Þjóðviljinn - 28.08.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.08.1970, Blaðsíða 4
4 — ÞUÖBíVHaJŒNN — Föstnídaiguir 28. ágúst 1970 Otgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjórh Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. iónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuðl. — Lausasöluverð kr. 10.00. Nýjar stórárásir JMns og Þjóðviljinn greindi frá í gær hafa sér- fræðingar ríitisstjómarinnar í efnahagsmál- um, Jóhannes Nordal og Bjami Bragi Jónsson, samið tillögur um nýjar aðgerðir í efnahagsmál- um. Kjaminn í tillögum þeirra er sá að eftir að yísitölubætur hafa komið til framkvsamda 1. sept- ember, verði kaupgjaldsvísitalan tekin úr sam- bandi. Launamenn fái ekki umsamdar bætur fyr- ir þær verðhækkanir sem koma til framkvæmda eftir þann tíma, en þar munar að sjálfsögðu mest um þá stórhækkun á landbúnáðarvörum seirn nú er fyrirsjáanleg. Hefur þegar verið ákveðið að verðlagsgrundvöllur búvara hækki um nær 22%, en af því myndi hljótast einhver mesta hækkun á landbúnaðarvömm sem orðið hefur hérlendis, og er þá mikið sagt. Slíkar verðhækkanir yrðu þeim mun tilfinnanlegri fyrir launafólk, sem land- búnaðarvörur eru uppistaðan í matarkaupum flestra. Lagt mun til í hugmyndum sérfræðing- anna að þessar beinu árásir verði imildaðar eitt- hvað með auknum niðurgreiðslum úr ríkissjóði og öðrum aðgerðum sem eiga að sögn sérfræð- inganna að draga úr verðhækkunum. j^aumast verður sagt að hér sé um frumlegar hugmyndir að ræða. Öllu heldur má segja að það hafi verið kjaminn í viðreisnarstefnunni í rúman áratug að afnema eða skerða einu trygg- ingu launafólks gegn óðaverðbólgunni, vísitölu- kerfið. Hafa slíkar árásir í sífellu verið gerðar af hálfu stjómarvalda og atvinnurekenda, en launa- menn jafn oft gripið til gagnsóknar. í verkföll- unum oniklu í vor var fyrst og fremst tekizt á um þetta meginatriði, og ákvæðin um vísitöluna voru sjálfur kjami samninganna. Það ber vott um blygðunarlaus óheilindi, að leggja 'til rúmum tveimur mánuðum síðar, að samningarnir verði ógiltir í verki. J>að er alröng kenning að verðtrygging launa sé einhver sjálfvirkur verðbólguvaldur, eins og oft er haldið fram í Morgunblaðinu. Vísitölubætur á kaup eru ævinlega afleiðing af verðhækkun sem áður hafa komið til framkvæmda. Leiðin til þess að koma í veg fyrir víxlhækkanir verðlags og launa er sú að hafa hemil á dýrtíðinni. Hvarvetna um lönd — nema á íslandi — telja ríkisstjórnir það eitt meginverkefni sitt að koma í veg fyrir verðbólguþróun. Hér heimilax ríkisstjórnin allar verðhækkanir, en reynir síðan að jafna metin með því að skerða kjör launamanna. yerði hugmyndum sérfræðinganna haldið til streitu munu hljótast af því ný og stórfelld átök, og þurfa þó íslendingar á öllu öðru frekar að halda en slíkuim hjaðningavígum. Sú staðreynd ætti nú að verða æ fleirum ljós, hver nauðsyn það er launafólki að efla stjómmálasamtök sín, Alþýðubandalagið, svo að alþingi og stjómarvöld verði ekki í sífelldu notuð til þess að ræna jafn- harðan árangri kjarasamninga. — m. Flugvallarstarfsmaður á fyrsta bréfið f dag og fer # bann nokkrum orðfim um skrif Vísis og Morgiunblaðsins um sovézka flugsiysið. Þá skrifar Dórj 'jm orðið hönn- un, sem honum virðist vera háÍfilLa við, og loks er lítið bréf frá Amóri Þorkelssyni og lítið kvæði, sem hann se-ndj okkur. Við, sem að flugi störfum, höfum, sem kunnuigt er, oft orðið fyrir barðinu á Morg- unblaðinu og Vísi á ýmsan hátt. Núna um daginn reyndu bæði Mogginn og Vísir að klína því á íslendinga að við ættum sö'k á því, að banda- rískj herflugmað rrinn eyði- lagði nýjustu flúgvél Þórs h.f. með bjálfiahætti. (Hann hefði getað lent víða á leið- inni). En láitum þetta vera, þetta eru aðein.s smámunir hjá þvi, þegar Morgunblaðið og Vísir skrifar um lát 22 rússneskra fluigmianna og leit- ina að þeim. Morgunblaðið hikar eikki við að bora fyrir lesendur sána svo -sóðalegar dylgjur um slysið, að okkur, sem að fljigi störfum, verður flökurt. Þótt Vísir og Morg- unblaðið láti sér sæma að birta svona sfarif. geta þau tæpasit verið samin af íslend- ingi, heldur er þeim örugg- lega síkipað að birta þetta af vissrj þjóð. Dylgjur um flugslys — „í upphafi hannaði guð . . .