Þjóðviljinn - 16.06.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.06.1970, Blaðsíða 6
(5 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 16. júní 1970. Gæði hafsins bíða \>es$ að verða notuð Það eru skilyrði til alginat- efnavinnslu úr þara á fslandi FISK e«ir aóhann Alginat efnavinnsla úx þara er ein þeirxa iðngreina sem vax- ið hafa risaskrefum á sl. 20 ár- um víðsvegaæ um heim Nú exu starfandi 25 verksmiðjur í heiminum, sem vinna alginat- efni úr þara til margvíslegra hluta og' alltaf opnast fleiri og fleiri iðnaðarsvið, þar sem þörf er fyrir alginatefni í fram- leiðsluna. Þetta á við í mat- vælaiðnaði, vefnaðarvöruiðn- aði. pappírsiðnaðj og fleiri iðn- greinum Heirnsframleiðslan á alginatefnurn mun rlu siaman- lagt nema sem næst 20 þúsund smálestum á ári og þörfin fyrir þessi efni er vaxandi. í matvœlaiðnaði hafa t.d. alginatefni leyst fleiri og fleiri „kemisk" efnj aí hólmi. sem hafa verið bönnuð og talin skaðleg. Þannig bönnuðu Þjóð- verjax og ítalir fyrir fáum ár- um algjörlega notkun cellulose- efna í matvælaiðnaði en tóku upp notkun alginatefna í stað- in í matvælaiðnaði er alginat mikið notað sem þykktar- eða hleypiefni, þvi að það er einn af mörgum eiginleikurn þess. í þessum tilgangi er það not- að í nútíma kjötiðnaði við framleiðslu á maigskonar pyls- um og Japanir nota það í sín- ar frægu fiskipylsur. Þá er það notað í mjólkui- og rjómaís, við frarnleiðslu á berja- og á- vaxtasultum, í maigskonai búð- inga, majones o.fl. í snyrti- vöxuframleiðslunni er alginat- efni notað í beztu húðkrem, í dýrustu varaliti kvenfólksins og til fleiri slíkra nota. í papp- írsiðnaði. þegar framleiða á vönduðustu tegundir af papp- ír, þá er yfixborð hans sléttað með alginatefnum, og ennþá hafia ékki verið fundin önnur efni, sem þykja jafngóð til þessara nota. Af þessari stuttu upptalningu sem er engan veginn tæmandi, geta menn rennt grun í, að alginatefni eru markaðsvara sem hægt er að selja víða um heim til iðnaðarþjóða sem hafa mikla kaupgetu.' Það var skozkur maður, Stan- ford að nafni, sern fyrstur fann upp aðferðina til að framleiða alginatefni úr þara árið 1883. Hann varði öllum ,eigum sínum •4- tilraunir- á« -þessu- ¦ -sviði' - og - leystj framleiðslugátuna, en varð gialdþrota áður en upp- finningin fengi skilað honum arði. Enda þótt svo langur tími sé liðinn firá því að Stanford fann aðferðina til að vinna alginatefni úr þaranum og fræðirnenn viti - síðan í höfuð- dráttum framleiðsluaðferðina, hef ur ýmsuim - orðíð hált á þessari f ramleiðsiubraut sem oyrjað hafa með von um öru>gg- an hagnað, en hreinlega gef- izt upp áður en þedr höfðu framleiðsluaðferðina örugiglega á valdi sínu. Þannig er sagt að Við íslehdingar eigum mikil auðæyi í stórum þang- og þara- breiðum víðsvegar við strendur landsins, en okkur skortir kunnáttu og skilning á gildi þessara auðæva og því liggja þau 'ónbíúð. "-'"•'' 10 fyritrtæki hafi byrjað á þess- ari framleiðslu i Noregi, en orð- ið að hætta áður en komizt varð yfir byrjunarerfiðleika. egi er nú í þessari framleiðslu, Protan & Fagertun; hjá því fyrirtæki eru allir byrjunarerf- iðleikar að baki fyrir löngu og það á sín eigin verksmiðiu- leyndarmál eins og aðrir algin- at-framleiðendur. Þetta norska fyrirtæki framleiðir nú tíunda hluta af öllum alginatefnum sem framleidd eru í heiminum og rekur fjórðu stærstu alginat- efnaverksmiðjuna í námunda við Haugasund. Þetta fyrirtæki framleiddi alginatefni á s.l. ári fyrir 615 miljónir íslenzkra