Þjóðviljinn - 29.05.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.05.1970, Blaðsíða 6
 0 SÍÐA — Þ-JÓÐVILJINN — FöstudAgur 29. maf 1970. Dökku blettímir tveir, sem sýndir eru á þessari mynd af nýsamþy kktu heildarskipulagi á Seltjamameisi, er allt það land sem ætlað er undir athafnasvæði í hreppnum. Annað er lóð Isbjamarins, en hi tt smáhluti úr Bygggarðslandi, Seltjarnarnesshreppur: Atvinnuuppbygging — eða óbreytt stefna íhaldsins Fyrir nokkru fengum við á Seltjamamesi að kynnast „bláu bók íhaldsins“ hér i hreppnum. 1 hana rita frambjóðendur D- listans, ásamt 14 vitnum ótaik- markað lof hver um annan og naastum ofurmannleg störf þeirra fyrir hreppsfélagið und- anfarið kjörtímabil. Ókunnuigum, sem bærist þetta rit í hendur og læsi það gagn- rýnislaust, fyndist eflaust, sem hefði tekizt að skapa það vel- ferðarsamfélag sem flesta dreymir, en vandasamt hefur reynzt að fullkomna. En öðrum, pg þar á meðal undirrituðum fannst skrumið og lofið, jafnvel þar sem af nok kru var að státa, of yfirgengilegt til þess að þeir sem til þekktu tækju mark á. Ég fetla því aðeins, sem einn þeirra fbúa Seltjarnamess sem verða að sækja vinnu til ann- ars bæjarfélags, að gera eina athugasemd við lofgerðaróðinn í „Seltimingi“, kosningablaði íhaldsins, eða kannski öllu held- ur við það sem hvergi var minnzt á í hinum skrautlegu og vel unnu siðum blaðsins: Eigum við að halda áfram að vera ölmusumenn á atvinnulífi Reykvíkinga og annara ná- grannabæja okkar? Það er opinber stefna Sjálfstæðis- manna hér í hreppinum að svo skuli vera. Eða eigum við að gera það sem hægt er til að skapa hér aðstöðu til uppbygg- ingu iðnaðar og annars atvinnu- h'fs? Þetta tel ég vera höfuðmuninn á stefnu íhaldsins og stefnu Al- þýðubandalagsins og þeirra flokka annarra, sem sameigin- lega standa að framboði H-list- ans á Seltjamarnesi. Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokksins. Og þennan skoðanamun á þvi Hvað við teljum raunverulega hagsmuni þessa byggðarlags sem annarra, tel ég það mikil- vægan, að önnur ágreiningsatr. sem upp kynnu að koma, væru smávægileg ög yrðu að hverfa. Það er fásinna að tala um framfarir meðan allur þorri hreppsbúa þarf að saekja at- vinnu sína til annarra byggðar- laga. Það er að vísu rétt, að hér sem annars staðar á landinu hefur sitt af hverju verið unnið, sumt vel, en margt af handa- hófi og tilviljunum En við greið- um skatta og gjöld til þess að eitthvað sé við þá fjármuni gert í þágu sameiginlegra þarfa ibú- anna. Sé ég því enga sénstaka ástæðu til að þakka, að þeir hatfi ekki verið lagðir til hliðar og látnir eyðast í verðbólguihít viðreisnarinnar á undanfömum árum. Það er öllum fbúum Seltjam- amesslhrepps kunnugt, að stefna fhaldsins er sú, að ekki skuli at- vin nufyri rtæki rísa í hreppnum og kemur sú stefna glöggt fram í eftirfarandi ummælum odd- vitans, Karls B. Guðmundisson- ar, í kosningablaði Sjálfstæðis- flokksins:....