Þjóðviljinn - 26.11.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.11.1970, Blaðsíða 4
& SlÐA — ÞJÓÐVIUHNTN — Fimimtudagui" 26. nóveimiber 1070. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skóiavörðust. 19. Simi 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Nýr tónn Jjing Sambands byggingaonanna, sem haldið var um síðustu helgi samþykkti athyglisverða á- ályktun um kjara- og atvinnumál. Er full ástæða til þess að vekja sérstaka athygli á þessari álykt- un því þar er bent á samhengi stjómmálabar- áttu og kjarabaráttu. í ályktuninni er því nýr tónn í samþykkt verkalýðssam'taka. Þar segja bygg- ingamenn í samþykkt sinni, sem þeir sam- þykktu samhljóða: „Barátta verkalýðshreyfingar- innar hefur einskorðazt við faglegu hliðina. Kom- ið hefur í ljós, að hana skortir vald til að tryggja þann árangur, sem næst í eintökum átökum. Verkalýðsstéttin á íslandi á því fyrir höndum langvinna baráttu. I þeirri baráttu verða kjara- átökin aðeins hluti af annarri, sem stefnir miklu lengra, stefnir að því að ná yfirráðum yfir öllum valdastofnunum þjóðfélagsins. Framundan eru pólitísk átök, sem standa imunu árurn saman. Hver kjaradeila, hverjar kosningar til þings og sveit- arstjóma eiga framvegis að leiða að sama marki. Því að hversu mikill sem árangur hverra átaka á vinnumarkaði kann að verða, verður hann að engu ef almenningur velur þau öfl til pólitískrar forystu, sem hann berst við í hinni faglegu bar- áttu.“ Hvað gera verkalýðssamtökin? J ályktun byggingamanna er fjallað sérsfaklega um síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn launafólki: „4. þing Sambandls byggingamanna lítur svo á, að ríkisstjóm og alþingi hafi kippt stoðunum undan kjarasamningunum, seim gerðir voru á s.l. sumri og lýsir þess vegna yfir fyrir hönd umbjóðenda sinna fullum fyrirvara um framkvæmd þeirra. í ljósi þeirrar reynslu, sem fengizt hefur á árinu, hlýtur verkalýðshreyfing- in að endurmeta afstöðu sína til atvinnurekenda og ríkisvalds. Heitir þingið á væntanlegan sam- bandsstjómarfund A.S.Í. að beita sér fyrir kröft- uguim mótmælaaðgerðum verkalýðsfélaganna gegn síendurteknum átroðslum á rétt verkalýðs- ins.“ Sambandsstjómarfundur ASÍ verður hald- inn um næstu helgi og á þeim fundi hljóta að koma til umræðu aðgerðir verkalýðssamtakanna í framhaldi af samþykkt miðstjórnar ASÍ um skerðingu á vísitölugrundvellinum og kröfu um nýja kjarasamninga. Það er 1. desember, seim greiða átti laun samkvæmt síðustu kjarasamn- ingum með verðlagsbótum samkvæmt vísitölu- grundvellinum sem við var miðað sl. vor í kjara- samningunum. Hvað gera verkalýðssamtökin? — sv. í dag á Kennaranemi fyrsta orðið og beinir hann skeyt- um sínum til yfirmanna skóla sins. í ððru lagi segir Hús- móðir sitt af hverju um út- va/rpsþuli, og loks lýsjr Jó- hanna Kaldalóns yfir skoðun sinni á tóbaksreykingum og taujgarveiklun. ☆ Atburður noktour áttj sér stað í Kennaraskóla íslands sl. föstudag, 20/11. sem vakti mjkla fuirðu og reiði nem- enda. Sfúdentaráð Háskóla fslands bafði látið hengja upp í anddyri skólans plagg, þar sem auglýst var nem- endasýning á kvikmyndinni „Z“ í Austurbaej arbíói. Þessd sýning átti að fiara fram laug- ardaginn 21/11 og „Grikk- landsvaka“ haldin að sýningu lokinni. Auglýsingin hékk í anddyr- inu í mesta sakleysi fram eftir miðjum degi. en þá brá skyndilega svo við, að tveir af yfirmönnum skólans heimt- uðu að auglýsingin jrrði tekin niður og allri miðasölu í skólanum hsett. Annar mann- anna kallaði myndina „bölv- aðan áróður“. Rökin, sem mennirnir tveir báru fram Leyfi skólayfirvalda fyrir auglýsingu. — Eins og falskt lag. — Hann átti frið í sálu sinni. fyrir kröfum sínum voru þau, að ekkj hefði fengizt leyfi frá skólayfirvöldum fyrir auglýsingunni! Þetta mun að vísu rétt, en rökin eru vseg- ast sagt haldlítil og hlægi- leg svo ekki sé meira sagt. K.