Þjóðviljinn - 10.10.1971, Síða 13

Þjóðviljinn - 10.10.1971, Síða 13
Sunnudiaigur 10. oiktóbeir 1971 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J3 Tékki í New York FramJhald af 3. síðu. isit þegar ákvarðanir cru bræddar saman af hópi manna. Ég man t.d. eftir því að á árunrim 1940—’50 var stjórn kvikmyndamála okkar £ hönd- um aðalíramkvæmdarstjóra og nesfndar sem ákvað hvaða hand- rit yrðu filmuð og hver ekki. Þetta var geysistór nefnd, um 30 manna. Hver þeirra var framúrsltarandi einstaklingur á sviðum menningar, stjómmála eða visinda, þarna vom raun- verulega saman komin helztu gáfumenni okkar. EÆ skoðaðar eru í dag nokkrar ákvarðanir þessarar nefndar gæti maður haldið að þaer heföu verið tekn- ar af tíu ára bami. Það . er furðulegf þegar safnað er sam- an 30 hámenntuðum mönnum, hversu rangar og barnalegar ákvarðanir þeirra, sem heild- ar geta orðið. I bandarískum kvilrmyndum getur maðurstrax séð hvort tíu eða einn, tveir, kannski þrír hafa ráðið gerð myndarinnar. Nefndin í Télckóslóvakíu sem ég talaði um var lögð niður árið 1962 svo ég hafði mjög frjálsar hendur við gerð mynda minna þar“. Forman hafði sarna frelsi við gerð nýju myndarinnar, enþað tók hann eitt ár að fá fram- leiðanda til þess að kosta myndina, því þótt Claude Berri reyndist mjög hjálpsamur við að útvega Forman sambönd vestra, þá náði boð Frans- mannsins ekki til kvikmynda- gerðar í B and aríkj u num. Um eflni nýju myndarinnar og New York-borg segir For- man m.a.: „Mér geðjast ekki að huigtakinu „bilið milli lcyn- slóðanna'1. Það er mjög mis- notað. Þess vegna nota ég orð- ið spenna. — Spenna milli hinna yngri og reynslulitlu annars vegar og foreldramna hins vegar. Taking Off fjallar meira um foreldrana en böm- in. Þegar ég byrjaði á hamd- ritinu hélt ég að myndin yröi að veruleigu leyti um bömin, en því lengur sem ég vann. að þessu, þeim muin stærri varð hlutur foreldranna, þeirra vandamál, þeirra harmleikur. Ég ætla mér aldrei að gerast dómari. Ég hitti fjölda fólks, böm og foreldra. Ég kynntist fjölskyldum þar sem auðveld- lega var hægt að keirna um einhverjum ákveðnum í fjöl- slíyldunni, — faðirinn drykkju- sj úklingur, berjandi konuna sína, o.s.frv. En að lokum beindist áhugi minn meir og meir að þeim fjölskyldum, og þær em í mildum meirihluta, þar sem allir í fjölskyldunni, pabbinn. og bömin, em bezta fólk og mjög aðlaðandi. En ef maður fylgist með þeim kemur í ljós að þar er ekk- ert sambamd. Þau geta sært hvort annað illilega. — Þetta er ekki nýtt vandamél; hefur sennilega verið til frá örófi alda. Það tekúr aðeins á sig nýjar myndir með nýjum kyn- slóðum. Ég held að það sé hvergi eins auðvelt að hlaupa að heiman og komast af eins og í New York.. Þar gæti engin svelt í hel. Maður gæti dáið þar af of stómm eitur- lyfjaskammti,. en ekki úr hungri“. Formam er ekki á sömuskoð- un og margir aðrir kvikmynda- höfundar, að New York sé menguð otfbeldi: „Ef maður gerir sér í hugarlund að þama er samankominn á litlu land- svæði íbúafjöldi ávið heildar- íbúatölu Téldcó.slóvaldu, þá er það ekki óskiljanlegt að dag- blöðin seigi frá einu eða tveim morðmálum dag hvem. Ef þaö væri framið morð í Slóvakíu myndi það ekki snerta mig í Prag. En ef það er framið morð í N.Y. firunst manni að það gæti hafa verið í næsta húsi. Ég hef búið- hér meira og minna í tvö ár, víðs vegar um borgina og aldrei rekizt á neinar ofbeldisaðgerðir. En það kemur alltaf við mig er ég les um þær í blöðunum. — Ég er að undirbúa aðrafcvik- mynd i Bandaríkjunum, sem ég kalla Bulletproof (Skotheld- ur). Þetta er kómedía sem ger- ist í lítiUi borg nálaegt New York og í N.Y. sjálfri. Upþ. haf myndarinnar er kveðju- gilli (ein veizlan enn), sem gamlar stríðshetjur staðarins halda ungu strákunum, sem em að leggja i stríðið. Ég tala elcki um neitt ákveðið strið. en þetta gerist í dag svo það hlýtur að vera Vietnam eða Cambodiá eða Laos eða hvaða stríð sem er. Ég hef fengið nokkur freist- andi tilboð, en ég sem ekki langt fram í tímann. Mig lang- ar til að gera aftur kvikmynd í Tókikóslóvakfu, á móðurmál- inu því það land þekki ég bezt og þar eru allir vinir mínir. Svo ef ég fæ góða hug- mynd að kvikmynd, hvers- vegna ékíki að drífa sig aftur til Prag“. — Þ.S. tók saman. Notaðqr bifreiðar Tilboð óskast í neðangreindar bifreiðar: WILLIS jeppi, árg. 1963 WILLIS WAGONEER, árg. 1963 CHEVROLET fól'ksbifreið, árg. 1968. Bifreiðarnar verða til sýnis hjá Vélsmiðjunni Bjarg að Höfðatúni 8, n.k. mánudag 11. október 1971, kl. 3 til kl. 7 e.h. Verða þar aflient eyðublöð fyrir til- boð og gefnar upplýsingar um greiðslukjör. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikud. 13. októ- ber, kl. 3 e.h. og tekið við tilboðum þar til þess tíma. Timbur er líka eitt af því sem þér fáið hjá Byko Móta- og sperruviöur í hentugustu þykktum, breiddum og lengdum. Einnig smíðaviður. Þilplötur hvers konar úr upphituðu geymsluhúsi. Góð aðstaða tii skjótrar og öruggrar afgreiðslu. BYGGINGAVÖRUVERZLUN YK K0PAV0GS SÍMI 41010 Sólun I SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA, JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð fekin á sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. ’O’nnumst allar .viðgerðir hjólbarða með, fullkomnum fækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501.— Reykjavík. m ITT FRYSTIKISTUR Ekki ódýrastar — aftur á móti leyna gæðin sér ekki! AFBORGANIR VIÐ HVERS MANNS HÆFI VERZLUNIN PFAFF SKÓLAVURÐUSTÍG SÍMI 13725 ‘TJUFFENGIRJEFTIRRETTIRj ^Romm - búðingur c7Wöndlu~ búðingur

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.