Þjóðviljinn - 26.11.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.11.1970, Blaðsíða 3
FEmmÆuÆagur 2fi. raöweanlbep 1970 — ÞUÓÐVI'tJTNN — SlÐA 3 Fulbright segír Pentagon hafa uppi ógnanir um innrás í Norður-Vietnam — Eina leiðin til að bjarga bandarískum hermönnum sem eru í haldi í Norður-Vietnam er að semja frið, sagði hann á fundi með Laird Hver nemandi á að hafa eigin rétt tii að veija námsleiðir WASHINGTON 25/11 — í Reutersfrétt fná Washington ©r sagt að gagnrýnin á hina misheppnnðu tilraun til að bjarga bandarískum stríðsföngum úr haldi ska'mmt frá Hanoi um helgina fari sívaxandi vestan bafs og hafi það aukið á- byggjur manna að starfsmenn ríkisstjórnarinnar hafi gefið í skyn að svipaðar aðgerðir kunni að vera í vændum. Laird Iandvamaráðherra var kvaddur á fund utanríikisimála- nefndar öldunga;deildarinnar í gær Hann sagði þar að á prjón- unum væru ný áform um að bjarga hinum bandarísku stríðs- föngum úr haíldi, frá „beirri ó- mannúðlegu meðferð" som beir sættu í fangabúðunum og kvaðst hann mundu ráðleggja • Nixon forseta að hefna bess grimmiilega ef aðgerðin um hettgina — sem að sögn AFP hefur veríð viður- kennd af stjómarvöldum í Hanoi — verður á einhvern hátt látin bitna á beiim. Laird lét ekikert uppi um á hvem hátt Bandaríkjastjóm hefði í hyg-gju að hefna sín, en for- maður nefndarinnar, J. William F'ulbright, kvaðst hljóta að Íeggja orð hans út á þá Icið að hann hefði í frammi hótanir um inn- rás Bandarikjamanna í Norður- Vietnam. Fulbríght sagði að eina leiðin t‘l bess að leysa hina bandarísku stríðsfanga myndi vera að bindia enda á stríðið. Vekur gagnrýni. Hin misheppnaða tilraun til að leysa fangana úr haldi, vekur mikla gagnrýni í Bandaríkjun- um. en enginn fangi reyndist vera í fangabúðunum sem sjálf- boðaliðar úr „Green Beres“ og öðrum ,,úrvanssveitum“ Banda- ríkjahers ttólkiu þátt í. Þyldr öll herferðin héldur skammarleg m.a. bera vitni lélegri njósna- þjónustu og slæmum undirbún- ingi, enda bótt hamn sé sagður hafa staðið síðan síðari hluta ágústmánaðar. Athyglinni dreift. „Lausnajrherílerðin“ og hin •maignaða gagnrýni á hana í fjöl- mliðlu mvestanhafs. heifiur þó um leið þjónað þeim tilgaingi sem herforingjamir í Pentagon hafa sjálltfsagt ætlað henni: að draga Japanskt skáld ristisig á kvið át af dáðleysi hersins TOKlÖ 25/11 — Kunnur jap- anskur rithöfundur, Yukio Mish- ima, hertók í morgun aðalbæki- stöðvar hersins í Japan ásamt 4 mönnum öðrum, hélt þar þrum- andi ræðu um niðurlægingu Japans, vanmátt japanska hers- ins og spillingu í stjórnmálum Iandsins. Síðan framdi hann kviðristu að fornum japönskum sið. Mishima var 48 ára að aildri og talin í hópi beztu rithöfíunda Japans. Var almennt áliitið að hann mundi fyrr eða síðar hreppa Nóbeisvierðlaun fyrir bók- menntaafrek sm. Mishima var ennfiremur stofnandi og frum- kvöðull samtaka öfgasinnaðra hægrimanna, sem kallaði sig Samband skjaldanna. Var það stofnað til að verja Japan gegn innrás eða innbyxðiis átökum, en Mishima taidi her Japans ekki nægilega öflugan til að veiita viðnám, ef svo bæri undir. Það voru félagar úr þeim sam- tökum, sem studdu