Þá bótti og rétt að taka tillit til þess, að lang- mestur hluti landsins (þ.e. Sel- tjamamess) er svo glaesilegur til fbúðabygginga, að fáir staðir á höfuðborgarsvæðinu komast þar til jafns og væri vart verjandi, að taka stóran hluta þess undir iðnað . . . “ Varla verður á ótvírseðari hátt sagt, hver settun íhaldsins í atvinnumélum Seltiminga er ef þeir halda völdum sinum í hreppstjóm Það er ekki að ófyrirsynju, að ýmsir þeir, sem hugleiða þessa stefnu fhaldsmanna á D-listan- um lengra fram í timann, hafi komizt að þeirri niðurstöðu að einmitt með henni sé verið að undirbúa síðasta þáttinn fyrir innlimun Seltjamamesshrepps í Beykjavik. Það segir sig sjálft, að ekkerl sveitarfélag, sem ein- vörðungu er byggt upp sem íbúð- arhverfi, getur staðið lenigur en nágrannabyggðinni bóknast. Það er til að mynda ekki óeðlilegt, aðefverulega þreingdistávinnu- markaði Reykáaivi'kur, þar sem flestir Seitimingar stunda vinnu, teldi Heykjavíkurborg sér hagkvæmara að hennar eigin þegnar og skattgreiðendur nyba þeirrar atvinnu og aðstöðu, sem þar vserj fyrir hendi. Einnig er út f hött sú áætlun, að fbúar 6.000 manna bæjar, eins Pg gert er ráð fyrir að Seltjamames verði fullbyggt, geti ailir sótt at- vinnu til Reykjavíkur og farið með ós'kattlagðar tekjur inn í annað byggðarlag. Allir heil- vita menn hljóta að sjá, að sl'ílct getur ekki staðizt. Vilt þú, kjósandi góður, stuðla að uppbyggingu atvinnu í Sel- tjamamesshreppi og gera þar með hrepp þinn sjálfstæðan, eða viltu halda þeirri þróun áfram, að Seltjamamés verði aðeins „svefnbær“? — Styrkár Sveinbjamarson. Seltimíngar Kosningas'krifstofa H-list- ans, lista vinstrimanna, er á Miðbraut 21, soömi 25639 Alþýðubandalags- fólk Það Alþýðuibandaiagsifólk sem gebur og vill stynkja kosningasjóð Alþýðubanda- laigsins, getur fengið keypta happdrættismiða í Kosn- ingaihappdrættiinu. Hringið í sama 19638 og verða þeir þé sendir hedm. Vinnið að sigri H-Iistans á Seltjamamesi. íslenzkir sjúkraþjálfarar á norrænu og alþjoðlegu mótí Hinn árlegi formannafundur norrænna sjúkraþjálfara var að þessu sinni baldinn í Amster- dam 25. og 26. apríl undir for- yztu Danmerkur. Rætt var nm menntun sjúkraþjálfara, fram- haldsmenntun, svo sem kennslu og sérmenntun aðstoðarfólks sjúkraþjálfara. Einnig var m. a. rætt um réttindi sjúkraþjálfara á Norðurlöndum og þörfina fyrir þá. Næsti norræni formannafund- ur verður haldinn í Reykjaivfk í apríl 1971. Al'þjóðamót sjúkraþjálfara var einnig haldið í Amsterdam 27. april — 2. maí og sóttu það 8 íslenzkir sjúkraþjálfarar, en alls vom úm 2000 þátttakendur frá 37 löndum. Mótið var helgað efninu: Fyr- irbygging, meðferð oig eftirmeð- ferð innan nútíma sjúkraþjálf- unar. Haidnir voru fyrirlestrar m. a. um taugasjúkdóma, hjarta- pg æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma, bæklunarsjúkdóma og endur- hæfiinigu þeirra og sýndur-fjöldi' ^cvikmynda. Einnig var sýning á tækjum og hjálpartækjum, sem sjúkraþjálfarar nota. Næsta ailþjóðamót sjúkraþjálf- ara verður haldið í Canada 1974. Hollenzka fluigfélagið K.L.M. gaf Kanadíska Sjúkralþjálfarasam- banddnu 2 farmiða á mótið 1974. Dregið var um þá meðal þátt- takenda og hlaut þá islenttcur sjúkraþjálfari, Karólína Malm- quist. Valgerður Gísladóttir: Eigum við ekki að gefa honum