Þjóðviljinn - 16.10.1970, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.10.1970, Blaðsíða 12
Grundvallarskilyrði ASÍ fyrir framhald viðræðna: Ríkisstjórnin heiti að beita ekki neinum löghvingunum Þjóðviljanum barst i gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Alþýöusambandi íslands þar sem birt er álytktun er miðstjórn ASl gerði nýverið varðandi framhald viðræðna við fulltrúa ríkisstjómarinnar og atvinnurekenda um efna- hagsmál. Forseti Alþýðusambands Is- lands, Hannibal Valdimarsson, las ályktun þessa upp á þing- fundi í gær. Jóhann Hafstein, fbrsætisráðherra, las einnig upp svar ríkisstjómarinnar til miðstjórnar ASI við ályktun hennar og kom þar m. a. fram, að rikisstjórnin teldi, að í ályktun miðstjórnar ASÍ fælist vilji hennar til áfram- haldandi viðræðna við fyrr- greinda aðila um lausn efna- hagsvandamálanna. Fréttatilkynning Alþýðu- sambands Islands fer hcr á eftir. Á tveimur seinustu fundum miðstjórnar Alþýðusambands Islands hefur verið fjallað um viðræður þær um efnahags- mál, sem að undanförnu hafa farið fram milli fulltrúa Al- þýðusambandsins, atvinnurek- enda og riíkisstjórnarinnar. Að umræðum Idknum var svohljóðandi ályktun gerð á fundi miðstjórnar um mál- efnalegt framhald þessara við- ræðna: Að fengnum upplýsingum, sem fram hafa komið í við- ræðum fullltrúa Alþýðusam- bands Islands og ríkisstjórnar- innar um ástand og horfur í efnahagsmálum og hugmynd- um, sem þar hefur verið hreyft a.f hálfu fulltrúa ríkis- stjórnarinnar — ályktar mið- stjórn sambandsins eftirfar- andi: I. A'ð ekki komi til grcina \ nein skerðing á Icjarasamning- um verkalýðsfélaganna og að það sé grundvallarskilyrði fyrir hugsanlcgu framhaldi viðræðna um cfnahagsmál við ríkisstjórnina og vinnuveit- cndur, að því sé Iýst yfir, að ekki verði beitt lögþvingun- um í cinu cða neinu formi til að breyta kjarasamningum verkalýðssamtakanna og sam- taka vinnuveitenda frá 19. júnií s. 1. og síðar, hvorki varðandi grciðslur verðlags- bóta á Iaun né í öðrum atrið- urn. II. Miðstjórnin er reiðubúin til að standa nú þegar að raunhæfum aðgerðum tilverð- stöðvunar með eftirgreindum hætti og eftir öðmm leiðum, sem til greina koma og stefna að hemlun verðbólgunnar: 1. að gildandi ákvæði í lög- um um vald verðlagsnefndar og verðlagseftirlit verði ekki skert og að sameiginlegum meirihluta fulltrúa launþega- samtakanna og ríkisstjórnar- innar í verðlagsnefnd verði beitt til strangs aðhalds varð- andi þann hluta verðmynd- unarkerfisins, sem nefndin hefur vald á og til endurskoð- unar á fyrri afgreiðslum nefndarinnar, sem orka mest tvímælis og ágreiningur hefir verið um milli fulltrúa laun- þegasamtakanna og fulltrúa rikisstjórnarinnar. 2. að sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að hindra all- ar verðhækkanir, sem opin- berir aðilar ráða úrslitum um og nokkur raunhæf tök em á að koma í veg fyrir. 