Þjóðviljinn - 10.10.1971, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 10.10.1971, Qupperneq 16
Fjórtán bátar fengu sæmilegan síldarafla norður af Eldey í fyrri- nótt. Ennfremur 20 míl- ur vestur af Surtsey. Var heildarafli þeirra um 200 tonn. I gær átti að salta 35 tonn úr Þorsteini RE h.já BÚR hér í R- vík. Þá var Helga RE væntanleg til Þorlákshafnar um hádegi í gær með 15 tonn. Átti söltun hjá Ihgimundi h.f. að hefjast um kl. 14 í -gær svo að saltað var á tveimur stööum hér á höfuðborg- arsvæðinu í gær. Þá lögðu bátarnir ennfremur upp afla til söltunar í Vest- mannaeyjum, Þorlákshöfn, Grindavík og Keflavík. Þessir bátar fengu afla í fyrri- nótt á Eldeyjarbanka og suður a.f Surtsey: Þorsteinn RE 35 tonn, Bergur 6 tonn, Hafrún RE 25 t. örfirisey 15 tonn, ísleifur IV 9 tomi, Hrafn Sveinbjarnar- son III 6 tonn Jóm Finnsson GK 5 tonn, Óskar Magnússon AK 25. tonn Höfrungur AK III 30 tonn, Ólafur Sigurðsson AK 15 tonn, Gullberg VE 10 tonn, Guðbjörg GK 9 tonm, Sigurpáll GK 14 tonn, Helga RE 15 tonn. Afli bátanna er nokkuð mis- jafn og eru þeir misjafnlega heppnir frá degi til dags. Á föstudagsnóttina fékk Ólafur Sigurðsson frá Akranesi 100 tonn af síld vestur af Surtsey, en fékk svo nóttina eftir á sömu slóðum 15 tonn í nótina. I fyrrinótt öfluðu bátarnir bezt á Eldeyjarbanka og nóttina áður höfðu 12 bátar fengið um 600 tonn á þremur stöðum við Suð- urland m.a. á Breiðamerkur- djúpi. Von var á síldarleitarskipimu Hafþóri til Reykjavíkur í gær vegna smávegis bilunar. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur stjórnar síldarleit á Haflþóri og var haft eftir honum í gær, að síldar hefði orðið va.rt a Jökul- djúpi auk áðurnefndra veiði- svæða. Síldin hafi staðið djúpt og hún verið erfið viðureignar. Hins vegar væri síldin stór og falleg og tilvalin til söltunar Um 15 bátar eru komnir á síld- veiðar hér við Suðurland. g.m. ,Enginn Islendingurá hlut / álbræðslunni' Viðtal við Hermann Guðmundsson Framhald af 1. sídu. Við leituðum álits Her- manns á lengingu orlofs í 4 vikur eins og segir í stjórnar- sáttmála. — Við höfum barizt fyrir því á undanförnum árum að lengja sumarleyfistímann, en þetta má ekki verða sýndar- mennska hjá fóiki. Margir hafa ekki tekið orlof undanfarin ár af því að launin hafa verið of lág. Ég tel þýðingarmest að gera fólM kieift að fara í sumarleyfi, hvort sem tíminn er langur eða skammur. Þá tel ég rétt að til- taka minnst 24 vinnudaga sem orlof á ári á sama tíma og bor- in er fram krafa um 5 daga vinnuviku. Það er ekki raun- hæft að tala um 4ra vikna oriof án þess að tiltaka vinnudaga- fjöldann um leið. Mér finnst ekki fjarstæða að verkalýðsh reyf i n g i n skipuleggi sjálf orlofsferðir verkafólks, bæði innamlands og utan og verkafólk eigi þá kost á því að skipta orlofstímanum á vetur og sumar. Verkalýðshreyfingi'n á Norð- urlöndum hefur fest kaup á hús- éignum á sólarströnd Spánar eða Kanaríeyjum og mér finnst ekki fjarstæða að koma upp slfkri aðstöðu í suðrænum lönd- um eins og byggð eru oriofshús úti í sveitum á vegum samtak- anna. Það er ótrúlega stór hluti af verkafólki, sem tekur ekki sum- arleyfi og nýtur ekki þeirrar hvíldar og hressingar, sem það þarfnast frá streitu hversdags- ins í lífi nútímafólks. Þetta þarf að breytast hjá verkafólki. Ein af kröfum verkafólks að þessu sinni er kauptrygging fyr- ir tímavinnufóilik. Þessi krafa hef- ur mesta þýðingu fyrir vérica- konurnar hér í þéttbýliskjarnan- um ó Suðuriandi. Ennfremur fyrir verkaíólk úti á landi sem býr oft við skerta atvinnu og er kallað út hluta úr degi hverju sinni, sagði Hermann. Að lokum vikum við talinu að þeirri kröfu um endurskoð- un á greiðslu kaups í veikinda- og s'lysatt'lfellum og ákvæði samninga um slysatryggingar. — Vitaskuld ætti. tryggingalög- gjöfin að vera það fullkomin, að við ættum ekki að þurfa að standa í samningum