frí? Það hefur verið og iverður sjálfsögð skylda foreldra að vinna fyrir bömum sínum, bæði utan heimilis og innan, eftir ástæðum. Að framfænsluskyld- an hviili á karimanninum einum hefur alltaf verið glamuryrði, sem aldrei hefur átt neina stoð í veruleikanum, aðeins í hugar- heimi óbilgjamra karlmanna. Nú hafa heimilishættir þjóð- arinnar tekið stórkostlegum breytingum síðusitu áratugi við það, að meirihluti landsmanna er nú búsettur í, þarpum og bæj- inn og heimilisiðnað-ur allur fluttur í verksmiðjur. Konur þurfa nú ekki aðallega að mennta sig til að koma ull í fat og mjólk í mat, eins og áður fyrr, en við þetta hefur arðbær vinna konunnar minnikað innan veggja heimilanna. Þefcta hafa konur almennt gert sér ljósfc Og því haslað sér völl á hinum al- menna vinnumarkaði til þeirrar verðmætasköpunar, sem ekkert þjóðtfélag getur án verið. í ijósi þessara staðreynda skuium við athuga, að breyttir lifnaðarhættár þjóðarinnar kalla á margþætta félagslega sam- hjálp. Sjálfstæðisflokkurinn, sem farið hefur með vöidin í Reykjavík síðastliðin 50 ár, hef-' ur aldrei séð hina félagslegu nauðsyn borgaranna, þar hafa einsfcaklingamir alltaf átt frum- kvæðið. Hinn háttvirfci meiri- hluti bæjar- og síðar borgar- stjómar hefur ævinlega látið sér sæma að vísa tillögum minni- hlutans frá aDgreiðslu í borgar- stjórn. Þegar svo hræðslan hef- ut aifcekið hinn veika meirihlufca, þá hefur hann gert félagsmóla- tillögur minnihlutans að sínum og þessvegna eru þær nú orðnar aðalskrautfjaðrimair í hatti borgarstjórans. Nú eru líka kosningar framundan og þá er lofað mörgu og miklu handa öllum, ungum og gömlum, og nú er meira að segja einn af fram- bjóðendum Sjálffetæðistflokksins búinn að „uppgötva“, eftir því sem hann segir í blaðavið- talí, að ... „Gamla fólkið er ekfci sérstafcur þjóðtflokkur, sem á ekki samleið með okkur hin- um. Gamla fóUað er einfaldiega tfólk, sem gleðst í samfélagi með öðru fól'ki en óttast einmana- leikann. Það er i ríkum mæli gætt mannlegum tiltfinningum, því hefur einmitt lærzt á langrí vegferð, að dýpsta hamingjan er ekki fólgin í ytri kjörum, held- ur í mannlegum samskiptum, að fá að vera maður á meðal manna . . . “ — Já, svo mörg eru þau orð. Hugsið ykkur kjóisendur góðir, hvílík dýpt vizku og kærieika. — Sultur og seyra hér á jörð, flot og feitt kjöt á himnum er það, sem Sjálfstæðistflokkurinn hefur framreitt handa meiri- hluta borgarbúa í 50 ár. Eigum við ekiki að getfa honum frf frá þeirri iðju í framtíðinni? Við gam.la fólkið erum á fall- anda fæti en við skulum samt athuga hvað borgarstjórnar- meirihlutinn hefur gert í félags- málum yngri kynslóðanna Hvemig erum við t.d. stödd með bamaheimili? Sé móðirin gift, (hafi fyrir- vinnu, sem kallað er), eru engir möguleikar fyrir hana að koma barmi sínu á dagheimili, því allstaðar er sama r.varið, — ekkert pláss. Sé heimilisfaðirinn við nám og móðirin því viður- kenndur framfærandi, fæst sú náð, að komast á biðlista. Það er þó ekki meira í áttina en svo, að stundum mun faðirinn haffa lokið námi sínu, áður en röðin kemur að hans bami. Þetta er sú eina hjálp, sem