Að vísu hefur nú safnazt um hann nokkur hópur marrna úr öllum flokk- uim, sem Ifkt er ástatt um, en auðvitað hafa þessir menn ekki getað mairkað neina sam- Hlöðver Sigurðsson eiginlega stefnu, suma þedrra direymir eflaiust um það að verða sá reyrsipnotL ^em ihalld- inu nægi til að styðjast við, þegair það hefur misst mieiri- hlutann. Aðrir trúa þvi í eán- lægni, að samtöfc þessi sitefni tiíl vinstri, þótt framundan sé bara þoka. Meira að segja Fraimsókn hafnaði tiliboði þeirra að slást í förina og halda hina leiðina. Qg ruú era alilar horfur á, að þeir gangi bara í hring eins og villtum mönnum er gjamast. Sumum finnst vfst ekki klofningi vinstri aflanna gerð fuHl skil ef ekiki er minnzt á Framsókn og Allþýðufllokkinn. En þar sem mér sýnist þeir nú helzt. slást um það hvor fliokkurinn á að verða hækja ílhaldsánsi, tekur varla aö minnast þeirra. Annars finnst mörgum cntr’.j- legt, að íhaildið sé nú orðið svo örvhent, að það fari að styðjast við Framsókn, svo lengi hafa kratar verið þess hægri hönd. Á hvítasunnu 1970. Hlöðver Sígurðsson. j I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.