Þjóðviljinn - 18.12.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.12.1970, Blaðsíða 4
4 SfÐA — ÞJÓÐVTLJMN — Pöstodiagur lð. desmuber 1970. \ — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: (Jtgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Sigurður V. Frlðþjófsson. Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðust. 19. Sími 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 195.00 á mánuðl. — Lausasðluverð kr. 12.00. Hlutíall manns og malbiks jpulltrúar meirihluta Reykvíkinga í borgarstjórn eru þótt undarlegt megi virðast minnihluti borgarstjórnar. En þrátt fyrir þá staðreynd að full- trúar meirihluta reykvískra kjósenda eru aðeins sjö talsins, fulltrúar minnihluta kjósenda hins veg- ar átta, er það eðlileg siðferðisleg kr^fa að átta borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taki sérstakt jtillit til óska minnihlutafulltrúanna. Á fundi borg- arstjómar í gær lögðu fulltrúar minnihlutaflokk- anna fram sameiginlegar tillögur um breytingar á fjárhagsáætlun, sem fólu í sér, í stuttu máli, að flytja fjármagn frá malbikunarframkvæimdum yf- ir til félagslegra verkefna — skóla, sjúkrahúsa, bamaheimila og annarrar félagslegrar þjónustu. Sigurjón Pétursson aðaltalsmaður Alþýðubanda- lagsins í umræðunum í gær í borgarstjórn um f jár- hagsáæ'tlunina, gerði þessi mál að umtalsefni í at- hyglisverðri ræðu, sem er að hluta birt í blaðinu í dag. Sigurjón sýndi fram á öll þau mörgu félags- legu verkefni, sem sinna verður í borginni: Það vejsður að búa betur að börnunum í skólunum bæði í húsakosti og að kennslutækjum, það vantar stór- lega dagheimili fyrir börn, leikvelli vantar ennþá víða í borginni og brýnt nauðsynjamál er að bæta aðhlynningu aldraðra. Skortur er á sjúkrarými fyrir fólk með geðræna sjúkdóma. Nauðsyn ber til að útrýma gjörsamlega heilsuspillandi húsnæði. Hér eru aðeins fá dæmi nefnd, en listinn gæti orð- ið miklu lengri. Með tilliti til þess náðu borgarfull- ítrúar minnihlutaflokkanna samstöðu um að gera kröfu til aukins fjármagns til félagslegra verkefna, en þeir lögðu um leið til að frestað yrði malbikun- arframkvæimdum í verksmiðju- og fyrirtækja- hverfum. gtefna minnihlutafulltrúanna sjö er miklu frem- ur í þágu allra borgarbúa en stefna íhaldsfull- trúanna átta: „í megindráttum má segja, að stefnu- munurinn sé fólginn í því, að okkar tillögur bein- ast að því að hlúa að fólkinu í borginni. Meiri- hlutinn leggur áherzlu á að hlúa að bílunum. Spumingin er um manneskjuna og malbikið“, sagði Sigurjón Pétursson 1 ræðu sinni í gær og nefndi um það sláandi dæmi: Til sjúkrahúsa eiga að fara 5,3% af því sem fer í malbikið, til nýrra skólabygginga fara 22,5% af því sem á að fara í malbiksframkvæmdir, til nýrra kennslutækja er varið 1% af því sem fer til malbikunar, þ.e. 3 milj. kr. er ætlað til kennslutækjakaupa að tillögu í- haldsins en 271 milj. kr. í malbikunarframkvæmd- ir, 90 sinnum meira. Þessar tölur sýna hvemig íhaldið metur manneskjuna í hlutfalli við malbikið, sagði Sigurjón Pétursson ennfremur i ræðu sinni. — sv. Smjörneyzla og kransæðastífla • úr plastj með nið af segulbandi. Fossar Smjör- og mjólkurneyzla er efst á blaði hjá Bæjarpóstin- um að sinni, en síðan er fjall- að um gervifossa, og fylgir mynd með til skýringar. Kæri bæjarpóstur. Þegar ég var barn heyrðd ég talað um, að unglingur, sem var horaður og kranka- legur drykki of mikið af mjólk. Einnig var talað um, að lítið barn gæti affitnað af tómri mjólk, en engum datt þó í hug, að mjólk og smjör væri óhollt Stundum finnst mér þessir blessaðir vísindamenn, koma með sínar „vísindalegu" álykt- anir á svo hæpnum forsend- um, að þeir minni helzt á skynsamt fjögurra ára ein- birni, sem var ólatt að kenna fullorðna fólkinu að þekkja stafina. Mér var einhverju sinni sagt, að það væri lítið smjör notað á spítala vegna fyrirmæla lækna. „Aumingja læknarnir“, varð mér að orði. „Ætli þeir faif sjáifir eftir þeim fyrirmælum femur en prófastarnir eftir leiðbeining- um sínum?