Mishima við hertökiu bækistöðvanna í Tokáó 1 morgun. Þeir gengu inn í bygg- inguna, sveiflandi sverðum og tóku hershöfðingjann, Kanetoshi Masuda sem gísl. Síðan flutti Mishima alf miklum eldmóði ræðu yfir tvö þúsund hermönn- um í bækistöðinni og hótaði að hershöfðinginn yrði myrtur ef hermennimir skoruðust undan því að hlýða á hann. Gagnrýndi hann heiftarlega stjórnmála- stefnu Japana og hvatti her- mennina til að berjast fyrir nýrri stjórnarskrá. Sagði hann, að nú- gildandi stjómarskrá Japans sem setur her landsins þröngar skorð- ur væri auðmýkjandi fyiár þjóð- ina, og hefði verið neydd upp á hana samkvæmt stórveldasátt- málunum frá Jaita og Potsdam. Var hálsliöggvinn Að ræðu sinni lokinni framdi Mishima kviðristu og andiéts- orð hans voru'; „lifi keisarinn" og var síðan hálshöggvinn af einum fylgismanna sinna. Annar úr hópnum fylgdi fordæmi tfbr- ingjans og framdi kviðristu. Lög- reglan hafði verið kvödd á vett- vang, en þegar hún kom vora *iennimir tveir látnir. Hinir jþrír voru þegar i stað handteknir, og síðar var frá því skýrt að þeir hefðu verið ákærðir fyrir morð, morðtilraunir, árásir og innbrot. Mishima var ákafur þjóðernis- Sinni og lagði mikla rækt við forna japanska stríðstækni og erfðavenjur. Félagar í samtökum hans voru einkum ungir menn. Eftir Mishima hafa komið út í Japan um 100 bókmenntaverk, skáldsögur, smásögur, ljóð og leikrit. Mörg verka hans hafa verið þýdd á Evrópumál. athygli almennings í Bandaríkj- unum frá hinum víðtæku loft- árásum á Norður-Vietnam sam fram fóru samtímis og enn er hótað að halldið verði áfiramþvart otflan í gerða samninga ogmarg- getfin lofforð Bandarikjastjtóimar um að loftárásunum væri hætt, en stöðvun þeirra var algert frumskilyrði þeirra samninga sem nú hafa staðið lengi yfir í^París um fríð í Vietnam. Engu er líkara en Bandaríkja- stjórn viti ekki lengur sitt rjúk- andi ráð, en áður heffur komið fram í fréttum að margir hátt- settir embættismenn hennar, einkum í utanríkisráðuneytinu, séu í öngum sínum yfir árásunum og þeim aflleiðingum sem þær kunna að hafa. Fyrsta affleið- ingin verður sú að ekkert mun verða af viðræðufundi í París Qínea biður enn um hjálp CONARKY 25/11 — Innrás- inni í Gíneu virðist enn ekki hafa verið hrundið að fuliu, eins og fréitir bentu tiil sem bárust þaðan í gær, því að útvarpið í Conakry birti í dag tilmæli frá Sekou Touré forseta til landa utan Afríku að veita Gíneu „þegar í stað aðstoð gegn árásarsveitum portú- galskra heimsvaldasinna“. Útvarpið hefur einnig skýrt frá því að í nótt Sem leið hafi riýjár árásir verið gerð- ar á höfuðborgina, en þeim hafi öllum verið hrundið. Fimm manna nefnd frá SÞ kom í dag til Conakry til að kanna ákærur Gíneu- stjórnar á hendur Portúgöl- um fyrir að standa að baki innrásinni. Núverandi og fyrrverandi leiðtogar Sýrlendinga: Assad hershöfðingi sem nú hefur tekið við embætti forsætisráð- herra er fyrir miðju, til vinstri er liinn afsetti forseti Atassi, en til hægri samstarfsmaður hans Jadtl. sem enn virðist lialda nokkrum völdum þótt undirmenn hans ýmsir hafi verið handteknir. Myndin er tekin fyrir stjórnarskiptin. Sýrland