Þjóðviljinn - 04.12.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.12.1970, Blaðsíða 10
 10 SfÐÁ —- ÞJÓÐV'IiUTNW — FösstudaStír 4. desamtar 1S7Á Harper Lee: Aö granda söngfugli 34 hann hefði átt að lesa fyrir hana í mánuö og sá mánuður væri nú liðinn og þetta vseri ómerki- legt! — Við skiulum nú samt segja vi'teu í viðbót, sonur sæli. — Nei, sagði Jemmi. — Jú, sagði Atticus. Og þegar næsta vika kom sát- um við enn hjá frú Duteose. Vekjarateluikkan hringdi etoki lengiur og frú Dubose sleppti otetour með orðunum „Þetta er víst nóg í dag“ svo síðla dags, að Attdcus var búinn að sitja góða stund heima og lesa blaðið sitt þegar við teomum heim. Hún féfck ektei lengiur þessi köst, en annars var hún sjálfri sér Mk. Þegar Sdr Walter Scott upphóf óendanlegar lýsángar á virikis- gröfum og vinduibrúm, fór frú / SIVI TÍZKUH HARGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18 Œ. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68 SINNUM LENGRI LÝSING neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 Dubose að leiðast og hún byrjaði að þjarma að oklkur. — Var ég elcki búin að segja þér, að þú ættir eftir að iðrast þess að hafa eyðilagt kamelíum- ar minar, Jeremy Finch — og það gerirðu trúlega núna, er eteki svo? Jemmi sagðist óneitanlega gera það. — Og þú hélzt að þú gætir svona formálalaust steindrepið fyrir mér Fjallasnjóinn minn! En sjáðu til, Jessí segir að hún sé aftur að ná sér á strik. Næst verðurðu að ganga rækilegar til verks. Þú ættir kannski að rífa hana upp með rótum — eða hvað heldur þú? Jeremy tautaði eitthvað um að hann skyldi sjá um það. — Opnaðu munninn og talaðu svo að til þín heyrist, strákur! Berðu höfuðið hátt og segðu: Já, frú Dufoose! En það er kannski til • fullmikiis mælzt að þú berir höfuðið hátt með annan eins föður. Þá rétti Jemmi úr sér og starði á frú Duibose með viðbjóði í hverjum andlitsdrætti. Á hinn hinn bóginn hafði hann líka laigt sér til grímu sem var ein- skær kurteisi og kuldalegt fá- læti og hann greip oft til þegar skammaryrði hennar voru af al- versta tagi. Loks rann upp stund frelsisins. Einn daginn sagði frú Dubose: — Þá er þetta nóg í dag, og hún bætti við: — Og þá erum við skilin að skiptum. Vertu sæll, ungi maður! Því var lokið. Við æddum út á gangstéttina og hvíuðum og hrópuðum af létti og hrifningu. Vorið virtist lofa góðu. Dag- amir lengdust og það tognaði úr leifctímanum. Næstum allar hugs- anir Jemma snerust um horfurn- ar í fótbplta og horfumar milli liðanna. Á hverju kvöldi las Atticus upphátt fyrir okteur úr íþróttasíðum blaðanna. Hann var einmitt að því eitt kvöidið þegar síminn hringdi. Hann svaraði, fór síðan fram og sótti hattinn sinn út í anddyrið. — Ég ætla að skreppa til frú Dubose, sagði hann. — En ég verð varla lengi. Samt sem áður var Atticus að heiman langt fram yfir hótta- tímann minn. Þegar hann kom til baka hélt hann á brjóstsykur- dós. Hann settist inn í stofu og settd brjóstsykurdósina á gólfið !