“ En þar skjátlað- ist spyrjanda, að ég held, því að svo margir læíknar eru dán- ir síðan úr kransæðastíflu, en Sigurður lifir enn. Ester Steinadóttir. „Hugsað get ég um himin og jörð en hvorugt smíðað, því að mig vantar efnið í það“. Þessi gamla vísa virðist ékki vera staðreynd lengur, þvi fatt er það sem mannskepnan telur sér ekki fært i dag. Sköpun- artilburðir mannsins eru þó býsna gamlir og 1 fbmöld bjuggu nokkrir framtakssamir menn til heilan foss austur á Þingvöilum sem kunnugt er. Sá foss er þó gerður af vatni og bjargbrúnin sem hann fell- ur fram af var til á staðnum. En nútíminn kann fleiri ráð og hann vantar ekki „efnið í það“. Myndin hér er af tilbúnum fossi vestur í Portlands-borg í Óregonfylki. Verkfræðing- amir smíðuðu hann úr hiugð- arefni sínu stednsteypunni, löguðu steypuna eftir svip- móti rennandi vatns, lituðu hana í fosslitum og létu svo ofurlftið af vatni seytla yfir brúnina svo fbssskömmin væri þó ;blauit. Við sjáum að það verða engin vandræði með þá Gull- foss og Goðafoss þegar raf- orkumenn verða búnir að leiða edfumar sem fossarnir eru í, í sitt stóra kaupangslón. Við fáum bara góðan múfara til að dubba upp á fosstóftirnar, málum svo múrverkið og lökkum með glampandi plast- lakki og svo koma skáldin og yrkja hástemmd ljóð um fyr- irbærið. En hvað um dunur fossins spyrjið þið. En sá barnaskapur. — Hafið þið ekki heyrt um segulbönd, eða hvað? B. Ályktun ísl. námsmanna í Höfn: Aðgaagur að Háskóla ís- lands verði öllum heimill Kaupmannahöfn í nóvember ’70 Fundur haidinn í Félagi ís- lenzkra námsmanna í Kaup- mannahöfn 28. 10. 1970 sam- þykkti með öllum greiddum at- kvæðum eftirfarandi ályktun: Fyrir stuttu birtist í dagblöð- unum ályktun Stúdentaráðs við Háskóla ísiands um rýmkun á aðgangskröfum þeim, sem gild- andi eru fyrir háskólann. 1 ályktuninni eru tiinefndir nokkrir skólar, sem að dómí háskólastúdenta eru rétttækir í hópdnn sem jafningjar. Fundurinn lýsir yfír fögnuði sínum vegna þessa frumkvæðis háskólastúdenta og álitur til- lögur þeirra tvímælalaust spor í rétta átt, Islenzkum náms- mönnum í Kaupmannahöfn þykir þó rétt að lýsa yfir þedrri skoðun sinni, að tillögur há- skólastúderita séu ekki endan- legt markmið. Lokaáfanginn hlýtur að vera sá, að öllum þeim, sem éhuga hafa, verði gefinn kostur á háskólagöngu, óháð því, hver grundvallar- menntun þeirra sé í forrni skólagöngu. Það, sem helzt hefur verið álitið því til foráttu, er ófrá- víkjanleg krafa um almenna menntun. Bónda norðan úr landi, sem tæpast hefur nókkra skólagöngu má ekki hleypa í háskólann, því þó að hann hafi aflað sér geysivíðtækrar þekk- ingar með sjálfsmenntun á ákveðnu sviði, er trúin á al- mennan fróðleik í hans fórum takmörkuð. f þessu felst að okk- ar dómi ofmat á þeirra almennu menntun, sem menntaskólar og tilsvarandi skólar veita, og van- mat á þeirri almennu menntun, sem aldur og reynsla skapa hverjmn manni. Einar Magn- ússon fyrrverandi menntaskóla- rcktor hafði til siðs, þegar hann í tímum í menntaskólanum varpaði fram spumingum al- menns eðlis, að svara þeim sjálfur með viöbótinni: „Nei. auðvitað vitið þið það ekkí, þið vitið ekkert. þið hafið alltaf verið í skóla“ Þessi skoðun Einars hefur að okkar dómi töluvert til síns máls og það er þvf nauðsyn að taka þá mats- aðferð, sem nú er beitt, þegar almenn menntun er vegin, til endurskoðunar. Skoðun okkar er í stuttu máii sú, að rétt sé, að aðgangur að Háskóla íslands sé öllum heim- ild, hafi þeir annað hvort lokið einhverju þeirra prófa, sem að dómi yfirvalda gefi nægilega almenna menntun, eða hafi náð ákveðnum lágmarksaldri, sem telja má, að hafi gefið þeim það lágmark almennrar þekk- ingar, sem krafizt er. Margt af því fólki, sem gjaman vill í háskólann, er í valfa um, hvort langskólanám sé því að skapi, eða henti þvi, og ennfremur munu margir gjaman vilja fá aðstöðu til að auka þekkingu sína í einhverj- um fögum, áður en þeir hefja háskólanám. Þess vegna er nauðsynlegt að komið verði upp sérstökum námskeiðum í þeim tilgangi að gera sidkt mögulegt. Það fólk, sem skólagöngulaust kemúr í háskóla, gengi að sjálfsögðu undir próf á sama hátt og aðrir, og kröfur um gæði báskólamenntunar yrðu því í engu rýrðar. F. h. Félags íslenzkra námsmanna i Kaupmannajhöfn, Anna Kristjánsdóttir. ! ----------------------;--------r~. BRIDGESTONE Japönsku NYLON SNJÓHJÖLBARÐARNIR , fást hjd okkur. m Allar stærðir með eða án snjónagla. ■. .|| 1 jW; 1 Sendum gegn póstkröfu um land a!It Verkstæðið opið allá daga kl. 7.30 til kl. 227 Pl’llUIIUIU/MMIICTnQM LiC uUmMIVNNUolurAN Hh SKIPHOLTl 35 REYKJAVÍK SfMI 31055 ÁKJÖSANLEGAR JÖLAGJAFIR SVISSNESK ÚR, þ. á m. hin heimskunnu „REVUE“ úr í stál-gullplett- eða gull-kössum. Margar gerðir PIERPONT úra. Skólaúr, eldhúsklukkur, skrautklukkur á veggi og hillur. Vekjaraklukkur mjög góðar tegundir frá kr.360,00. SIGURÐUR TÖMASSON, úrsmiður Skólavörðustíg 21.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.