trystir bönd sín við önnur ríki arabaþjóða KARÍÓ 25/11 — Augljóst er að hinir nýju valdihafar í Sýrlaindi, Assad hershöfðingi og íylgismenn hans sem tóku vöildán af Atassi forseta, vilja treysta sem bezt böndin sem tengja Sýrlendinga við aðrar arabaþjóðir Fawzi, forsætisráðherra Egypta, var ium helgina í Damaskus og í dag var tilkynnt að Assad hers- höfðingi og forsætisráðherra myndi fara til Karíó einhvern næstu daga ásamt nánustu ráð- gjöíum sínum. Það er jafnvel talið hugsanlegt að aftur verði komið á sambandi milli ríkjanna eða að Sýrlendingar gangi í það sambandsríki sem fyrirhugað er að Egyptar, Libyumenn og Sú- danar stofni. Gaddafi, leiðtogi byltingar- stjómarinnar í Liibyu, fór til viðræðna við Assad í Damaskus þegar í síðustu viku og hét hann Sýrlendingum mdkilli fjárhagsað- istoð af þeim mikla auði sem Libyumenn fá af hinum auðugu olíulindum sínum. á morigun og óvíst hvenær við- næður verða töknar upp aflbur. eff Bandaríkjastjóm heldur áfram að áskilja sér rétt til múgmorða og stórtfellldrar toríámingar í hvert siinn sem einhver njósna- flugvél hennar er skotin niður yfir Norður-Vietnam, en stjóm- in í Hano: hefur aldrei fallizt á að hún hafi leytft Bandaríkja- mönnum að fara inn í lofthelgi sína. FuIItrúar menntaskólancma á 4. landsþingi þeirra á Akureyri um síðusiu helgi vilja hafna menntaskipulagi, sem eykur sérhæfingu, þeir vilja Ieggja niður bekkja- og deildakerfi menntaskólanna og gjörbreyta gildandi viðhorfum tia skólaaga. Þetta kemur fram í ályktun- um þingsins, en á því var m. a. fjallað um skólakerfið, bæði landsins i heild pg menntaskól- anna sérstaklega. Um heildar- kerfið var gerð eftirfarandi samþykkt: „Hafna ber skipuiagi, sem eykur sérhæfingu. Sú stefna er ekki miðuð við að uppfylla óskir nemenda varðandi áhuga- mál þeirm, heldur að sjá þjóð- -------------------------------— Fréttaritari NTB í Búdapest: Hreinskilni einkennir þing flokksins í Ungverjalandi BÚDAPEST 25/11 — Sérstakur fréttamaður norsku fréttastof- unnar NTB á 10. þingi Verka- mannaflokfcs Ungverjalandis sem hófst í Búdapest á mánudaginn segir í skeyti þaðan að þingið einkennist af óvenjumikilli hrein- skilni bæði um það sem velhefur tekizt vegna aukins frjálsræðís í landinu og það sem mjöur hefur farið, f skýrslu miðstjórnarinnar til þingsins sé rætt af óvenjulegri nákvæmnj og fullri hxeinskilni um öll þau meginatriði sem móti störf flokksins og þjóðlífið allt. „Eigingirni, sjálfelska" Því sé að vísu haldið firam að strangur agi ríkj í flokknum og alger eining og að flokksfélagar virði samþykktir flokksins og þær,. siðgæðjsreglur sem. hann byggi á. Þó sé þaS svo að jafn- vel flokiksfélagar séu ekki hafnir yfir mannlegan veikleika og mistök. Enn beri á elgingimi, græðgi, sjálfselsku og öðrum göllum hjá einstö'kum flokkslfé- lögum. Sumir flokksfélagar eigi það til að hæla sér tilefnislaust af unnnm afrekum og aðrir haldi að þeir séu ofar lands- lögum og haldi að þeir geti sloppið vjð alla ábýrgð, ef þeir brjóti gegn þeim. Því miður hafi það komið fyrir að ábyrgar flokksstofnanir hafi stutt slíka menn þegar þannig var fyrir þeim komið. Sumir