Þjóðviljinn - 26.05.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.05.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðáudaigur 26. maí 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Utgafufelag bjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartanssoii Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Ólafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Síitii 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — LausasöluVerð kr. 10.00. Verkfall Jgkki er aAriað líklégra þegar þetta er skrifað en verkfall Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og hinna annarra verkamannafélaga sem fyrst boð- uðu verkfall hefjist á miðnætti aðfaranótt hins 27. maí. Stjórnendur hins svonefnda Vinnuveit- endasambands hafa ekkert lært og engu gleyimt; þeir hafa þrjóskazt við og taíið samninga þar til verkamenn og aðrir launþegar, tilneyddir, beita verkfallsvopninu. Reynslan er sú að þá fyrst virð- ist hægt að fara að tala í alvöru um nýja kjara- samninga. Sú staðreynd gæti verið þeim þörf á- minning, sem telja að verkfallsvopnið í höndum vérkamanna sé orðið „úrelt“ vopn. Hefðu verka- lýðsfélögin ekki verkfallsrétt, er hætt við að fátt yrði um kjarabætur. Á undanförnum áratugum hefur vérkalýðshreyfingin orðið að .berjast, oftast með vérkfallsvopni, fyrir kjarabótum sem hinir fjarskyldustu starfshópar í þjóðfélaginu hafa not- ið góðs af. Verkfallsrétturinn er dýnmætur réttur; verkfallsvopninu er brugðið þegar afturhaldið þrjózkast við að ganga til kjarasamninga í alvöru. Það er það sem gerist nú. píkisstjóm Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins á sinn stóra hlut af ábyrgðinni á því að nú skuli koma til verkfalls. Árum saman hefur rík- isstjórn og þingmeirihluti þessara flokka komið fram sem framkvæmdaraðili auðbraskara lands- ins og vanið forystumenn hins svonefnda Vinnu- veitendasambands á að leysa kjaradeilur með rík- isstjómarloforðum, sem svo hafa mörg hver verið svikin blygðunarlaust. Eitt skýrasta dæmið er rík- isstjórnarloforðið úr samningunum 1965 að á þessu ári, 1970, skyldu fullbúnar 1250 íbúðir fyrir lág- launafólk í verkalýðsfélögunum með sérstökum viðráðanlegum kjömm. Blygðunarlaus svik rík- isstjórnarinnar á þessu loforði blasa nú við. Með þá reynslu í huga hljóta stjórnendur hins svo- nefnda Vinnuveitendasambands að skilja, að verkalýðsfélögin hljóta að snúa sér afdráttarlaust að hinum eðlilegu viðsemjendum um kjamsamn- inga og knýja fram kjarabæ'tur sem ekki eru fólgnar í kafloðnum ríkisstjómarloforðum ráð- herra Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins; beinar kjarabætur og kröfuna um verðtryggingu launa hlýtur að bera hátt, vegna fenginnar reynslu. Það eru skammsýnir og afturhaldssamir atvinnu- rekendur sem neyða verkamenn til að beita verk- fallsvopninu. Og það er máttlaus og viljalaus rík- isstjórn, sjálfri sér sundurþykk og úrræðasnauð, sem með afturhaldsstefnu, margendurteknum á- rásum á lífskjörin og stjórn í þágu gróðalýðs og braskara, ber þungan hlut ábyrgðarinnar. — s. Undanrennuklakahröngl. — Nú er að þakka fyrir sig. — Lögregluríki. KH skrifar Bæjarpóstinum um rjóma og ekki rjóma, rjómáís og ekki rjómaís:. I>á skrifar B. Sk. hugleiðingar um