3. að allar lögbundnar launa- og verðviðmiðanir við launataxta verkalýðsfélaga verði afnumdir með nýrri löggjöf þ. á. m. við kjör opin- berra starfsmanna og verðlag landbúnaðarvara, enda- hljóti þá þessar starfsstéttir fullan samningsrétt, hliðstæðan þeim, sem verkalýðssamtökunum er tryggður með gildandi vinnu- löggjöf 4. að ítrustu greiðslugetu ríkissjóðs svo og því fé sem nú er varið til verðbóta á út- fluttar landbúnaðarafurðir verði beitt til verðhækkunar á gmndvallarnauðsynjum al- mennings svo sem með lækk- un söluskatta á lífsnauðsynj- um og til aukinnar fjölskyldu- bóta. Verðlagningarkerfi land- búnaðarins og fyrirkomulag niðurgreiðslna verði hvort- tveggja tekið til endurskoöun- ar í fullu samráði við bænda- stéttina og með sameiginlega hagsmuni þeirra og neytenda fyrir augum. 5. að skattar og útsvör af almennum launatekjum verði lækkaðir og skattaeftirlit hert, 6. að fyllsta aðhalds í rekstri ríkisins og ríkisstofn- ana verði gætt í því augna- miði, að unnt verði að beita sem mestu fjármagni og sem áhrifamestum aðgerðum í framangreindu skyni. Föstudagur 16. október 1970 — 35. árgangur — 235. tölublað. Vinstriöflin herða sóknina í Bolivíu LA PAZ — 15/10 — Vinstriöflin, samtök stúdenta og verklýðshreyfingin, herða enn sóknina gegn þei'm aftur- haldsmönnum f hernum og utan hans sem enn hafa ítök Alþýðusambandið í Bolivíu studdi Torres forseta til vaiLda þegar tókst að koma í veg fyrir valdarán afturhaldssinna í hem- um um fyrri helgi, en verka- lýðshreyfingin hefur lýst óá- nægju sinn.i með að enn eru í háum emibættum í hemum og landstjórninni íhaldsmenn og fulltrúar erlendna arðránsfélaga og krafizt þess af Torres aðhainn víki þeim þegar í stað úr stöð- um þeirra, svo að komið verði í veg fyrir að íhaldsöflin reyni aftur að brjótast til valda með aðstoð og fyrir tillverknað banda- rísku auðihringanna og leyni- þjónustu Bamdaríkjanna CIA. Þá hefur alþýðusam.bandið la.gt fram kröf.ur um víðtækar breyt- ingar á aliri stjórnskipan í land- inu, lýðræði á vinnustöðum, miklar kaiuphækkanir til handa verkamönnum og þjóðnýtingu allra fyrirtækja sem eru í eigu erlendra, þ.e. bandarískra, auð- hringa. Verkamenn í tinnámunum í Oruro sem jafnan hafa haft for- ystu fyrir umbótaöflunum í BoHiv- íu tóku í gærkvöld námumar á sitt vald, ráku á brott varðsveit- ir þær sem stj'óimarvöldin hafa haft þar og lýstu yfir að þeir myndu gerbreyta öllu skipulagi námanna sem þjóðnýttar voru fyrir nokikrum ámm. Torres forseti hefur reynt að friða vinstriöflin með bvi að leggja fraim drög að áætlun um að losa Bolivíu við öfll erlend í- tök og tryggja alþýðuvöld í landinu og hann hefur nú sent nefnd manna til samningavið- ræðna við námumenn. Flugumsjónar- menn segja upp Flugumsjónarmenn hafa sagt upp samningum miðað við 1. febrúar á næsta ári. Yfirmannaskipti hjá hernámsliðinu: 13. hernámsstjórinn á íslandi tekinn við □ Morgunblaðið, aðalmálgagn bandaríska hernámsliðsins á Is- landi, skýrði frá því í gær að hcrnámsstjóraskipti hafi orðið hjá Bandaríkjaher á Keflavíkur- flugvelli á miðvikudaginn var, John K. Bcling aðmíráll hafi tckið við af Mayo A. Hadden flotaforingja, sem dvalizt hefur hér á landi síðan í janúar 1969. John Beling er hinn þrettándi í röð bandarísfcra hemámsstjóra á Islandi síðan ógrímuklæddur Bandaríkjaher kom till landsins vorið 1951 — og jafnframt S'jötti flotaforinginn sem gegnir störf- um ,,yfii'verandara“ Islendinga. 