flokksmenn eru til alls fúsir í því skynj að komast í sendiferðir til úfflanda, til aðkom- ast yfir tilbúin aukastörf sem að- eins eru til á pappímum og kalla sig þá sérfræðinga og ráðunauta eða ledtast við að afla sér tekna með tilbúnum reikningum fyrir afburðaafköst eða aukavinnu. Slíkir eru oftast fyrstir tjl að komaet yfir hús, bíla og þess bátitar verðmæti, er sagt í skýrslunni. — Það er skiljanlegt að slíkt veki andúð meðal þeirra sem hafa alla lífsafkomu sína af því starfi sem þeir leysa heiðarlegia af hendi, segir ennfremur. — Við höfum ekkert á móti heil- brigðum metnaði einstaklinga, en staða og áhrifavald komm- únista má aldrei byggjast á því hvers konar bil hann ekur e¥Sa hve stóra og vel búna skrifstofu hann hefur til umráða. „Alröng kenning" Þá er á það bent að því hiafi verið haldið firam að áhrifavald flokksins hlióti að setia ofan við að háttsettir og virtir filokks- leiðtogar séu látnir sæta refis- ingu fyrir afbrot sín. — Þessi kenning er alröng. Það verður að gera strangar oc réttiátar ráðstafanir gegn öllum sem br.ió'ta gegn flokksaganum, og jafnframt verður að stemma stigu fyrir þeirri tilhneigingu sem greinilega hefur orðið vart að beita venjulega verkamenn ströngum refsingum öðrum firemur. félaginu fyrir sérhæfðu vinnu- afli, sem er ekki líklegt til að gagnrýna þjóðskipulagið, og er það undirstrikað með launamis- rétti, sem veldur þvi, að menn berjast gegn hver öðrum fyrír sérhagsmunum síns launahóps, í stað þess að sameinast gegn sameiiginlegum andstæðingum. A þessu hljótum við að kreffjast breytinga á þeim for- sendum að hver nemandi á að hafa eigin hugipyndir og eigin rétt til að velja sér þær náms- leiðir, sem hann hefiur mestan hug á. Þess vegna hljótum við að fordæma afskipti ríkisvalds- ins í þeirri viðleitni þess, að ráða framtíð ‘éinstaklingsins með beinum afskiptum af dómi hans á námsleiðum og þar með reyna að beina honum inn á þá braut, sem hverju sinni hentar ríkisvaldinu bezt“. Þá ítrekaði þingið ályktun síðasta landsþing L. 1. M. um að lagt skuli niður bekkja- og deildakerfi í menntaskólunum en tekið upp í stað stiga- og punktakerfi, þar sem hvert stig og hver punktur er álfangi að stúdentsprófi. Kerfi þetta krefst námsráðu- nauta og kollvarpar öllum regl- um um mætingaskyldu, árs- einkunn o. fil. benda nemendur á í greinargerð. Aginn og þjóðfélagsþegninn Strangt agakerfi mótar þau viðhorf hjá þeim sem undir það gengst, að hann sé alltaf ófrjór í afstöðu sinni til þess, hvað sé rétt og rangt, ályktaði þing- ið. „Aginn er þjónustutæki rík- isvaldsins til þess að ala upp með fólki áhuiga- og afskipta- leysi um félagsmál samfélags- ins. Afleiðingin af þessu upp- eldi er þjóðfélagsþegn með ein- hliða skpðanir, en þær stuðla aftur að óbreyttu ástandi, og þannig er öll eðlileg framþróun samfélagsmála stöðvuð. Af þess- um orsökum stenzt hinn harði agi alls ekki og skal fella hann niður, hvar sem hans gætir, en höfða þess í stað til heilbrigðr- ar skynsemi hvers og eins“. Bent er á að hingað til haffi verið litið svo á, að nemandi sé undir skólaaga og fiulltrúi skólans út á við allan