Þjóðviljinn - 16.10.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.10.1970, Blaðsíða 4
/ 4 SlöA — ÞJÖÐVELJINN — Föstudagur 16. oktðber 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandl: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stlórl: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson Ritstj.fulitrúi: Svavar Gestsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Siml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Farmenn svara ofbeldinu gamtök yfirmanna á farskipum, félög stýrimanna, vélstjóra, loftskeytamanna og bryta, hefðu samið í sumar að eðlileguim hætti og íslenzkum landslögum um kaup og kjör, á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur, ef ríkisstjórn íhaldsins og Alþýðuflokksins hefði ekki talið sig þurfa að gera skipafélögunum þann greiða að grípa inn í samningana með bráðabirgðalögum, afnema samningsfrelsi þessara stétta með ofbeld- isathöfn ríkisstjórnarinnar. Hvað eftir annað hef- ur ríkisstjórn og núverandi stjómarflokkar, Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, gripið þannig inn í kjaradeilur til hinnar mestu bölvun- ar. Þetta gerist vegna þess að fámenn íhaldsklíka ræður bæði Vinnuveitendasambandinu og Sjálf- stæðisflokknum, og valdi ríkisstjórnarinnar og Alþingis er hiklaust beitt gegn hagsmunum einstakra starfsstétta og verkalýðssamtökunum. Og þó hatramt megi kallast hefur íhaldinu tekiz't að nota Alþýðuflokkinn í heilan áratug með sér til óþurftarverkanna gegn verkalýðshreyfingu og kjarabaráttu, og jafnvel beitt ráðherrum hans fyrir sig í árásunum, eins og gerðist með hin al- ræmdu lög frá 1968 þegar Eggert G. Þorsteinsson var látinn hafa forgöngu um ósvífna skerðingu sjómannshlutarins, sem gaf útgerðarmönnum á einu ári 400 miljónir af saimningsbundnum afla- hlut íslenzkra sjómanna. ^téttarfélögin sem íhaldið og Alþýðuflokkurinn sviptu samningafrelsi með bráðabirgðalögum í sumar, vöruðu stjórnarflokkana og ríkisstjórn þeirra við afleiðingunum. Með öflugri samstöðu hafa sjómennirnir í þessum félögum nú beitt því vopni sem þeim var eftir skilið, að segja upp starfi sínu á nær öllum íslenzka farskipaflotan- um. Mennimir úr Vinnuveitendasaimbandi íhaldi- ins, sem töldu sig hafa leyst málin í sumar með því að láta ráðherra íhaldsins og Alþýðuflokks- ins skella á þvingunarlögum, hafa nú neyðzt til að setjast aftur að samningum við stýrimenn, vél- stjóra, loftskeytamenn og bryta á farskipaflotan- um, og skipafélögin súpa nú seyðið af kúgunar- ráðstöfunum sem gerðar voru fyrir þau í surnar. Vonandi æ'tti afturhald landsins að læra af þess- um atburðum þó ekki væri nema þau sannindi að það er ekki hægt að vera án þeirra sjómanna- starfsstétta sem hér var ráðizt á.' Það ætti líka að verða afturhaldinu í Vinnuveitendasambandi íhaldsins, forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og ráðherrum og þingmönnum Alþýðuflokksins á- minning um, að ekki er allt fengið með því að samþykkja þvingunarlög gegn verkalýðshreyfing- unni né einstökum starfsstéttum. Samstaða far- mannanna gegn þvingunarlögunum vísar leiðina