Þjóðviljinn - 13.12.1970, Síða 4

Þjóðviljinn - 13.12.1970, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudaigur 13. dfisember 1970. — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingai, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Ábyrgð Alþýðuffokksins Eitt vígorð forystumanna Alþýðuflokksins í kosn- ingum og almennum þjóðmálaumræðum hef- ur verið að Alþýðuflokkurinn sé „ábyrgur flokk- ur.“ Líklega á það að vera aðalefni þeirrar full- yrðingar að flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn frá árinu 1956 samfellt. En hvað felst í vígorðinu um Alþýðuflokkinn sem ábyrgan flokk? Hefur flokkurinn sem nefnir sig Alþýðuflokk og er vax- inn upp úr verkalýðshreyfingunni reynzt ábyrg- ur í þeim skilningi, að hann hafi reynzt verðugur trausts alþýðunnar sem efldi hann í því skyni að hann yrði sóknarsveit alþýðumálstaðar og sósíal- isima 1 íslenzkum þjóðmálum? Eða ber að skilja talið um „ábyrgð“ flokksins þannig, að hann telji það fremur hlutverk sitt og verkefni að vera ábyrgur gagnvart þeirri afturhaldsstjórn og aft- urhaldsstefnu sem íhaldið í landinu hefur fylgt og framkvæmt í meira en áratug? ^lþýðuflokksráðherrar og þingmenn afsaka sig gjarnan með því að á íslandi hafi allir flokkar unnið saman að ríkisstjórnum frá því stríði lauk. En svo einfalt er málið ekki. Alþýðuflokkurinn ; hefur í stjórnarsamvinnunni við Sjálfstæðisflokk- inn gengið lengra en nokkur verkalýðsflokk- ur getur gengið. Hvað eftir annað hefur sam- stjórn þessara flokka ráðizt beint á lífskjör fólksins, á samninga sem verkalýðsfélögin hafa knúið í gegn með ærnum fórnum, og gert ávinn- ing alþýðunnar rýrari eða eytt honum með lög- gjöf. Ráðherrar Alþýðuflokksins stóðu að stjórn- arfrumvarpinu um þvingunarlög gegn verkalýðs- hreyfingunni sem átti að berja í gegn 1963, en var stöðvað á Alþingi þegar eftir var ein umræða í síðari deild þingsins vegna þess að verkalýðs- félögin gerðu ríkisstjóminni ljóst, að þau myndu hafa þvingunarlögin að engu. Alþýðuflokksfólkið í verkalýðsfélögunum varð þar ásamt öðruim að setja ríkisstjóm Alþýðuflokksins og íhaldsins úr- slitakosti. Ráðhermm Alþýðuflokksins, Emil Jóns- syni og Eggert G. Þorsteinssyni, hefur verið att fram til að koma á þvingunarlögum gegn sjómönn- um og til að ómerkja samninga sjómannafélag- anna; einnig þar hefur Alþýðuflokksforys’tan í sjó- mannafélögunum átt í stríði við flokksmenn sína á þingi. Hvað eftir annað á valdatima Alþýðu- flokksins og íhaldsins hefur verið ráðizt á ákvæði kjarasamninga og laga um verðtryggingu launa. jpiokkur sem þannig starfar hefur lánað alþingis- menn og ráðherra sem ábyrgðarmenn íhalds og auðvalds í landinu, gerzt ábyrgur um afturhalds- stefnu og afturhaldsstjórn. Alþýðuflokkurinn læt- ur sig hafa að fella ásamt íhaldinu að bæta kjör aldraðs fólks og öryrkja á sama tíma og hann samþykkir fjárlög sem eru 3100 miljónum hærri en gildandi fjárlög. Flokkur sem þannig starfar, getur að vísu talizt „ábyrgur" gagnvart íhaldinu; en hann er algerlega óábyrgur gagnvart alþýð- unni sam efldi hann til þingsetu. — s. Háreysti í „sinnis hljóðu borg \\ Jóhannes Helgi: Svipir sækja þing. Einskonar minningar. Skuggsjá. 