ellilífeyri og B. J. rekur lestin,a með pistii um lögreglu og annað fólk. Kæri Bæjarpóstur. Mig langar að biðja >ig að koma á framfæri orð- sendingu til Mjólkursamsöl- unnar og þeirTa aðila, sem framleiða ís. Emmess-ís — rjóma-ís segja þeir. Það var og. Nei og aftur nei, það er ekki rjómi í þeim ís, ef nánar er tiltek- ið, er ef til vill 1/10 partuir af rjóma og óhætt er að segja. að ekki hafi verið til rjómaís i ein 10 ár. Að ég tali nú ekki um þann rjóma, sem okkur er seldur í mjólk- urbúðunum, aðeins 33% rjómi, og rétt við borð að hægt sé að þeyta bann í vél, en ef nota á frumstæðari að- ferðir er alls ekki hægt að þeyta hann. Við hér leggjum til, að rjóminn verði alltaf 40—45% a.m.k., þar sem hann er orðinn svo ofsalega dýr, að ókaupandi er. Þurfi maður að kaupa rjómia fyrir sjúk- linga, er það aðeins rjóma- bland. Þetta óþverra klakahröngl, sem verið er að selja manni í búðum, er búið til úr und- anrennu eða jafnvel vathi. Nei, það er eins gott að fara í ísskápinn og fá sér klaka. KH . -, Ævinlega hefur það þótt , dónaháttuir, að þakka ekki fyrir veittan greiða og vel- gerðir á bæjum, , a.m.k. var litið svo á í minni sveit. Innan tíðar gefst gamla fólkinu .einstakt tækifæri til að þakka stjórnarherrunum í landinu fyrir hugulsemi við sig og allan bein a veittan , á stjórnartímabilinu: Gengisfell- ingamar, brottrekstur af vinnustöðum, atvinnuleysið og ekki sízt ellilaunin sín! Þau eru, eins og allir vita, hvorki meira né minna en kr. 3770 á mánuði, eða álíka mikil á ári og mánaðarlaun eins skitins embættismanns — sem þó er síkvartandi um sín kjör. Ellilaunin er það mat, sem stjómarherrarnir og þjónar þeirra leggja á störf kynslóð- arinnar sem lifað hefur og starfað í landinu frá síðustu aldamótum, m.a. yarið miklu af orku sinni og tíma til að ala upp og mennta þá gikki, sem nú skammta henni skít úr hnefa. Um þeima þakkir og raiusn má segja, sjaldan launa kálfar ofeldi. Látið er að því liggja af dómbærum mönnum, að stjómarherrarnir skilji ekki lengur mælt mál íslenzkt né vel rökstudda gagnrýni í blöðum og bókum. Við þá verði að tala á svo kallaðri „amerisku", sem þeir er ensku kunna, segja, að sé hið mesta hrognamál. En mörgum eldri manninum mun um megn, að gera sig skiljanlegan á því máli. Því er ekki margra kosta völ. Atkvæðaseðillinn 31. maí er í svipinn eina vopnið. Væri nú ekkj reynandi, svona til að gefa seðilsk'ömminni fyllra innihald, . að garnla fólkið, það af Því sem rólfært er, tæki unga fólkið einu sinni sér til fyrirrhyndar. Héimsæki sjálfari fOrsaétisráð- herrann, svo ekki væri ráðizt á garðinn þar sem hann ér lægstur, (ekki til að gera honum neitt illt, sízt vildi ég ráða til þess), settist að í húsakynnum hans og bæri fram kröfuna bæði á „amer- ísku“ og íslenzku. Þess er að vænta, að setan yrði ekki löng. Hvort tveggja er, að for- sætisráðherrann er sagður skarpur maður til skilnings og yrðj því fráleitt lenigi að átta sig á einföldum kröfum útslitinna gamalmenna. En ef hann skyldi þurfa einhvern umþóttunartíma og þætti þröngt um sig, þá hefur hann þraútþjálfuðum útkösturum á að skipa. Stjórn sem árlega getur varið miljónum eða miljóna- tugum í tilefnislaus veizlu- höld utanlands og innan, get- ur ekki