gegn ofbeldi af því tagi. — s. Húsmæður gegn verklýðssamtökum. — Breiðholtsvagninn. — Hagsmunir ein- staklingsins eða fjöldans. Lesendur eru beðnir vél- virðingar á því, hvað Bæjar- pósturinn hefur verið sjald- séður að undaefömu, en nú er ætlunin að bæta hressilega úr því. Enn og aítur viljum við ítreka það, að Bæjarpósturinn er til viðtals í síma 17500 dag- lega milli 2-3 neana lauigar- daiga. ★ Að þessu sínni birbum við þrjú bréf. Það fjæsta er frá verkakonu og húsmóð- ur, en hún gerir útvarpserindi Dagrúnar Kristj ánsdióttur að umtalsefni. Þá eru tvö bréf um strætisvagnana. ★ Bæjarpóstur góður! Núna rétt áðan, eftir hádeg- ið, var kona nokkur, Dagrún Kristjánsdóttir, að ég ætla, að gera heiftarlega árás á sam- tök verkalýðsins og hags- munabaráttu hans, samfara smjaðri fyr-.r bænduim. Sagði konan, að verkalýðurinn heimtaði hóflaust kaup, á kostnað bœnda, sem lifðu við suílt og seyru, brældóm og peningaleysi. Reyndi hún eftir mætti að æsa húsmæður gegn verkaíl ýðssamtök u n um. Okkur, verkakan'um, sem erum jafnframt húsmæður, er lítill greiði gerður með þvi að ausa þessum yfirstéttarkjaft- hætti yfir okkur í svokölluð- um húsmæðraþáttum. Oktour er fullkunnugt um, að eng- inn er ofsæll af því að lifa á verkamannalaunum. En þessi virðuflega frú, þarf víst ekki á því að halda að spara mat- arkaupin. (Er hún ekki em- bættismaður sjálf?) Það er hart að við, sem höldum rfkisútvarpinu uppi með afnotagjöldum okkar, skulum þurfa að þola það bótalaust að yfir okkur sé dembt einhliða óhróðri. 6. október 1970 Verkakona og húsmóðir. Breiðholtsbúi bringdi nýlega í Bæjarpóstinn og kvartað’ sáran undan strætisvagnasam- göngum við Breiðholtið. — Hér er almennur áhuigi á að hefja undirskriftasöfnun fyrir bættum samgöngum við hverfið, en við vonum að til bess þurfi ekki að koma, og málunum verði k’ppt í lag hið bráðasta án þess. í þessu fjöi- býla hverfi eru aðeins 3 vagn- ar á klukkustund, og þeir eru venjulega svo troðfullir, að maður er hreint og beint út- keyrður eftir að ferðast með beim. Iðulega kemur bað svo fyrir, að vagnstjóramir stoppa ekki sökum brengsla i vögn- unum, jafnvel utan mestu annatímanna, begar engir aukavagnar eru. Við viljum ekki sætta okkur við þessa lélegu þjónustu á sama tíma og vögnum er f jölgað á öðrum leiðum. 1 Breiðholtshverfi búa þegar þúsundir manna, sem sækja vinnu og sfcóla bæjar- endanna á milli. Þá erum við mjög ergilegir yfir bví. að hafa ekki beinar samigöngur við Miðbæinn, og hvaða vit er í bví, að láta Bredðholtsvagninn hringsóíla troðfulian um alflt Bústaða- hverfi og Fossvog í stað bess að láta hann aka eins og leið liggur niður Suðurlandsbraut? Breiðholtsbúi. Og hér er svo loks annað bréf um strætisvagnana, al- menns eðlis. Kæri Bæjarpóstur. Mikið er kvartað yfir stræt- isvagnaskorti bessa dagana. á sama tíma og hundruð einka- bíla eru flutt ínn í laindið er bessi nauðsynlega Tamgöngu- bjónusta við hinn almenna borgara lát’.n sitja á hakanum: það virðist vera of kostnaðar- samt að kippa henni í lag. Slíkt og þvílíkt er því miður ekikert einsdaBmi hér á