þjá stólnum sínum. — Hvað vildi hún? spurði Jemmi. Við höfðum efcki séð firú Du- bose i meira en mánuð. Hún sat aldrei lengur á veröndinni sinni þegar við gengum hjá. — Hún er dáin, drengur mdnn, sagði Atticus. — Hún dó fyrir nokterum mínútum. — Jæja, sagöi Jernmi. — Það er gott. — Já, einmitt, sagði Atticus. — Það er gott. Nú þjáist hún etoki framar. Hún hefur verið veik mjög lengi. Segðu mér, Jemmi, veiztu annars hvers kon- ar köst það voru sem hún þjáðist af? Jemmi hristi höfuðið. — Fiú Dubose var morfínisti, sagði Atticus. — Hún hefur tek- ið morfín um árabil — við tovölum. Það hófst með þvi að lætoniirinn gaf hennd morfín og svo vandist bún á það. Hún hefðd hæglega getað halddð áfram að tatoa það inn það sem hún átti eftir ólifað, og þá hefði dauði hennar etoki orðið eins kvalafu'Uur, en hún var of þrjózk og þverúðarfull . . . — Hvað þýðir það? sagði Jernini. En aldrei þessu vant héit Atti- cus áfram eins og hann hefði etoki heyrt spuminguna: — Rétt áður en þú geklrst berserksganginn, kallaðd hún á mig og bað mig að gera erfða- skrá fyrir sig. Reynolds læknir hafði sagt henni, að hún ættd aðeins fáeina mánuði eftir ólif- aða. Fjármál hennar voru í full- komnu lagi, en hún sagði: Og samt er ekki allt eins og það á að vera. — Og hvað var það? spurði Jemmi vandræðalega. — Hún saigðist vilja yfirgefa þennan heim án þess' að vera háð neinum eða neinu. Sjáðu til, Jemmi, þegar manneskja er.eins veik og hún var, hefur hún fuiian rétt til að gera sér lífið léttbærara — en það vildi hún ekld. Hún hét því að venja sig af morfíninu áður en hún dæi, og hún stóð við það. Jemmi sagði: — Áttu við að hún hafi fengið köstin þess vegna? — Já, reyndar. Megnið af tím- anum meðan þú sazt og last fyrir hana, hefur hún trúlega eteki heyrt eitt einasta orð. ÖU at- hygli hennar beindist að vekjara- kluktounni. Ef þú hefðir ekki hlaupið á þig þarna á dögunum, getur vel verið að ég hefði farið fram á það samt að þú færir og læsir upphátt fyrir hana. Það var altént dálítil dægrastytting — og til þess lá líka önnur ástæða . . . — Tókst henni það þá? spurði Jemmi. — Varð hún frjóls? — Frjáls eins og fuglinn, sagði Atticus. — Hún var við meðvit- und næstum allan tímann . . . Hann brosti: — Með rænu og karpandi fram í rauðan dauðann. Hún lét í ljós örgustu vanþókn- un á öllum athöfnum mínum og sagði reyndar að óg ætti vist efltir að standa i því alla mána ævi að reyna að forða ykkur frá tukthúsí. Æjá, það var alveg rétt; hún fékk Jessí til að pakka þessu inn handa yk'kur . . . Atticus laut fram og tók brjóst- sykurdósina upp. Svo rétti hann Jernma hana. Jemmi opnaði boxið: innan í því, vafin í raka bómull, lá hvít, gljáandi og fullkomin kamelia. Það var Fjallasnjórinn. Augun ætluðu út úr höfðinu á Jemma. — Þessi gamla skrukka, æ, þessi fjandans skrufcka! æpti hann og fleygði blóminu í gólfið. — Getur hún aldrei látið mann í friði! Atticus spratt uppúr stólnum eims og ör af streng. Jernmi hiuldi andlitið upp við jakkamn hams. — Uss, sagðd Atticus. — Ég held næstum að þebta hafi verið aðferð hennar til að segja þór það: að allt sé í lagi núna, Jemmi, að allt sé komið 1 lag. Sjáðu tdl, hún var hefðarkona . .. — Hefðarkona? sagði Jemmi biturlega og leit upp á Atticus. Hann var eldrauður í framan. — Eftir allt það sem hún hefur sagt um þig, kallar