króna og er í örum vexti. Fyrir- tækið hefur byggt 10 móttöku- stöðvar meðfram n-orsku ströndinni sem taka á móti blautum þara, en hann ex geymduT þannig í stálgeymurn og notuð til þess sérstök geymsluaðferð. Auk þess munu vera um 20 stöðvar að minnsta kosti, sem þurrka þaxa fyrir Prot.an & Fagertun, meðfram norsku ströndinni. Kringum 95% af alginat- framleiðslu Norðonanna voru seld á heimsmarkaði á sl. ári, en 5% notuð i norska iðnaðar- framleiðslu. Protan & Fagertun framleiða nú úr þaranum 130 tegundir alginatefna til raarg- víslegra nota. Kaupendur þess- ara efna var að finna í 90 lönd- um viðsvegar um heim á sl. ári, en, aðalútflutningurinn var til Þýzkalands og Bandaríkja Norðux-Amexíku. Bandaríkin fxarnleiða sjálf alginatefni, en flytja þau efni líka inn í stóx- um stíl, þar sem þeirra eig- in framleiðsla nægir engan veg- inn fyrir þeirra háþróaða iðn- að. Hvað þarf til þess að fram- leiða eina smálest ai alginat- efnum? Þekktur norskur efnaverk- fræðingux hefux svarað spurn- ingunni þannig: Alginat efna- verksmiðja þarf 30 tonn af þara, 5 tonn af efnafolöndum, 7000 kwst. rafmagn esfejafngildi þess í formi annars orkugjafa, 1000 tonn af vatni og 20 dags- yerk til framleiðs|u,„k,á einu tonni af alginatefnum. HVAÐ LÍÐUR ÞARARANNSÓKNUM HÉR Á LANDIOG AÐ HVERJU ER STEFNT? -<$> Bændafundur að Ásbyrgi í AAiðfirði: Aívariegt ástand í sex hreppum Boðað var til bændafundar af Búnaðarsambandi Vestur- Húnavatnssýslu að Ásbyrgi í Miðfirði i'östuriaginn 12. þ.in. vegna þess alvarlega ástands, er skapazt hefur af öskufalli frá Heklu. Tilgangur fundar- íns var m.a. að veita fræðslu um og skipuleggja víðtæka grænfóðurræktun, sem þeir Jónas Jónsson ráðunautur og Aðalbjörn Benediktsson héraðs- ráðunautur töluðu fyrir Einn- ig kynnti áðurkjörin sexmanna- nefnd allra hreppa í Vestur- Húnavatnssýsiu og Bæjahreppi í Strandasýslu tillögu um ó- afturkræfa fjárhagsaðstoð ríkis- ins við bændur. Nefndin taldi lán ekki koma að notum, þar eð fjðldj bænda væri skuldum hlaö.nn. Formaður nefndar- innar var Guðjón Jósepsson á Asbjarnarslöðum. Frá Harðærisnefnd var mættur Einar Ólafsson og skýrði hann frá tillögurn nefndarinnar til ríkisstjórnar- innar um aðstoð við bændur. Þá flutti dr. Stuxla Friðriks- son erindi um áhrif ösku- falls á gróður. Egill Gurm- laugsson héraðsdýralæknix gaf ýtarlega skýrslu um heilbrigð- isástand búpenings og kom þar fram að mjög víða heffðu besnd- ur misst fullorðið fé og lömb svo tugum skipti Miklar uinræður urðu um þessi mál og voru bændur mjög uggandi um sinn hag. Rætt var lfka um flutning á kvígum og kálfurn til surnar- beitar vestur við Breiðarjörð eða í Breiðafjarðareyjum. Fundinri sátu 200 til 300 manns. Á undanförnum árum. hafa verið gerðar tilraunir, með þurrkun á þara við jarðhita vestur á Eeykhólum. Ég veit ekki gjöxla um áxangux þessara tilrauna, en áður en þessar til- raunir voru, hafnax, þá var oft látið í það skína, að Reykhólar væru heppilegur staður til þaravinnslu. sökum hins ónot- aða jaxðhita þar og gnægðar af þara á botni Breiðaíjaxðax. Hinsvegar er mér ekki kunnugt um, hvort upphafsmenn þess- arar hugmyndar hafa í upphafi gert sér fullkomlega ljóst, hvað felst i nútíma þaradðnaði og hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi, þar sem þara- vinnsla til efnavinnslu yrði reist. En ég efast ekki um að Rannsóknarráð ríkisins og efnaverkfræðingur sá sem við tilraunixnax hefur fengizt á Reykhólum geri sér þetta ljóst. Eftir mínum skilningi þá