sólar- hringinn. heima og heiman, og í samræmi við það hafi nem- endum oft verið vísað úr skóla fyrir brot, sém koma starfserrri skólans ekkert við. „Utan skól- ans skulu nemendur vera alls óháðir reglum skólans. Skal og sama gilda um allt félagslíf nemenda“, segir að lokum. Ungverjar breikka lýðræðið 1 firæðsluriti um Ungverja- land sem þarlend stjórnarvöld geffa út í lamdikynningarskyni er nýlega greint frá breytinig- uim á kosningalögum sem ungvei-ska þingið samlþykkti í haust. Að ví.v 1 voru kosninga- lögin frá 1966 „fullkomlega virk og þjónuðu málstað fé- lagslegra framfara“. Eigi að síður var ,.talið að kerfið gæfi kost á frekari endurbótum í mörgum atriðum þannig að aukin breidd kæmist á sósí- alíska lýðraeðið". Breytingarn- ar steifna m.a. að þvf ,.að efla að mun lýðræðissvip kosninga með því að fá þingmálafund- um fulla heimild til að til- nefna frambjóðendur“. Hingað t:l hafa fundirnir aðeins haft ráögjafarvald en Alþýðufylk- ingin gengið endanlega firá framiboðum. „Á þingmálafund- um eru opnar atkvæðagreiðsl- ur um frambjóðendurna. Ung- verski sósíalíski verkalýðs- flokkurinn kemur fram fyrir hönd allra þjóðfélagsstétta og -hópa. Að byggja nýtt samfé- lag kemur okki aðeins komm- únistum við, heldur er mál- efni allra heiðarlegra Ung- verja. Ég legg áherzlu á að hinn svonefndi „alþýðufylk- ingar“-svipur er áfram grund- vallarregla kosningakerfisins, en í því felst að þingmenn og sveitarstjórnarmenn munu hér- eftir sem hingað til slarfa undir merki og eftir stefnu Alþýðufylkingar föðurlands- vina. Því er fylgi við þjóð- málayfirlýsingu haus ófrávíkj- anlégt pólitískt skilyrði til framboðs. Möguleikar eru veittir til að hafa tvo eða fleiri frambjóðendur í sama kjördæmi en það er ckkinýtt ákvæði í ungverskum kosn- ingalögum. En þótt Iagaform sé veitt til jafnræðis við slík framboð, er ekki þar með sagt að nauðsynlegt sé að bjóða hvarvetna fram tvo eða fleiri menn. En ástæða er til að ætla að fólk muni í auknum mæli notfæra sér þennan möguleika í næstu kosning- um, jafnvel án ytri þvirigun- ar“. Sé fleiri en einn í kjöri, er kjiósianda nokkrn meiri vandi á höndum eftir breyt- inguna en áður var. Að nýj- um stíl verður kjósandi að striika út nöfn beirra seim hann kýs ekki — ella er at- kvæðið ógilt — en samkvæmt gaanila Iiaginu var efsta frarn- bjóðanda greitt atkvæði. væri seðill lagður óbreyttur í kjö-r- kassann. „Þetta gaf þeim fram- bjóðanda sem efstur var á kjörseðli hlutlægt og óforsvar- anlegt forskot“. Ýmsar aðrar breytingar em gerðar á kosn- ingalögum, t.d. skial kosdð ó- beinnd kosningu til héraðs- nefnda en ekki beinni, og sveitarstjómarkosningar skullu færðar til svo að þær rekist éklri á þingkosningar. En ætia má að það sem að fraiman greinir veiti fólki í fjarlægum löndum nokkra innsýn í ým- is forvitnileg vandamál sem Ungverjar eiga við að etja þegar þeir búast til kosninga á árinu 1971. (Tilvitnanir innan gæsa- lappa eru teknar uppúr þing- i'æðu M. Koroms, dómsmjála- ráðherra Ungverja. Hjaliti Krístgeirsson tók saman eftir úngersk exposé frá 4.11.1970). n ir ). j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.