meirihluti borgarstjórnar veitir ungu hjónunum hvað bama- gæzlu snertir. Þó er þetta unga fólk að verja fcíma sínum og mjög takmarkaðri peningagetu til að gera sig að nýtari þjóð- félagsþegnum. Biðji það um aðstoð þess opinbera með barngæzlu eða vinrnu, er eina svarið — nei, ekkert pláss, engin vinna. Þau munu skipta hundruðum ungu hjónin, sem þetta — nei — haifa fengið. Ætlar þetta unga fólk að kjósa Sjálfstæðisflakkinn ? Veifc ekki Sjálfsfcæðisflok'kur- inn, að aðeins í menntun og at- órku hinna ungu er fjöregg sjálfstæðis þjóðarinnar fólgið? Eða er neiið svona stórt af því að þeir vita það? Þá komum við að hinum stóra hópi einstæðra foreldra. Nú skyldum við æfcla, að þeir gætu komið bömum sínum í daggæzlu eftir þörtfum, en þar skortir mikið á. Einstæðir for- eldrar fá líka — nei —, eða verða að bíða mánuði eða jafn- vel ár eftir félagsiegri aðstoð. Þrátt fyrir þessar ömuriegu staðreyndir léyttr þorgarstjóri sér, að láta ónotað sfcórfé á borgarreikningum sfðasfca kíöir- tímabils, sem sk attjægniami r eru búnir að leggja fram. Við skulum nú aðeins afchuga, hvernig því fé hefur verið var- ið, sem búið or að byggja fyrir barnaheimili. Mér hefur hlotn- azt sú æna, að skoða isum þeirra barnahcimila, sem komin eru í notkun. Eg hof ekki getað séð betur, en að fínheitin séu tokln fram yfir notagildi og þessivegna fer fjöldi þeirra bnma, sem þau rúma, ekki etftir stærð þeirra eða kostnaðarverði, því í þeim er hver vitleyisan annari argari, sem hafa kostað stórfé úr vösum skattgreiðenda. Eitt þessara heimila. hef ég daglega fyrir augunum, Dal- brautarheimilið. Þar eru böm frá 3ja mánaða til 6 ára í dag- gæzlu. Þama er líka upptöku- heimiii, þar sem böm alast upp lengri eða skemmri tíma etffcir aðstæðum. Mæður, sem nofcið hafa þeirrar náðar, að koma bömum sínum þangað til gæzlu, eru f vandræðum að koma þeim þangað á morgnana og nálgast þau á kvöldin, vegna aðgöngu að heimilunum. Þó eru þessi heimili svo vel staðsett að það ætti að vera greiður að- gangur að þeim frá fimm götum borgarinnar: Dalbraut Sund- laugavegi, - Laugalæk, Bugðu- læk Pg'Rauðalæk Heimilin eru búin að vera í nofckun árum samian, en siamt er engin raun- veruleg gata. aðeins rudd braut og óolíubornir gangsitígar. Þarna er ekkert útiljós á öllu svæðinu. svo að þeir sem eiga þama lgið um verða að pautfasfc í myrkri að vetrinuim. vaðandi fannir og krap því að þessar vegnefnur Valgerftur Gísladóttir eru aldrei mokaðar. Vor og haust er þarna forareðja og pollur við poll, hvaða leið sem farin er. Mér er óhæfct að fullyrða, að en'gin lóð í öllu Lau gameshverf- inu er eins skammariega hirt og þessi, enda á borgin að sjá um hirðingu hennar. Á þessari lóð finnst áreiðanlega enigin sfcraut- (fjöður, en þar er eini forarpoll- urinn í hverfinu, sem aldrei þomar árið um kring. Er ekiki mál að linmi ? — Gefum Sjálfstæðisflokknum frí frá forarpoHumuim símum. — Kjósum öll þann tflokk, sem alltaf hefur barizt fyrir baettri félagslegri aðstöðu Reykvfkimga. Kjósum — G-Iistann Valgerftur Gísladóttir Rauðalæk 24.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.