landi, eins og aílkunna er, hér sitja hagsmunir einstaldingsins að jafnaði í fyrirrúm: fyrir ha,gs- munum fjöldans. Meðan glæsi- leg einbýlishús rísa af grunni vantar skóla og barnaheimili og aðrar bjónustustofnanir. og meðan strætisvagnaþjón- ustan er í þeim ólestri, sem raun ber vitni eru keyptar upp rándýrar lóðir í Miðbæn- um fyrir bílastæði. Um betta mætt’. skrifa langt og ýtarlegt mál, en ég læt mér bessa litlu ábendingu nægja að sinni, oa vonast til að burfa ekki að heyra hinar hlægilegu rök- semdir gegn frekari strætis- vagnakaupum að borgin hafi ekki efni á þeim. Farþegl. Óskar Ólafsson: Er þetta rétt aðíerð? 11. október 1970. Hr. ritstjóri Magnús Kjartans- son. Ég las mér til sórrar hryggð- ar ritsmíð einhvers Vésteins Lúðvíkssona,r sem birtist í Þjóð- viljanuim fyrir stuttu og hugsaði þá að þessi ætti fremur heima í Moggianum. Nú sé ég að það hafa ekki verið mistök að hún birtist í Þjóðviljanium. Þú virð- ist ánægður, þetta á að vera framilag í baráttunni gegn fhaildi og afturhaildi. Þá veit rnaður það. Nú er ég bráðum sextugur og hefi kosið allt frá 1934 að mig minnir, fyrst kommúnista, svo sósíalista og að lokum Alþýðu- , bandálag og alltaf verið ákveð- inn hvað ég ætti að gera, þar til nú. Nú er vinstri hreyfingin þannig, sýnist mér, að þeir ein- ir eigist við að einu gildi hvem- ’.g fer. Sumlr svíkja opinberlega og vinna í þágu fhaldsáns, suimir eru taldir óœskiflegir og stjakað frá, en hinir sem eftir eru með málgagn alþýðunnar leggja sig alla fram, a.m.k. öðru hvoru, við að éta ofanf sdg og biðjast afsökunar á fyrri skoð- unum, ef ekki t’.lveru. Nú verð ég að segja það, að ég hef lít- ið álit á svona aðferðum í bar áttunni við auðvaldið, ég held það Mi helzt til ódýra hjáflp frá þeim sem sízt skyldd. Ég efast uim að ifllkvittni og jafnvel óvild Þjóðviijans (og þá helzt frá þér og Árna Berg- mann) til Austur-Evrópuríkj- anna, síðan í ág. 1968 sé rétt að- ferð til að styrkja og auka á- hrif vinstrimanna hér á landi. Ég segi fyrir mig, að ég get vel hugsað mér að sitja heima við næstu kosningar, það liggur kannski ekki svo á hreinu hvað manni er boðið Ekki langar mig að verða einskonar Palest- ínuarabi með öðrum ísflenzkum smábændum. Þegar landbúnað- arstefna Guðmundar I>orsteins- sonar frá Skálpastöðum kemur til framkvæmda og búið verður að neyða okkur til að selja, eða hrekja okkur með öðrum ráð- um af jörðunum. Þetta er nú nokkuð af því sem ég vildi sagt hafa o,g ég bið ekki afsökunar. Með kærri kveðju. Óskar Ólason, Álftarhóli, A-Landeyjum. 50 börn biðu bana í Kóreu SEOUL 14710 — Milli 40-50 skóladrengir biðu baina er á- ætlunarbíll rakst á jámbraut- arlest við borp 80 fem frá Seoúl í Suður-Kóreu. 