“ Gatnahreinsun í Vogum og Sundum. Enn sjáum við sarna fárán- leikann, þegar þessi sömu blöð birtá í tölum leitarflug Bandaríkjamanna og Rússa. Bandarikjamenn eru með 500 tíma og Rússar með 120 tíma Þaima virðigt Morgunblaðdð nota tölur frá vam.arliðinu, en það heldur sitáft fram þessum 500 klst. sínum, þótt vdtað sé, að hér er rúmlega tvöfaldað og ósikyld flug eru meðtalin. Að lokum þetta: Skrif Morgunblaðsins og Vísis eiru situndúm svo lævíslega sam- in, að ókunnugir gætu haldið, að þau hefðu frásaignir sínar eftir íslenzkum flugstarfs- mönnum, en svo er sjaldnast, heldiur birta þeir þetta upp úr erlend'Jm blöðum, þótt hlutimir gerist á íslandi, og þau virðast treysta því að kunnugir þegi. Flugvallarstarfsmaður í Keflavík. Kæri Bæjarpóstur. Geturðu frætt mig á því, hvað orðið hönnun þýðir? Þetta dularfulla töfraorð hef- ur þrengt sér inn alls staðar á þessam sáðustu og verstu tímum, og virðist notað í hin- um óskyldustu samböndum. Húsgögn eru hönnuð, sömu- leiðis föt, leirkrukkur og bók- taflega allir áþreifanlegir hlutir, en maður veit ekki, hrvort merkingin er sú, að þeir séu skipjlagðir, fram- kvæmdir eða eitithvað annað. Kannski hannar þú greinar þínar í huganum, áður en þú sikriíar þær, og knattspymu- maðurinn hannar markið, áð- ur en hann skorar, og í öllu þessu könnunarflóði finnst mér rétt að breyta upphafi bíblíunnar á þessa leið. „í uppbafi bamnaði gúð hdmdn og jörð“. Með kasrri kveðju. Dóri. í orðabókinni fyrirfinnst þetta orð ékki, en sennilega er það leitt af nafnorðinrj bannar, sem þýðir listfengjr. Að minni hygigju er þetta gott orð, en nokkuð ofnotað. Fyrir þá, sem eitthvað þekkja til enskrar tungu, er rétt að taika það fram, að orðið ,.design“ hefur vantað samsvörun sín.a á íslenzku hdngað til. Nú virðist ágæt- legia leyst úr þeirri vöntun. Bæjarpósturinn. Kæri Bæjarpóstur. Ég gladdist yfir endiurreisn þinni, sökum þess að á þess- um vettvangi geta svo marg- ir látið til sín heyra og skrif- að um allt milli himins og jarðar. Ýmsir hafia kvartað yfir því, hversu lítið væri ort eða skrifað um Reykjavik, og vel má vera að svo sé. Samt sem áður fengu höfundar „Svörtumessú" og „Borgar- l!fs“ naumast viðurkenningu, sem vert hefði verið, og engin listamannaliaun. Ég læt þess- ar vísur fljóta með, en þær úrðú til að morgunlagi 1963. Nú langar mig að biðja þig, Bæjarpóstur góður, að hringjia í síma 18000 og skila til bans Sveinbjöms. sem hefur með hreinsun gatnanna að gera, að það vanti hreins- unarmann í Vogana sunnan við Dretoavog. Þá er ekki heldur nóg að malbika og slétta götur, en láta það við- gangast, að möl og grjót sé út úm allt. Eða erum við í Vogum og Sundum undan- þegin því að groiða fyrir gatnahreinsun. Með fyrirfram þökk. Amór Þorkelsson Renrrur rósfagur röðull, árdagur speglast í sundum og sytrum. Blika borgstræti, börn í vorkæti hlæja huganum vitrum. Gleðjast glókollar, glitra smápollar vordýrðin öllu yfir. Kætist lundin létt, ljúft að taka sprett og undirast allt, sem litfir. Tvær mállausar konur fóru í skemmtiferi til Kanada leikur sú grein leiklistar sem ■ Sjötug kona, Sigríður Kol- beinsdóttir, fór í sínafyrstu utanlandsferð nú á dögunum, en þá fór hún ásamt dóttur sinni, Stefaníu Jónsdóttur, til Kanada. Þykja þær hafa sýnt talsvert áræði með því að leggja út í þetta ferða- lag, þar eð þær hafa litla sem enga heyrn og eru mállausar ■ Dvöldust konurnar í tæpan mánuð hjá islenzkri konu í borginni London j Ontario í Kanada og gekk ferðin vel, utan hvað hún fékk óvæntan endi, eins og fram kemur hér á eftir. Blaðamaðurinn þurfti á að- stoð túlks, sem kann fin>gra- mál, að haldia til að geta heyrt ferðasögu þeirra mæðgna. Þetta er í annað skipti sem Ste£anía fer til útlandia, fyrri ferð hennar var til Englands fyrir u.