þurft að neita stúd- entum um nauðsynlega náms- styrki né að horala gamal- menni. B.Sk. Ég hef áður gert að um- talsefni aðfarir þær sém lög- reglan í Béykjavík er farin að beita fólk, sém ekki hefur annað til saka unnið en hafa uppi friðsamleg mótmæli að gefnu tilefni. Mótmælaaðgerðir af þessu tagi áttu sér stað nú fyrir skömmu. við menntamálaráðu- neytið hér j borginni. Lög- reglan brást þannig við að almenningur skammast sín fyrir slika framkvæmd. Nú er svö að sjá sem ekki muni embættið láta hér við sitja, heldur hefur nú verið slégið í hestirtri óg riðið af stað méð éftirmálá. Að undartfömu hafa vérið sóttir heim til sín fnargir ungir námsmenn, rifnir fr® prófléstri og kallaðir niður á Skólavörðustíg 9 og haldið þar í fáránlegum yfirhéyírsl- um. Skýringarnar sem gefnar eru hljóða á þá léið, að „mannglöggir" menn h-áfi bent lögreglunni á að þeir hafi verið í ólöglegum að- gerðum við menntamálaráðu- neytið og sýnt lögreglunni mótþróa. Þannig hafa a.m.k. fjórir námsmenn verið te-kn- ir til yfirheyrslu, en það er sameiginlegt með þeim öllum að enginn þeirra var staddur á umræddum stað er lögregl- an hóf þar óspektir. Gylfi veit sem er að ekki var för skólafólksins til ráðu- neytisins farin af engu. Hann verður því umfram allt að bj-arga sínu skinni. Ráðið sem hann dettur ofan á er að vísu engin tilviljun, heldur vel þekkt aðferð víða um lönd og verið notað áður hér- lendis, samanber 30- miarz 1049 og er í þvj fólgið, að pólitísk handbendi og/eð-a of- stækismenn, „mannglöggir“ menn, eiru látnir bend-a á fé- la-ga úr Æskulýðsfylkingunni í þeirri von að hægt verði að flækja þeim í málið til að slá þvi upp í fréttum að Æskulýðsfylkingin hafi staðið fyrir aðgerðunum. Gera mál- ið þannig að flokkapólitík og þvo hendur sínar. Segja að ekkert sé raunverulega að og sýna svo röggsemi í starfi með því að elta uppj saik- lausa einstaklinga og refsa þeim fyrir „ólöglegar að- gerðir.“ B. J. Kosningagetraun Þjóðviljans -1 Þjóðviljinn mun næstu daga — fram að kosningum — birta kosningagetraunir, sem eru óvenjuleg- ar að því leyti að spurt verður um ákveðnar staðreyndir, en ekki kosningaúrslit. Svörin birtast svo í blaðinu daginn eftir getraunina. í dag eruð þið beðin að skoða myndina hér að ofan og svara síðan spumingunni: Hvoru megin við borðið situr fulltrúi Framsóknarflokksins? — Svarið verður i biaðinu á morgun. Listi launafóiks — xG Vinnum vel til kjördags i Listar sem Alþýðubanda- lagið styður Listabókstafir þeirra fram- boðslista, sem Alþýðu- bandalagið ber fram eða styður í sveitarstjórnarkosn- íngunum 1970: Sandgerði — H Keflavík — G Njarðvíkur — G Hafnarfj örður — G Kópavogur — H Garðahreppur — G Reykjavfk — G Seltjiaimames — H Akranes — G Borgames — G Hellissandur — G Grundarfjörður — G Stykikishólmur — G Bildudalur — K Þingeyri — H Suóureyri — G ísafjörður — G Skagaströnd — G Sauðárkrókur — G Siglufjörður — G Óiafsfjörður — G Dalvík — A Akureyri — G Húsavík — I RauÆarhöfn — G Egilsstaðir — G Seyðisfjörður — G Nesikaupstaður — G Eskiíjörður — G Reyðarfjörður — G Fáskrúðsfjörður — H Höfn í Homafirði — G Vestmannaeyjar — G Stokkseyri — H Selfoss — H Hveragerði — G -O \ - G )

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.