í. hefur hingað til taiizt fremur frjálslyndur skóli, en nú virðist sem hemendur megi vænta stefnubreytinga af bálfu yfirvalda skólans og það mjög til hins verra. Við nemendur erum skjlj- anlega furðu lostnir yfir þess- ari framkomu og það hlýtur að vera skýlaus krafa okkar að heimta gildari og frarn- bærilegri rök fyrir þessu at- hæfi. — Kennaranemi. ☆ Jóhanna Kaldalóns hringdi í Þjóðviljann fyrir skömmu og tjáði blaðamanni hugrenn- ingar sdnar í sambandi við þingfrumvarp um að banna tóbaksauglýsingar í blöðum. Kvaðst hún ekki vera þeixr- ar skoðunar að taugaveifcLun leiddi af sér tóbaksreykingar. — Hins vegar er það stað- reynd, að taugasterkt fólk þolir tóbaksnotkun miklu bet- ur en aðrir. eins og t.d. hann séra Friðrik okkar Friðriks- son, sem reyktj sína vindla til níræðisaLdurs og varð aldrei meint af. Enda átti hann taugajafnvægið og frið í sálu sinnj, — sagði hún. — Ég held að ungt fólk nú til dags sé taugaveiklað og rótlaust af of miklum skemmtunum, í mínu ung- dæmi bar miklu minna á þessu, enda held ég a0 fólk hafi þá lifað heilbrigðara lífi. Maður fór kannski einu sinni j viku á Borgina og drakk þar kaffj með vinum sínum og svo örsjaldan í bíó. Kannski má snúa dæminu við og segja, að skaðsemi tóbaks orsakist af taugaveiklun og lífsieiða. Kæri Bæjarpóstur! Skelfing sakna ég hans Jóns Múla úr útvarpjnu. Það er rétt svo að ég nenni að opna fyrir tækið mitt á morgnana, þegar ég veit að hans nýtur ekki við lengur. Sennilega er hann albezti út- varpsmaður. sem vjð eigum. Þessi hægia, þýða rödd hans á ekki sína líka, og enginn kemst með tæmar þar sem bann hetfur hælana, hvað snertir bugkvæmni og létta kímni. Tilburðir annarra út- varpsþula í sörnu átt Mjórna ejns og falskt lag. í dag heyrði ég nýjan út- varpsþul lesa bádegisfréttim- ar. Hann var óstyrkur og stamandi og bar erlend nöfn rammvitlaust fram. Ég geri mér fulla grein fyrir því, að / byrjunarörðugleikar fylgja þessu stairtfi sem öðrum og annar Jón Múli verður efcki gripinn af götunni, en samt beld ég, að Ríkisútvarpið gæti vandað betur val sitt á þul- um. Við húsmæðum.ar, sem erum daglangj bundnar við heimiHsstörf og böm styttum okkur gjaman stundjr með því að hlusta á útvarp, og því verða góðir þulir og út- varpsmenn okkaæ helztu heim- ilisvinjr. Þannig er um marga fleiri, til dæmis sjúklinga. Hins vegar verður maður þreyttur á þeim, sem oft verða á mismæli, og gera árangurslitlar tilraunir til að vera skemmtilegir. Væri ekki ráðlegt að láta fara fram sér- stakt hæfnispróf umsækj- enda um þularstarf eða er það rétt sem ég held, að stað- an hans Jóns Múla hafi aldrei verið auglýst laus tjl um- sóknar? — Húsmóðir. utför Hálfdáns Sveinssonar. Hálfdán var Vestfirðingur, fæddur í Önundarfirði 7. maí 1907. Foreldrar bans voru þau hjónin Rannveig Hálfdánar- dóttir og Sveinn Ámason bóndi í Hvilft. Móðir hans var dóttjr Hálídáns ÖmoLfssonar í Medri- hlíð í Bolungarvík. f móður- ætt hans voru sjóvikingar og góðbændur í marga ættliði. Sveinn faðir Hálfdáns var Árnason Þórðarsonar, bónda í Krókj í Norðurárdal. Kona Áma var Halldóra Benjiamíns- dóttir, en kona Benjamíns, var Guðný, ein af mörgum systr- ur frá Elínarhöfða við Akranes, dóttir Ásmundar Jörgenssonar bónda þar. En faðir Ásmundar var Jörgen sonur Hans Kling- enbergs, sem hin mannmarga Klingenbergisætt er talin frá. Héðan lágu borigfirzkar ætt- ir, vestur til Önundarfjarðar og aftur til Akranesis, og hér festi Hálfdán rætur. í blóma lífs síns kom hann hingað, og hér birti hann hug- sjónir sínar og fylgdi þeim eftir með Mfj sinu og starfi, fram tál hinztu stundar, „þétt- ur á veQli, og þéttiuæ í lund, þrautgóður á raunastund." í MHum bæ eins og Akra- nesi verður mynd samíerða- fólksins skýr og nátengd manns eigin veru, og það verður um stund eins og verkur í brjóet- inu, þegar einbver þeirra kveður. Frá þeim degi er Hálfdán kom