við a.t- vinnurekendur um þessa hluti, sagði Hermainn. Nú er farið fram á, að verkamenn haidi ó- skertum iaunum, ef þeir veik- ist — eftir fyrsta starfsár 60 daga á ári — eftir 5 ára starf 120 daga á ári — eftir 10 ára starf 180 daga á ári. Þá verði vinnuveitanda gert skylt að greiða allan sjúkrakostnað og læknishjálp verkafólks í slysa- tilfellum og vegna atvinnusjúk- dóma. Þá beri vinnuveitendum að tryggja verkafólk fyrir slys- um á vinnustöðum og nemi bæt- ur til aðstaindenda kr. 750 þús- und miðað við dauða eða 1 milj- ón kr. við 100fl,n örorku. Verka- fólk fái sömu bætur fyrir slys er henda á leið þess milli vinnu- staða og heimila. Eru þetta hóf- lc-gar kröfur. g.m. — Hvað eigfa Islending- ar mikinn hlut í álverk- smiðjunni í Straumsvík og hverjir eiga þar hlut? Fyrir svörum varð Halldór J. Jónsson, verk- fræðingur. UMRÆÐU- FUNDUR / í vetur verða starfrækt- J ir á vegum Alþýðubanda- I lagsins í Reykjavík um- í ræ’ðuhópar með svipuðum / hætti og var síðastliðinn * vetur. Hóparnir verða ^ tvenns konar: Umræðu- ^ hópur um fræðikenningu / sósiialismians og umræðu- Í hópur um verkalýðsmál. ^ Fundur til undirbúningis i þessu starfi verður hald- l inn n.k. miðvikudagskvöld 7 ki. 8,30 í Lindarbæ uppi. \ Verður þar fjallað nánar 1 um starfsfyrirkomulag hóp- i anna. / Þeir ’ sem hyggjast taka \ þátt í þessu starfi eru \ hvattir til að fjölmenna á 4 miðvikudagskvöldi'ð. \ Alþýðubandalagið í Rvik. Korkiðjan: Einangruð rör SÍMI 23200 — SKÚLAGÖTU 57 — REVKJAVÍK STÁLRÖR VS’ — 6” Svört, galvanisieruð HLÍFÐARKÁPA, 90 — 250 mm Polyethylen (PEH) SAMSETNINGAR Skotmúffur og gúmmíhringir GREINIHLUTIR Hné og lé, þenslumö'guleikar Plastíðjan: Einangruð rör SÍMI 993116 — EYRARBAKKA EINANGRUN, U R E T H A N Hitaþol > 140*0 ■ Vatnsdrægni < 4% V Varmialeiðni .< a,02 Kcal/mkl. °C Það á cnginn Islcndingur hlut í álverksmiðjunni. Alusviss á öll lilutabréfin Það voru sett sér- stök lög í sambandi við álverk- smiðjuna. samningurinn um liana var undanþcginn þeim iögum scm gilda hér á landi uin það að Islendingar verði að eiga mciri hluta í fyrirtækjum, sem erlend fyrirtæki stofnsetja hér á landi. ☆ I aðalsamningi um Isal stend- ur m.a.: Alusviss er haimilað sem einkastofnanda og einkahluthafa, eð'a að fengnu sám'þykki ríkis- stjónnairinnar með þátttöku allra hluthafa, ásamt einum eða fleir- um minnihiluta hluthöfum, að láta stofnsetja ísal með saimningi þessum o.s.frv. Síðan segir um hlutafé Isal: Innboa-gað hlu.tafé Isals eins og það er ákveðið á hverjum tíma, skal aldrei vera m.inna aö fjárhæð etn sem jafn- gildir þriðjungi bókfærðra fasta- fjármuna þess. Upphaílegt hluta- fé Isals má auka hvenær sem er eiftir því sem rekstur Isa.ls kreíst í samræmi við ákveðnar samþykktir l>ess. Hlutafé Isals má lækka hvenær sem er með breytingum á samþykktum þess, á þann hátt er í þeim greinir O'g þanmig að hiutafé Isals skal eklki lækka niðuríyrir þá fjár- hæð er jafngildir þriðjungi af bófcíærðuim eignum þess. HQuba- bréf ísals skal gefa út og skrá á nafin Alusviss (og þau eru nú öll skráð á Alusviss) og ef Alu- sviss fer fram á það, og ríkis- sitjóirnin samþykkir það, mó nota nafm eins eða fleiri minnihluta liluthafa, enmfremur má Alusviss með samþykki ríkisstjómarinnar, selja og framselja. hlutabréf Is- als að því tilskildu þó, að eft- ir slíka útgáifu eða sölu, skal Alusviss aldrei eiga minna en 51% þeirra útistandandi hluta- bréfa er hafa atkvæðisrétt í Is- al. Síðan segir: Álusviss, eða minni hluta hluthafa. er óheim- ilt að seljá, framselja eða veð- setja hlutabréf í ísal nema með samþykki rfkisst.iórnarinnar. Fasistar berja á fasistum Foringi uppreisnarmannanna í Azul í Argentínu Carlos Car- cia offursti, gafst upp í dag á- ssmt liði sínu, enda var það vænlegast þar eð tíu þúsund manna herlið stjórnar Lanusses forseta var á leiðinni til að berja uppreisnina niður. Upp- reisnarmennimir voru aðeins um tvö þúsund talsins og hefðu því naumast haft roð við stjóm- arhernum, sem hafði fjörutíu og sex franska skriðdreka og sjö- t.