1970. 163 bls. Jóbannes Helgi situr úti í Vestmannaeyjum að vetrarlagi og heldur leiðist honuna: Fátt um tildiragelsi unrihveirfis og blankheit rithöfunda söm og fyrr, svo og áhugaleysi sam- félagsins á því máli. Hann feir að skrifa einskonar dagbókar- blöð, minnisgreinar, til að „bora göt á skammdegið“ eins og komizt er að orði á einum stað. Undir lokin segir: „Þessar síð- ur eru framihjáhald; það var gaman að því og afþreying“. Með framhjáhaldi er átt við að upphaflega stóð til aS skrifa skáldsögu — sem á að korna síðar. Nú er að vita hvort bókin verður öðrum slík a-fþreying sem höfundinum. • Formið gefur Jóbannesi Helga mikið frélsi, líklega of mikið: Hann getur hyllt jök- ulinn. ausið og prjónað gegn nízku þjóðfélagsins við lista- menn, tízkuæsingum, geimvís- indum, rifjað upp allrahanda minningar um Ragnar í Srnára, kvennafar, Halldór Laxness, ölföng, Jónas frá Hriflu, alúð- lega aldraða konu ssenska. Slík- ur texti verður anzi stefnu- laus, en hann er einatt lsesi- legur. því Jóhannesi Helga dettur ýmislegt í hug og seg- ir það rösklega. Hjtt er svo annað mál, að þegar honum dettur í hug að lesa reiðilest- ur (sem getur vel verið rétt- mætur, sbr. rithöfundamál) þá er því ekki alltaf að heilsa, ^ að raunverulegt tilefni eða ástriða geti staðjð undir hama- gangi orðanna. Þegar höfundi finnst t.d. (bls. 71) að lífið sé yfirtak grátt á ísiandi, líka í þedirri merkingu ,,hve líf þjóð- arinnar er gersneytt metnaði, hve vandséð eru markmiðin með lífi hennar hér á hjaran- um, hve atkvæðalítið íslenzkt samfélag er í safni þjóðanna. Ég er eiginlega mest hissa á því, hverniig þessi þjóð megn- ar að líta nokkum dag ódirukk- in átta mánuði ársins.“ En að loknum þessum sæiringum kem- Ur í ljós að tilefníð er aðeins sú „þrælslund" landans, að láta loka búðum kl. 6 og kiauþa síðan út um gat. Það er brjigðið á leik í mann- lýsingum. t.d. í pistlinum um Ragnar í S-mára, en gallinn er bara sá að þejr sem aldrei hafa séð Ra-gnar eru lítt bet- Ur settir eftir. Svo sem tveir drættir í mynd Jónasar frá Hriflu eru ekki eins loftkennd- ir. En bezt gerðar þessara svii>- mynda eru þær, sem dregnar eru upp af Marvjn sem fórst í sjó með tík sinnj hvolpa- fullri og föður höfundar í tún- rækt. Þessir kaflar minna á það, að ef Jóhannes Helgi hefði ekki hleypt hvaða „svip“ sem næstur var á „þing“ í sinnis h-áværu borg, heldur rekið þá á dyr sem voru smáir, ómerki- legir, eða gátu ekki skriðið inn í ritvélina svo vei faeri, þá hefði afþreyinigin orðið stærri, götin á skammdegið sýnilegxi. Arni Bergmaiui. Hjartans þakkir til allra þeirra nær og fjœr, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötíu ára afmœlis- daginn 3. desember síðastliðinn. SIGRÍÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR frá Siglufirði, Sólheiimim 34, Reykjavík. AKRANES Staða bæjairgjaldkera er laus til umsóknar. Laun saniikvæmt 21. launaflokki. — U'msóknir er til- greini aldur, menntun og fyrri störf sendist undir- rituðum. Umsóknarfrestur er framlenigdur til 