hingað, setti hann svjp- mót sitt á þennan bæ. Hann hafði lokið kennaraprófi, og hér hóf bann barnalkennslu, sem varð hans aðal ævistarf, og þeir eru orðnir margjr nem- endur hans hér á Akranesi, sem eiga honum gott upp að unna. Ég hygg, að í þessu starfi hatfi dýrasti þáttur skapgerðar hans komið í ljós. En það var mannúðin, sem var rauðj þróðurinn í Mfi hans og startfi. Hann var óvenju næm- ur á lifandi sálimar í kringjm sig, og hvorki hann né nem- endur hans fundu fyirir sér þann múrvegg skilnjngsíleysis, sem svo oft skilur mann frá manni. Manni varð Mýtt í ná- vist hans, þyí að bonium var svo einstaklega auðvelt að láta mannúð sína í ljós. Og það var þessi kennd í brjósti bans, sem skipaði honum fram fyrir skjöldu í baráttunni fyrir rébt- látara þjóðfélagi, fyirir bættum kjörum verkafólks, og hann sagðj oft, að reynsla sín sem baimakennara hiefði styrkt sig í þeirri baráttu. árjð 1934. sama áæið og þau kornu til Akraness ,og hér bafa þau átt öll sín samvistarái síðan. Hér ólu þau upp bömin sín fjögur, Hilmar, Rannvedgu Eddu, Svein og Helga, sem ödl hafa fengið í airf mannkosti foreldra sinna. Dóra, eins og vdð Afcranes- jngar köllum bana, hefur átt hug okfcar frá fyrstu tíð hún kom hingað, ung og fal- leg, ásitúðleg og giaðleg, og ávaUt mun mynd þeirra sam- an, Hálídán og Dóra. Undanfarnar vitour hefuir hugur margra dvaljð hjá Hálf- dáni og Dóru og fjölskyldu þeitnra og beðið þeim bilessun- ar á þrautasitundu. ...... Nú þegar Hálfdán er lótinn og kveðjustundin komin, drúp- um við Akranesjngar höfði- og þökkum mikilhæfum forusitu- manni giftudrjúg störf, fyrir bæinn ofckar, og fyrir sam- fylgdina í háltfa fjórða ára- tuig. Frá heimdli mínu eru Hálfdánj Sveinssyni sendar vina- og saknaðarkveðjur, það er fyrir svo margt að þakka er toiðix nú skiljiast. Og þér elskutega Dóra, böm- unum þínum, tengdabömum, barnabömrjm og öðrum vanda- mönnum, sendum við okkar dýpstu samúðar- og vina- kveðjur, minnug þess, að etf hugsjónir rætast, munu þeir menn sem héldu þeim á lotfti, lifa þótt þejr deyi. Bjarnfríður Leósdóttir. Alla tíð £ná því hann kom hingað, starfaði hann og barð-^> ist í Verkalýðstfélagi Aksraness, lengst sem formaður féliagsins, og í söga félagsins eru spor hans skýirt mörkuð. Á þessum árum hefur mikið áunnizt á kjörum verkatfólks. AMt frá því að fikra siig áfiram frá örbirgð og öryggisteysi, til voldugra samtaka, sam mjkils mega sín. ÞaQ er gott að muna Hálf- dán, þegar hann geystist fram til þess að verja málstað þeirra, sem minna máttu siín. Hann var ræðumaður svo af bar, og andstæðingar hans áttu fullt í fangi með að verjast honum á málþingjim. í Alþýðuflokknum var hann alla tíð. og fyrir hann sat hann í bæjarstjóm um langt árabil, og var um stund bæjarstjóri Akranesskaupstaðar. Efcki mun ég í þessaæi stuttu grein gera skil öllum þeim trúnaðarstörfum, sem Akranes- ingaæ fólu Hálfdáni Sveinssyni, en alstaðar var hann fremst- ur í flokki vegna mannkosta sinna. Hveæsu gott er að Mí*a svo langan og starfsaman dag. Ekk; mun ég ljúka þessu án þess að minnast konunnar hans, sem eftir hann Lifir, Dórótheu Erlendsdóttur, ætt- aðri frá ísafirði. Þau giftust Auglýsing Samkvæmt ósk Húseigendasambands ís- lands, Félags löggiltra endurskoðenda og fleiri aðila, hefur ráðuneytið ákveðið, að kærufrestur til fasteignamatsnefnda í Reykjavík, kaupstöðum og sýslum, vegna nýja fasteignamatsins, fraimlengist til 20. desember 1970. Athygli er vakin á því, að framlagning á fasteignamatsskrám á áður auglýsitum stöðum rann út 21. þ.m. Á tímabilinu til 20. desember verða upp- lýsingar um matið aðeins fáanlegar hjá. fasteignamatsnefndum. Fjármálaráðuneytið, 25. nóv. 1970. Gerið skil í Happdrætti Þjóðviljans Minning HáHdán Sveinsson kennari Akranesi í dag stöndum við Akranes- ingar Mjóðir og hndpnir við

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.