þú hana hefðarkonu! — Af þeirri einföldu ástæðu, að hún var það, jó. Hún hafði sínar ákveðnu skoðanir á ýmsum hlutum, og þær voru talsvert frábruigðnar skoðunum mínum ... En eins og ég sagði við þig áðan, drengur minn, þótt þú hefðir ekki tryllzt þarna á dög- umum, hefði ég sennilega farið fram á það við þig að þú færir og læsir upphátt fyrir hana. Það var eitt sem ég vildi gjarnan að þú kynntist: hugrekki hennar. Það var raunverulegt huigrekki, ósviikið hugrekki, og ég kærði mig ekki um að þú hefðir þá hugmynd að huigrektoi væri eitt og hið sama og karlmaður með skotvopn í hendi. Nei, það er hugretoki þegar maður veit að leikurinn er tapaður áður en hann hefst, en hann lætur það ekki á sig fá, heldur stendur fast við ákvörðun sína, hversu mi'kið sem það kann að kosta hann. Það er sjaldgæft að sigur vinnist, en það kemur þó fyrir. Og frú Dubose tókst þetta. Hún hafði sitt fram: hún dó óháð öllu og öllum. Hún var hugrakk- asta manneskja sem ég hef nokkru sinni þekkt. Jemmi tók brjóstsykursdósina og fleygði henni inn í kaldan ar- ininn. Svo tók hann kamelíuna, og þegar ég fór að hátta sá ég að hann sat og var að fitla við krónublöðin, meðan Atticus las blaðið sitt. ANNAR HLUTI Nú :.var- Jemmi orðinn .tólf ára. Hann var erfiður í umgengni, duttlungafullur, haldinn alls kon- ar grillum. Matarlyst hans var yfirþyrmandi og þegar hann var hæfilega oft búinn að hvæsa að mér og segja mér að láta sig í friðd, ráðfærði ég mig við Atti- cus: — Heldurðu að hann sé kominn með bandorm? Etoki hélt Atticus það; hann taldi líklegt að Jemmi væri að vaxa; ég ætti að sýna honum umburðariyndi og reyna að troða honurn sem minnst um tær. v Þessi breyting á Jemma hafði átt sér stað á nokkrum vikum. Frú Dubose var ekki kólnuð í gröf sinni og Jemmi hafði svo sannarlega gert sér návist mína að góðu meðan hann þurfti að HAZE AIROSOL. hrelnsar andriimslofíiil á svipstnndn Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETTl — HURÐIR — VÉLALOK og GEYMSLULOK á Volkswagen i allflestum litum. — Skiptum á einum degi með dagsfyrirvaira fyrir ákveðið verð — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25 — Simi 19099 og 20988. Röskur sendill óskast hálfan eða allan daginn. Þarf að hafa hjól. ÞJÓÐVILJINN. — Sími 17 500. Indversk undraveröld Vorum að taka upp margt fagurra og sér- kennilegra muna frá Austurlöndum fjær. m.a. útskorin borð, hillur, fatahengi, vindla- kassa, o.m.fl. Reykelsisker, kertastjaka, ávaxta- og konfektskálar, könnur, blóma- vasa, öskubakka, borðbjöllur, vindla- og sígarettukassa og margt fleira úr messing. Úr rauðaviði: borð, innskotsborð, styttur, vindlakassa, veggmyndir og margt fleira. Frá Thailandi: handofna borðdúka og renn- jnga m/serviettum. Einnig útskorna lampa- fætur og Thaisilki. Margar tegundir af reykelsi. Hvergi meira úrval af fögrum, handunnum munum, tilvaldra til jóla- og tækifærisgjafa. SNORRABRAUT 22. Tökum að okkur breytingar, viðgerðir og húsbyggingar. Vönduð vinna Upplýsingar í síma 18892. JOLASKYRTURNAR í miklu og fallegu úrvali. PÓSTSENDUM. Ó.L •ÁJ* Laugavegi 71. Sími 20141.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.