20. desember. Bæjarstjóri. SKAK Þeir, setn nú gérast áskrifendur að tímaritinu „Skák“ öðlast yfirstandandi árgang ókeypis, en greiða fyrir næsta ár. „Skák“ hóf göngu sína 1947 og eru flest tölublöðin fáanleg enn. Klippið hér---------------------------------— — — - Ég undirritaður óska hér með að gerast áskrif- andi að tímaritinu „Skák“. □ Hjálagt sendi ég áskriftargjald. næsta árs krónúr 1.000,00. □ Áskriftargjaldið greiðist gegn póstkröfu. Nafn ..................................y........ Heimilisfang ....................................... JÓLA- BÓKALISTI IÐUNNAR Úrvalsbækur, sem veita allri fjölskyldunni gleðileg jól ; sm' 1 l BEEWiíitíB •! in.ii _ HgRNáMSTÍRTl SK31D BRÆÐIKiNIR IÐUNN Vér fslands börn III Nýtt bindi af listrænum frásögnum J6ns Helga- sonar af fslenzkum örlögum og eítirminnileflum atburðum. Hernámsáraskáld eftir Jón Óskar, beint framhald bðltarfnnar Fundnír snillíngar, sem hlaut lofsamlega dóma. Forvitnileg bók, þar sem margir nafnkunnir menn koma viS sögu. Eldur er beztur Saga Helga Hermanns Eirikssonar eg araanvarfa í Islenzkri iðnþróun, skráS af GuSmundi G. Haga- Irn. FróSleg bók og iæsileg. Ferðin frá Brekku I—II Endurminningar Snorra Sigfússonar. BreiS og litrik frásögn af fjölbreytilegu mannllfi. Jörð f álögum Þættir úr byggSum HvalfjarSar eftir Halldóru B. Björnsson, listavel ritaðir og skemmtilegir. Úr fylgsnum fyrri aldar I—II HiS stórmerka og sérstæSa ævisagnarit sr. FriSriks Eggorz. fslenzkt mannlíf I—IV Eigum nokkur sett af þessu eftirsótfa ritverki Jóns Hslgasonar. Heimdragi I—III íslenzkur fróðleikur, gamall og nýr, eftir ýmsa höfunda viðs vegar af landinu. Bræðurnir Rico Afar snjöll og spennandi skáldsaga eftir Goorgos Simenon, viSlesnasta höfund f heimi. Kóngsriki Campbells Einhver' allra bezta bók Hammond Innes, hófund bókanna „Sil(ur?kipið svarar ekki" og „Ógnir fjallsins". Leikföng dauðatis Æslspennandi saga eftir Alistair MacLean um bar- áttu Interpol viS alþjóðlega eiturlyfjasmyglara. Græní frakkinn Dularfull og spennandi ástarsaga eftir Phyllis Whilney, höfund bókarinnar „Undarleg var leiSln". Sveinn skytta Spennandi og viSburSarik saga eftir Carit Etlar. Sextánda bók f bókaflokknum „Sígildar sögur Iðunnar". Litli bróðir ög Stúfur Áróra í blokk X Tvær nýjar bækur eftir Anne-Cath. Veslly, hótund bókanna um Öla Alexander, gæddar þeim barns- legu töfrum og heillandi þokka, sem einkennir allar bækur þessa höfundar. Fimm í frjálsum leik Dularfulla peningahvarfið Tvær nýjar bækur eftir Enid Blyton, einhvem allra vinsælasta höfund barna- og unglingabóka, sem sögur fara af. Hilda á réttri leið Sjötta og næstsiSasta Hildu-bókin eftir M. Sand- wall-Bergström. Úrvalsbækur handa telpum og unglingsstúlkum. Beverly Gray í.lV. bekk Hér lýkur aS segja frá Beverly Gray { helmavlst- arskólanum. Vart getur vinsælli bækur á slnu sviSi en þessar. Handa yngstu börnunum Hinar vlnsælu og margeftlrspurSu baskur, Músa- ferSln og Goggur glænefur, éru komnar út aB nýju 1 þýðingu Froyateins Gunnarssonar. Skeggjagötu 1 símar 12923, 19156

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.