íu og fimm þungar fallbyssur sér til halds og trausts. Ekki kom til manndrópa i uppreisn- artí'li'auninni, og menn Carcia gófust upp átakalaust. Kínamálin á Allsherjarþinginu: „Eins og að spila golf á tunglinu" Tsjá-sjú-kæ, utanríkisráðlierra Taiwan situr liér hugsi og lilýðir á umræður um Kínamálið. — Hvernig þróast málin þarna, t.d. Kínamálið? — spurðum við Jónas Árnason úti í New York í gærmorgun. — Þeir sem bezt vita telja, að handarísku tillögumar fói í hæsta lagi 58 atikvæði, 62 eða 63 rífci munu greiða atikvæði á mó'ti Bandaríkjamöninum og með albönsku tillögunni. Sennilega munu' 12 eða 13 ríiki sitja hjá. Búizt er við, að Bandaríkjamenn fái það alls ekiki fram að til- laga þessi verði tekin til at- kvæðagreiðslu; albainska tillagan komi því næst til atkvæða- greiðslu, verði samþykkt og bandaríska tillagan verði -bar með úr sögunni. Hugsanlegt er að Bandarífcin flytji ttllögu jffl að albanska tillagan verði borirt upp í tvennu lagi, fyrst sá part- ur sem kveður á um aðild Pek- ing, síðan seinni parturinn, b-c. Taiwan fái sætið. Efcki er talið líklegt, að sú málsmieði'erð verði samlþykkt. Það er t.d. auðheyrt á Skandinövunum að þeir munu styðja að tillagan komi fyrir í einu lagi. — Þýðir það að Peking fari þar mcð inn og Taivvan út? — Jó, það getur varla leikið nokkur vafi á þessu lengur. Bandaríkin eru að tapa málinu — jafmvel þó öll bandaríska ser.dinefndin verji „öllum vöku- stundum sínum“ („all our wak- ing hours“) — eins og ambassa- dor Bandaríkjanna George Bush orðaöi það í samkvæmi, sem fulltrúar New York héldu oktkur ■nokkrum S.Þ.-fulltrúum um dag- inn — eyði öllum mínum vöku- stiindum í það að reyna að tryggja Taiwan áfram sæti hér sem einhvei'skonar extra Kína. — En hv>aö segja Taivvan-nienn sjálfir? Heyrist ekkert í þcim? — Þeir era hinir reiðustu, ekki sízt í garð Baindaríkjaman'na, fyr- ir að vilja nú loks viðui-kenna þennan slump af Kínverjum. (I- búatalan hleypur í sætum nianna hér frá 700 miljónum upp { 850 miljónir) sem býr á meginland- inu. Þessi ræða Bush. sem ég minntist á, var auðheyrilega stii- uð á þá Taiwan-búa, sem þarna voru allmargir viðstaddir. Og í gær þegar fulltrúi Taiwan, Tsjá- sjú-kæ, var búinn að tala (hann kvaðst ætla að bíða með að ræða aðaldeilumálið þangað til sérstök umræða um það hefsf, — saigði ékkert sérstakt) — þá raojk Bush strax yfir þveran salinn til að taka í höindina á honum. Það geklc mdkið á. Og þegar Bush kom aftur í sæti sitt, sendi hann Alan Shepard, sem á sæti í bandairísku sendinefndinni alla þessa löngu leið til að sýna. að hann væri líka ánægður meö raeðuna. Alan Shepard er geim- fari sem kunnugt er og spilaði golf á .tunglimu, mjög geðfelldur maður. Það er synd að hann skuli þurfa -að standa í því að hressa uipp á þessa Kínapólitík Ameríkana, se<n í rauninni er álíka tilgangslaus eins og að spila golf á tuinglinu. Alþýðubandðlagið Akranesi Alþýðubandalagið á Akranesi heldur fund í Rein mánudaginn 11. október kl. 21. Fundarefni: 1. Yfirlit yfir kostnað végna alþingiskosninganna. 2. Almcnn félagsmál, 3. Félagssarfið i vetur. 4. Vestlendingur. 5. Kosning fulltrúa á lands- fund Alþýðubandalagsins. FIILAGAR, fjölmennið'. Stjórnin. Hættatimi fer í hönd Lögregilan á Selfossi sagði blaðinu í gær, að nú færi só tírrli í hörtd þegar skepnur liéldu sig mjög við vegkanta og rás- uðu gjarnan yfir vegina. „1 gær var ekið á hest og hainn drepinn skammt frá Vorsabæ. og við Sogsbrú var ekið á kind og hún skilin eí'tir slösuð á veginuirí1, sagði lögreglan. „Það væri ekki úr vegi að óminna bílstjóra vegna þessa og biðja, þó um að aka varlega“, sagði lögregl- an að lokum. 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.