13 licrnámsstjórar á tveimnr áratugum Hernámsstjóratal Bandaríkja- manna á Islandi lítur þannigút: 1. E. J. McGaw 1951-1952. 2. R. O. Brownfield 1952-1951. 3. D. R. Hutchinson 1954-1955. .4. John W. Whitc 1955-1957. 5. H. G. Thorne 1957-1959. 6. G. L. Prithard 1959. 7. Benjamin G. Willis 1959-1961. 8. Robert B. Moore 1961-1963. 9. P. D. Buie 1963-1965. 10. Ralph Weymouth 1965-1967. 11. Frank B. Stone 1967-1969. 12. Mayo A. Haddcn 1369-1970. 13. John Bcling 1970-. Hinn nýi hornámsstjóri Morgunblaðið gerir svaMlda gredn fyrir hinium nýja hernóms- stjóra: „John > K. Beding aðmíráll lauk prófi í vélaverkfræði frá Stev- ens-tækniháskólanum í Hoboken, New Jersey, árið 1941, og starf- aði í þeirri gredn til ársins 1942, meðai annars við Massaohussets Institute of Technoilogy. Þá hóf hann flugþjálfun og barðist í sprengijuflugsiveit númer eitt í Kyrrahafsstríðinu. Að stríðinu loknu hólf hann framhaldsnám í flugeðlisfræði, verkfræði og eölisfrœði, og hflaut gráðuna dr. phil. í eðlisfræði frá M.I.T. Hann hefur því unnið nokkurnveginn jafn mikið að rannsóknarstörfum og beinni herþjónustu. Beling aðmíráll er kvæntur og eiga þau hjóndn þrjú börn“. Fráfarandi A. Iladdcn hcrnámsstjóri Mayo Pólverjar og V-Þjóðverjar semja um víðtæka samvinnu Mótmæla áróðrinum í kvik' myndinni Grænuhúfurnar VARSJÁ 15/10 — Samninga- nefndum stj'órna Pólllands og Vestur-Þýzkalands tókst í dagað komast að samkomulagi um fyrsta viðskiptasamning til langs tíma sem löndin hafa gert með sér eftir stríð og er í samningn- um einnig gert róð fyrir sam- vinnu um tæikni, vísindi ogönn- ur menningarsvið. Samningaiviðræðurnar höfðu sibaðið yfir í níu mónuði ogvoru horfur á um tfma að upp úr þeim myndi siitna, einkumvegna ágreinings um lánveitingair af hálfu V-Þýzkalands. Pólverjar vildu eikki sætta sig við þávexti sem V-Þjóðverjar vildu taka af þeim Mnu msem þeir veittu, en mólið var leyst með þeim hætti að ekkert ákvæði er í saimningn- um uim Mnveitingar. Urn þær mun verða samið sénstakleiga. Samnimgurinn er til fimm ára1 og markar tfmamöt í sambúð ríkjanna, því að hann þykir lík- legur til að verða undanfari samnings sem bindd enda ó deil- urnar um vesturiandamæri Pól- lands við Odru-Nissu. Scheeflut- anríkisráðherra Bonnstjórnarinn- ar er væntanlegur til Varsjór innan sJ&aimims og er búizt við að hann undimti þá saimn'inga sem feli a.m.k. óbeiraliíni sí sér við- urkenningu V-Þýzkalands á bví að þeim landamæruim verði ekki breytt. Sýning Austurbæjarbíós á kvikmyndinni „Grænhúfurnar", sem lýsir þeirri illræmdu her- dcild Bandaríkjamanna í Vict- nam sem „frelsandi englum“ hafa vakið mikið umtal. A níu- sýningu í fyrrakvöld kom til mótmælaaðgerða í bíóinu eins og sagt var frá í Þjóðviljanum í gær. Vegna þess að blaðið var að fara í prenlun þegar tal náð- ist af þátttakendum í aðgerðun- um varð nánari' frásögn þeirra að bíða, en fer nú hér á eftir. Áður en sýning hófst var sýn- ingargestum afhent dreifibféf ut- an við húsið. — Við vildum ekk: borgaokk- ur inná svona óþverra, sagði heimildarmaður blaðsins — vor- um að fara inn tjl að mótmæla og fórum þess vegna inn án þess að hafa miða. og ur"ðu nokkrar stympingar við inngangsdyrnar. Hinsvegar