þurfa að vera fyrir hendi, þar sem þaraverksmiðja fyrir efna- vinnslu yrði reyst, fyrst og fremst þessi þrjú skilyrði: Nægilegt rafmagn eða önnur sambærileg orka. mikil og góð vatnsveita og í þriðja lagi að aðflutningsleiðir með hráefni til verksmiðjunnar frá fjarlæg- ari stöðum séu sæmilega greið- færar og leiði ekkj til óeðli- lega mikils flutningskostnað- ar. Ég er ekki það kunnugur því hvernig hagar til á Reyk- hólum að ég treysti mér til að svara því, hvort fxamangreind þrjú skilyrði séu fyrir hendi eða geti verið fyrir hendi þar, svo að hagkvæimt væri að reisa þair verksmiðju til efnavinnslu. Mér finnst að það sé kominn tími til, að fræðimenn okkar á þessu sviði fari að marka skýrar línur í æskilegri þró- un til hagnýtingar á því mikla magni af úrvals þara sem víða er að finna við strendur lands- ins og þá ekki hvað sízt á botni Breiðafj arðax. Þuxxkun á þangi og þara er í sjálfu sér ekki það vandamál að það útheimti margra ára tilraunir, því að það er víða gert af mönnum sem eru alls ófxóðix um alla efnavinnslu úi þara. Þurrkun á þara, hvort sem er til hrá- efnissölu til alginatvinnslu eða fóðurmjölsframleiðslu, slík vinnsla útheimtir enga sérstaka þekkingu, hana getur hver sá framkvæmt er ræður yfir hita- gjafa til þurrkunar og kvörn til að mala í. En þegar kemur að efnavinnslunni úr þaranum, þá fyrst fer málið að verða vandasamt og það jafnvel í höndum lærðra sárfræðinga, eins og bent hefur verið á fram- ar í þessari grein. En að full- kominni alginatefnavinnslu úr þaranum tel ég að við eigum að stefna og þvi að komið verði upp fullkominni verk- smiðju til þeirrar vinnslu. Þetta er mál sem þarf að kanna og rannsaka á hvern hátt þessu verði bezt af stað hrundið svo að við höfum hag aí og tryggjum okkar þjóðar- búskap með nýjum útQutnings- greinum sem allir munu sam- mála um að sé hagkvæmt, svo framleiðsla sem slíkur iðnaður væri að meirihluta í höndum íslendinga sjálfra allt frá byrj- un. Þaraiðnaðux hefur þann mikla kost fram yfir ýmsan annan iðnað. að hann skapar mikla vinnu og stærsti hiuti fraimleiosluverðsins eru vinnu- laun og innlent hráefni. Þá opnar alginatefnavínnsla ýms- ar leiðir í öðrum vinnufrekum iðnaði, eins og lítillega hefur verið komið inn a hér að fram- an. og sern tæpast eru annars fyrir hendi. Ég vil ekki skiljast svo við þetta mál hér i þætinum að ég komi ekki dálítið meira inn á fóðurmjölsvinnslu úr þangi og þara. Þar eru líka miklir ónot- aðir möguleikar, sem bíða þess að þeim verði sinnt. Þessi grein þaravinnslunnax eða þó meix þangvinnslunnar hefux aukizt mjög síðustu áxin, og í Noxegi, þar sem kaupgjald er hærra en hér. þar er þessj framleiðsla sögð borga sig. þó að hún sé þar engin undirstaða fyrir stór- gróða. Staðxeýndin er sú. að þar hafa verið byggðar nýjar verksmiðjur frá grunni sem sinna einungis því blutvexki að vinna fóðurmiöl úr þangi og þara. Það er langt síðan að menn vissu að ákveðinn skammtur í fóðri búfénaðar af þang- eða þaramjöli gat komið i veg fyrir strúma siúk- dóma, en þeirra gætir nokkuð i ýmsum löndum með megin- landsloftslagi. Á seinustu ár- um hefur það aukizt mikið að farið sé að blanda þangm.iöli í fóðurblöndur og telja ýmsir að slíkt auki á heilbrigði bú- fénaðar. Við alifuglarækt í Banda- ríkjunum er þang- eða þara- m,iöJ talið bafa sýnt m.iög já- kvæðan árangur. þar sem það hefux verið notað í fnðurblönd- ur. Af þessum ástæðum hefur sala þangað á þang- og þara- Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.