13 sfluppu með meiðsfli. Áreksturinn varð ’a vegi yfir jámbrautarteina, óg barst bfllinn um 100 metra leið með lestinni, áður en lest- arstjóranum tðkst að stöðva hama. Ný stjórn í Líbanon BEIRUT 13710 — Líbanski þing- maðurinin Seab Salam myndaði í kvöld nýja ríkisstjórn, sem teflur 12 ráðherra. Þeir eru all- ir utanþingsmenn nema forsæt- isráðherrann. Salam. sem áður hefur verið forsætisráðherra Lfbanons, tók að sér að mynda rfkisstjóm 5. þm. SÞ samþykkir vopnasölubann NEW YORK 13710 — Alflsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna beindi þeim tilmælum til aílflra aðildariandanna að selja ekki vopn til Suður-Afríku. I á- lyktun, sem gerð var, eru að- ildarriki hvött til að hefjast þegar í stað handa um, að á- kvörðun örygigisráðsins um vopnasölubann til Pretoríu- stjómarinnar verðd fraimfylgt. Ályktun þeasi var samþykkt með 99 atkvæðum gegn atkvæð- um Portúgals og Suður-Afrfku, en 9 rfki sátu hjá, þ.á.m. Bret- land, Frafekland og Bandarfkin. Viðskiptaskráin er komin út stærri en nokkru sinni fyrr Viðskiptaskráin 1970 er ný- lega koenin út og er það 33. ár- gangur bókarinnar. Þetta er míkil bók að vöxtum, á níunda hundrað blaðsíður í svipuðu broti og símaskráin. Ef hún er borin saman við síðasta árgang, kemur í Ijós, að hún hefur lengzt um 60 bls. og mun hún aldrefl hafa stækkað svo mikið á einu árl. Bóikinni er sfltípt f 9 kafla. 1. kaflinn fjafllar um æðstu stjóm landsins: forseta, rik’.s- stjóm og Alþingi. Þar er einnig skrá yfir fulfltrúa lslands er- lendis og fuflltrúa erlendra rikja á íslandi. Einnig eru tölulegiar upplýsingar um atvinnulíf og innfiutn’.ng, svo og mannfjölda- skýrslur. 2. kafli er um Reykjavfk: Á- grip af sögu Reykjavíkur, síkrá um félög og stofnan’.r og skrá um fyrirtæki og einstaklinga, sem reka viðskipti, með upp- lýsingum um stjórn og starf- rækslu. 3. kafli er skrá um húsedgn- ir í Reykjavík, Kópavogi, Akureyri og Hafnarfirði með tilgreindri lóðastærð, lóðamati, húsamatj og auk þess bruna- mati í Reykjavík. 4. kafli er um kaupstaði og kauptún landsins, alils 63 staði, þar sem greint er fró bæjar- og sveitarstjómum, svo og tölu- legar upplýsingar um atvinnu- líf, félagsmólasikrár og fyrir- taskjaskrár. 5. kafli er vamings- og sflarfsskrá og er það meginkafli bókarinnar, Þar eru síkráð öll þau fyrirtæki og einstakflingar, sem skráð eru á viðkomandi stöðum á landinu, en hér er þeim raðað eftir starfsgreinum. eða eftir því, hvaða varning bau selja. 6. kafli er umboðaskrá. Þar eru skráðir umboðsmenn er- lendra fyrirtækja á Islandi. Þetta er tiltölulega nýr kafli f bókinni, en hefur vaxið mjög ört. 7. kafii er sikrá um sfltípastól íslands með upplýsingum um vélairstærð, rúmlestastærð, smíðaár og eigendur. ð. kafli er ritgerð á enslku: Icefland: A Geographical, Polit- ical, and Economic Survey, eft- ir dr. Björn Bjömsson og Hrólf Ásvaldsson. 9. kafli er skrá um útlend fyrfrtæJd, sem áhuga hafa á viðskiptum við Island og aug- lýsingar frá þeim, og einnig auglýsingar frá íslenzkum fyr- irtækjum, sem hafa áhuga á viðskiptum við útlönd. Loks er í bókinni uppdráttur í fjórum litum af Reykjavík, Kópavogi, Garðahreppi. Hafn- arfirði og Seltjamarnesi, og loftmyndir með áteikhuðu vega- kerfi af Akranesi, Akureyri, ísafirðd og Sauðárkróki, og Is- landskort f litum með áteikn- uðum vitum, fisfcimiðum og fiskveiðitakmörkunum. Utgefand: Viðskiþtasflo-árinn- ar er Steindórsprent hf. <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.