þ.b. 15 árum. Heím- sótti hún þá fynrverandi heim- ilisvin þeirra, Ragnheiði Ein- arsdóttur til London. Nú hef- ur sú kona flutt til samnefndr- ax borgar í Kanadia og var ferðiraii heitið þangað, þegar þær mæðgur sitigu upp í Loft- leiðaflugvélina 22. júlí s.l. Sigríður hafði aldrei flogið áð- ur og þótti henni flugferðin skemmtileg upplifun. Á Kennedyflugvelli í New York tók maður á móti þeim og beið með þeim í fjórar klukkustundir eftir flugvél sem flutti þær til Toronto. Þaðan er hálftíma flug til London. og gekk ferðin í alla staði vel og sögðust þsar hafa fengið leið- jögufólk, þegax þaer þurftu að skipta um flugvél í Tororito. Á flugvellinum í London beið eiginmaður Ragnheiðar þeirra, en hann er austurrískur læknir og hefur eins og kona hans áhrjiga á málefnum heymar- skertra. Hjá þeim hjónum dvöldust konumar í góðu yfirlæti og var boðið í skoðuniarferðir svo til á hverjum degi. Og hvað fannst þeim skemmtilegast að sjá í Oontario-fylki? — Niiagara-fbssiana, kom þeim saman um. — Þangað er aðeins þriggja tíma akstur frá London og var stórkostlegt að sjá fossana. Við fórum líka þrisvar i dýra- og lystigarð í London og varum þar á þriðja klukkutima í eitt skiptið, enda margt a3 sjá. Si.gríður átti sjötugsafimæli nteðan á ferðinni stóð. og hafði sonur hennar gefið henni far- miðana af þvi tilefni. Þann dag fórj þær í Látbragðsleik- hús Kanada og skemmtu sér konunglega, enda látbragðs- heymarskertir geta notið til jafns við aðra- Þær kváðust einnig hafa skoðað leikhús í Stratford, borg sem er í ná- grenni við London, en þar er árlega baldin mikil listahátíð. Einnig nefndu þær eftirminni- ellu, redsta árið 1788. Þar var ýmislegt öðru vísi en váð eiig- um að venjast t.d. var altaris- taflan perlusaumuð mynd af hvítum svönum á svörtum fleti. — Utan við kirkjuna varí> kirkjugarður, og kistu með líki eins merks indíánahöfðingja hafði verið komið fyrix ofan- jarðar og steypt utan um kist- una. Margt nýstárlegt bar einnig fyrir augu íslenzku kvennanna í Kanada og héldu þær ánægð- ar heim. En fyrir mistök bætt- Stefania Jónsdóttir og móðir hennar Sigríður Kolbeinsdóttir. lega heimsókn í indíánakap- ist þó óvæntur viðauki við ferðalagið, eins og nú verður skýrt frá. Loftleiðavélin lenti á Keflavíkurflúigvelii að morgni föstudags og voru ætt- ingjar Sigríðar og Stefaniíu mættir á Loftleiðahóteli í Reykjavík til að taka á móti þeim Þegar rútan kom með farþega úr fl'Jgvélirmi voru þær tvær ekki með og gat enginn gefið upplýsingar um hvar þær væru niðurkomnar, en staðfest var að þær hefðu vexið með vélinni frá New York tál KefLavíkur. Síðax kom í ljós að þær höfðú faríð inn í verzlúnina fslenzfcur markað- ur og síðan ætlað út í rútuna. En þeim var ákveðið bent á aðrar dyx og vísað út í flug- vél. Mun viðkomandi aðili hafa haldið að þær væru útlending- ar og ætluðu að halda áfram með flugvélinni. Stefanía hélt þá að fljúga ætti með þær til Reykjavífcur og stigu þær um borð í vél — sem flaug rak- leiðis til Osló! Þegar mistök- in urðu Ijós, bað Stefanía um að haft yrði samband við syst- ur sína í Reykjavík og henni skýrt frá mál>avöxtum, en það fórst fyrir. Meðan mæðgurnar voru í bezta yfirlæfi í Osló — en þar tók íslenzkur maður á móti þeim og ók þeim um borgina á vegum flugfélagsins — biðu ættingjamir í Reykja- vík og fengu ekki vitneskju um hvar konurnar væru fyrr en klukfean 7 síðdegis. Sagðist starfsmaður flugfélagsins á Keflavífcurflugvelli þríveigis hafa sent sfceyti til Osló án þess að fá svar — og datt enigum starfsmanninum í hug að notfæra sér talsímasam- band við útlönd fyrr en þeim var , hótað að lögreglan yrði sett í málið — en þá fékkst svarið fljótt — og korniu því konumar tvær heilu og höldnu dagdnn eftir túl Reykjavíkur. i urog skax*tgripir KORNELfUS JÚNSSON shótoyprAustig 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.