voru allmaingir í saln- um sem komu síðar til liðs v':ð okkur uppá sviðið, og hafði það fó'lk keypt aðgöngumáða. — Við sem komiuim án mdða sátuim í fulilum friði meðan aukamynd og sýnishom úrnæstu mynd voru á tjaldinu, sátum við fyrst á fremstu bekkju-nuim en rýmdum til fyr:r fólki sem átti miða í þau, settuimst við þá á gólfið fyrir framan fn-e'msta bekk. — Þegar sýnt hafði verið úr næstu mynd voru ljósin í sailn- uim kveikt og lögreglumenn gengu í salinn. Fór okkar hópur þá upp á sviðið og vom þetta samtails um 50 manns. Reyndi einn maður að kveða sér hljóðs, en iögregílumaður gekk þá að hon-um og skipaði honum út. Ósk- aði maðurinn eftir viðræðuim við kvikmyndahússtjórann, en þedrri beiðni var ekki sinnt heldur var maðurinn dreginn ofan af svið- inu. Var hamn hart leikinn af lögreglunni, klæði hans riifin og mótmælti hópur fóllks þessari meðferð. Hópurinn á sviöinu ítrekaði bá kröfu að fá tal af bíóstjóranum, en hann lét ekk-i sjá sig. Var fióflkdð á sviðinu í u.þ.b. 20 mín. og hófst sýning á „Grænhúfun- um“ því alllangt á eftir áætflun. Lögreglulþjónamir báðu fólkiðað fara alf sviðinu án áranigurs og réðust þeir þá á fólkið og bám tveir lögregluiþjónar einn og einn andófsmainn út úr húsinu í einu. Hafði fóflkið krækt sam- an hiandleggjum og tók nokkuð langan tíma að koma því út. Viðbrögð áhorfenda vom á ýmsa lund, sem fyrr segir komu alfl- mai-gir úr saflnum til liðs v:ð fólkið á sviðinu, en aðrir púuðu á aindófsmenn og klöppuðu fyr- ir lögreglunni. Fimim manns, 3 piltar og 2 stúlkur voru flutt í fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu. Þegar einuim úr Framhald á 9. síðu. Borgarráð heitir ráðstöfunum til að bæta öryggi á vinnustöðum Á borgarróðsfundi á mið- vikudag var fjallað um örygg- iseftirlit á vinnustöðum og gerð samiþykkt um það efni. Þjóðviljinn gerði það að kröfu sinni daiginn eftir að hið hörmulega slys varð í Breið- holtinu á dögunum, að þessi mál yrðu tekin til endurskoð- unar og er samiþykkt borgar- ráðs mjög í þeim anda. Sam- þykktin er ó þessa leið: „Borgarráð telur nauðsyn- lcgt, að fram fari athugun og endurskoðun á fyrirkomulagi þess eftirlits, sem haft er með öryggi á vinnustöðum og við verklegar framkvæmdir að öðru leyti, svo og verði tekið upp kcrfisbundið eftirlit með þeim stöðum I borgarlandinu, þar sem slysahætta er talin. Borgarráð samþykkir því að óska þess, að Slysavarnafélag íslands, Öryggiseftirlit ríkis- ins, lögreglustjóri og borgar- vérkfræðingur tilnefni fulltrúa til að framkvæma áðurgreinda athugun og cndurskoðun og hafa yfirumsjón með slíku eftirliti. Þá beinir borgarráð þeirri áskorun til dómsmálaráðu- neytisins, að það láti hraða sem mest setningu reglugerðar þeirrar um öryggi á vinnu- stöðum, sem öryggiseftirlit ríkisins mun hafa undirbúið, og leggur áherzlu á, að þær rcglur kvcði á um öryggi við allar verklegar framkvæmdir, heimild eftirlitsmanns til að gera tafarlausar ráðstafanir til úrbóta og annað það, er stuðl- að getur að auknu aðhaldi, t. d. ákvæði um aukin refsivið- uriög, réttindasviptingu þeirra, sem brotiegiv reynast og ann- að slíkt“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.